Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
Utanríkisráðherrar Þýskalandsog Bretlands, þeir Heiko Maas
og Dominic Raab, hittust í gestahúsi
þess breska í fyrradag og áttu þar
notalega stund. Fátt ef nokkuð sem
hönd á festir kom þó
út úr spjallinu og ef
til vill ekki til þess
ætlast, rabb yfir
bjórglasi og göngu-
túr í fallegri enskri
sveit eru líka þýð-
ingarmikil þegar
kemur að sam-
skiptum þjóða. Per-
sónuleg tengsl
skipta máli.
Það gustaði um fé-lagana þegar
þeir kynntu niður-
stöðurnar af masi dagsins og blöðin
á púltunum tókust á loft, en það kom
ekki að sök og þeir greindu frá því
að tengslin væru náin og samstarfið
þétt og tiltóku mál tengd sam-
skiptum við Rússland og Kína, sem
báðir hafa áhyggjur af, og vandamál
sem lúta að kjarnorkuáætlun Írans
og fleira í þeim heimshluta. Og þeir
vildu koma þeim skilaboðum út að
Bretar væru ekki búnir að yfirgefa
Evrópu eða einangrast þó að þeir
hefðu yfirgefið ESB. Þeir væru hluti
af E3, Þýskalandi, Bretlandi og
Frakklandi, hinum stóru ríkjum
Evrópu, og myndu áfram eiga marg-
víslegt samstarf undir þeim for-
merkjum.
Vinahótin breyta því ekki að Þjóð-verjar eru jafn ákveðnir í því
og áður að láta Breta ganga út á for-
sendum ESB vilji þeir gera samning
um útgönguna. Maas sagði skömmu
fyrir fundinn að hann teldi enn
hugsanlegt að ná samkomulagi um
útgönguna, en hann lýsti því líka yf-
ir í tilkynningu um fundinn að
Þýskaland stæði þétt að baki aðal-
samningamanni ESB. Sá hefur sem
kunnugt er það verkefni að tryggja
að Bretar lúti áfram reglum ESB en
fái engan samning ella.
Dominic Raab
Mas, rabb og
huggulegheit
STAKSTEINAR
Heiko Maas
Drög að viðbragðsáætlun vegna hóp-
slysa á höfuðborgarsvæðinu hafa
verið birt. Að útgáfu draganna
standa almannavarnanefnd höfuð-
borgarsvæðisins, Lögreglustjórinn á
höfuðborgarsvæðinu og Ríkislög-
reglustjórinn.
Í viðbragðsáætluninni er fjallað
um skipulag og stjórnun aðgerða
verði hópslys á höfuðborgarsvæðinu
sem flokkast á neyðarstigi gulu og
rauðu. „Markmið áætlunarinnar er
að tryggja skipulögð viðbrögð við
hópslysum og að þolendum berist
nauðsynleg aðstoð á sem skemmst-
um tíma. Viðbragðsáætlunin er til
leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en
felur ekki í sér endanleg fyrirmæli.
Þannig getur lögreglustjóri ákveðið
breytta starfstilhögun með tilliti til
ástands og aðstæðna hverju sinni,“
segir í inngangi.
Áætlunin var unnin í umboði al-
mannavarnanefndar höfuðborgar-
svæðisins í samvinnu við Lögreglu-
stjórann á höfuðborgarsvæðinu,
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins,
fulltrúa svæðisstjórnar björgunar-
sveita á svæði 1, fulltrúa Rauða
krossins á Íslandi, fulltrúa Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins og full-
trúa Landspítalans og í samráði við
Ríkislögreglustjóra.
gudni@mbl.is
Viðbragðsáætlun vegna hópslysa
Skipulag og stjórnun aðgerða verði
hópslys á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Júlíus
Almannavarnir Samhæfingarstöðin
gegnir mikilvægu hlutverki.
Sólveig Johnsen hringdi í lögregluna
á mánudaginn til þess að láta vita af
meðvitundarlausum manni sem lá í
götunni og var þá spurð að því hvort
henni sýndist maðurinn vera skatt-
greiðandi. Hún sagði frá þessu í
færslu á Facebook, sem olli undrun
og hneyksli í athugasemdum, og rat-
aði sömuleiðis í fjölmiðla.
Í gær sendi embætti ríkis-
lögreglustjóra frá sér yfirlýsingu
vegna málsins þar sem orðalag
starfsmannsins í fjarskiptamiðstöð-
inni var sagt hvorki endurspegla við-
horf lögreglunnar né starfsmannsins
til skjólstæðinga þeirra. Ítrekað var
að allir sem leituðu til lögreglu ættu
rétt á sömu þjónustu og virðingu.
„Eftir skoðun kom í ljós að sam-
skipti hefðu mátt vera betri og á því
hefur verið tekið. Starfsmaðurinn
segir sjálfur að um klaufalegt orða-
val hafi verið að ræða þegar hann
hafi verið að reyna að átta sig á stöð-
unni sem hafi alls ekki verið illa
meint. Hann áttaði sig á mistökum
sínum og gekkst að fullu við þeim.
Einnig skal tekið fram að ekki er um
að ræða viðtekið orðfæri innan lög-
reglunnar,“ segir í tilkynningunni
frá embættinu.
Í stöðuuppfærslu Sólveigar segir
að orðrétt hafi starfsmaðurinn í fjar-
skiptamiðstöðinni spurt: „Sýnist þér
hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig
kveðst ekki hafa vitað hvernig hún
ætti að svara þessu en segir að eftir
á að hyggja hefði hún átt að inna
hann eftir nánari skýringu á því
hvers vegna það skipti máli.
„Þetta gefur til kynna að lög-
reglumenn bregðist ólíkt við því
hver þarf hjálp. Hefðu þeir ekki sent
einhvern til að gá að manninum ef
hann hefði verið heimilislaus eða
ekki íslenskur?“ skrifaði hún.
snorrim@mbl.is
Klaufalegt orðaval
í símtali lögreglu
Lögreglan segir ekki
viðtekið að flokka fólk
eftir skattgreiðslum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hringt inn „Sýnist þér hann vera
skattgreiðandi?“ var konan spurð.
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Vefverslun
komin í
loftið!
mostc.is
Gerið verðsamanburð
ULL BÚÐ AF NÝJUM
G FALLEGUM VÖRUM
4.990 kr.
Túnikur
F
O
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/