Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandanum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Aðeins örfáar íbúðir eftir Óvissu um hvort keppni ílandsliðsflokki á SkákþingiÍslands 2020 gæti fariðfram var eytt í vikunni og mótið hefst í dag í Álftanesskóla í dag kl 14. Áður hafði verið gert ráð fyrir að það færi fram í Sveinatungu í Garðabæ en settar hafa verið hömlur á aðgengi þar og var því mótið flutt. Skráðir keppendur eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Margeir Péturs- son, Bragi Þorfinnsson, Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson, Björn Þor- finnsson, Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Gauti Páll Jóns- son. Nokkrar breytingar hafa orðið á keppendalistanum undanfarið og í vikunni hætti Hannes Hlífar Stef- ánsson við þátttöku. Stórmeistarinn Margeir Pétursson ákvað að slá til þegar honum bauðst að vera með en hann tefldi síðast í landsliðsflokki Íslandsmótsins árið 1996. Keppni í áskorendaflokki hefst einnig í dag en mun fara fram í húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Einvígi Magnúsar Carlsen og Nakamura lauk með „Armageddon-skák“ Sú var tíð að varla þýddi fyrir Hik- aru Nakamura að stilla upp gegn Magnúsi Carlsen. Það er liðin tíð. Sjö lotu úrslitaeinvígi þeirra í mótaröð sem kennd er við norska heimsmeist- arann lauk á fimmtudaginn með sigri Magnúsar sem náði að merja jafntefli með svörtu í „Armageddon-skák“ og vann því sjöundu og síðustu lotu loka- einvígisins. Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að hver lota gerði ráð fyrir fjórum atskákum, 15 10. Ef jafnt var þá tóku við tvær hraðskákir, 5 3, og ef enn var jafnt var þá var lotan á enda kljáð með þessu sérkennilega bráðabanafyrirkomulagi. Nakamura sem var með hvítt fékk fimm mínútur gegn fjórum – en varð að vinna. Það tókst ekki. Skákirnar sem þeir tefldu urðu 38 talsins. Glæsilegasta skákin var sú fyrsta í sjöttu lotu: Magnús Carlsen – Hikaru Naka- mura Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 c5 6. Rge2 d5 7. a3 Bxc3 8. bxc3 dxc4 9. Bxc4 Dc7 10. Ba2 b6 11. O-O Ba6 12. Bb2 Rc6 13. Hc1 Hac8 14. c4 cxd4 15. exd4 De7 16. d5!? Framrás d-peðsins liggur beint við en gallinn virðist vera sá að riddarinn á e2 er óvaldaður eftir. 16. …exd5 17. He1! Bxc4 18. Rg3 Dd8 19. Bb1 Hér er hugmyndin komin fram. Léttu menn hvíts stefna á kóngsstöðu svarts. 19. … b5 20. Rf5 d4 21. Dd2 Be6 22. Hc5 a6!? Ekki slæmur leikur en hann hefði betur losað sig við riddarann með 22. … Bxf5 23. Bxf5 Dd6 og ef 24. Hec1 þá 24. … Rd7. 23. Rxg7! Kxg7 24. Dg5+ Kh8 25. Dh4 Hg8? Afleikur. Baneitraður varnarleikur var 25. … He8. Hugmyndin er að svara 26. Hxc6 Hxc6 27. Bxd4 með 27. .. Bf5! og svarta staðan er unnin. „Houdini“ mælir með sérkennilegum leik, 26. g3!?, og hvítur virðist ekki hætta miklu. 26. Hxc6! Hxc6 27. Bxd4 Hótar 28. Dxh7 mát! 27. … Kg7 28. Dxh7+ Kf8 29. Dh6+ Ke8 30. Bxf6 Da5 31. De3 Db6 32. Hd1 Hótar 31. Hd8 mát en nákvæmara var 31. Be4. 32. … Hd6 33. Bd4 Dc6 Með lítinn tíma og ömurlega kóngsstöðu er ekki nokkur leið halda stöðunni saman. Síðasti möguleikinn til að verjast fór með þessum leik en 33. … b4! gaf einhverja von. 34. Be4 Dc4 35. h3 Kd7 36. Hd2 He8 37. Kh2 Bd5 38. Bf5 Be6 39. Bd3 Da4 40. Be5 Hd5 41. Da7+ - og svartur gafst upp. Næst kem- ur 42. Dc7 mát. Margeir Pétursson með á Íslandsmótinu eftir 24 ára hlé Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða SÍ Íslendingar urðu í 6. sæti í 4. riðli á Ólympíumótinu í netskák. Þjóðirnar sendu blönduð lið til keppni. Hér sitja við tölvuna og taflið Batel Goitom, Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir, Lenka Ptacnikova og Vignir Vatnar Stefánsson. Ég hringdi til skatt- stjóra Norðurlands vestra vegna tilkynn- ingar er mér barst bréf- leiðis vegna vanskila, og læt ég orðréttan útdrátt úr bréfinu fylgja skrif- um mínum. Ég sagðist ekki hafa fengið þessa rukkun og gæti ekki greitt það sem ég vissi ekki um. Svarið var að rukkunin væri í heimabankanum, en ég er ekki með heimabanka og sagði ég að ég vildi fá mínar rukkanir á pappír og sendar til mín. En, nei það var ekki hægt. Ég var heppin að skuldin var ekki hærri. Er þetta ný leið hjá ríkinu til að hala inn vexti og aukavexti, því að það eru margir af eldri kynslóðinni ekki með tölvu, hvað þá heimabanka? Svo hvar eru þessi mannréttindi sem þið stjórn- völd og yngri kynslóðin geltið sífellt um? Í mínum huga ber mér ekki að greiða reikning sem ég fæ ekki sendan til mín. Til hvers höfum við hent pen- ingum í menntun fólks, sem er óhæft til starfa? Það er allt í óreiðu í þessu stjórnlausa landi okkar. Hvað hendir mann næst, sem maður veit ekki um, bara af því að það er í tölvunni. Ég vil fá mín mannréttindi og sjálfstæði á meðan ég get, ekki senda mig vælandi að biðja aðra um hjálp, eins og svar fulltrúans var. Hendum ekki fleiri krónum í menntun let- ingjanna. Það er illa kom- ið fram við eldri kynslóð- ina, en bíðið þið sama fólk og stjórnið í dag, karma lífsins mun elta ykkur uppi, svo mikið er víst. Já ég er reið og leið yfir virð- ingarleysinu sem eldri kynslóðin verður fyrir. Hér læt ég fylgja með orðréttan hluta bréfs frá innheimtumönnum ríkis- sjóðs: „Gjaldfallin heildarskuld yðar í op- inberum gjöldum er í dag kr. 1.229. […] Hér með er skorað á yður að greiða ofangreidd gjöld innan 15 daga frá birt- ingu greiðsluáskorunar í dagblöðum 16. júlí sl. Auk óþæginda sem inn- heimtuaðgerðir valda, hafa þær í för með sér kostnað fyrir gjaldanda, til dæmis má nefna að kostnaður vegna fjárnáms er nú allt að kr. 25.000, þing- lýsingargjald kr. 2.500 og uppboðs- kostnaður allt að kr. 75.000. Já, ég er reið, líka vegna þess að ýmsar stofnanir hins opinbera senda rukkanir bréflega sé þess óskað. Kvíðvænlegt þjóðfélag Eftir Stefaníu Jónasdóttur »Margir af eldri kyn- slóðinni ekki með tölvu, hvað þá heima- banka. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. Jóhanna Álfheiður Stein- grímsdóttir fæddist 20. ágúst 1920 að Nesi í Aðaldal. For- eldrar hennar voru Stein- grímur Baldvinsson og Sigríð- ur Pétursdóttir. Ung var Jóhanna heitbundin Hermóði Guðmundssyni, byggðu þau upp nýbýlið Árnes og gerðu að stórbýli, reistu einnig Veiði- heimilið Árnesi sem þau ráku. Þau eignuðust fjögur börn. Jóhanna var um árabil for- maður Kvenfélags Nessóknar og Kvenfélagasambands Suð- ur-Þingeyinga og stóð fyrir stofnun kvennakórsins Lissýj- ar. Hún stofnaði vísnafélagið Kveðanda ásamt fleiri hagyrð- ingum í Suður-Þingeyjarsýslu, var fyrsti formaður þess og í stjórn til dánardægurs. Hún stóð í fylkingarbrjósti ásamt manni sínum fyrir verndun Laxár í svokallaðri Laxárdeilu. Jóhanna sendi frá sér 14 bækur bæði fyrir börn og full- orðna, auk þess ritstýrði hún nokkrum bókum, tók virkan þátt í útgáfu bókanna Byggðir og bú, byggðasögu Suður- Þingeyjarsýslu og bókinni Djúpar rætur, hugverk þing- eyskra kvenna. Einnig gerði hún vinsæla útvarpsþætti, Á bökkum Laxár. Jóhanna var sæmd fálkaorðunni 1992. Jóhanna lést 25. mars 2002. Merkir Íslendingar Jóhanna Á. Steingríms- dóttir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Þeim sem reka stór fyrirtæki er lít- ið skemmt þegar almenningur leyf- ir sér að gera athugasemdir við reksturinn, hvort sem það eru flug- félög eða aðrir bjargvættir. Þeir hafa þá stór orð um vitleysu óvita sem þekki ekkert til. Engin furða að þeim blöskri að fólk skuli vera að tjá sig um hluti sem fræðingar einir eigi að vita, og þeim þykir ekki leiðinlegt að skýra frá stórum plönum og skýjaborgum háloftanna. En eitt veit almenningur jafn vel og þeir útvöldu: það að fyrirtæki þurfa að borga sig, og hvert flug- sæti þarf að seljast á kostn- aðarverði og helst nokkrum krón- um betur. Annars er allt á sandi byggt og skútan fer um koll í fyrstu ágjöf. Flugsamgöngur við landið eru slíkt grunnatriði og öll ferðaþjónustan bítur í þann halann og eins gott að ekki slitni og þar sé ekki á sandi byggt. Það er mikil ábyrgð fyrir ferða- þjónustuna að vera stærsta at- vinnugreinin. Vonandi verður hún ekki úti á eyðisandi í villuljósum of mikillar bjartsýni. Annars eigum við hvergi heima. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Það sem ekki stenst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.