Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2020 STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 70 Verð 369.000,- L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 259.000,- L 216 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 70 Verð 449.000,- L 202 cm Leður ct. 25 Verð 669.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Aðaltónleikadagskrá Innipúkans fer að sjálfsögðu fram innan- dyra, en að þessu sinni færir hátíðin sig yfir í Gamla bíó, auk þess sem efri hæð Röntgen verður einnig með dagskrá. „Á svæðinu verður sannkölluð hátíðarstemning alla helgina enda verður nóg um að vera á götunni fyrir utan staðina sem og inni á stöðunum sjálfum,“ segir í kynningu. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Birgitta Haukdal & Moses Hightower, Bríet, Emmsjé Gauti, Eyþór Ingi, Floni, GDRN, Hipsumhaps, Mammút, Pamela Angela, Reykjavíkurdætur, Skoffín, Teitur Magnússon og Une Misère. Armband á hátíðina gildir alla helgina og þau má nálgast á svæðinu frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld. 20 ára aldurstakmark er á hátíðina. Reykjavíkurdætur eru til alls líklegar á Innipúkanum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Innipúkinn enn á stjá Söngkonan GDRN er meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður að venju haldin um verslunarmannahelgina. „Kvenflokkur Í.R. sýndi leikfimi á íþróttavellinum á þriðjudags- kvöld. Var veður hið besta, en fremur fáir áhorfenndur og olli þar miklu um hve margir eru í sumarfríum, en hinsvegar tóm- læti bæjarbúa fyrir fögrum leik- fimissýningum.“ Þessa frétt mátti lesa í Morg- unblaðinu fyrir réttum níutíu ár- um, 26. júlí 1930. „Enginn verður spámaður í sínu föðurlandi, enginn er met- inn heima, datt mjer í hug í fyrrakvöld við sýninguna suður á Íþróttavelli,“ hélt blaðamaður- inn áfram en nafns hans var ekki getið. „Leikfimisflokkur, er getið hefir sjer frábært frægðarorð í Englandi, Frakklandi, Noregi og Svíþjóð, verður að sýna hjer heima fyrir fáeinum hræðum.“ Um sýninguna sjálfa var það að segja, að hún tókst yfirleitt vel, þótt smámistök mætti sjá, – „en oft hefir þessum ágæta flokki tekist betur. Flugstökkið var mjög fallegt og sumar æfing- arnar á slánni“. Loks kom fram að lúðrasveit- in hefði leikið undir öðru hvoru meðan á sýningunni stóð. GAMLA FRÉTTIN Tómlæti bæjarbúa ÍR-ingar efndu reglulega til leikfimisýninga á íþróttavellinum á Melunum á meðan sá ágæti völlur var og hét. Myndin tengist þó ekki téðri sýningu. Ljósmynd/ Þjóðminjasafn Íslands ÞRÍFARAR VIKUNNAR Arnar Birkir Hálfdánsson handboltamaður Fannar Sveinsson leikstjóri og fv. hraðfréttamaður Shkodran Mustafi knattspyrnumaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.