Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 LÍFSSTÍLL samflot L augarnar í Rey k jav í k w w w. i t r. i s Miðvikudagskvöld í sumarkl. 20–21 Sundhöll Tónleikaflotmeðneðansjávartónlist Árbæjarlaug Flotmeð tónheilun Vesturbæjarlaug Vatnadansog flot Breiðholtslaug Flotmeð jóga Ylströnd Rósabaðog samflot 15. júlí 22. júlí 29. júlí 5. ágúst 15. ágúst Ef þú ert snjallsímanotandikannastu líklega við að farainn á instagram, eða annan samfélagsmiðil, og ætla rétt að kíkja og sjá hvað sé að gerast. Tuttugu mínútum seinna ertu ennþá á insta- gram og skilur ekkert hvert tíminn fór. Þú sverð að þú ætlir að hætta að eyða tímanum í símanum og verja honum í eitthvað uppbyggilegra. En kannski erum við að valda meiri skaða en að eyða tíma í ekki neitt þegar við skrollum niður samfélags- miðlana. Niðurstöður rannsóknar frá árinu 2017 benda til þess að 73% fólks upplifi kvíða þegar það finnur ekki símann sinn. Við snertum símann okkar um 2.600 sinnum á dag og eyðum um tveimur til fjórum tímum í honum á dag. Margir kannast ef- laust við að finna símann sinn titra í buxnavasanum þegar hann er ekki einu sinni á staðnum! Á samfélagsmiðlum getum við nálgast eitt risastórt tengslanet. Þú getur haft samband við nánast hvern sem er og fylgst með svotil hverjum sem er. Mannskepnan er háð félagslegum tengslum og á því erfitt með að halda sig fjarri sam- félagsmiðlum og öllu því sem þeir bjóða upp á. Eins og eiturlyf Ein ástæða þess að við eyðum mun meiri tíma en við myndum vilja á samfélagsmiðlum er eitt frægasta taugaboðefni heilans, dópamín. Dópamín á stóran þátt í því hvernig við hegðum okkur. Það losnar þegar við borðum góðan mat, stundum kynlíf og þegar vel gengur í sam- skiptum við aðra. Dópamín fær þig til að vilja gera hluti. Það lætur þig í raun elta uppi ánægjutilfinningu sem myndast við alls kyns athafnir. Dópamín gegnir því mikilvægu hlutverki við að festa í sessi venjur eins og að bursta tennur eða stunda líkamsrækt. En losun dópamíns getur einnig leitt til fíknar í eiturlyf eða ávanabindandi hegðunar á borð við fjárhættuspil. Nú, eða snjallsímanotkunar. Í hvert skipti sem við eigum í samskiptum á samfélagsmiðlum, fáum læk, athugasemd, skilaboð eða skoðum færslur annarra, fáum við lítinn skammt af dópamíni. Það eina sem þú þarft að gera til að fá þenn- an skammt er að taka upp símann, athöfn sem tekur stuttan tíma og kostar nánast enga orku. Þess vegna eigum við auðvelt með að verða háð samfélagsmiðlum. Við tökum upp símann í leit að smá dópamíni og tökum hann svo upp aftur stuttu seinna. Nú, eða leggjum hann ekki frá okkur og skrollum og skrollum. Þarna lendir fólk í eins konar dópamín-vítahring sem erfitt er að komast úr. Vanda- málið virðist vera að við fáum aldrei nóg því í raun eru það ekki samskiptin sjálf sem drífa okk- ur áfram og gefa okkur dópam- ínskammtinn heldur væntingin. Þetta vita hönnuðir samfélags- miðlanna. Þeir eru bókstaflega hannaðir til að halda okkur á þeim því það er jú það sem færir fyrir- tækjunum á bak við þá auglýsinga- tekjur. Facebook hefur víkkað út viðmið fyrir tilkynningar sem fólk fær og því fjölgar dópamín- skömmtunum sífellt. Instagram „geymir“ meira að segja læk á myndir fólks og hendir þeim svo inn nokkrum í einu. Það gerir fólk óánægt í fyrstu en svo mjög ánægt þegar lækin loks hrannast inn og ýt- ir undir símafíkn okkar. Varanleg áhrif á heilsuna En hvaða áhrif hefur þessi dópamín- vítahringur á líkamsstarfsemi okk- ar? Þegar við eigum í sífelldum sam- skiptum í símanum eykst magn stresshormónsins kortisóls í líkam- anum. Eins og segir í skýrslu Google eru „símar uppfullir af sam- félagsmiðlum, tölvupósti og frétt- um“. Það býr til „sífellda tilfinningu um að þú þurfir að vera í símanum, sem veldur stressi“. Kortisólmagnið eykst þegar við erum nálægt símanum okkar, sagði David Greenfield, prófessor í geð- lækningum, í samtali við New York Times í fyrra. „Það verður stress- viðbragð sem er óþægilegt og eðli- legt viðbragð líkamans er að láta það hverfa með því að kíkja á sím- ann.“ Að kíkja á símann er hins veg- ar ólíklegt til að bjarga málunum og ýtir undir enn meira stress þótt það kunni að vera góð tilfinning rétt á meðan. Rannsóknir hafa sýnt að stress getur ýtt undir fjölda sjúkdóma eins og þunglyndi, offitu, sykursýki, háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma, heilablóðfall og vit- glöp. Þá hefur stress áhrif á framheilann í fólki, sem er líklegra til að taka slæmar ákvarðanir undir stressi. Viljastyrkurinn dvínar, sem ýtir undir kvíða og enn meira stress. Heili fólks verður enn útsettari fyrir stressi. Þá má ætla að ef viljastyrk- urinn þverr sé fólk líklegra til að verða dópamíninu að bráð og eyða enn meiri tíma í símanum. Núvitund En hvað er þá til ráða? Ein leið væri að hætta á sam- félagsmiðlum og henda nýja snjall- símanum, en líklega eru fáir spennt- ir fyrir því. Gott er að byrja á því að slökkva á tilkynningum í símanum, setja tímamörk á samfélagsmiðla- notkun og gera skjá símans svart- hvítan (liturinn hefur mikið að gera með dópamínskammtinn sem þú færð). Eins má reyna að vera meðvitaðri um áhrifin sem hver samfélagsmiðill hefur á þig, prófa jafnvel að eyða honum úr símanum um tíma. Þá er gott að fylgjast með þegar þörfin fyrir að kíkja á símann kemur upp og kíkja ekki á hann í hvert sinn. Spyrja sig hvar í líkamanum tilfinn- ingin kemur upp og hvort stress fylgi henni. Heilsa þín gæti oltið á því hvað þú gerir í málinu. Ekki aðeins tímaþjófur Það virðist sakleysisleg athöfn að kíkja aðeins á samfélagsmiðla í sím- anum en hefur þó mikil áhrif á okkur. Við sækj- um í miðlana eins og dóp og það veldur okk- ur stressi sem getur ýtt undir fjölda sjúkdóma og stytt líf okkar. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Í nútímasamfélagi eru margir háðir símanum sínum. Það veldur stressi sem getur stytt líf okkar og brenglað dómgreind. Colorbox ’ Við snertumsímann okkar um2.600 sinnum á dagog eyðum um tveim- ur til fjórum tímum í honum á dag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.