Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 19
sgagnasýning sgagnasýning Morgunblaðið/Arnþór Birkisson ÁHönnunarsafni Íslands stendur yfirsýning á verkum Sveins Kjarvals hús-gagna- og innanhússhönnuðar. Hann var afkastamikill hönnuður og á sýningunni er sjónum beint að mikilvægu brautryðjanda- starfi hans hér á landi á árunum 1950 til 1970. Þar hitti ég fyrir Arndísi S. Árnadóttur, sýn- ingarstjóra sýningarinnar. Hún segir að til- tölulega mikið af gripum frá Sveini hafi safnast á safnið á fyrstu árum þess. „Ég held að það séu komnir yfir 50 gripir sem eru bara eftir hann. Það er svolítil vísbending um að hann hafi verið mikilvægt nafn í sambandi við þróun á hönnun á þessum tíma.“ Að sögn Arndísar var vinsælt að fá Svein til að hanna fyrir sig bæði innanstokksmuni sem og innréttingar í bæði atvinnu- og einka- húsnæði. „Þessar innréttingar eru að mestu horfnar í dag, nema bókhlaðan á Bessastöðum sem stendur enn,“ segir hún. „Hann var mjög góður lýsingarhönnuður.“ „Algjörlega klassískt“ Sveinn fæddist árið 1919 og ólst upp í Dan- mörku en hann átti danska móður og íslenskan föður. „Hann kemur svo til Íslands 1939. Þá er hann lærður húsgagnasmiður. Hann kynnist svo íslenskri stúlku, þau eignast börn og eftir seinna stríð fer hann aftur til Kaupmanna- hafnar til að ljúka framhaldsnámi í húsgagna- arkitektúr, eins og það var kallað.“ Hjónin komu heim 1949. „Þá hefst hann strax handa við að kynna nútímaleg húsgögn fyrir Íslendingum. Hann barðist á móti því að þeir væru með þunglamaleg og glansandi hús- gögn. Hann er einn af þessum boðberum nýrr- ar tísku.“ Hönnun hans á við í dag eins og fyrir hálfri öld. „Í dag er þetta algjörlega klassískt,“ segir Arndís. Rimlastólarnir vinsælir Arndís segir að hróður Sveins hafi verið mest- ur á þeim tíma sem blómaskeið íslenskrar hús- gagnagerðar stóð yfir, á 6. og 7. áratugnum. „Svo breytist þetta þegar við göngum í EFTA 1970. Þá opnast fyrir innflutning og borgar sig ekki lengur að framleiða hér.“ Eitt af aðalsmerkjum Sveins eru rimlastól- arnir. „Hann þróaði þessa rimlastóla. Byrj- Rimlastólarnir voru eitt af aðalsmerkjum Sveins. Arndís S. Árnadóttir er sýningarstjóri sýningar verka Sveins Kjarvals. Boðberi nýrrar tísku Sveinn Kjarval var brautryðjandi á sviði innanhússhönnunar. Hann hannaði bæði innanstokksmuni og innréttingar og var vinsæll frá árunum 1950 til 1970. Á Hönnunarsafni Íslands geta gestir og gangandi virt fyrir sér verk þessa merka manns. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Morgunblaðið/Arnþór Birkisson 26.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL . RUMÚTSAL S A A ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Í FULLU FJÖRI EKKI MISSA AF ÞESSU! 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.