Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 14
Í MYNDUM 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 Þ ið eigið kollgátuna, ég þarfnast Íslands,“ segir kona nokkur úti í hinum stóra heimi í athugasemdum við auglýsingu úr markaðs- herferðinni Looks Like You Need Iceland á efnisveitunni You- Tube. Annar áhorfandi kveðst munu varðveita Ísland í hjarta sér um alla eilífð og ung kona segist beinlínis verða að komast sem fyrst til Íslands enda sé unnusti hennar búsettur þar. Til allrar óhamingju er hún hins vegar í Bandaríkjunum og gerir því ráð fyrir að þurfa að bíða í ein- hverja mánuði enn. Enn einn áhorfandi spyr hvort gönguleiðin til Íslands sé fær, því engar séu flugvélarnar. Ekki fylgir sögunni hvort hann kemur úr öðru tímabelti. Egill Þórðarson hjá auglýsingastofunni Peel, sem kom að gerð auglýsing- anna ásamt alþjóðlegu auglýsingastofunni M&C Saatchi, segir viðtökur hafa verið vonum framar. „Ég kom að mörgum Inspired By Iceland-herferðum sem gengið hafa mjög vel en þessi nýja herferð er þegar farin að slá met. Í grunninn snýst þetta um að búa til PR-gildi, það er að fá erlenda fjölmiðla til að fjalla um herferðina, og það hefur gengið ótrúlega vel. Á tiltölulega skömmum tíma höfum við fengið umfjöllun í um sjö hundruð fjölmiðlum um allan heim sem samtals ná til ríflega tveggja milljarða manna. Verðmæti þeirrar umfjöllunar er verðlagt á 1,8 milljarða króna. Það er ekki amalegt.“ Hafa ferðast víðar en við bjuggumst við Aðalmarkaðurinn alla jafna er Bandaríkin og hefur herferðin gengið mjög vel þar enda þótt Bandaríkjamenn séu ekki á leið til landsins í bráð. Að sögn Egils hafa þekkt markaðssvæði eins og Danmörk, Bretland og Þýskaland einnig tekið vel við sér, eins Rússland, sem komi þægilega á óvart. Þá hafi komið viðbrögð frá framandi svæðum, svo sem Indlandi, sem ekki var lagt sérstaklega upp með. „Þessar auglýsingar hafa ferðast víðar en við bjugg- umst við,“ segir Egill en þess má geta að yfir fjórar milljónir manna hafa horft á efnið á YouTube. „Við hefðum ekki getað óskað eftir betri byrjun.“ Myndirnar hér á opnunni tók Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðins, við tökur á auglýsingum sem bera yfirskriftina „Let It Out“ um miðjan síð- asta mánuð. Tökurnar fóru fram vítt og breitt, svo sem á Skólavörðustígnum í Reykjavík, í Reynisfjöru, við Skógafoss, á Sólheimajökli og í helli við Hjör- leifshöfða. Bara fyrsti fasinn í þessari vinnu Leikstjórar voru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hjá Skoti productions og tökumaður Óttar Guðnason. Í hlutverkum í téðum tökum voru hin íslenska Anna Jia og Murphy Cardenas, sem er frá Kúbu og Ung- verjalandi. Tugir Íslendinga komu að gerð auglýsinganna en á sama tíma og upptökur fóru fram á Suðurlandi var annar hópur á Vesturlandi og Vest- fjörðum. Að sögn Egils er „Let It Out“ aðeins fyrsti liður í Looks Like You Need Iceland-herferðinni en stefnt er að vetrarherferð í samstarfi við M&C Saatchi. „Þetta er bara fyrsti fasinn í þessari vinnu fyrir Íslandsstofu,“ segir Egill og bætir við að samstarfið við M&C Saatchi hafi gengið afskaplega vel. „Það er frábært að vinna með þeim. Í svona verkefnum skiptir miklu máli að hafa erlenda samstarfsaðila með þekkingu á þeim mörkuðum sem við erum að tala við.“ 7 Markaðsherferðin Looks Like You Need Iceland þykir hafa farið vel af stað og hróp og köll úti í náttúrunni eru farin að toga í fólk vítt og breitt um heiminn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir ÁRNI SÆBERG Hrópað á heiminn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.