Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 LÍFSSTÍLL Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Tókýó. AFP. | Í Japan var vakin at- hygli á því á fimmtudag að ár væri þar til næstu Ólympíuleikar myndu hefjast. Það var gert með nokkuð hófstilltum hætti á tómum þjóðar- leikvanginum í Tókýó af augljósum ástæðum því að í borginni ætti nú allt að vera krökkt af fremstu íþróttamönnum heims að búa sig undir að leiða saman hesta sína og þúsundum ákafra stuðningsmanna þeirra. Ólympíuleikunum var hins vegar frestað um eitt ár vegna kór- ónuveirunnar og nú hefur meira að segja komið til umræðu hvort leik- arnir verði yfirhöfuð haldnir. Í Tókýó hafa töflur þar sem talið var niður í leikana verið endur- stilltar og stendur nú að það séu „363 dagar í Ólympíuleikana í Tókýó 2021“. Þrátt fyrir þetta bakslag hafa jap- anskir embættismenn og fulltrúar alþjóða ólympíunefndarinnar reynt að halda því til streitu að leikarnir verði haldnir og þeir muni verða táknrænir fyrir að heim- urinn verði þá að jafna sig eftir veiruna. „Þetta verður fyrsta alþjóðlega samkoman eftir kórónuveiruna,“ sagði Thomas Bach, yfir- maður alþjóðlegu ólympíunefndar- innar, í viðtali í liðinni viku. Sérfræðingar eru hins vegar ekki vissir í sinni sök og Bach og Shinzo Abe, for- sætisráðherra Jap- ans, eru meðal þeirra sem hafa gefið til kynna að verði ekki búið að ná stjórn á veir- unni á næsta ári gæti svo farið að Ól- ympíuleikum yrði einfaldlega aflýst og yrði það í fyrsta skipti á friðar- tímum. Sú sögulega ákvörðun að fresta leikunum var tekin í mars þegar hið raunverulega umfang faraldursins var að koma í ljós og hvert landið á eftir öðru setti hömlur á samkomur og samgöngur með þeim afleiðing- um að íþróttamenn gátu ekki æft og íþróttaviðburðum til að tryggja sér þátttökurétt var aflýst. Síðan hefur verið dregið úr höml- um víðast hvar í Evrópu eftir því sem tekist hefur að koma böndum á faraldurinn, en annars staðar – og má þar nefna Bandaríkin, Brasilíu og Indland – er sjúkdómurinn enn skæður. Þar sem hömlum hefur verið af- létt og dregið úr aðgerðum hefur veiran oft blossað upp á ný og það hefur vakið spurningar um hvort gerlegt sé að halda viðburð þar sem von sé á tugþúsundum manna frá öllum heimshornum. Stuðningur almennings minnkar Bjartsýni Japana virðist einnig fara þverrandi. Í júlí hafa birst tvær skoðanakannanir, sem sýna að meirihluti Japana er þeirrar hyggju að fresta eigi leikunum að nýju eða aflýsa þeim fyrir fullt og allt. Aðeins á milli fjórðungur og þriðjungur þeirra sem voru spurðir töldu að þeir ættu að hefjast 23. júlí 2021 eins og ráðgert væri. Í Tókýó greindust líka 366 ný smit á fimmtudag og var það met. „Ég óttast ástandið,“ sagði Sach- iko Ahunwan, fimmtugur versl- unarstarfsmaður, við AFP. „Það er óljóst að hve miklu leyti hægt er að ráða við kórónuveiruna.“ Japanskir embættismenn og fulltrúar ólympíunefndarinnar segja útilokað að fresta aftur. Ákvörðunin um að fresta leikunum um ár hafi verið einsdæmi og valdið miklum skipulags- og fjármálavandræðum. Þegar hefur tekst að leysa einn helsta vandann. Búið er að tryggja að allir keppnisstaðir sem upp- runalega voru fyrirhugaðir fyrir leikana verði lausir. Margir keppnisstaðanna höfðu verið bókaðir langt fram í tímann eftir að Ól- ympíuleikunum átti að vera lokið og var litið á það sem einn helsta vanda skipu- leggjendanna að leysa úr því. Nú hefur dagskrá leikanna einnig verið samþykkt og eru breytingar frá upp- runalegri dagskrá sárafáar. „Nú geta íþrótta- menn sem stefna á að taka þátt í Ólymp- íuleikunum farið að setja sér áþreifanleg markmið að stefna að,“ sagði Koji Muro- fushi, íþróttastjóri leikanna í Tókýó. Íþróttastjörn- urnar eru ekki bjartsýnar. „Satt að segja er ég enn ekki farinn að geta hugsað um Ólympíuleikana á næsta ári,“ sagði Shohei Ono, ólympíu- meistari og júdókóngur Japans, í viðtali við NHK, japanska rík- isútvarpið. „Ég set mér bara mark- mið fyrir vikuna fram undan.“ Auðir áhorfendapallar? Ýmislegt annað er óskýrt, þar á meðal kostnaðurinn við frestunina. Skipuleggjendur hafa aðeins sagt að skorið verði niður og reynt að spara eins og unnt sé við að halda leikanna. Jafnvel verði dregið úr íburði við opnunar- og lokaathöfn leikanna, sem mikið er lagt í allajafna. Þá hefur ekki verið ákveðið hvaða aðgerðir verði nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran breiðist út meðan á leikunum stendur verði enn ekki búið að koma böndum á hana. Um þessar mundir er Japan að- eins opið fyrir fólki frá örfáum lönd- um. Hvernig verður staðið að því að hleypa íþróttamönnum og gesta- mönnum alls staðar að inn í landið? Verður áhorfendum hleypt inn á við- burði? Bach játti því í liðinni viku að ferðahömlur og sóttkvíarskilyrði myndu valda glundroða á leikunum og tók fálega í að halda þá án áhorf- enda. „Það viljum við ekki,“ sagði Bach. „Við viljum velli fulla af áköfum stuðningsmönnum.“ Ólympíuleikunum var frestað um ár og töflur þar sem talið var niður í Tókíó voru endurstilltar eins og sást í rigningunni í borginni á fimmtudag. AFP Uggur um afdrif Ólympíuleika Ár er nú í að blásið verði til Ólympíuleika í Japan, en hefði allt verið með felldu væru þeir nú hafnir. Skipuleggjendur reyna að halda í bjart- sýnina, en erfiðleikar við að ráða niðurlögum kórónuveirunnar hafa vakið ugg um að ein- faldlega muni þurfa að aflýsa leikunum og yrði það í fyrsta skipti á friðartímum. Ólympíuloginn logar í ljós- keri, sem merkt er ólymp- íuleikunum í Tókíó 2020. Japanska sundkonan Rikako Ikee flytur ávarp með ljósker með ólympíuloganum á þjóðarleikvanginum í Tókíó í tilefni af því að ár er þar til Ólympíuleikarnir, sem halda átti í sumar, verða settir. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.