Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 1
Engi b Kaffið bragðastbetur Mikilvægt er að raddir barna fái að heyrast, að sögn Regínu Jensdóttur, lögfræðings hjáEvrópuráðinu. Hún vinnurötullega að mannréttindumevrópskra barna og sérstaklega barna sem orðið hafa fyrirofbeldi. Margt hefur breysttil batnaðar og í dag er ávallt leitað til barnanna sjálfraþegar leysa á vandamál.Regína telur Barnahús hafagert gæfumuninn og villsjá slík hús sem víðast. 8 23. ÁGÚST 2020SUNNUDAGUR Eins mannsher Í Vík í Mýrdalhefur HollyKeyser opnaðöðruvísi kaffi-hús í gömlumamerískumskólavagni.20 UndraveröldÁrni Sæberg heimsótti Vestfirði semskörtuðu sínu fegursta á síðsumri. 14 Dr. Valdís IngibjörgJónsdóttir berst fyrirraddheilsu þjóðarinnar. 12 L A U G A R D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  197. tölublað  108. árgangur  HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/mitsubishisalur L200 INTENSE FJÓRHJÓLADRIFINN HARÐJAXL 33"breyttur • Sítengt fjórhjóladrif • Hátt & lágt drif • Sjálfskiptur • Breytingapakki • Dráttarbeisli • Heithúðun á palli Tilboðsverð 7.290.000 kr. 35" uppfærsla 1.300.000 kr. ÚTHALDIÐ EYKST Í HLAUPUNUM Á HVAMMSTANGA FRAMLIÐNIR MILLI TVEGGJA HEIMA SOLSTALGIA Á LISTAHÁTÍÐ 42ÞÓREY EDDA 12  „Tuttugu pró- sent barna lenda í kynferðislegu ofbeldi, og ég hugsa jafnvel að talan sé hærri,“ segir Regína Jensdóttir, lög- fræðingur hjá Evrópuráðinu, í viðtali í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um helgina. „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í gegnum netið er gjör- samlega að valta yfir allt. Þetta er faraldur í heiminum í dag,“ segir Regína en hún vinnur að bættum mannréttindum barna í Evrópu. Regína segir margt hafa áunnist í gegnum árin og meðal annars hef- ur Barnahús breytt miklu fyrir börn sem sætt hafa ofbeldi. Kynferðisofbeldi á netinu faraldur Regína Jensdóttir Lífeyrissjóður verslunarmanna hef- ur krafist gjaldþrotaskipta hjá bak- arískeðjunni Jóa Fel vegna vangold- inna iðgjalda sem fyrirtækið hefur innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Sömuleiðis hefur fyrirtækið ekki greitt mótframlag sitt til sjóðsins af launum viðkomandi starfsmanna. Þannig hefur skuld við lífeyrissjóð- inn hlaðist upp allt frá því í apríl í fyrra. Heimildir Morgunblaðsins herma að vanskil fyrirtækisins hafi haft ým- is neikvæð áhrif á starfsfólk þess. Meðal annars hafi það ekki getað sótt um sjóðfélagalán hjá lífeyris- sjóðnum þar sem það uppfyllir ekki lánareglur hans vegna vanskila fyrirtækisins. »20 Skuldar iðgjöld  Vilja gjaldþrota- skipti hjá Jóa Fel Morgunblaðið/Eggert Þungur rekstur Jói Fel hefur átt í rekstrarerfiðleikum að undanförnu. Þór Steinarsson thor@mbl.is „Tímabundið hefur þetta nánast engin áhrif, fyrir utan að við ráð- herrar getum ekki tekið þátt í við- burðum þar sem nærveru okkar er óskað. Ef allar sýnatökur reynast neikvæðar eru áhrifin hverfandi. En ef svo óheppilega vill til að eitthvert okkar greinist jákvætt þá getur það haft meiri áhrif.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, í samtali við Morgunblaðið um þá stöðu sem upp er komin hjá sjö ráðherrum ríkis- stjórnarinnar. Þeir þurfa að gangast tvisvar undir skimun fyrir kór- ónuveiru og við- hafa sérstaka smitgát þar á milli, en um er að ræða verklag sem notast er við þegar líkur eru á smiti hjá fram- línufólki. Ríkis- stjórnin sat á fundi í gær þegar tíðindin bárust frá smitrakningarhópi almannavarna, en starfsmaður á Hótel Rangá, þar sem ráðherrarnir snæddu kvöldverð á þriðjudag, hafði þá greinst smit- aður. Ráðherrarnir tilheyra svokölluð- um ytri hring hins mögulega smit- hóps og eru ekki hluti þess hóps sem auknar líkur eru á að hafi verið útsettur fyrir smiti. „Ég fór í sýnatöku í hádeginu og fór svo heim og bíð bara niður- stöðu,“ segir Sigurður Ingi. Niður- staða sýnatökunnar verði væntan- lega ekki ljós fyrr en í dag. Nýtir tímann í sumarverkin „Eins og við sáum í vor þá er al- veg hægt að vinna heima hjá sér og vera í samskiptum við fólk í ráðu- neytunum og stofnunum með síma og tölvupósti í einhvern tíma. En maður tekur ekki þátt í neinum við- burðum,“ bætir hann við. „Þetta hefur nú kannski lítil áhrif yfir helgina og ef allar sýnatökur reyn- ast neikvæðar þá verðum við komin í hefðbundið fyrirkomulag í upphafi næstu viku.“ Sigurður ætlar að nota tímann um helgina til að ganga í verkefni heima fyrir sem ekki gafst tími fyrir í sumar, þar sem sumarfrí ráðherra reyndist töluvert styttra en til stóð. „Ég átti nú eftir að laga einhverjar girðingar og gera ýmislegt sem þarf að gera á hverju ári í sveit. Nú get ég gert það og það er ekkert að því þessa dagana, í átján stiga hita.“ Hafi hverfandi áhrif á störf ríkisstjórnarinnar  Sjö ráðherrar verða skimaðir tvisvar  Fara eftir verklagi fyrir framlínufólk Morgunblaðið/Eggert Biðröð Sýnatökur til að greina kórónuveirusmit hafa farið fram við Orkuhúsið við Suðurlandsbraut. Þangað lagði fjöldi leið sína í þeim tilgangi í gær. MRíkisstjórnin skimuð tvisvar »4 Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.