Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Nýja Tokyo línan
komin í sýningasal
Leikmennirnir í liði Marcelos
Bielsas eru ef til vill ekki þeir
þekktustu í sparkheimum. Fyr-
irliðinn, Skotinn Liam Cooper, á
til að mynda aðeins tvo úrvals-
deildarleiki að baki, með Hull
City fyrir um áratug, og varafyr-
irliðinn, hinn enski Luke Ayling,
hefur aldrei leikið í deild hinna
bestu. Markahæsti leikmaður
liðsins, Englendingurinn Pat-
rick Bamford, hefur aðeins
gert eitt mark í efstu deild,
fyrir Middlesbrough vet-
urinn 2016-17. Miðvell-
ingurinn Kalvin Phil-
lips, „hinn jórvíski
Pirlo“, hefur aldrei
leikið í úrvalsdeild-
inni.
Markvörðurinn Kiko
Casilla frá Spáni býr að
reynslu frá Espanyol og
Real Madrid, þar sem
hann var um tíma vara-
markvörður, og ein-
hverjir muna eftir
portúgalska útherj-
anum Hélder
Costa frá því hann
var hjá Úlfunum.
Þarna eru líka makedónski út-
herjinn Ezgjan Alioski, pólski
landsliðsmaðurinn Mateusz
Klich, Norður-Írinn Stuart Dall-
as og Spánverjinn Pablo Hern-
ández, sem orðinn er 35 ára.
Enski miðvörðurinn Ben
White hefur átt mjög gott tíma-
bil en hann er í láni frá Brighton.
Eins enski miðjumaðurinn Jack
Harrison sem er í eigu Man-
chester City. Þá eru vonir
bundnar við enska ungstirn-
ið Ian Poveda sem kom frá
Manchester City.
Ljóst er að Leeds þarf að
styrkja lið sitt fyrir átökin í
úrvalsdeildinni og risa-
samningur sem félagið
gerði við íþróttavöru-
framleiðandann Adidas
á dögunum ætti að koma
sér vel í því sambandi. Stór
nöfn eru þegar orðuð við
þá Bielsunga, svo sem Ed-
inson Cavani og sjálfur Zlat-
an Ibrahimović. Gaman
yrði að vera fluga á vegg
á einkafundum
þeirra Bielsa.
EKKI STÆRSTU NÖFNIN Í SPARKHEIMUM
Styrkja þarf liðið
Hélder
Costa.
Við hliðina á árunum þrjátíusem Rauði herinn frá Liver-pool þurfti að bíða eftir
enska meistaratitlinum í knatt-
spyrnu eru árin sextán sem Leeds
United hefur mátt hokra í B- og C-
deildunum auðvitað ekki neitt. Þeg-
ar maður pælir betur í því, þá er
þetta eigi að síður býsna drjúgur
tími. Leedsarar gætu til dæmis hæg-
lega verið búnir að eiga barn, venja
það af bleyju, ferma það og útskrifa
úr grunnskóla í millitíðinni. Þetta er
allt spurning um samhengi.
En það skiptir ekki nokkru ein-
asta máli lengur; Leeds United er
aftur komið þangað sem það á að
vera – í úrvalsdeildina. Lengstu fjar-
veru liðsins frá deild hinna bestu í
101 árs sögu þess er loksins lokið.
Leeds naut velgengni á tíunda
áratugnum; varð til að mynda Eng-
landsmeistari veturinn 1991-92 und-
ir stjórn Howards Wilkinsons, sem
er síðasti Englendingurinn til að
leiða lið til meistaratignar heima fyr-
ir. Sturluð staðreynd. George Gra-
ham tók við 1996 og aðstoðarmaður
hans, David O’Leary, tveimur árum
síðar. Undir hans stjórn hafnaði
Leeds aldrei neðar en í fimmta sæti
og komst, sem frægt er, alla leið í
undanúrslit Meistaradeildar Evrópu
leiktíðina 2000-2001 með blöndu af
uppalningum úr akademíu félagsins
og aðkeyptum leikmönnum. Má þar
nefna Rio Ferdinand, Ian Harte,
David Batty, Alan Smith, Harry
Kewell og Mark Viduka.
En félagið reisti sér hurðarás um
öxl fjárhagslega á þessum árum, í
stjórnarformannstíð Peters Rids-
dales, og þegar það rétt missti af
meistaradeildarsæti tvö ár í röð
syrti í álinn og illa gekk að standa í
skilum. Selja þurfti bestu leikmenn-
ina og veturinn 2002-03 hafnaði
Leeds í 15. sæti úrvalsdeildarinnar.
Árið eftir var fall í B-deildina blá-
kaldur veruleiki og þetta skemmti-
lega lið leystist endanlega upp.
Þurfti að selja völlinn
Við tók mikill galeiðuróður, þar sem
Leeds neyddist meðal annars til að
selja æfingasvæði sitt og sjálfan
heimavöllinn, Elland Road, til að
forða sér frá gjaldþroti. Í þrjú tíma-
bil, frá 2007 til 2010, var það hlut-
skipti Leeds að leika í C-deildinni.
Hver hefði séð það fyrir í upphafi
aldarinnar? Hver stjórinn rak annan
og ekkert gekk. Stuðningsmennirnir
störðu bara hver á annan og spurðu
niðurlútir: „Hrímhvíta móðir, hvar
er þín fornaldar frægð, frelsið og
manndáðin best?“
Engin ástæða er til að dvelja leng-
ur við þær hörmungar en fyrir
þremur árum tók land loksins aftur
að rísa eftir að ítalski kaupsýslumað-
urinn Andrea Radrizzani keypti fé-
lagið að fullu. Hafi einhver efast um
heilindi hans í fyrstu hurfu þær
vangaveltur eins og dögg fyrir sólu
þegar Radrizzani keypti Elland
Road aftur þá um sumarið.
Fyrstu stjórarnir virkuðu þó ekki,
hvorki Thomas Christiansen né Paul
Heckingbottom. Það var ekki fyrr
en með ráðningu Argentínumanns-
ins Marcelos Bielsa sumarið 2018 að
liðið fór á flug. Radrizzani þurfti
virkilega að reyna á þanþol budd-
unnar en Bielsa mun vera hæst-
launaði stjórinn í sögu félagsins
enda stór biti, reyndur og eftir-
sóttur. Það hefur sannarlega borgað
sig; á liðinni leiktíð komst Leeds í
umspil um sæti í úrvalsdeildinni en
laut í gras gegn Derby County. Á
þessari maraþonleiktíð tóku menn
hins vegar enga umspilsáhættu;
unnu bara deildina með bravúr.
Bielsa hefur komið með aga, hug-
myndaauðgi og umfram allt óbilandi
vilja til Elland Road. Hann nær því
besta út úr leikmönnum sínum. Orð
Pauls Warnes, knattspyrnustjóra
Rotherham United, segja mikla
sögu en hann heldur því fram að
Leeds sé ekki aðeins besta liðið í B-
deildinni með boltann, heldur án
hans líka. „Maður vinnur boltann
aftur og þeir stökkva á mann eins og
gammar og þvinga mann til að gera
mistök. Fyrr en varir er þetta komið
á sálina og maður tekur að lýjast.“
Hinn 65 ára Bielsa nýtur mikillar
virðingar og í úrvalsdeildinni bíða
stórlaxarnir spenntir eftir að reyna
sig við hann. „Ég er svo heppinn að
hafa tækifæri til að tala við hann og
hitta annað slagið,“ sagði Pep Guar-
diola, knattspyrnustjóri Manchester
City, við Sky Sports. „Hann er ein-
stakur stjóri enda fær enginn annar
lið sitt til að leika eins og hann. Eng-
inn getur leikið stíl hans eftir og það
gerir hann svo sérstakan. Það verð-
ur ótrúlegt að hafa hann í úrvals-
deildinni á næstu leiktíð og geta
fræðst um hann frá fyrstu hendi.“
Þrautagöng-
unni lokið
Eftir sextán ára hlé mun hið fornfræga félag Leeds
United leika á ný í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu á næstu leiktíð. Þökk sé hinum sérlundaða
en farsæla knattspyrnustjóra Marcelo Bielsa.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Stuðningsmenn Leeds fagna úrvalsdeildarsætinu fyrir utan Elland Road. Í baksýn er stytta af goðsögninni Billy Bremner.
AFP
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er með litríkustu knattspyrnustjórum
þessa heims og gengst glaður við gælunafninu El Loco, eða sá geggjaði.
AFP