Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Blaðsíða 29
við forstöðumenn á dauðadeildum og fangelsisstjóra í sex fangelsum í Ohioríki, allt konur, og komst að raun um að þær eru hreint engar ófreskjur, heldur manneskjur sem gætu hæglega verið með manni í bókaklúbbi eða félagasamtökum á borð við Heimili og skóla. Allar eru þær með bakgrunn í félagslega kerf- inu eða geðheilbrigðiskerfinu. „Mað- ur getur ekki hugsað sér neinn hæf- ari til að eiga við þessa skemmdu drengi sem nú eru vaxnir úr grasi. Ég segi skemmdu drengi vegna þess að enda þótt fangarnir séu jafnvel orðnir sjötugir og hafi setið inni allt sitt líf sér maður ennþá drenginn í þeim; sér það í andlits- dráttunum og á göngulaginu,“ segir Woodard í viðtalinu. Um 2,2 milljónir manna sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og eru þær tölur hvergi hærri í heiminum, að því er kemur fram í The Guardi- an. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sex sinnum líklegri til að hljóta fangelsisdóm en hvítir. Árið 2018 af- plánuðu 206 þúsund manns lífstíð- ardóm í bandarískum fangelsum, þar af um helmingur blökkumenn enda þótt þeir séu aðeins 13,4% af íbúum landsins. Nánast sami fjöldi hvítra og svartra er á dauðadeild, ríflega eitt þúsund af hvorum kyn- stofni. Á sama tíma og dauðarefsing hefur verið á undanhaldi í banda- ríska réttarkerfinu hefur kynþátta- legt ójafnvægi aukist. Clemency hefur beint sjónum að þessum tölfræðilegu staðreyndum en fanginn sem myndin hverfist um er svartur á hörund. Höfundurinn, Chinonye Chukwu, fæddist í Níger- íu árið 1985 en ólst upp í Bandaríkj- unum, fyrst í Oklahoma og síðan í Alaska frá sex ára aldri. Hún átti erfitt með að aðlagast myrkrinu þar nyrðra og glímdi við þunglyndi, auk þess sem hún var eina litaða mann- eskjan í skólanum sínum og féll illa inn í hópinn. Þetta mun hafa haft djúpstæð áhrif á Chukwu sem hefur allar götur síðan haft mikinn áhuga á kynþáttamisrétti. Kveikjan að Clemency var aftaka á svörtum manni, Troy Davis, í Georgíu árið 2011 en henni var ákaft mótmælt. Davis var gefið að sök að hafa skotið öryggisvörð á skyndi- bitastað til bana. Hann hélt fram sakleysi sínu fram í andlátið en var dæmdur út frá framburði sjónar- votta. Morðvopnið fannst aldrei. Chukwu lagðist í sex ára rann- sóknir, þar sem hún ræddi við forstöðumenn á dauðadeildum og efndi til kvikmyndanámskeiða fyrir fanga. Þá hefur hún beitt sér af hörku í umdeildum málum, þar sem áhöld eru um réttmæti dauðarefs- ingar. Clemency hefur hlotið mikið lof; Chukwu varð til dæmis fyrsta svarta konan til að hljóta verðlaun sem besti leikstjóri ársins á Sund- ance-hátíðinni. Myndin hefur meðal annars verið lofsungin fyrir að feta ekki hina troðnu braut Hollywood og bjóða upp á syndaaflausn í lokin. Í stað þess að spyrja „á þessi mann- eskja skilið að deyja“ spyr Cle- mency: „Eigum við skilið að drepa hana?“ Vaxandi efasemdir Enda þótt hún byggi á djúpum rannsóknum er Clemency ekki sannsöguleg; fanginn sem bíður ör- laga sinna heitir Anthony Woods og hefur, líkt og Davis, alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Aldis Hodge fer með hlutverk hans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Sagan er sögð frá sjónarhóli Bernadine Williams, sem Alfre Woodard leikur, forstöðukonu á dauðadeild sem hefur vaxandi efa- semdir um réttmæti dauðarefs- ingar. Með augum Bernadine kryfur myndin þann gjörning að óla mann niður og binda enda á líf hans. Tog- streitan teygir anga sína út fyrir fangelsismúrana og það hriktir í stoðum hjónabands hennar enda vill eiginmaðurinn að hún láti af störf- um. Nóg sé komið. Í viðtalinu í The Guardian segir Woodard að í senn megi horfa á Clemency sem kvikmynd og her- ferð. Allir sem eigi hagsmuna að gæta í réttarkerfinu verði að sjá hana. Um heimsóknir sínar í fang- elsin segir hún: „Að sjá þetta, fjölda manna lokaðan inni, hefur hlekkj- andi áhrif á mannssálina. Svo sér maður að búið er að stúka af þá sem menn vilja myrða á grundvelli trú- arinnar. Það er við þær aðstæður sem maður byrjar að ræða um örið á þjóðarsálinni.“ Alfre Woodard tók hlutverkinu í Cle- mency fegins hendi. AFP 26.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 STOÐ Taylor Momsen, söngkona og gítarleikari bandaríska rokkbandsins The Pretty Reckless, segir tónlistina ekki verra haldreipi en hvað annað á þessum fordæmalausu tímum. „Þetta eru ógnvekjandi tímar, þar sem kvíði og hræðsla ráða ríkjum. Sjálf halla ég mér að tónlistinni sem sáluhjálp og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Hún er það eina í mínu lífi sem aldrei hefur brugð- ist mér,“ sagði hún í samtali við Full Metal Jackie á bandarísku rokkstöðinni KLOS. AFP BÓKSALA 15.-21. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl. 2 Sumar í París Sarah Morgan 3 Þerapistinn Helene Flood 4 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 5 Tíbrá Ármann Jakobsson 6 Kortabók Örn Sigurðsson ritstjóri 7 Handbók fyrir ofurhetjur, fimmti hluti: horfin Elias/Agnes Vahlund 8 Hálft hjarta Sofia Lundberg 9 Risasyrpa – frægð og frami Walt Disney 10 Þögli sjúklingurinn Alex Michaelides 1 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 2 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 3 Útlagamorðin Ármann Jakobsson 4 Norrænar goðsagnir Neil Gaiman 5 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 6 Kokkáll Dóri DNA 7 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness 8 Vígroði Vilborg Davíðsdóttir 9 Systa – bernskunnar vegna Vigdís Grímsdóttir 10 Bókasafn föður míns Ragnar Helgi Ólafsson Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Það er kaldhæðnislegt að ég sé núna að skrifa texta um að lesa bækur. Eftir fjögur ár í háskóla að læra ensku og bókmenntafræði var ég búinn að lesa svo mikið af leiðinlegum bókum að ég varð al- gjörlega afhuga öllum bóklestri. Gat ekki meiri eymd og leiðindi í boði höfunda eins og Coetzee, Joyce eða Laxness. Það tók mig mörg ár að vinna mig út úr þeirri áfallastreituröskun. Fór ekki að lesa almennilega aftur fyrr en mörgum árum seinna og þá aðal- lega bækur sem ég hafði lesið áður og snertu mig á ein- hvern hátt. Ég end- urlas bækur eins og Mómó eftir Ende, Góða dátann Svejk og allt eftir Vonnegut. Fyrsta nýja bókin sem ég man eftir að lesa var svo Konur eftir Steinar Braga. Tal- andi um áfallastreituröskun. Hún starir ennþá á mig ógnandi úr bókahillunni eins ofbeldismaður í dimmu húsasundi. Ég las um daginn grein sem út- skýrði af hverju við sækjum í af- þreyingarefni sem við höfum áður séð eða lesið. Það er streituvaldandi að vita ekki hvað ger- ist. Þegar skáld- sagnapersónur standa frammi fyrir óvissu þá eykst hjá okkur hjartsláttur og öndun verð- ur hraðari. Við sýnum streituein- kenni. Endurlestur á góðri bók er hins vegar slakandi. Í skugga plágunnar 2020 ákvað ég að lesa aftur um spænsku veik- ina 1918 í Mánasteini eftir Sjón. Ís- lenska í meðförum Sjóns er eins og sælgætið frá Góu. Marsipan, lakkrís og súkkulaði. Hver setning til þess að lesa og njóta. Sagan er líka ein af fáum íslensk- um skáldverkum sem skarta hinsegin söguhetju. Ég man alltaf þegar ég las í fyrsta skipti skáld- sögu með hinsegin söguhetju, Maurice eftir E.M. Forster. Það var eins og ég væri kominn heim. Loksins gat ég séð minn veruleika endurspeglast í því sem ég var að lesa. Ég held að gagnkynhneigt fólk taki það oft sem sjálfsagðan hlut að geta séð sig í skáld- sögum. Talandi um hin- segin söguhetjur þá las ég um daginn eina þá skemmtileg- ustu bók sem ég hef lesið lengi. Less eftir Andrew Sean Greer. Bókin fékk Pulitzer- verðlaunin 2018. Hún segir frá Arth- ur Less og einhvers konar Ódysseifs- ferðalagi hans um heiminn til að gleyma elskhuga. Ég las einhvers staðar að höfundurinn hefði lagt upp með að skrifa dramatíska bók um ást, sambönd og það að eldast en komist að því að eina leiðin til að nálgast við- fangsefnið væri að gera grín að sjálfum sér. Þannig næði hann fram alvörutilfinningum. Ég hló allavega oft. HANS ORRI KRISTJÁNSSON ER AÐ LESA Gleði í endurlestri Hans Orri Kristjánsson er ráðgjafi á Aton.JL. Taylor Mom- sen treystir tónlistinni. Tónlistin hefur aldrei brugðist

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.