Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 11
lokaákvörðun en ýmsir aðrir í þeirri von að hægt yrði að halda Þjóðhátíð í einhverri mynd. Á endanum urðum við þó að taka af skarið enda fjöldatakmarkanir ennþá í gildi á land- inu.“ Spurður hvort hann skilji þá ákvörðun stjórnvalda að fara að ráðum sóttvarnalæknis og framlengja 500 manna hámarkið fram yfir mánaðamót svarar Hörður Orri: „Ég treysti þessu fólki alveg en í ljósi þess hversu fá smit hafa verið að greinast á landinu undanfarnar vikur og mánuði veltir maður samt fyrir sér hvort ekki hefði verið óhætt að fara upp í 2.000 manns eitthvað fyrr. En það skiptir ekki öllu máli úr þessu, þetta er búið og gert.“ Sjálfur ætlar Hörður Orri að vera í Eyjum um verslunarmannahelgina og tjalda sínu þjóðhátíðartjaldi heima í garði. „Eflaust munu menn reyna að gera gott úr þessu; reyna að færa stemninguna heim í garð og halda sína eigin Þjóðhátíð. Það heyrist mér alla vega á fólki í kringum mig.“ – Verður ekki óvenju mikið í Þjóðhátíð 2021 lagt? „Það er alltaf mikið lagt í Þjóðhátíð og hún haldin með pomp og prakt en þetta rof í ár ger- ir hátíðina á næsta ári vissulega ennþá áhuga- verðari. Við bjóðum fólki, sem búið var að kaupa miða í ár, upp á að flytja miðana sína yf- ir á næsta ár. Ekki liggur fyrir hvenær forsala hefst, það hefur venjulega verið í febrúar eða mars en við byrjum mögulega eitthvað fyrr núna.“ Hefðbundin helgaráætlun Eins og áður var Vestmannaeyjaferjan Herjólfur búin að stilla upp siglingaáætlun í samstarfi við ÍBV fyrir verslunarmanna- helgina. Sú áætlun fór að vonum fyrir lítið þeg- ar Þjóðhátíð var aflýst. „Eins og planið lítur út núna verður þetta bara hefðbundin helg- aráætlun hjá okkur miðað við árstíma; við reiknum með að sigla sjö sinnum á dag frá fimmtudegi og fram á þriðjudag,“ segir Guð- bjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. „Þegar þar að kemur þurfum við svo bara að meta hvort bæta þurfi við ferðum að höfðu samráði við þar til bæra aðila. Við fylgj- um að sjálfsögðu fyrirmælum og gætum þess að virða fjöldatakmarkanir.“ Hann á von á því að nokkur fjöldi fólks komi til með að stefna skónum til Vestmannaeyja um næstu helgi. „Við göngum alla vega út frá því að það verði töluvert af fólki. Ætli þetta verði ekki eins og stór goslokahátíð. Brott- fluttir Eyjamenn og aðrir tengdir Eyjum munu örugglega vilja vera á staðnum, jafnvel þótt Þjóðhátíð verði ekki haldin og engin form- leg dagskrá.“ Spurður hvort hann ætli sjálfur að vera í Eyjum kveðst Guðbjartur ekki viss. „Ég er bú- inn að vera í mikilli vinnu undanfarið en stökk upp í hjólhýsið í vikunni og er að reyna að vera í smá sumarfríi. Maður sér til hvar maður end- ar um verslunarmannahelgina; eins og áður hefur veðrið býsna mikið um það að segja. Maður hefur tilhneigingu til að elta bara besta veðrið.“ Ekkert fast í hendi Hafdís Kristjánsdóttir, sem rekur tjaldsvæðin í Vestmannaeyjum, segir mikla óvissu ríkja með fjölda gesta um verslunarmannahelgina. „Maður heyrir orðróm um að straumurinn liggi hingað en ekkert er fast í hendi. Þetta verður allt öðruvísi en við eigum að venjast, ekki hægt að miða við neitt, og ég hef enga hugmynd um hvað við eigum von á mörgum. Eitt er þó víst; við verðum tilbúin að taka á móti öllum, hvort sem það koma margir eða örfáir,“ segir hún. Hægt er að skipta Herjólfsdal í tvö svæði þannig að þar geta 1.000 manns verið í tjöldum og reiknar Hafdís með að stefna yngra fólkinu þangað. Á Þórsvellinum eru þrjú svæði þannig að þar geta 1.500 manns verið og þá aðallega fjölskyldufólk, að sögn Hafdísar. „Allir eru vel- komnir, svo lengi sem pláss leyfir. Og ef tjald- svæðin fyllast höldum við bara neyðarfund með bæjaryfirvöldum. Við erum vön að hugsa og vinna í lausnum hér í Eyjum.“ Hún segir veðrið alltaf mikinn áhrifavald og því ábyggilegri sem langtímaspáin verði þeim mun betra verði að undirbúa sig. Sjálf hefur hún misst af seinustu sjö Þjóðhá- tíðum vegna vinnu. „Ég hef haft öðrum hnöpp- um að hneppa hérna á tjaldsvæðunum en auð- vitað fer stemningin ekkert framhjá manni.“ Hún heyrir ekki annað en að Eyjamenn ætli að gera sitt besta til að halda eins konar Þjóðhátíð í ár, þó ekki væri nema heima á lóð. „Það verður Þjóðhátíð hérna, í einni eða ann- arri mynd. Þetta er það stór partur af okkur að hjá því verður ekki komist. Þjóðhátíð er ein- stakur viðburður.“ Hafdís á von á góðri stemningu um næstu helgi. „Það verður þvílíka stuðið og fólk úti um allt. Vonandi fær lögreglan liðsauka til að tryggja að allt fari vel fram. Annars megum við ekki gleyma því að Þjóðhátíð er fyrst og fremst fjölskylduhátíð, jafnvel þótt auðvitað sé alltaf eitthvað djammað líka.“ Hafdís telur ekki ólíklegt að margir komi til með að staldra við og þakka fyrir allt sem Þjóðhátíð hefur gert fyrir þá gegnum tíðina. „Þess vegna finnst mér nýja Þjóðhátíðarlagið hans Ingós veðurguðs, Takk fyrir mig, algjör snilld. Textinn er í senn tilfinningaríkur og stórkostlegur. Þetta er allt svo satt. Þjóðhátíð hefur gert svo óendanlega margt fyrir okkur öll, ekki bara Eyjamenn, heldur gestina okkar líka. Það er svo margt sem okkur þykir sjálf- sagt í lífinu og þegar það er ekki lengur til staðar kallar það fram þakklætið. Við getum ekki gengið að neinu vísu.“ Að dómi Hafdísar er það ekki síst ÍBV, sem heldur hátíðina, sem á þakkirnar skildar. „Það þrengir óhjákvæmilega að rekstri ÍBV að Þjóðhátíð falli niður í ár og ég vona að sem flestir Eyjamenn, brottfluttir og aðrir velunn- arar, taki höndum saman og styrki ÍBV með því að borga fyrir þjóðhátíðarmiðann sinn í ár. Það myndi muna um minna. Mér hefur aldrei fundist dýrt á Þjóðhátíð; þetta er þriggja daga skemmtun fyrir svipað verð og einir jóla- tónleikar sem standa í tvo tíma.“ Spurð hvernig hún haldi að Þjóðhátíð verði að ári þarf Hafdís ekki nema eitt orð: „Sprengja.“ Morgunblaðið/Ófeigur Morgunblaðið/Ófeigur 26.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.