Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is SKOÐIÐhjahrafnhildi.is ÚTSÖLULOK SÍÐASTI DAGUR Laugardag: 10-16 70%AFSLÁTTUR Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKA VERÐHRUN 60-70% AFSLÁTTUR ÝMSIR GJAFABÓNUSAR HEILSÁRSÚLPUR, KÁPUR, JAKKAR, KJÓLAR OG FL. OG FL. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ákvörðun framkvæmdanefndar bú- vörusamninga um að markaðsverð fyrir greiðslumark í mjólkurfram- leiðslu verði 294 kr. á lítra til ársins 2023 skapar jafn- vægi í starfsskil- yrðum kúa- bænda, að mati Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmda- stjóri Búnaðar- sambands Eyja- fjarðar. Ljóst er nú hvert há- marksverð á greiðslumarki verður til næstu þriggja ára og þeir bændur sem hafa hugsað sér að leggja niður kúabú- skap geta ekki lengur reiknað með hærra verði. Þrefalt afurðastöðvaverð „Síðustu ár hafa þeir sem íhugað hafa að hætta búskap dregið þá ákvörðun vegna óvissu og vonar um hækkun á verði fyrir greiðslumark. Þeir sem hafa byggt fjós eða aukið framleiðslumöguleika á annan hátt bíða svo margir eftir að geta keypt kvóta til að nýta sínar fjárfestingar,“ segir Sigurgeir. Lagt var til við landbúnaðaráð- herra – eins og gekk eftir – að há- marksverð á næsta markaði með greiðslumark í mjólk þann 1. sept- ember yrði þrefalt afurðastöðvaverð. Þar er átt við upphæðina sem Mjólk- ursamsalan greiðir bændum fyrir innvegna mjólk. Ósk bænda var reyndar sú að föst tala gilti út þann tíma sem samningur milli ríkisins og bænda um nautgriparæktina varir, það er út árið 2026. Um það náðist ekki samstaða og því varð föst tala til næstu þiggja ára rúmlega niðurstað- an. „Stöðugleiki er mikilvægastur og því hefði verið mun vænlegra fyrir mjólkurfamleiðendur framtíðarinn- ar að hámarksverðið hefði verið lægra og ákvörðun um það gilt út bú- vörusamningstímann sem er til 2026. Samþykktir kúabænda hafa verið í þá veru,“ segir Sigurgeir. Í dag eru kúabú á landinu um 540 og hefur fækkað mikið á undanförn- um árum. Þar kemur margt til, svo sem persónulegar aðstæður á hverj- um bæ. Þá telja margir sér ekki fært að mæta nýjum og stífari kröfum um aðbúnað búpenings – enda dýrt að byggja ný fjós og fara í uppbyggingu sem margir hafa þó gert, jafnhliða stækkun búa. Aðbúnaðarreglur uppfylltar Verulegur meirihluti fjósa í sveit- um landsins í dag uppfyllir kröfur samkvæmt nýju aðbúnaðarreglun- um, en undanþága er að kýr verði bundnar á básum fram yfir 2030. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá bændum, svo sem í Eyjafjarðar- sveit og Svarfaðardal, að sögn Sigur- geirs. Fleiri svæði á landinu má einn- ig nefna svo sem Skagafjörð og Suðurland. Meðalinnlegg á landinu er 286.000 kg af mjólk á ári, en í Eyjafirði er ársframleiðslan á hvert bú nálægt 380.000 kg. „Auðvitað getur því fylgt byggða- röskun þegar bændur hætta. Á móti kemur þó að kúabúin sem áfram eru starfrækt verða stærri, því auka má framleiðslu með tæknivæddum fjöl- skyldubúum. Byggingar ganga úr sér og aukin tækni við búskap, þar sem er bæði átt við vinnu í fjósum, heyskap og önnur bústörf auk kyn- bóta búfjár, gerir að verkum að framleiðslugeta fjölskyldubúa hefur vaxið mikið og færri þarf til að metta markaðinn,“ segir Sigurgeir. Jafnvægi í búskap hefur skapast  Fast verð fyrir greiðslumark mjólkurkvóta næstu þrjú ár  Lítrinn kostar 294 kr.  Sumir bændur munu hætta en aðrir þurfa meiri framleiðslurétt til að nýta fjárfestingar  540 kúabændur á landinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kýr Framleiðslugeta fjölskyldubúa hefur vaxið mikið og færri þarf til að metta markaðinn með mjólkurafurðir. Sigurgeir Hreinsson Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is „Það er ekki einhugur innan ríkis- stjórnar um þetta mál,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferð- arnefndar Alþingis um frumvarp til breytingar á lögum er varða svo- nefnd hlutdeildarlán. Markmið lánanna er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð og er hluti af yfirlýsingu um stuðning stjórn- valda við „lífskjarasamninginn“. Framganga þessa máls er talin vega þungt í forsendum þess samnings og hafa flest af stærri hagsmunasam- tökum landsins látið sig málið varða. T.d. segir í umsögn ASÍ til velferð- arnefndar að samtökin leggi „þunga áherslu á að málið verði afgreitt frá Alþingi á yfirstandandi þingi“. Fjölmörg álitamál Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðis- flokki, sem situr í velferðarnefnd, segir að eitt af mikilvægari málum sé að tryggja jafnræðisreglu meðal þeirra sem vilja komast inn í kerfið. Það megi ekki byggja á „fyrstir koma, fyrstir fá“ og þar verði að finna lausn. Hann nefnir einnig að huga þurfi að lánstíma, en 25 ára há- mark geti útilokað þá tekjulægstu að ósynju og réttara væri að skoða lán til 40 ára. Helga leggur áherslu á að kerfið megi ekki vera of flókið og segir of margar girðingar geta gert það að verkum „að enginn komist inn“. Hún nefnir einnig að skoða verði betur efri tekjumörk og leggur áherslu á að kerfið megi ekki verða til þess að hækka verð og skapa fasteignabólu. Fjármögnun lánanna Eitt af stóru álitamálunum er fjár- mögnun kerfisins. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir fjórum milljörðum á ári og segir Vilhjálmur að fjármála- ráðherra hafi boðað að það standi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hluti fjármögnunar komi úr vaxta- bótakerfinu, sem er „það sem væri réttast og það sem minn flokkur vill,“ segir Vilhjálmur og bendir á að það sé í takt við það sem Húsnæð- isstofnun hafi lagt til í sinni umsögn frá upphafi. Helga segir að skerðing á vaxta- bótakerfinu „hafi aldrei verið áætl- unin þegar farið var í lífskjarasamn- ingana“. Vaxtabætur séu mikilvægt jöfnunartæki og henni hugnist ekki að fara í þá skerðingu, að sögn henn- ar. Frekari umræður Aðspurð hvort takast muni að af- greiða frumvarpið úr annarri um- ræðu svarar Helga: „Ef meirihluta- vilji er fyrir því, þá verður það afgreitt,“ og vísar til fyrri ummæla um að stjórnarflokkarnir hafi ekki verið samstilltir í málinu. Vilhjálmur segir það spurningu hvort breytingar dugi til að sann- færa alla innan síns þingflokks. Hann segir að þar á bæ séu allir sammála um að styrkja tekjulægri til að eignast eigið húsnæði og styðja séreignarstefnuna, en að úrræðið „megi ekki vera bjarnargreiði“. Hann bendir á að mjög skiptar skoð- anir séu um útfærslur málsins, ekki eingöngu innan þingflokka, heldur einnig meðal ýmissa hagsmunaaðila, s.s. atvinnulífsins og verkalýðshreyf- ingarinnar. Mörg álitamál um út- færslu hlutdeildarlána  Frumvarp til húsnæðislaga undirbúið til annarrar umræðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæðismál Hlutdeildarlán geta auðveldað tekjuminni fyrstu kaup. Helga Vala Helgadóttir Vilhjálmur Árnason Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.