Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 28
Jafnvel kyn- svallið er leiðinlegt LEIÐINDI „Þegar jafnvel kyn- svallið er leiðinlegt þá veistu að sjónvarpssería er í vandræðum. Leiðindin taka snemma völdin og eru viðloðandi út í gegn,“ segir Caryn James, sjónvarpsgagnrýn- andi breska ríkissjónvarpsins, BBC, um nýja þætti sem byggjast á hinni frægu skáldsögu Aldous Huxleys, Brave New World eða Veröld ný og góð, og frumsýndir voru á banda- rísku efnisveitunni Peacock á dög- unum. Í stuttu máli þykir James allt ama að þáttunum; handritið, per- sónusköpunin og ekki síst útfærsl- an á hinum útópíska heimi Huxleys sem í reynd var dystópískur. Úr þáttunum Brave New World. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 LESBÓK FRÆGÐ Barnastjarnan Haley Joel Osment, sem sló rækilega í gegn í kvikmyndunum Forrest Gump og sér- staklega The Sixth Sense á tíunda áratugnum, kveðst í samtali við breska blaðið The Guardian hafa látið sér vaxa skegg strax og hann hafði aldur til svo hann gæti farið huldu höfði í fjölmenni. Það virkaði þó ekki; fólk bar eigi að síður kennsl á hann. Í viðtalinu kveðst hann þó alls ekki hafa orðið fyrir miklu áreiti í barnaskóla enda var The Sixth Sense stranglega bönnuð börnum yngri en 16 ára og bekkjarfélagar hans sáu fyrir vikið ekki myndina fyrr en löngu síðar. Osment er enn viðloð- andi leiklistina, lék til dæmis aukahlutverk í Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile, sem fjallar um rað- morðingjann Ted Bundy, á síðasta ári. Faldi sig bak við skegg Haley Joel Osment í dag. AFP MINNING Nýtt lag með bandaríska rokksöngv- aranum Chris Cornell kom út í vikunni sem sætir tíðindum í ljósi þess að hann lést fyrir þremur ár- um. Um er að ræða áður óútgefna ábreiðu á Guns N’ Roses-slagaranum Patience sem Cornell hljóð- ritaði skömmu áður en hann lést 2017. „Það er upplagt að deila þessu á afmælinu hans og votta Chris þannig virðingu, röddinni, tónlistinni, sög- unum og listinni,“ segir á facebooksíðu Cornells, sem orðið hefði 56 ára sl. mánudag. „Það er satt og rétt að enginn er allur meðan nafn hans ber enn á góma … og sál listamannsins skín eins skært og nokkru sinni gegnum listina á alla þá sem líta upp til hans og hafa minninguna í heiðri.“ … meðan nafn hans ber enn á góma Chris Cornell í Laugardalshöll 2007. Morgunblaðið/Eggert Ég er leikari og gefin fyrirævintýri. Ég er ekkertspennt fyrir hlutum sem ég kann nú þegar. Þegar framleiðand- inn hringdi og kvaðst vera með handrit eftir unga og kraftmikla kvikmyndagerðarkonu sem hún hefði skrifað um dauðadeildina hugsaði ég með mér: Gott og vel. Þá bætti hún við: „Hún vill að þú leikir forstöðukonuna á dauðadeildinni.“ Þá sperrtust eyrun á mér upp. Ég á við, hvaða stúlka sér fyrir sér fram- tíðina og segir: „Veistu hvað mig langar að verða þegar ég verð stór? Forstöðukona á dauðadeild. Ég gat ekki ímyndað mér hver sú mann- eskja gæti verið. Hefur hún alist upp við að sundurlima froska?“ Þannig lýsir bandaríska leikkonan Alfre Woodard því í viðtali í breska blaðinu The Guardian hvernig það kom til að hún tók að sér aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Clemency eftir nígerísk/bandaríska leikstjór- ann Chinonye Chukwu. Meðan hún var að búa sig undir hlutverkið átti Woodard löng samtöl Ólstu upp við að sundur- lima froska? Bandaríska leikkonan Alfre Woodard hefur feng- ið einróma lof fyrir túlkun sína á forstöðukonu dauðadeildar í Clemency, átakanlegri kvikmynd eftir hinn unga leikstjóra Chinonye Chukwu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Chinonye Chukwu hefur kynnt sér aðbúnað á dauðadeildum í þaula. AFP Alfre Woodard fæddist árið 1952 og spannar ferill hennar í kvik- myndum og sjónvarpi meira en fjörutíu ár. Hún kom fyrst fram í litlu hlutverki í Remember My name eftir Alan Rudolph 1978 og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki í Cross Creek 1983. Hún lék Win- nie Mandela í sjónvarpsmyndinni Mandela 1987 og í How to Make an American Quilt 1995. Í seinni tíð má tilgreina myndir eins og 12 Years a Slave og Burning Sands. Woodard hefur líka verið dugleg að leika í sjónvarpsþáttum á borð við St. Elsewhere og Luke Cage. Þekktust er hún þó líklega hér á landi fyrir að hafa leikið hina dularfullu Betty Applewhite í Að- þrengdum eiginkonum. Woodard býr í Santa Monica, Kaliforníu, ásamt eiginmanni sínum, rithöfundinum Roderick Spencer. Þau eiga tvö börn. Hún hefur brennandi áhuga á mannréttindamálum, ekki síst kynþáttajafnrétti. Yfir fjörutíu ára reynsla Alfre Woodard ásamt Aldis Hodge og Chinonye Chukwu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.