Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 2
Er mikill heiður að vera valinn til að spila á stofutónleikum í húsi skáldsins? Já, það er auðvitað heiður út af fyrir sig að fá að koma fram þar. Við ætluðum að vera með tríótónleika, ég, Arngunnur Árnadóttir og Bryndís Þórsdóttir. En vegna endajaxls- veikinda þurftum við því miður að endurskoða það og ég ákvað að vera með einleikstónleika í staðinn. Þetta er því bæði mikill heiður og óvænt ánægja. Stofutónleikar eru frábrugðnir því sem þú átt að venjast. Er undirbúningurinn óvenju- legur? Já, varðandi framkomu er þetta öðruvísi því það er svo mikil nánd við áhorfendur. Þetta krefst annarrar sviðs- orku og svo legg ég meiri áherslu á hvernig ég kynni verk- in, sem á formlegri tónleikum er ekki þörf á. Þetta er skemmtilegt að því leyti að maður fær skýrari orku frá áhorfendum. Það eru allir svolítið saman í tónlistinni. Geturðu sagt mér í stuttu máli frá verkunum sem þú hyggst leika? Já, ég ætla að byrja á verkinu Syrinx eftir Debussy sem er ein- leiksverk fyrir þverflautu. Það er svolítið miðjuverk í flautubók- menntum. Það verk vísar í söguna af Syrinx og Pan. Þar á eftir flyt ég verk eftir de Leeuw sem var hollenskt tónskáld. Ég hlustaði einhvern tímann á verkið á vínilplötu með Manuelu Wiesler sem bjó hér á Íslandi og var mikil flautugoðsögn. Mér fannst þetta alveg magnað verk. Það er mjög blæbrigðamikið og skemmtilegt að flytja það. Svo ætla ég að enda á flautupartít- unni eftir Bach sem er eitt af okkar stærstu barokkstykkjum fyrir flautu. Hvað er svo á döfinni hjá þér? Ég legg af stað í næstu viku með kammersveitinni minni sem heitir Elja. Við ætlum hringinn um landið og spilum úti um allt. Í ágúst spila ég á tónleikum með Björk í Eldborgarsal Hörpu sem ég er mjög spennt fyrir. Og svo byrja ég í nýju starfi í ágúst sem stjórnandi skólahljómsveitar Austurbæjar, sem er ekki minna spennandi. Morgunblaðið/Arnar Birkisson BJÖRG BRJÁNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Skýrari orka Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 Veislan á heima í Hörpu Rými sem henta fyrir hverskyns tilefni Nánar á harpa.is/veislur Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Jólin komu snemma í ár hjá stærsta sértrúarsöfnuði landsins (mögulegaheimsins); nánar tiltekið á miðvikudagskvöldið var þegar Jordan Hend-erson, fyrirliði hins fornfræga knattspyrnufélags Liverpool, reif upp Englandsbikarinn á Anfield. Þrjátíu ára bið er loksins á enda – bið sem hófst nokkrum vikum áður en téður Henderson kom í heiminn á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga árið 1990. Það viðraði vel á Akureyri þann dag, á nýstúd- enta sem aðra dauðlega menn. Menn mega vera samviskulausir og með stórkornótt storkuberg úr feldspati í stað hjarta til að gleðjast ekki með Púlurunum á þessum merku tímamótum. Þjáning þeirra hefur verið algjör, meðan þeir hafa í forundran horft á alls kyns félög, meðal ann- arra Blackburn Rovers og Leicester City, hampa bikarnum; að ekki sé talað um erkiféndurna í Manchester United, sem hafa gert það þrettán sinnum í millitíðinni. Fyrr má nú rota en dauðrota. En allt er það akademískt í dag; Liverpool er aftur komið á toppinn með Kloppinn í brúnni. Þvílíkur kappi sem gæti lýst upp bæði Kópa- sker og Raufarhöfn með brosið eitt að vopni. Og hefur örugglega gert það. Sky Sports-sjónvarpsstöðin skalf og nötraði á dögunum þegar miðverðin- um óárennilega Virgil van Dijk varð óvænt á í messunni í leik í úrvalsdeild- inni. „Ég man ekki eftir að hafa heyrt Martin Tyler [sparklýsandann kunna] segja þetta áður: Mistök hjá Virgil van Dijk,“ sagði kynnirinn, David Jones, í leikhléi. Öll stasjónin fór á yfirsnúning og þremur mínútum síðar barst Jones skeyti þess efnis að þetta væri í annað sinn í 88 deildarleikjum sem mistök hjá Hollendingnum kostuðu Liverpool mark. Það er mergjuð tölfræði og seg- ir allt sem segja þarf um manninn sem breytti Liverpool úr mjög góðu liði í stórkostlegt lið. Yfirburðirnir í vetur hafa verið fáheyrðir og stöðugleikinn magnaður; ekki síst í ljósi þess að helsti keppinauturinn, Manchester City, hefur varla verið í augsýn frá haustmánuðum. Það þarf ekki bara gæði, heldur ekki síður ein- staka einbeitingu til að stinga af með þessum hætti og tryggja sér sigur á mótinu með heila sjö leiki til góða. Það met verður seint slegið. Þetta er svo- lítið eins og að setja heimsmet í 10.000 metra hlaupi án héra. Ég er á hinn bóginn örlítið undrandi á því að Liverpool skyldi kasta frá sér stigametinu í deildinni á lokasprettinum en á móti kemur að erfitt getur verið að halda dampi eftir spennufallið sem fylgir því að vinna deildina og það eftir allan þennan tíma. Mögulega munu menn naga sig í handarbökin út af því síðar. En í dag skiptir það nákvæmlega engu máli. Bikarinn er farinn á loft – Liverpool eru aftur besta liðið á Englandi. Walk on … Jólin komu í júlí Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Þetta er svolítið eins og að setjaheimsmet í 10.000 metra hlaupi án héra. Matthías Sveinn Einarsson Á Akureyri. SPURNING DAGSINS Hvar verð- ur þú um versl- unar- manna- helgina? Emil Hrafn Ómarsson Á Akureyri. Vigdís Löve Jónsdóttir Ég er að fara í sumarbústað. Kristín Einarsdóttir Ég ætla að vera heima. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Arnþór Birkisson Björg Brjánsdóttir flautuleikari flytur einleikstónlist á stofutónleikum á Gljúfra- steini í dag, sunnudag, kl. 16. Miðar fást á staðnum og eru seldir samdægurs.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.