Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 10
Þ etta er svakalegt; álíka og að fresta jólunum. Þið verðið bara að sætta ykkur við þetta; það verða engar gjafir í ár og engin messa,“ segir Dóra Guðrún Þórarinsdóttir, grunnskólakennari í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun að aflýsa Þjóðhátíð í bænum vegna kórónuveirufaraldursins. Enda þótt Þjóðhátið verði ekki með hefð- bundnu sniði í ár er Dóra Guðrún ekki í nokkr- um vafa um að þjóðhátíðarstemning verði í Eyjum um verslunarmannahelgina. „Við fjöl- skyldan ætlum alla vega að halda okkar striki og í stað þess að tjalda í Dalnum tjöldum við bara heima í garði. Í stað þess að fara á tón- leika horfum við bara á Tónaflóð á RÚV og Heima með Helga Björns í Sjónvarpi Símans. Það verður brenna á miðnætti á föstudags- kvöldinu og þá gerum við okkur ferð í Dalinn og svo verður brennukaffi heima á eftir. Það er mjög mikilvægt að halda sömu venjunum, klæða sig upp, baka og smyrja fyrir krakkana og okkur öll; það verða fastir liðir eins og venjulega – bara heima í garði.“ Dóra Guðrún hefur verið að taka púlsinn á fólkinu í kringum sig og segir marga hafa sömu áform. „Það verður tjaldarölt milli vina og kunningja alla helgina; annað gengi ekki upp enda er Þjóðhátíð fyrst og fremst við fólk- ið. Hún er hluti af sálinni okkar og engin leið að leggja hana niður, þótt hún verði í þetta eina skipti með óhefðbundnu sniði.“ Hún á von á fjölmörgum gestum til Eyja um verslunarmannahelgina. „Það koma alla vega fimm manns til mín og mér skilst að lítið sé um afpantanir hjá Herjólfi. Fólkið sem kemur allt- af, brottfluttir Eyjamenn, aðrir velunnarar og tengt fólk, heldur bara sínu striki og kemur. Margt af þessu fólki er löngu búið að leigja sér hús og gistingu.“ Dóra Guðrún lítur á það sem ögrandi en um leið skemmtilegt verkefni að halda þessa óvenjulegu Þjóðhátíð enda sé það ekki í blóði Eyjamanna að gefast upp. „Sjálf hef ég bara einu sinni misst af Þjóðhátíð og börnin mín aldrei. Maður mætir alltaf staðráðinn í að njóta og skemmta sér og þetta ár er þar engin undantekning.“ Móðurbróðir hennar, Bjarni í Túni, hefur aldrei misst úr Þjóðhátíð í 76 ár og ætlar að mæta á heimaþjóðhátíð þetta árið. Einnig móðir hennar, Lína í Túni, en þetta verður hennar 75. hátíð. Dóra Guðrún á von á góðri stemningu í bæn- um. Eyjamenn verði ekki í vandræðum með að gíra sig upp. Sjálf er hún búin að kaupa sér eldstæði og gæti vel hugsað sér að sprengja nokkra kínverja. „Mín trú er sú að þessi óvenjulega Þjóðhátíð eigi þegar frá líður eftir að verða eftirminnileg. Ég geri varnaðarorð móður minnar hins vegar að mínum en hún vill ekki að þetta verði of gott því þá verður mögu- lega ekki aftur snúið,“ segir hún skellihlæj- andi. Annars er víst lítil hætta á því að Þjóðhátíð 2021 fari ekki fram – svo lengi sem almættið leyfir. „Sú hátíð verður risastór og ég ætla að taka hagsýnu húsmóðurina á þetta og kaupa miðana strax. Hvet raunar alla til að gera slíkt hið sama.“ Eins og víðar hefur árið 2020 verið undar- legt í Eyjum. Hópsmit kom upp snemma í far- aldrinum og fjöldi manns þurfti að fara í sóttkví. „Þetta var eins og draugabær á tíma- bili; sárafáir á ferli og engir í búðunum. Maður á þessu ekki að venjast. Ferðir með Herjólfi voru líka takmarkaðar enda vildi enginn koma hingað á þessum tíma.“ Það hefur heldur betur breyst. „Sumarið hefur verið mjög gott og við fengið fullt af ferðamönnum, innlendum og erlendum, jafn- vel fleiri en í meðalári enda hafa Íslendingar verið mjög duglegir að ferðast innanlands. Ætli maður út að borða þarf að panta fyrir- fram sem er skrýtið en ánægjulegt.“ Mikið fjárhagslegt tjón ÍBV hefur veg og vanda af Þjóðhátíð og Hörð- ur Orri Grettisson, framkvæmdastjóri félags- ins, segir það vissulega mikil vonbrigði að ekki verði hægt að halda hátíðina í ár. Það hafi auð- vitað mikið fjárhagslegt tjón í för með sér enda þótt hann vilji ekki nefna neinar upphæðir í því sambandi. „Það er alveg ljóst að ÍBV mun ekki koma að neinni dagskrá hér í Eyjum um versl- unarmannahelgina.“ Spurður hvað þetta þýði fyrir rekstur fé- lagsins á komandi mánuðum svarar Hörður Orri: „Þegar tekjur sem gert hafði verið ráð fyrir skila sér ekki þarf að leita annarra leiða. Um tvennt er að ræða í því sambandi, annars vegar að afla tekna með öðrum leiðum eða draga úr kostnaði. Við erum að fara yfir þessi mál núna og vonumst meðal annars til að eiga viðræður við bæjaryfirvöld um það hvort þau komi til með að bæta okur tjónið með ein- hverjum hætti.“ ÍBV beið býsna lengi með að aflýsa hátíð- inni, mun lengur en forsvarmenn annarra stórra hátíða, svo sem Fiskidagsins mikla á Dalvík og Hinsegin daga í Reykjavík, og Hörð- ur Orri viðurkennir að menn hafi lengi haldið í þá von að úr myndi rætast. „Vegna þessara miklu hagsmuna biðum við lengur með að taka Eins og að fresta jólunum Ekki hefur farið framhjá neinum að Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum hefur verið aflýst í fyrsta skipti frá árinu 1914 vegna kórónuveirufaraldursins. Heimamenn eru þó hvergi af baki dottnir og lofa þjóðhátíðarstemningu í bæn- um um verslunarmannahelgina – enda sé það í blóðinu. Tjöldin færast bara úr Herjólfsdal heim í húsagarða og gestir munu að líkindum fjölmenna til bæjarins. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dóra Guðrún Þórarinsdóttir frá Túni (t.h.) ásamt Margréti systur sinni og börnum þeirra. ’Þess vegna finnst mér nýjaÞjóðhátíðarlagið hans Ingósveðurguðs, Takk fyrir mig, algjörsnilld. Textinn er í senn tilfinn- ingaríkur og stórkostlegur. Þetta er allt svo satt. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV. Hafdís Kristjánsdóttir á Þjóðhátíð ásamt barnabarni sínu, Emilíu Dís Karlsdóttur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson ’Mín trú er sú að þessióvenjulega Þjóðhátíð eigiþegar frá líður eftir að verða eft-irminnileg. Ég geri varnaðarorð móður minnar hins vegar að mínum en hún vill ekki að þetta verði of gott því þá verður mögu- lega ekki aftur snúið ÞJÓÐHÁTÍÐ 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.