Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Á sjó Brimbrettabrun þykir í einhverjum syðri heimshlutum venjuleg íþrótt sem margir leggja stund á. Hér á hjara veraldar hefur hún í besta falli mátt heita jaðaríþrótt, sem sífellt fleiri virðast þó laðast að. Árni Sæberg Hagfræðistofnun birti í vikunni samantekt á veiðigjöldum Sam- herja hér á landi og í Namibíu. Samantektin var unnin að beiðni Alþingis. Í greinargerð þeirra þingmanna sem óskuðu eftir henni var talið að samanburður á gjald- töku gæti stuðlað að málefnalegri umræðu um það mat sem ákvörð- un um veiðigjald byggist á hér á landi. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að ræða um veiðigjaldið, upphæð og fyrirkomulag. Í ljósi þess að um 98% ís- lenskra sjávarafurða eru seldar á alþjóðlegum mörkuðum er mikilvægt að horfa út fyrir land- steinana og huga að rekstrarumhverfi sjávar- útvegs hjá öðrum fiskveiðiþjóðum. Þrátt fyrir gott fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi, þar sem tekist hefur að byggja upp arðbæran sjáv- arútveg, verðum við alltaf að vera vakandi fyrir leiðum sem aðrar þjóðir hafa farið og kunna að leiða til aukinna verðmæta. Samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs er lykilforsenda þess að þessi grunnatvinnuvegur þjóðar skapi gjaldeyr- istekjur og leggi lóð á vogarskálar til að tryggja hagvöxt, öllum til hagsbóta. Hagfræðistofnun var því miður ekki falið ein- falt verkefni með beiðni Alþingis. Stofnuninni var falið að gera samanburð á því sem ekki er samanburðarhæft. Það má með sanni taka sam- an hvað tilgreint fyrirtæki greiðir til hins opin- bera í hverju því landi sem það stundar fisk- veiðar. Sú fjárhæð sem greidd er í hverju landi, án nokkurs sam- hengis við markmið fiskveiði- stjórnunarkerfis í hlutaðeigandi löndum, tegundir fiskistofna, for- sendur gjaldtöku hvers lands og rekstrarumhverfis að öðru leyti, getur hins vegar aldrei orðið grundvöllur skynsamlegra álykt- ana um það hvort veiðigjald hér á landi ætti að vera hærra eða lægra. Hagfræðistofnun gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir þessu og bendir á það í inngangi skýrsl- unnar. Af þessum sökum stuðlar skýrslan ekki að upplýsandi um- ræðu um leiðir til gjaldtöku af nýtingu á sjáv- arauðlind og sem best eru til þess fallnar að ná settum markmiðum. Það er miður. Sitthvað er hins vegar gagnlegt í skýrslunni. Kröfur réttarríkis Namibísk stjórnvöld settu aflareglu um veið- ar á hrossamakríl, þannig að veiðar séu stund- aðar í samræmi við vísindi og með sjálfbærum hætti. Sú framkvæmd ætti því í grunninn að vera sambærileg þeirri sem er við lýði hér á landi á helstu fiskistofnum, þótt ekki sé að finna hrossamakríl við strendur Íslands. Á grundvelli laga um stjórn fiskveiða hér á landi ber að úthluta veiðiheimildum til aðila í samræmi við hlutdeild þeirra í viðkomandi fiski- stofni. Þeirrar hlutdeildar hafa aðilar aflað með veiðireynslu, allt eins og nánar er kveðið á um í fyrrgreindum lögum. Reglan um úthlutun á tak- mörkuðum gæðum er því fest í lög, hún er skýr og fyrirsjáanleg. Þetta má raunar telja eðlilega lágmarkskröfu þegar um er að ræða lífsvið- urværi fólks og stjórnarskrárvarin atvinnurétt- indi. Hér er með öðrum orðum um að ræða grundvallarþátt í réttarríki. Ekki verður annað ráðið af skýrslu Hag- fræðistofnunar, en að hér beri verulega í milli hins íslenska kerfis og þess namibíska. Þar í landi ákveður ráðherra aflamark hverrar teg- undar og úthlutar kvóta eftir hentisemi. Þá seg- ir orðrétt í skýrslunni: „Þetta gerir ráðherra kleift að nota kvótann sem valdbeitingartæki gegn útgerðunum. Því er ekki hægt að treysta á að hægt sé að starfrækja útgerð til langs tíma án þess að vera í góðu sambandi við ráðherra.“ Það má öllum vera ljóst að þessi framkvæmd stenst ekki kröfur réttarríkis eða stjórnarskrár. Geðþóttavald á hér blessunarlega hvergi heima. Að þessu leyti eru stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi og í Namibíu, gerólík. Gjaldtaka af nýtingu sjáv- arauðlindar í þessum ólíku kerfum ríkjanna tveggja verður því seint samanburðarhæf. Verðmæti metið Niðurstaða Hagfræðistofnunar er sú að Sam- herji hafi greitt hærra veiðigjald á Íslandi en í Namibíu á árunum 2012-2018. Líkt og áður sagði er þó fátt gagnlegt í samanburði á veiði- gjaldi í Namibíu og á Íslandi. Sú fjárhæð sem ríkissjóður Íslands fær með veiðigjaldi sveiflast frá einum tíma til annars, allt eftir því hvernig árar í sjávarútvegi, því gjaldið er lögum sam- kvæmt 33% af afkomu fiskveiða. Þessi hlutdeild þjóðarinnar í afkomu við veiðar skiptir auðvitað máli, en hún er ekki mikilvægasti ávinningur þjóðarinnar af sjávarútvegi. Öryggi hins ótíma- bundna afnotaréttar er undirstaða hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Hagræðing í veiðum, bætt umgengni við auðlindina, stór- aukið öryggi sjómanna, aukinn stöðugleiki í rekstri fyrirtækja, fjárfestingar, nýsköpun og hvatar til markaðssetningar á dýrari afurðum, líkt og ferskvöru sem krefst stöðugleika í fram- boði, eru allt þættir sem hið íslenska kerfi hefur skapað. Þessa eiginleika hefur ekki tekist að innleiða í Namibíu. Það er miður, því að í þess- um eiginleikum liggja verðmæti þjóðar – ekki aðeins frá einu ári til annars, heldur um langa framtíð. Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Að þessu virtu er enginn vafi á því að Íslend- ingum hefur tekist vel til við að hámarka verð- mæti sjávarauðlindarinnar. Verkefninu er þó aldrei lokið og umræðan um leiðir til að gera enn betur er nauðsynleg. Í flóknu gangverki sjávarútvegs verður hins vegar að gæta þess að glata ekki sýn á skóginum fyrir trjánum. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Stjórnkerfi fiskveiða á Ís- landi og í Namibíu eru ger- ólík. Gjaldtaka af nýtingu sjávarauðlindar í þessum ólíku kerfum ríkjanna tveggja verð- ur því seint samanburðarhæf. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Er Namibía fyrirmynd? Góð menntun er grundvöllur velsældar þjóða. Á mánudag gengur nýtt skólaár í garð og metaðsókn er í nám. Það er þjóð- hagslega mikilvægt að skólarnir komi sterkir inn í haustið. Um all- an heim eru skólar ekki að opna með hefðbundnum hætti í haust, og í sumum löndum hafa börn ekki farið í skólann síðan í febr- úar. Skaðinn sem hlýst af því til lengri tíma er ómetanlegur. Enn er með öllu óvíst hvenær faraldurinn gengur yfir. Nú, þegar við erum stödd í annarri bylgju faraldursins hafa stjórn- völd skerpt aftur á sóttvörnum og hert aðgerðir. Eflaust eru það vonbrigði í huga margra en reynslan sýnir okkur að samtaka náum við miklum árangri. Í vetur tókum við höndum saman til að tryggja menntun og velferð nem- enda. Og það tókst! Allir árgangar náðu að út- skrifast í vor og Ísland var eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hélt skólum opnum á meðan far- aldurinn stóð sem hæst. Sameiginleg yfirlýsing: Umhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja Rétt viðbrögð ráða mestu um áhrif áfalla. Við sjáum fram á annan skólavetur þar sem veiran mun hafa áhrif á skólastarf. Því hefur umfangs- mikið samráð átt sér stað á síðustu vikum. Kenn- araforystan, á annað hundrað skólastjórnendur, kennarar og sérfræðingar hafa fjarfundað með mér og sóttvarn- aryfirvöldum. Á fundunum var rætt um skipulag framhalds- og háskóla- starfs í upphafi nýs skólaárs en einnig hvernig skólar geta uppfyllt skyldur sínar gagnvart nemendum, í samræmi við sóttvarnareglur. Framhalds- og háskólar eru þegar byrjaðir að skipuleggja starf sitt og blanda saman fjar- og stað- kennslu. Fjölmargir munu leggja áherslu á að taka vel á móti ný- nemum, enda er mikilvægt að ný- nemar geti kynnst og lært inn á nýja skóla og námskerfi. Allir eru samstiga í því að nú sé tækifæri fyrir skóla og kennara að efla sig í tækninni og auka þekkingu og gæði fjar- kennslu. Ég fann strax mikla samstöðu og vilja hjá öll- um sem tengjast menntakerfinu að standa sam- an í þessu verkefni. Því ákváðum við, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Ís- Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Það er okkar brýnasta vel- ferðarmál til framtíðar, að tryggja aðgang að góðu og sterku menntakerfi. Næstu fjárlög og fjármálastefna mun einkennast af því grundvall- arsjónarmiði Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Menntakerfið sett í forgang í samfélaginu lands og Félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, að gefa út sameiginlega yfirlýs- ingu um skólastarfi á tímum kórónuveirunnar. Umhyggja, sveigjanleiki og þrautseigja verða leiðarljósið okkar í haust. Við teljum mikilvægt að allir nemendur njóti menntunar óháð félags- og menningarlegum bakgrunni og þarf sér- staklega að huga að nemendum í viðkvæmri námsstöðu, nýjum nemendum og framkvæmd kennslu í list- og verkgreinum. Leiðbeiningar: Framhalds- og háskólar Markmið okkar allra er að tryggja menntun en ekki síður öryggi og velferð nemenda, kenn- ara og starfsfólks skólanna. Það var því einnig ákveðið að gefa út leiðbeiningar til skóla og fræðsluaðila, með það að markmiði að auðvelda skipulagningu skólastarfs og sameiginlegan skilning á reglum sem gilda. Með þeim er ítrekuð sú ábyrgð sem hvílir nú á skólum og fræðslu- aðilum; eftirfylgni við sóttvarnarreglur með ör- yggi og velferð nemenda, kennara og starfsfólks að leiðarljósi. Þar er einnig ítrekað að fram- kvæmd náms og skipulag geti breyst með áhættustigum og takmörkunum, en mikilvægt sé að fylgjast með líðan allra nemenda. Þá er lögð áhersla er lögð á gott upplýsingaflæði til nem- enda, forráðamanna, kennara og starfsfólks um stöðu mála, úrræði og stuðning sem í boði er. Þingsályktun: Menntastefna til framtíðar Með nýrri heilstæðri menntastefnu til ársins 2030 munum við standa vörð um og efla skóla- kerfið okkar. Tillaga að þingsályktun um menntastefnuna verður lögð fyrir Alþingi í haust. Markmið stjórnvalda með þessari menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur í umhverfi þar sem allir skipta máli og allir geta lært. Menntastefnan er mótuð í breiðu samstarfi, meðal annars með að- komu fjölmargra fulltrúa skólasamfélagsins sem tóku þátt í fundaröð ráðuneytisins um menntun fyrir alla, svo og fulltrúum sveitarfé- laga, foreldra, nemenda, skólastjórnenda og at- vinnulífsins. Mikil áhersla er lögð á að kennsla og stjórnun menntastofnana verði framúrskarandi og að all- ir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Námskrá, námsumhverfi og námsmat þarf að styðji við hæfni til framtíðar og menntastefna tryggir framkvæmd og gæði skóla- og fræðslustarfs. Þessir óvissutímar sem við lifum nú sýna að allt menntakerfið hefur getu til að standa saman með samtakamátt að leiðarljósi. Það er mik- ilvægara nú en nokkru sinni fyrr að móta menntastefnu, sem veitir von um betri framtíð. Ég tel að menntun og hæfni sé lykilforsenda þess að Ísland geti mætt áskorunum framtíð- arinnar, sem felast meðal annars í örum breyt- ingum á samfélagi, náttúru og tækni. Það er því okkar brýnasta velferðarmál til framtíðar, að tryggja aðgang að góðu og sterku menntakerfi. Næstu fjárlög og fjármálastefna mun einkenn- ast af því grundvallarsjónarmiði að setja mennt- un þjóðarinnar í forgang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.