Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.45 Dóra og vinir 09.05 Mæja býfluga 09.20 Adda klóka 09.40 Mia og ég 10.05 Lína langsokkur 10.30 Latibær 10.50 Lukku láki 11.15 Ævintýri Tinna 11.40 Friends 12.05 Nágrannar 12.25 Nágrannar 12.50 Nágrannar 13.10 Nágrannar 13.30 Nágrannar 13.55 Friends 14.20 Friends 14.40 The Big Bang Theory 15.05 Stelpurnar 15.25 Nei hættu nú alveg 16.10 Katy Keene 16.50 20 Years of Jamie Oli- ver 17.40 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.47 Sportpakkinn 19.00 Samkoma 19.35 Nostalgía 20.00 Vitsmunaverur 20.30 Rebecka Martinsson 21.20 Pennyworth 22.10 Queen Sugar 22.55 They Shall Not Grow Old ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Uppskrift að góðum degi í Hrísey 20.30 Eitt og annað úr garð- inum 2 Endurt. allan sólarhr. 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 21.00 Blönduð dagskrá 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 24.00 Joyce Meyer 20.00 Mannamál 20.30 Eldhugar: Sería 1 21.00 21 – Úrval 21.30 Bærinn minn Endurt. allan sólarhr. 10.10 Survivor 11.35 The Bachelor 13.30 Nánar auglýst síðar 13.40 Carol’s Second Act 14.05 The King of Queens 14.30 Newcastle – Liverpool BEINT 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 A Million Little Things 18.20 This Is Us 19.05 Með Loga 20.00 The Block 21.20 Godfather of Harlem 22.20 City on a Hill 00.05 Love Island 01.00 Hawaii Five-0 01.45 Seal Team 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Tónlist í straujárni. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta frá Skál- holtskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Bítlatíminn. 15.00 Úti að húkka bíla. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Ástarsögur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Af Ummyndunum: Þátt- ur um hamskipti. 20.35 Vegur að heiman er vegur heim. 21.15 Kvöldvaka: Sagnaþætt- ir. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.19 Molang 07.23 Húrra fyrir Kela 07.46 Hrúturinn Hreinn 07.53 Klingjur 08.04 Lalli 08.11 Stuðboltarnir 08.23 Nellý og Nóra 08.30 Robbi og Skrímsli 08.52 Hæ Sámur 08.59 Unnar og vinur 09.21 Ronja ræningjadóttir 09.45 Sammi brunavörður 09.55 Þvegill og skrúbbur 10.00 Púertó Ríkó: Heillandi heimur 10.55 Ferðastiklur 11.40 Söngvaskáld 12.30 Óvæntur arfur 13.30 Átta raddir 14.15 Treystið lækninum 15.10 Norskir tónar: Håkan Kornstad og KORK 16.15 Veiðikofinn – Háfurinn 16.40 Pricebræður bjóða til veislu 17.10 Draugagangur 17.40 Landakort 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Í fremstu röð 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Sumarlandinn 20.15 Goðsögnin FC Karaoke 21.30 Löwander-fjölskyldan 22.30 Íslenskt bíósumar: Op- inberun Hannesar 23.50 Hljóðrás: Tónmál tím- ans – Fellibylurinn Katrína 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Hlaðvarpsstjórnend- urnir og vinirnir Arnór Steinn Ívarsson og Gunnar Björnsson hafa alltaf haft mikinn áhuga á tölvuleikjum en þeir byrjuðu á dög- unum með vikulegt ís- lenskt hlaðvarp um allt sem tengist tölvu- leikjum, R2 L2- tölvuleikjaspjallið. Í samtali við K100.is segir Arnór að þeim hafi þótt vanta íslenskt hlaðvarp um tölvuleiki og tölvuleikjaspilun, tómstundaiðju sem hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og aldrei verið vinsælli en nú. „Ég hugsaði að ég hlusta sjálfur á tölvuleikja- hlaðvarp frá Bandaríkjunum en það eru nánast bara til erlend hlaðvörp,“ sagði Arnór. Nánar er fjallað um málið á K100.is. Gefa út vikulegt tölvuleikjahlaðvarp Sumrin eru gósentíð í bíóhúsumvestan hafs, en nú er allt útlitfyrir að aflabrögð verði næsta dræm í sumar. Miklar vonir höfðu verið bundnar við að kvikmyndin Tenet eftir leikstjórann Christopher Nolan myndi bjarga sumrinu, en þær urðu að engu þegar tilkynnt var á mánudag að frumsýningu hennar yrði frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Frumsýningunni hafði þegar verið frestað í tvígang fyrr í sumar. Enn er þó miðað við að myndin verði frumsýnd á þessu ári. Tenet er ekki eina myndin sem hefur verið frestað. Tilkynnt hefur verið að frumsýningu Conjuring 3, hinnar þriðju í röð hryllingsmynda frá sama kvikmyndaveri og Tenet, hafi verið frestað frá september fram til júní á næsta ári. Nýrri leikinni útgáfu af myndinni Mulan, sem Disney fram- leiðir, var einnig frestað fram í ágúst og er óvíst hvort af frumsýningu hennar verður þá. Nolan hefur markað sér sess sem leikstjóri með myndunum Memento, Dark Knight-þríleiknum um Leður- blökumanninn, Inception og Dun- kirk. Kvikmyndaverið Warner Bros framleiðir Tenet og hefur 205 millj- ónum dollara (28 milljörðum króna) verið varið í myndina. Tenet er spennumynd með John David Wash- ington, syni Denzels Washingtons, í aðalhlutverki og fjallar um stofnun, sem er að reyna að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni. Washington yngri er þekktur fyrir leik sinni í myndinni BlacKkKlansman eftir Spike Lee. Þegar tilkynnt var að frumsýningu Tenet hefði verið frestað sagði á vef- síðu vikuritsins Time að í fyrsta skipti frá því að Ókindin (Jaws) sló rækilega í gegn sumarið 1975 hefði bíósumrinu verið frestað. Kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum var lokað í mars. Gengið hefur hægt að keyra bíósýningar í gang að nýju. Kórónuveiran hefur blossað upp aft- ur og það hefur valdið bakslagi. Þar sem kvikmyndahús hafa verið opnuð að nýju hefur aðsókn verið dræm vegna ótta við veiruna. Ekki er búist við að kvikmyndahús á mikilvægum mörkuðum á borð við New York og Los Angeles verði opnuð til fulls í bráð. Í grein Time er getum leitt að því að það geti tekið enn lengri tíma fyrir áhorfendur að treysta sér í bíó og sitja í dimmum sal með nokkur hundruð ókunnugum bíógestum og hlæja eða taka andköf eða bara anda að sér sama loftinu. Rekstur kvikmyndahúsa í Banda- ríkjunum gekk erfiðlega áður en kór- ónuveiran setti allt á hliðina. Streymisveitur hafa veitt þeim harða samkeppni. Oft er vart búið að frum- sýna nýjar myndir í kvikmynda- húsum þegar þær eru komnar á veit- urnar. Myndir sem veiturnar framleiða eru aðeins sýndar í kvik- myndahúsum til málamynda. Tekjur kvikmyndaveranna af myndunum eru mun minni á veitun- um en þegar þær eru sýndar á hvíta tjaldinu. Þess vegna er sýningum mynda, sem búist er við að fái mikla aðsókn, frestað. Hvort er betra að öll fjölskyldan borgi 20 dollara fyrir að leigja mynd á streymisveitu eða borgi 20 dollara á mann og kaupi sér popp að auki í bíó? Þetta er ástæðan fyrir því að frumsýningum er frestað í þeirri von að hægt verði að fá fólk til að fara á myndir í kvikmyndahúsum, en hvort einn sumarsmellur á borð við Tenet geti verið bjargvættur Hollywood er annað mál. John David Wash- ington leikur aðal- hlutverkið í myndinni Tenet, sem nú hefur verið frestað að frumsýna í þrígang. AFP ENN ER FRUMSÝNINGU TENET FRESTAÐ Bíósumarið fyrir bí? Christopher Nolan leikstýrir Tenet. Bretinn hefur getið sér gott orð fyrir leik- stjórn og miklar vonir eru bundnar við að nýjasta mynd hans bjargi Hollywood. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.