Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 48
Guðmundur Oddur Magn- ússon, Goddur, mun á morg- un, sunnudag, kl. 13, flytja erindi í Hönnunarsafni Ís- lands sem ber yfirskriftina Stofnendur FÍT og frum- herjar grafískrar hönnunar á Íslandi. Goddur mun rekja niðurstöður rannsóknar sinnar en hann hefur haft aðsetur í Hönnunarsafninu allt frá því í mars. Aðeins 12 gestir komast að vegna sóttvarnareglna en miða- sala fer fram á vef Tix. Fyr- irlesturinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu og Facebook- síðu Hönnunarsafns Ís- lands. Fjallar um stofnendur FÍT og frum- herja grafískrar hönnunar á Íslandi „Þetta er frábært tækifæri, að spila fyrir einhvern eins og hann. Ég bý heima hjá honum til að byrja með, á meðan ég finn mér íbúð. Þetta er frábær fjölskylda og þau eru öll tilbúin til að hjálpa, sonur hans er byrjaður að kenna mér þýsku,“ segir handknattleiksmaðurinn Elliði Snær Viðarsson meðal annars í viðtali við Morg- unblaðið í dag. Elliði samdi í vikunni við þýska liðið Gummersbach en þjálfari liðsins er Guðjón Valur Sig- urðsson sem ákvað að leggja skóna á hilluna í vor og fékk í framhaldinu boð um að þjálfa liðið. »41 Frábært tækifæri fyrir Elliða Snæ sem kominn er til Þýskalands góð leið til þess að vera hluti af sam- félaginu og leggja mitt af mörkum að fenginni reynslu.“ Val mikilvægt Konurnar veita alhliða þjónustu óháð trúarbrögðum og lífsskoðunum og bjóða þjónustu sína um allt land, en fyrir er önnur útfararstofa í Borg- arnesi. „Við teljum mikilvægt að íbú- ar Vesturlands eigi val um fyrirtæki þegar kemur að útför eins og tilfellið er í annarri þjónustu sem fólk þarf að leita eftir,“ leggur Guðný áherslu á. Guðný segir að það að taka á móti barni sé mikið gleðistarf og það sé líka mikil ábyrgð fólgin í því að undirbúa hinstu kveðju. „Annars vegar er um að ræða nýfæddan ein- stakling með enga sögu, óskrifað blað, en á hinum enda lífsins blasir við mikil saga. Aðstæðurnar eru því ólíkar en hvort tveggja skiptir miklu máli.“ Guðfræðin kemur við sögu á báð- um endum lífsins og alls staðar þar á milli. „Hún dýpkar þessa andlegu vídd sem fylgir manneskjunni og er órjúfanlegur kjarni frá vöggu til grafar,“ áréttar Guðný. Þjónusta við fólk hefur verið sem rauður þráður í lífi Guðnýjar og hún bendir á að orðið djákni sé komið frá gríska orðinu diákonos sem þýði þjónusta. „Ég hef einbeitt mér að því að þjóna lífinu, fyrst þessu nýja lífi, sem kemur í heiminn, og síðast því sem er að hverfa. Þess á milli hefur fjölbreytt umönnunarstarf í þágu lífsins veitt mér mikla gleði.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífið, eða dauðinn ef því er að skipta, hefur sinn gang og þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins var eins og það var í vor stofnuðu Gréta Björgvinsdóttir og Guðný Bjarna- dóttir Borg útfararþjónustu í Borg- arnesi. „Við vildum láta gott af okkur leiða, viðskiptavinirnir eru ánægðir með framtakið og þá gengur vel,“ segir Guðný. Stöllurnar fluttu með eigin- mönnum sínum í Borgarnes fyrir um tveimur árum. Sameiginleg vinkona leiddi þær saman og ekki leið á löngu þar til þær höfðu aflað sér tilskilinna leyfa og stofnað fyrirtækið með þeim búnaði sem til þarf. Útfararstofan er ekki í sérstöku húsnæði heldur skráð á heimili Guð- nýjar. „Við erum ekki með neina yfir- byggingu og þar af leiðandi ekki kostnað vegna húsnæðis. Samt sem áður eru heimili okkar Grétu opin vegna viðtala við aðstandendur ef þeir vilja, en annars mætum við heim til fólksins, því umhverfið skiptir það svo miklu máli, þegar allt sem við- kemur útför er ákveðið,“ segir Guðný. Hún á ættir að rekja til Borg- arfjarðar og flutti aftur þangað með eiginmanninum eftir að þau höfðu búið í Vestmannaeyjum í áratugi. „Við leggjum áherslu á að fólk sé á heimavelli þegar við hittum það og þar gefum við því þann tíma sem það þarf og hlúum vel að umbeðnum ósk- um.“ Tekið á móti yfir 600 börnum Segja má að Guðný loki starfs- hringnum á vissan hátt sem útfarar- stjóri. Hún er hjúkrunarfræðingur og starfaði lengst af sem slík frá 1972, er jafnframt ljósmóðir og hefur tekið á móti yfir 600 börnum og þar af um 500 í Eyjum. Auk þess er hún vígður djákni og segir að þessi reynsla komi sér vel í núverandi starfi. „Ég hef alla tíð starfað í þágu náungans og þegar við fluttum hing- að fann ég að útfararþjónusta væri Hefur þjónað lífinu frá vöggu til grafar  Mikil reynsla hjá Borg í Borgarnesi  Guðný, annar út- fararstjórinn, er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og djákni Útfararstjórarnir Guðný Bjarnadóttir og Gréta Björgvinsdóttir. SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.