Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
Hefurðu áhuga á rekstri
húsbílaleigu? Komdu á fót nýtískulegu
og arðbæru fyrirtæki og
njóttu ávinningsins af
sérleyfisneti
Touring Cars er húsbílaleigukeðja
um alla Evrópu og er að leita að
nýjum frumkvöðli á Íslandi þar
sem eftirspurn eftir sérsniðnum
húsbílaorlofum er að aukast. Okkur
vantar traustan frumkvöðul sem getur
veitt gæðaþjónustu þegar kemur
að húsbílaorlofum fyrir innlenda og
erlenda ferðamenn á þínum sívinsæla
áfangastað ferðalanga, Íslandi.
Leggur þú kapp á að stækka núverandi
fyrirtæki þitt með alþjóðlegum
leiguviðskiptum eða viltu stofna nýtt?
Sérleyfi Touring Cars mun færa þér
allt sem þú þarft til að ná afgerandi
forskoti í hinni hörðu samkeppni á
leigumarkaðnum og fá stöðugan
sjóðstreymisvöxt allt frá byrjun.
Viltu vita meira um húsbílaleiguna okkar?
Hafðu samband við okkur í +358 40 707 3616. Skannaðu QR-kóðann til að fá nánari upplýsingar eða farðu á
touringcars.eu/en/franchisee-iceland til að lesa meira um tækifæri í sérleyfisviðskiptum á Íslandi.
/touringcars /touring_cars /touringcars /touringcars/company/touring-cars-finland
Vertu nýi frumkvöðullinn okkar
• Þaulprófuð sérleyfishugmynd frá árinu 1982
• Fyrirliggjandi, árangursrík viðskipti á Íslandi frá árinu 2009
• Yfirgripsmikill upphafspakki
• Rótgróinn markaður og viðskiptavinahópur
• 150 samstarfsaðilar um allan heim
• Traust frumkvöðlanet í Evrópu
• Hópastarf til að styðja við vegferð þína
...Við erum nú þegar á 20 stöðum um
gervalla Evrópu og Rússland!
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Erfitt er að meta á þessu stigi hversu
mikið af fiski hefur drepist í skyndi-
legu flóði sem varð í Hvítá í Borgarfirði
í vikunni. Sigurður Már Einarsson,
fiskifræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, segir að talsvert hafi fundist
af dauðum laxi, en heildarmyndin liggi
ekki fyrir. Hann segist hafa talsverðar
áhyggjur af afdrifum bleikjustofns í
ánni, en minni af laxinum. Í gær var
áin búin að hreinsa sig að mestu.
Aðspurður segir Sigurður að við
svona skyndilegt flóð sem beri með sér
mikið af aur og leðju komist fiskurinn
ekki undan. Drulla setjist í tálknin,
fiskurinn nái ekki að anda og drepist.
Hann segir að þessi áhrif af framburði
í ánni hafi væntanlega verið mest efst í
ánni næst upptökunum og dvínað eftir
því sem neðar dró.
Á undir högg að sækja
Í Hvítá er staðbundinn bleikjustofn
sem gengur úr sjó á sumrin og dvelur í
ánni fram á haust. Bleikjan gengur
seint til hrygningar í lindarám og
-lækjum ofarlega við Hvítá í október
og nóvember, meðal annars í Lamb-
eyrarkvísl í Hvítársíðu.
Sigurður segir að stofninn í Hvítá sé
viðkvæmur og í heildina hafi bleikja átt
undir högg að sækja í ám og vötnum á
Íslandi síðustu ár vegna loftslags-
breytinga. Hann segir að það sé sér-
stakt áhyggjuefni ef stofninn í Hvítá
hafi orðið fyrir áfalli í flóðinu og segist
óttast að bleikjan geti hafa farið illa út
úr hremmingunum fyrri hluta vikunn-
ar.
Talsverðar rannsóknir hafa verið
gerðar á bleikjunni í og við Hvítá, með-
al annars árið 2010. Sigurður segir að
byggt verði á ofan á þær rannsóknir í
haust og sérstaklega verði áhrif flóðs-
ins á stofninn könnuð.
Sigurður segist hafa minni áhyggjur
af laxi í Hvítá, en þar er annars vegar
um að ræða lax sem gengur í nokkrar
af gjöfulustu veiðiár landsins og hafi
vætanlega að stærstum hluta verið
genginn upp úr Hvítá til hrygningar.
Sigurður segist telja að á þeim fiski
hafi ekki orðið tjón sem verði vart til
framtíðar. Hins vegar sé um staðbund-
inn lax að ræða, sem hrygnir í Hvítá og
á næstunni ætti að koma í ljós hvort
mikil afföll hafi orðið á Hvítárfiskinum.
Áhyggjur af
bleikju í Hvítá
Óljóst hversu mikið af laxi og bleikju
hefur drepist í ánni í skyndiflóði í vikunni
Ljósmynd/Kristrún Snorradóttir
Hvítá Dauður fiskur á bakkanum.
Mögulegt er að reglulega muni hlaupa úr lóni við jað-
ar Langjökuls suður af Eiríksjökli, að því er fram
kemur á heimasíðu Veðurstofunnar. Skyndilegt flóð
varð úr lóninu á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðju-
dags og mikið vatnsmagn flæddi niður farveg Svartár
og áfram niður í Hvítá.
Í könnunarflugi á fimmtudag sáu sérfræðingar Veð-
urstofunnar að hlaupið hafði runnið undir jökulsporð-
inn við suðvesturenda lónsins og um tveggja kíló-
metra leið undir jöklinum áður en það rann í farveg
Svartár skammt sunnan Hafrafells. Lónið, sem var um
1,3 ferkílómetrar að flatarmáli fyrir hlaupið, hefur
oftast haft afrennsli til norðurs og runnið úr því í
Flosavatn. Vatnsborð lónsins lækkaði um u.þ.b. fimm
metra við flóðið og það tæmdist nánast.
„Það kemur í ljós á næstu vikum hvort útfall lónsins
lokast aftur og vatn fer að safnast í lónið að nýju eða
hvort sírennsli verður úr lóninu. Ef útfallið lokast er
hugsanlegt að reglulega hlaupi úr lóninu á næstu ár-
um. Líklegt er að lónið haldi áfram að stækka næstu
árin vegna hörfunar jökuljaðarsins og því er ástæða
til þess að fylgjast með þróun mála og leggja mat á
hættu á frekari hlaupum,“ segir á heimasíðu Veð-
urstofunnar.
Ljósmynd/Veðurstofan
Brúin í Húsafellsskógi Sjá má að flóðmörkin voru nærri veginum, en mikill framburður barst með flóðinu. Við
brúna yfir Hvítá ofan við Húsafell má sjá ummerki um að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana.
Lónið lækkaði um fimm metra