Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 17
stjórnmálalegra tíðinda, eins og upphlaup ungra krata haustið 1979 varð svo sannarlega. Þetta sem gerðist nærri 40 árum síðar var fremur áminning um það hversu veikburða stjórnmálalífið er orðið nú þegar örlög landsins til skemmri tíma hanga á fyrir- bærum eins og Pírötum, Bjartri framtíð eða Við- reisn. Verður að flokka það undir nokkra léttúð að eiga pólitískt líf sitt eða flokka undir slíku samfélagi. Kosningar í lok október 2017 voru ekki óskastaða en framkvæmdin var vandræðalaus. Því má ætla að kosningar 25. september 2021 geti gengið vel fyrir sig. Ný tækifæri Heyrst hefur að kosningabaráttan verði þá of skammvinn því hún tæki ekki við sér fyrr en um miðjan ágúst. En á móti kemur að flokkar og fram- boð hafa ríflegan tíma til að undirbúa sig, ólíkt kosn- ingum sem bresta á eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ótal bresk dæmi sanna að fimm vikna kosningabar- átta er yfrinn tími og önnur dæmi frá frændum okk- ar Svíum, sem jafnan kjósa í september, sýna að þar koma menn hvíldir og kappsamir til kosninga. Taki á næsta ári við stjórn sem einnig situr út kjörtímabilið er ekki ólíklegt að septemberlok verði framvegis kjördagur til þingsins. Þá losnar um, svo að til að mynda má ákvarða að forsetakosningar verði framvegis að vori en ekki um hásumartíð. Nú er kosið síðasta laugardag í júní og mun kjördagur- inn sá meðal annars hafa verið valinn með hliðsjón af sauðburði. Sá kjördagur er ekki heppilegur og hefur með auknum ferðalögum fólks leitt til þess að utankjörfundaratkvæði eru mörg og of margir hafa því greitt atkvæði áður en raunveruleg kosninga- barátta hefst. Stundum er að því vikið þegar horft er til kosninga að hausti að þá verði þrengra um fjárlagagerð. Þetta er þó aðallega fyrirsláttur. Eðli málsins samkvæmt er langstærsti þáttur fjárlagagerðar beinn eða óbeinn framreikningur og undirbúningur stendur lengi óháð kosningum eða stjórnmálaþróun. Þótt heitið geti að fjárlögin séu opin og stórbrotið stjórn- málalegt verkefni er langstærsti hluti þeirra bund- inn. Breytingar eru því óverulegar og þurfa stjórnir helst að sitja fleiri en eitt kjörtímabil svo að vel marki fyrir. Þegar ný ríkisstjórn sest að völdum get- ur hún á skömmum tíma sett táknrænt mark á fjár- lögin en reyndin er sú að þakka má fyrir ef einbeitt ríkisstjórn nær fram sögulegum breytingum á einu kjörtímabili. Vinstristjórn Jóhönnu náði vissulega að vinna skaðræði á skattkerfinu á sinni tíð en þá var stjórnarandstaðan óvirk og lömuð vegna þeirra at- burða sem orðið höfðu og ástands sem búið var að æsa til með sögulegum atbeina Ríkisútvarpsins og fjölmiðla þeirra sem voru höfuðpaurarnir í hinum ís- lenska þætti áfallsins. Auðvitað er það svo að þeir sem telja útbelgd fjár- lög og skatta sem elta það verklag vera táknmynd réttlætisins eiga auðveldara verk en hinir sem vilja veita borgurunum aukið svigrúm til að ráðstafa sín- um tekjum. Tal um fjárlagagerð í tilefni væntan- legra haustkosninga er því marklaust þegar horft er til kosninga að hausti. Með tilkynningu forsætisráð- herra í vikunni er ekkert ákveðið til frambúðar. En leiðin til breytinga er opnuð og framvegis verður um tvo jafnvíga kosti að ræða. Erlendir molar og sumir skrítnir Þá skal í lokin horft til búta úr veraldarfréttum. 1) Sagt var frá því að fyrrverandi fangavörður í dauðabúðum nasista hefði verið dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi fyrir atbeina sinn að ömurlegum ör- lögum þúsunda. Það vakti athygli að maðurinn var dæmdur af unglingadómstól, þótt hann sé orðinn 93ja ára! Var þá miðað við aldur hans þegar brotin voru framin. Eins hefði mátt miða við allan þann tíma sem maðurinn hefur komið sér undan refsingu vegna glæpa sinna. 2) Þá bárust fréttir um að erlendir fjármála- og hagspekingar hefðu lagt til sérstakan nýjan skatt á fasteignaeigendur til að greiða niður kostnaðinn af kórónuveiru! Ekki er augljóst hvers fasteignir eiga að gjalda. Ef verið er að leita að sökudólg með tengsl gætu menn fremur horft til flugvéla og farþegaskipa eða þvíumlíkt eða kannski til þeirra sem bera rík- ustu ábyrgð á því að veirunni „var sleppt lausri“ og hringdu engum aðvörunarbjöllum. Á Íslandi, og ekki síst í sveitarfélögum sem hata hús og bíla, hafa álögur á fasteignaeigendur hækkað dag frá degi (og ár eftir ár) svo ekki er á bætandi. 3) Í æðinu sem rann á menn vestra fyrir fáeinum vikum og smitast hefur út um hinn ofdekraða hluta heimsins hafa sumir beint skeytum sínum, bar- smíðum og íkveikjum að fortíð löngu liðinna manna og myndverkum af þeim. Hefur styttum af mönnum sem enginn þekkti haus eða sporð á verið hent í ár, hafnir eða á hauga fyrir það að fyrirmyndin hafi lifað í samtíma sem umbar eða nýtti sér þætti sem fyrir löngu eru fyrir bí og upplýstur almenningur hefur réttilega skömm á og fyrirlitningu. Fleira en litur skiptir máli Einhverra hluta vegna líta menn á þrældóm sem rekja má til litarháttar alvarlegri augum en allan annan. Virðulegar verksmiðjur sem lengi hafa starf- að og starfa jafnvel enn ráku starfsemi sína að hluta til með þrælum undir flaggi hakakrossins. Mest voru það hvítir Slavar. Einungis mannvinir sovétsins höfðu stríðsfanga úr seinni heimsstyrjöld lengi í þrældómi hjá sér og íslenskir mannvinir sem fylgdu helstefnu Stalíns á meðan þeim var stætt á því gerðu enga athugasemd. Víkingar, sem við vorum ekki eins merkilegur hluti af og þeir sem voru nær „mark- aðnum“, sóttu sér hvíta þræla með strandhöggi og okkar menn áttu sinn hlut að því, segja sögurnar. Jafnvel hámenntaðar konungsdætur fylgdu í okkar kippum. Reyndar fengum við greitt í sömu mynt öld- um síðar þegar „Tyrkir“ frá Alsír sóttu saklaust fólk hingað að varnarlausum ströndum. Það er merkilegt að demókratar vestra telja að best fari á því að þeir fari mikinn í ofsanum og lát- unum gegn fortíðinni, því að ef eitthvað er hefur sá flokkur mun veikari fortíð í þrælahaldsmálum en flokkurinn sem Abraham Lincoln var fyrsti forset- inn fyrir. En nú hefur þingmaður vestra lagt til að horft verði til sögunnar og Demókrataflokknum verði snarlega hent af honum sjálfum á haugana af sömu ástæðum og stytturnar fuku, enda hafi hann aldrei gert upp við sögu sína eða beðið nokkurn mann for- láts á fordómum sínum eða kúgun. Það gengur á ýmsu. Kannski styttir upp. Morgunblaðið/Árni Sæberg 26.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.