Morgunblaðið - 22.08.2020, Side 28

Morgunblaðið - 22.08.2020, Side 28
28 MESSUR Á MORGUN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 ✝ Edda Hrafn-hildur Björns- dóttir fæddist 26. janúar 1959. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, f. 1921, d. 2014 og Björn Friðriksson, f. 1918, d. 2001, frá Raufarhöfn. Systkini Eddu Hrafnhildar eru Friðrik, Oddgeir, Skjöldur Vatnar, Björgólfur, Þor- björg, Arnheiður og Aðalheiður. Edda Hrafnhildur var kenn- aramenntuð. Hún var gift Kötlu Sig- urgeirsdóttur, þær skildu, Katla lést 2008. Útförin fór fram kyrrþey. Edda systir er dáin, svona hljómuðu fréttirnar sem ég fékk, gat það verið að Edda vinkona mín og frænka sem hefur verið hluti af lífi mínu síðan ég man eftir mér sé dáin, jú það er víst stað- reynd. Í huga minn koma upp minn- ingabrot liðinna ára. Heima á Raufarhöfn þegar við vorum að alast upp var mikill sam- gangur á milli okkar, Edda átti heima í Röðli en ég í Laufási og var eitt hús á milli okkar. Við það hús var garður þar sem ekki mátti ganga á grasinu og alls ekki hlaupa. Við Edda hlupum ófáar ferðirn- ar yfir lóðina og það kom fyrir að við vorum teknar í landhelgi eins og við kölluðum það þegar eigandi lóðarinnar sá til okkar og vandaði okkur ekki kveðjurnar. Á æskuheimili Eddu var gott að koma og ýmislegt brallað, og er mér minnisstætt þegar Edda og systur hennar bjuggu til hraun og leðju en það síðarnefnda hef ég hvergi smakkað annars staðar en í Röðli. Í kjallaranum í Laufási sömd- um við heilu leikritin og lékum ásamt, systrum Eddu, bræðrum mínum og fleiri krökkum. Edda fór með mig í fyrsta öku- tímann minn, hún hafði fengið lán- aðan bílinn hjá pabba sínum og við fórum fram í Sveinungavík og þar tók ég við akstrinum, ég var fimm- tán ára og Edda sautján ára. Á ákveðnu æviskeiði urðu sam- skipti okkar minni eins og gengur en þegar við vorum báðar fluttar til Reykjavíkur jukust samskiptin aftur. Svo var það fyrir nokkrum ára- tugum að við ellefu stelpur frá Raufarhöfn stofnuðum sauma- klúbb og var Edda ein af þeim hópi. Edda var mikill talsmaður þess að í þessum klúbbi yrði ekki gerð handavinna og höfum við mest- megnis staðið við það. Margt skemmtilegt höfum við gert sam- an þessi ár, meðal annars voru farnar nokkrar ferðir í sumar- bústaði, í þeim ferðum var mikið skrafað, sungið, hlegið og grátið. Síðastliðið haust fór sauma- klúbburinn til Búdapest og þar notuðum við einn dag í að fagna sextugsafmæli tveggja klúbb- systra og var Edda önnur þeirra. Þessi dagur var mikill dekur- og gleðidagur og mikið hlegið eins og alltaf þegar við vorum saman. Edda var ákveðin og hafði sterkar skoðanir en umfram allt var hún umvefjandi og elskuleg. Edda talaði nokkru sinnum um að við þyrftum að taka golfhring saman, en ekkert varð af því svo við eigum það bara eftir á öðrum stað. Kæra fjölskylda og vinir, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúð- arkveðjur við fráfall Eddu Hrafn- hildar. Guðrún H. Guðnadóttir. Kveðja frá saumaklúbbs- systrum frá Raufarhöfn Í dag kveðjum við hjartkæra vinkonu okkar, Eddu Hrafnhildi. Við rifjum upp ljóð sem við höf- um svo oft sungið saman, angur- værar og fullar af ást til þess stað- ar sem tengdi okkur svo sterkum böndum. Lagið er okkar lag, þó að við höfum verið kríli þegar ljóðið var samið um lífið á Raufarhöfn, þá var þetta okkar líf og er nú okkar hinsta kveðja. Hvíl í friði, elsku vinkona. Rennur sól að hafsbrún á Raufarhöfn, roða slær á granda og dreng. Sigla sjómenn heim, með síld af kaldri dröfn. Það slær roða á Raufarhöfn. Heimurinn á til bæði harm og grín, - hjúfraðu þig betur að mér. Þessi síld og salt er aðeins sút án þín. Segðu já, þú ert stúlkan mín. Þó að vetur komi með kalda hönd, kulda fari um dali og nes, getur enginn ís fryst okkar helgu bönd, ást frá sumri á sólarströnd. Rökkva tekur bráðum á Raufarhöfn, rennur allt til loka sitt skeið. Geyma hjörtu þó svo mörg og heilög nöfn. Frá heilu sumri við ystu dröfn. (Höf. ók.) Freyja Önundardóttir. Við Edda Hrafnhildur kynnt- umst þegar hún kom í prufu fyrir Hinsegin kórinn, örlítið stressuð en skælbrosandi. Hún hafði ofsalega fallega söngrödd og frá fyrsta fundi vissi ég að hún yrði stór hluti af hópn- um okkar góða. Og það stóð. Hvort sem Edda Hrafnhildur söng með okkur eða þurfti að vera frá vegna anna, var hún fljót að stökkva til; auglýsa, styrkja, styðja eða senda fallegar kveðjur. Það sama átti við þegar ég gekk með dóttur mína, Hrefnu. Edda Hrafnhildur sendi mér fal- legar kveðjur og hún var innilega spennt og hamingjusöm fyrir mína hönd. Þegar ég tók Hrefnu svo með mér á æfingar, þriggja vikna písl, skein í gegn þessi inni- lega væntumþykja hennar til Hrefnu minnar og mín. Í dag kveðjum við einstaka konu. Edda Hrafnhildur var nefnilega í hópi þeirra kvenna sem þurftu að berjast fyrir þeim rétti að fá að elska þá sem hún vildi elska. Þar var hún í hópi bar- áttufólks sem ruddi, með ólíkum hætti, þá góðu braut sem við göngum í dag og megum þakka svo innilega fyrir. En baráttuhlutverkið tekur á, og er ekki allra. Það tekur toll sem fylgir mörgum alla þeirra ævi. Ég var stolt af því að þekkja Eddu Hrafnhildi. Hún kunni að vera til staðar og bros hennar lýsti upp þyngstu vetrardaga. Við Edda kynntumst þegar hún söng fyrir mig og í gær kvaddi ég hana með söng. Hvíldu handan regnbogans í friði og fegurð, elsku vinkona. Helga Margrét Marzellíusardóttir. Félagar Eddu Hrafnhildar í Hinsegin kórnum sjá á eftir góðri vinkonu, sem var ávallt boðin og búin að hjálpa við hvert verk sem til féll. Því miður fengum við ekki langan tíma með henni, hún gekk til liðs við kórinn í ársbyrjun 2018 og síðustu misseri sá hún sér sjaldan fært að mæta, ýmist vegna þess að æfingar rákust á vinnu eða veikindi komu í veg fyr- ir þátttöku. En hún náði þó að syngja með kórnum á tónleikum, tengjast nýj- um vinaböndum og endurvekja gömul kynni við suma í hópnum. Edda Hrafnhildur var ein af okkur. Hún var jafn innilega glöð að vera í okkar hópi og við vorum að hafa hana. „Hjartans söngljós- in mín“ kallaði hún kórinn, þar sem henni leið augljóslega svo vel. Að ferðalokum kveður Hinseg- in kórinn góðan, jákvæðan og brosmildan félaga, í fullvissu þess að Edda Hrafnhildur muni áfram njóta hjartans söngljósa. Fyrir hönd Hinsegin kórsins, Ragnar Veigar Guðmundsson formaður. Edda Hrafnhildur Björnsdóttir AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Ferming í guðsþjónustunni. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og ferming kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna Ássafnaðar. Kór Áskirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason. 100 manns mega koma saman, en fólk er hvatt til að virða tveggja metra fjarlægðarmörk og hafa tiltæka grímu til að bregða fyrir vit sér. BREIÐHOLTSKIRKJA | Ensk bæna- stund kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Tónlist flutt af Unu Dóru Þorbjörnsdóttur sópran og Jónasi Þóri kantor. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg messa í Digraneskirkju og Hjallakirkju kl. 11. Ferming. Prestur er Gunnar Sig- urjónsson. Organisti er Sólveig Sigríður Einarssdóttir. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. er messa kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Prestar er Sveinn Valgeirsson og Elín- borg Sturludóttir. Dómkórinn og Kári Þormar. Fermingarbörn og forráða- menn sérstaklega boðin velkomin. FELLA- og Hólakirkja | Ferming- arguðsþjónustur og kvöldmessa. Laugardaginn 22. ágúst er ferminga- guðsþjónusta kl. 11. Sunnudaginn 23. ágúst er ferming- arguðsþjónusta kl. 11 og kl. 14. Kvöldmessa kl. 20. Taize messa. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédik- ar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja und- ir stjórn Arnhildar organista. Meðhjálp- ari er Helga Björg Gunnarsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingar- messa 23. ágúst kl. 14 Margrét Lilja Vilmundardóttir og sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur þjóna fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghóp- urinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ferming. Jóhann Baldvinsson leikur á orgelið. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Sjá fésbókar- síðu Vídalínskirkju. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsa- messa. Hún verður með örlítið breyttu sniði líkt og undanfarna sunnudaga. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og undir- leikari er Stefán Birkisson. Við tryggjum hreinlæti, virðum fjar- lægðamörk og hámarksfjölda. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Ásta Haraldsdóttir leikur á orgelið og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir al- mennan söng. Prestur er María G. Ágústsdóttir. Kyrrðarstund þriðjudaginn 25. ágúst kl. 12. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónustur. Laugardagur 22. ágúst kl. 10.30. Sunnudagur. Fermingarguðsþjónustur kl. 9.30 og 11. Prestar Karl V.Matthíasson, Leifur Ragnar Jónsson og Pétur Ragnhildar- sonar, organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Fermingarbörn næsta vetrar eru sérstaklega boðuð til kirkju þennan dag. Stundin er opin öllum en vegna sóttvarnareglna gætu einhverjir fullorðnir þurft að sitja í safnaðarheim- ilinu og hlýða á stundina þar. Ekki er boðið upp á kaffisopa á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Ferming. Sr. Irma Sjöfn Óskars- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organ- isti er Björn Steinar Sólbergsson. Bænastundir kl. 12 miðvikudag, fimmtudag og föstudag. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Nýr árgangur fermingarbarna og for- eldrar þeirra boðin velkomnir. Skráning í fermingarfræðslu vetrarins. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameig- inleg messa í Digraneskirkju og Hjalla- kirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 11. Ferming. Prestur er Gunnar Sigurjóns- son. Organisti er Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Sigurð- ur Arnarson sóknarprestur leiðir stund- ina. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Peter Máté, sem leikur á píanó. LANGHOLTSKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 11. Aldís Rut Gísladóttir prestur þjónar. Magnús Ragnarsson er organ- isti og félagar úr kór Fílharmóníunnar syngja. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar og flytur hugvekju. Kristján Hrannar Pálsson organisti og kór Laugarnes- kirkju leiða safnaðarsöng. Mánudagur 24.8. Kyrrðarkvöld kl. 20. Húsið opnað kl. 19.30. Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina. Miðvikudagur 26.8. Foreldrasamvera á milli kl. 10 og 12. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarsson sér um tónlist ásamt söngvurum í kór Lindakirkju. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org- anisti er Douglas Brotchie. Prestur er Ása Laufey Sæmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð- vík | Guðsþjónusta 23. ágúst kl. 20. Sr. Baldur Rafn þjónar til altaris og félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir leið- sögn Stefáns H. Kristinssonar organ- ista. (Hugað verður að fjöldatakmörkunum út frá reglum almannavarna.) ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Messað sunnudaginn 23. águúst kl. 20, ath. breyttan messutíma. Fyrirbænamessa. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar. Organ- isti er Kristján Hrannar Pálsson. Gætt verður af fremsta megni varúðar vegna veirunnar. SALT kristið samfélag | Samkomur kl. 11 í Kristniboðssalnum Háaleitis- braut 58-60. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Ferming- armessa sunnudag kl. 14. Fermd verða tvö börn. Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Organisti er Ester Ólafsdóttir. ORÐ DAGSINS: Jesús grætur við Jerúsalem. (Lúk. 19) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Húsafellskirkja í Borgarfirði Elsku Gína mín Þú komst inn í líf mitt þegar ég var aðeins 9 ára gömul og ég nýbúin að missa pabba minn og ég man hvað þú varst mér eins og stóra systir. Þú varst svo hlý og góð við mig. Ég gleymi aldrei þegar ég hitti þig fyrst, þegar þú Georgína Björg Sörensen ✝ GeorgínaBjörg fæddist 5. september 1979. Hún lést á heimili sínu 2. mars 2020. Útförin fór fram 21. ágúst 2020. komst til okkar í Lambhagann, þeg- ar þú og Gulli bróð- ir voru að byrja að hittast. Ég man þegar ég sá skóna þína í forstofunni og hvað mér fannst þeir ótrúlega flottir. Svartir klossar teiknaðir með hvítu tip-ex. Ég man að ég stalst til að prófa þá og ég man hvað mig langaði í svona skó. Svo man ég að ég stalst til að kíkja inn í herbergið hans Gulla og athuga hver væri hjá bróður mínum og við mér blasti þessi brosmilda og fallega stelpa. Eftir þetta varð ég eig- inlega eins og frímerki á ykkur. Ég vildi alltaf vera hjá ykkur. Ég vildi gera allt eins og þú, klæða mig eins og þú, eiga eins kápu og þú, þessa flottu svörtu með gervifeldinum, og eiga eins Buffalo-skó og þú. Mig langaði að mála mig með öllum glimm- er-augnskuggunum og vera með margar litlar fléttur í síðu dökku hári eins og þú varst á Mallorca 1999 að mig minnir. Þú þorðir að vera öðruvísi og fara út fyrir þægindarammann í klæðaburði og ég man hvað mér fannst það algjörlega málið. Ég man svo þegar ég byrjaði í nýj- um skóla þegar við fluttum sam- an með mömmu til Reykjavíkur og ég mætti 10 ára gömul í nýja skólann í Buffalo-skóm og loð- kápu og krökkunum í skólanum fannst þessi stelpa frá Selfossi klæða sig ansi öðruvísi svona miðað við aldur. Þótt sambandið á milli okkar væri lítið sem ekkert í dag, þá þótti mér alltaf rosalega vænt um þig og er ég þér ævinlega þakklát fyrir hvað þú varst góð við mig í mínum föðurmissi og árin eftir það. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar þegar ég var unglingur. Ég elskaði hvað við pöntuðum oft pítsu, enda minnir pítsa með pepper- oni, ananas og chili-kryddi mig enn þá á þig. Takk fyrir allar minningarnar elsku Gína. Megi drottinn um- vefja þig hlýju og fallegu ljósi. Hvíldu í friði fallegi engill. Þú knúsar pabba frá mér. Ég votta fjölskyldu og vinum Gínu mína dýpstu samúð. Þín næstum því litla sys, Elínborg. Er ég frétti lát elskulegrar vinkonu minnar, Siggu í Hvammi, setti mig hljóða. Þessi góða vinkona fékk hæg- látt andlát eftir erfið veikindi. Ég kynntist Siggu fyrst fyrir fjörutíu árum, þegar ég fluttist í Norðurárdalinn, ég algjörlega græn í búskap, en hún fædd og uppalin í sveitinni. Sigga þessi elska kom í heimsókn rétt eftir flutning minn í sveitina og kynnti sig og fjölskylduna sína. Kom þá í ljós að við áttum drengi á sama ári, hún Þórð Smára og ég Daða. Sigga á líka Hrafnhildi og Sverri Má og ég Valla minn. Eldri börn- in náðu að kynnast og leika sam- an. Það var gott að koma í Hvamminn til Siggu og Sverris bæði á meðan við bjuggum í ná- lægð við þau og einnig eftir að við fluttum aftur á mölina. Drengirn- ir mínir nutu þess að koma í fjár- húsin og seinna barnabörnin á Sigþrúður Margrét Þórðardóttir ✝ SigþrúðurMargrét Þórð- ardóttir fæddist 24. mars 1952. Hún lést 4. ágúst 2020. Útför Siggu Möggu fór fram 21. ágúst 2020. meðan búið var í Hvammi. Við hjónin heim- sóttum þau og gist- um þá gjarnan. Eiginmennirnir voru úti að spá í heyskap, dráttar- vélar og búfénað, en við Sigga sátum og spiluðum Rommí kub og það var svo gott að við rifumst aldrei, því Sigga vann alltaf. Við fórum saman á Fiskidag- inn mikla, heimsóttum hand- verkssýninguna í Hrafnagili og nutum góðrar samveru við þau hjón. Takk Sigga mín fyrir að vera þú og alltaf til í að aðstoða. Hjálpaðir okkur mikið þegar við misstum Valla og áttum við góð- ar minningar um hann sem við rifjuðum upp með þér. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Sverrir minn, barna, tengdabarna og barnabarna ykkar. Guð blessi minningu elsku- legrar vinkonu minnar.Við munum minnast hennar um ókomin ár. Þín vinkona Sigríður Valdimarsdóttir (Sigga úr Hafnarfirði)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.