Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKILLAUSNIR.IS Týnirðu lyklum? Gleymirðu PIN númerum? Notaðu bara fingrafarið Kynntu þér málið áwww.lykillausnir.i ! s Rio Tinto tilkynnti í vikunniað fyrirtækið hefði kvartaðtil Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti Lands- virkjun ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við Lands- virkjun. Með því er gefið í skyn að álveri fyrirtækisins, ISAL, kunni að verða lokað eftir rúmlega 50 ára starfsemi hér á landi. Samkeppniseftirlitið mun fara yfir sjónarmið Rio Tinto hvað varðar samkeppnislöggjöfina. Yfir- lýsing Rio Tinto um mögulega uppsögn orkusamningsins er hins vegar ekki síður alvarleg. Yfirlýs- ingin framkallar að sjálfsögðu óvissu um lífsviðurværi hundraða starfsmanna ISAL og einnig starfsmanna þeirra mörgu fyr- irtækja sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á viðskiptum og þjónustu við álverið. Hún kall- ar líka á vanga- veltur um áhrifin á Landsvirkjun, sem er í eigu þjóðarinnar í gegnum ríkið, og á Hafnarfjörð og íslenskt efnahagslíf almennt. Mikilvægi ISAL ISAL er mikilvægt fyrirtæki í mörgu tilliti. Ætla má að nettó gjaldeyristekjur af starfsemi þess – þ.e.a.s. sá hluti af sölutekjum ISAL sem rennur til innlendra að- ila – nemi um það bil 25 millj- örðum króna á ári. ISAL notar eitthvað í námunda við 16% af öllu rafmagni sem notað er í landinu. Þá hefur fyrirtækið verið braut- ryðjandi á ýmsum sviðum á undan- förnum áratugum, ekki síst í ör- yggismálum og starfsmennta- málum. Risafjárfesting þess í Straumsvík fyrir nokkrum árum, sem nam um 50-60 milljörðum króna til breytinga á steypuskála og kerskálum, kom á góðum tíma fyrir Ísland í kjölfar bankahruns- ins og hafði töluverða þýðingu fyr- ir efnahagslíf okkar. Ákvörðun Rio Tinto um fjárfest- inguna sýnir þá trú sem fyrirtækið hafði á starfsskilyrðum á Íslandi. Á sama tíma gerði Rio Tinto nýjan langtímaorkusamning við Lands- virkjun sem gildir frá árinu 2010 til ársins 2036. Skuggi óvissu og skuggi leyndar Sem fyrr segir varpar Rio Tinto með yfirlýsingu sinni skugga óvissu yfir atvinnu hundraða starfsmanna og mikilvægar fram- tíðartekjur Landsvirkjunar, sem er í eigu allrar þjóðarinnar. Í mínum huga orkar tvímælis að varpa slík- um skugga óvissu án þess að varpa á sama tíma ljósi á uppsagnar- ákvæði orkusamningsins. Fyrir- tækið kýs að gera mögulega upp- sögn að umtalsefni. Þá er eðlilegt að gera ráð fyrir að fyrirtækið upplýsi hvaða skilyrði gilda um slíka uppsögn. Ég hef þegar lýst þessari skoð- un opinberlega í vikunni. Svör Rio Tinto eru á þá leið að fyrirtækið vilji ekki opna orkusamninginn nema önnur stóriðjufyrirtæki geri það líka. En önnur stóriðju- fyrirtæki hafa ekki talað um að segja upp sínum orkusamningum. Vissulega væri almennt æskilegt að betri upplýsingar lægju fyrir um alla stóriðjusamninga. En það er önnur og stærri umræða. Í þessu tilviki er málið þrengra og snýr að uppsagnarákvæðum eina samningsins sem talað er um að segja upp. Það er eðlileg krafa að sá sem setur þá umræðu á dag- skrá – umræðu sem felur í sér risahagsmuni fyrir hundruð ein- staklinga og raunar þjóðina alla – leggi öll spilin á borðið. Brotthvarf Rio Tinto úr ál- framleiðslu utan Kanada Það er viðbúið að þetta kalli líka á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Ís- landi. Nýr lang- tímaorkusamn- ingur sem Rio Tinto gerði árið 2010, til 26 ára, var að sjálfsögðu til marks um trú fyrirtækisins á Íslandi. Ákvörðun Norsk Hydro um að kaupa ISAL fyrir um tveim- ur árum endurspeglar líka trú á starfsskilyrðunum á Íslandi, þó að kaupin hafi ekki gengið eftir af öðrum ástæðum. Það er líka nauðsynlegt að horfa á heildarsamhengi hlutanna. Rio Tinto hefur frá árinu 2008 selt eða lokað öllum álverum sínum í Evr- ópu nema ISAL, alls sjö talsins. Af þessum sjö álverum voru/eru eitt í Noregi, þrjú í Bretlandi og þrjú í Frakklandi, sjálfri vöggu evrópsks áliðnaðar. Til viðbótar hefur Rio Tinto lokað, selt, reynt að selja eða tilkynnt lokun á fimm álverum til viðbótar; í stórum dráttum öllum álverum sínum nema í Kanada. Í Kanada fer fyrirtækið sjálft með umfangsmikil vatnsréttindi og framleiðir því að miklu leyti sína eigin raforku, sem þýðir að orkan sem álver Rio Tinto fá í Kanada er ein sú ódýrasta sem þekkist í ál- heiminum. Samkeppnishæfni og arð- semi Ástæða er til að ætla að umhverfisvænar orkulindir Íslands verði áfram eftirsóttar. Við viljum bjóða upp á samkeppnishæft um- hverfi en við gerum að sjálfsögðu líka kröfu um að sala á orku- afurðum úr sameiginlegum auð- lindum þjóðarinnar sé arðbær. Við erum nýbúin að ganga í gegnum langvinna umræðu um þriðja orku- pakkann sem snerist að miklu leyti um nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar. Af þeirri umræðu hlýtur að leiða að talað sé gegn því að við setjum þær á útsölu. Staða Rio Tinto og ISAL Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Rio Tinto hefur fráárinu 2008 selt eðalokað öllum álverumsínum í Evrópu nema ISAL, alls sjö talsins. Yuki Okinaga Hayakawa Llewellyn var tveggja ára þegar hún var mynduð árið 1942 alein sitjandi á ferða- tösku á brautarstöð í Los Angeles þar sem hún beið þess að verða send í fangabúðir. Myndin varð táknræn fyrir það misrétti, sem Banda- ríkjamenn af japönskum uppruna voru beittir í síðari heimsstyrjöld. Rúmlega 120 þúsund manns voru sendir í fangabúðir eftir árás Japana á bandaríska herflotann í höfninni í Pearl Harbor í desember 1942. Gefin var út forsetatilskipun um að setja fólk af jap- önskum uppruna í fangelsi án þess að það gæti leitað réttar síns. Haldið var fram að hætta stafaði af því. Ekki var gripið til neinna sambærilegra aðgerða vegna Bandaríkjamanna af þýskum eða ítölskum uppruna þótt Bandaríkin ættu einnig í höggi við Þýskaland og Ítalíu í stríðinu. Bandarísk stjórnvöld báðust síðar af- sökunar og 1988 var samþykkt á Bandaríkjaþingi að greiða þeim, sem sendir voru í fangabúðir, bætur. Þeg- ar myndin af Yuki var tekin var hún á leið í Manzanar- fangabúðirnar í Kaliforníu ásamt móður sinni. Þær voru í röð fyrstu fanganna, sem fluttir voru í búðirnar, og meðal þeirra síðustu, sem látnir voru lausir. Hún lést í mars, þá áttræð. Andlátið féll í skuggann af kórónuveirufaraldrinum þar til fjölskylduvinur lét dagblaðið Los Angeles Times vita. Hún settist að í Cleveland í Ohio, gekk í háskóla og eignaðist fjölskyldu og einn son, að því er fram kom í andlátsfrétt í The News Gazette. AFP Á leið í fangabúðir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.