Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Landvist nefnist sýning ellefu
myndlistarmanna sem opnuð verð-
ur á morgun, 25. júlí, kl. 17, í
Stóra-Klofa í Landsveit. Lista-
mennirnir sýna í stórum skála sem
eitt sinn hýsti refabú og einnig í
hundrað ára fjárhúsi. Listamenn-
irnir eru þau Borghildur Óskars-
dóttir, Eygló
Harðardóttir,
Guðjón Ketils-
son, Hannes
Lárusson, Hild-
ur Hákonardótt-
ir, Leifur Ýmir
Eyjólfsson, Mar-
grét H. Blöndal,
Ósk Vilhjálms-
dóttir, Pétur
Thomsen, Sól-
veig Aðalsteins-
dóttir og Þorbjörg Jónsdóttir.
Frumkvöðull sýningarinnar er
listakonan Borghildur Óskarsdóttir
sem hefur um árabil beint sjónum
sínum að landslagi og sögu fólks-
ins í Landsveit en barnabarn
hennar, Borghildur Indriðadóttir,
er sýningarstjóri.
Þrír ættliðir
Borghildur, þ.e. sú yngri, er
stödd í Berlín þegar blaðamaður
nær tali af henni og harmar að
geta ekki verið viðstödd opnun
sýningarinnar. Blaðamaður leggur
til beina útsendingu á netinu og
Borghildi líst vel á þá hugmynd.
Hún segist hafa skipulagt sýning-
una að stórum hluta frá Berlín
með því að nota netið og segir að
sú skipulagsvinna hafi gengið
merkilega vel.
„Ég er sýningarstjóri með
ömmu minni og við erum mörg
sem stöndum fyrir sýningunni,“
segir Borghildur. Móðir hennar er
Ósk Vilhjálmsdóttir og er hún
meðal sýnenda eins og Borghildur
eldri. Borghildur yngri segir hina
listamennina hins vegar ekki blóð-
skylda henni og hlær við. „Ég er
ekkert alltaf í svona fjölskyldu-
verkefnum en ég ákvað að taka
þetta að mér, fannst það frábært
tækifæri og sýningin hefur þróast
með áhugaverðum hætti. Afi minn
er arkitekt og hann hefur verið í
þessu líka og amma mín tengist
svæðinu í Landsveit mikið.“
Rýmin tekin til athugunar
–Hvar er þetta eiginlega? Er
erfitt að komast á staðinn?
„Nei, það er auðvelt að komast
að þessu,“ svarar Borghildur og
bendir blaðamanni á kort sem
finna má á Facebook-síðu viðburð-
arins. Af því má sjá að auðvelt er
að komast á áfangastað. „Þetta er
við rætur Heklu og mjög fallegt
svæði,“ bætir Borghildur við en
sýningin er að mestu leyti innan-
dyra og því lítið sem ekkert háð
veðri.
Borghildur segir fjárhúsið afar
fallegt og að þar inni verði vídeó-
verk eftir Ósk Vilhjálmsdóttur.
Refabúið fyrrverandi er skammt
frá og segir Borghildur að rýmin
séu tekin til athugunar af lista-
mönnunum út frá fyrra hlutverki
þeirra. Hið gamla refabú sé nú
orðið hið ágætasta sýningarými.
„Listamennirnir verða fyrir
áhrifum frá rýmunum og öllu
svæðinu og þetta verður dálítið
ljóðræn sýning. Hekla er í bak-
grunni og þetta eru óhefðbundin
sýningarými. Svo er skemmtileg
dagskrá og mælt með því að fólk
gisti þarna því næsta dag verður
boðið upp á leiðsögn og lista-
mannaspjall,“ segir Borghildur, en
á fyrrnefndri Facebook-síðu við-
burðarins má sjá að hótel nærri
Stóra-Klofa býður gestum sýning-
arinnar upp á „tveir fyrir einn“ til-
boð á gistingu.
Opið þema
–Í tilkynningu um sýninguna
stendur að viðfangsefnið sé vist
mannsins í landslaginu. Það er
ansi opið þema, ekki satt?
„Jú, þetta er mjög opið þema og
viðfangsefnið hefur eiginlega
þróast út í að vera vist dýrsins í
landslagi. Við höfum verið að
skoða svæðið þarna svo mikið,
þarna var refabú og hænur ganga
lausar og setja svip á stemning-
una. Þetta er náttúrulega svona
„úti á landi“-sýning en við förum
svo aftur inn á það að viðfangs-
efnið sé vist mannsins í landslagi
af því að amma mín, Borghildur,
hefur verið mjög öflug í að fjalla
um Þjórsá og hugmyndir um að
virkja ána sem hún er mótfallin.
Þetta sprettur út frá áhuga hennar
á því að stúdera forfeður sína frá
þessu svæði, sérstaklega samtal
hennar við Óskar langafa. Það var
erfitt fyrir fólk að búa þarna, for-
feður okkar þurftu til dæmis að
yfirgefa svæðið í Heklugosi,“
svarar Borghildur. Henni þykir
spennandi að spá í hvernig amma
hennar vinnur með þetta viðfangs-
efni. „Hún er að vinna mikið með
leirskúlptúra og skálar og setur
þær vandlega á ákveðna staði inn í
landslagið,“ útskýrir Borghildur.
Kraftar leysast úr læðingi
Borghildur segir efnistök lista-
mannanna hvorki neikvæð né já-
kvæð. Þau séu öllu heldur frekar
opin. „Guðjón Ketilsson er t.d. með
skemmtilegt verk. Hann finnur
efni á staðnum og raðar því saman
þannig að úr því verður skúlptúr
sem útskýrir margt þegar kemur
að sögu staðarins,“ nefnir Borg-
hildur.
Hún segir spennandi að sjá þá
krafta sem leysast úr læðingi í
listaverkum þátttakenda. „Leifur
Ýmir verður til dæmis með skúlp-
túr utandyra, Hannes Lárusson
með gjörning og Pétur Thomsen
verður með mjög sterka ljósmynd
enda afar fær ljósmyndari. Við er-
um að reyna að nálgast þetta án
þess að verða of pólitísk en svæðið
er í mikilli umbreytingu þarna og
viðkvæmt,“ útskýrir Borghildur og
að tilgangurinn með sýningahaldi á
Stóra-Klofa sé einnig að efla
menningarlíf á Suðurlandi. „Það er
svo stutt að fara þangað úr bænum
og mikið í gangi á staðnum.“
Frekari upplýsingar má finna á
Facebook-síðu viðburðarins (slá
skal inn í leitarglugga „landvist
myndlistarsýning“) og einnig má
skoða myndir af sýningunni á
Instagram með því að slá inn í
leitarglugga „storiklofi“.
Ljósmynd/Björg Vilhjálmsdóttir
Náttúrutenging Skálar eftir Borghildi Óskarsdóttur á sýningunni Landvist sem opnuð verður á morgun.
Maðurinn og dýrið í landslaginu
Samsýningin Landvist verður opnuð á morgun í Stóra-Klofa í Landsveit Ellefu myndlistarmenn
sýna verk sín í fyrrverandi refabúi og fjárhúsi Amma og móðir sýningarstjóra meðal sýnenda
Borghildur
Indriðadóttir
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Hörkuspennandi þriller byggð á sögu
eftir Lizu Marklund og James Patterson
Sýnd með
íslensku tali
Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI
90%
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.