Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Demókrata-flokkurinnbandaríski
hefur formlega val-
ið Joe Biden fyrr-
verandi varaforseta
til að vera fram-
bjóðandi flokksins til forseta í
nóvember. Hæpið er að segja að
mikil spurn hafi verið eftir Bi-
den en þrautseigja og ítrekuð
framboð hans í forvali á síðustu
áratugum dugðu að lokum. Val-
ið á Biden stóð tæpt framan af í
forvalinu, en óttinn við að Ber-
nie Sanders kynni að sigra varð
til þess að flokksforystan fylkti
sér að baki Biden og ýtti honum
alla leið.
Bent hefur verið á að Biden
standi ekki fyrir neitt sérstakt.
Hann sé viðkunnanlegur maður
en standi ekki föstum fótum
þegar kemur að stefnumálum
og hafi ítrekað á löngum ferli
skipt um skoðun og standi nú
gegn ýmsu sem hann barðist
fyrir, jafnvel fyrir ekki svo
mörgum misserum eða árum.
En þó að Biden segi, eins og all-
ir frambjóðendur gera, að hann
standi fyrir ákveðna stefnu þá
snýst kosningabarátta hans
fyrst og fremst um að vera á
móti núverandi forseta, Donald
Trump. Þetta kann að vera
skynsamleg leið enda á Trump
marga gagnrýnendur og lætur
oft frá sér fara ummæli, ekki
síst á Twitter, sem mættu vera
ósögð. Þessi sérkennilega að-
ferð forsetans hefur þó skilað
honum miklu og gæti gert það
aftur. Það er varasamt að af-
skrifa hana þó að hún veki oft
furðu og jafnvel gremju.
Þá kann að vera að Biden og
stuðningsmenn hans – eða öllu
heldur andstæðingar Trumps –
gangi of langt í árásunum á for-
setann. Eitt af því sem Trump
var mjög legið á hálsi í ræð-
unum í tengslum við útnefningu
Bidens eru mistök hans í
tengslum við kórónuveiru-
faraldurinn. Í því sambandi
halda demókratarnir því blákalt
fram að Trump beri ábyrgð á
þeim sem látist hafa úr faraldr-
inum og gefa til kynna að á
þeirra vakt hefði verið allt öðru-
vísi að málum staðið. Meðal
þeirra sem stilla þessu upp á
þennan hátt eru bæði Barack
Obama fyrrverandi forseti og
Biden sjálfur.
Í þessu sambandi hafa demó-
kratar gjarnan nefnt hve vel
hafi tekist til í tíð Obama og Bi-
dens að hindra Ebólu-veiruna,
en aðeins tveir hafi látist af
hennar völdum árið 2014. Stað-
reyndin er þó sú að ebóla olli
litlu mannfalli á Vesturlöndum,
enda smitast hún ekki nærri
eins auðveldlega og hefðbundin
flensa eða kórónuveira.
Vegna þessarar áherslu
demókrata er nú farið að benda
á aðra pest sem kom upp í tíð
Obama og Bidens og sýndi síður
en svo traust tök, en það var
H1N1-svínaflensan
sem skók heiminn
árin 2009 og 2010.
Þessi svínaflensa
barst til Bandaríkj-
anna frá Mexíkó og
olli miklum ótta, en
skilaboð forsetans og varafor-
setans voru óskýr. Obama
hvatti til þess að fólk héldi ró
sinni en Biden varaði við flug-
ferðum og almennings-
samgöngum. Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin varaði við því
að pestin ógnaði „öllu mannkyn-
inu“ og sérfræðingar töldu að
hún kynni að fara úr böndum
þannig að spítalar réðu ekki við
ástandið.
Bandarísk stjórnvöld héldu
sig við það að taka þessu af ró
og lokuðu til dæmis ekki landa-
mærunum við Mexíkó en lýstu
yfir neyðarástandi þó að þau
verðu litlu fé í baráttuna. Engu
að síður lofuðu þau að láta bólu-
setja 100 milljónir haustið 2009,
en komu tölunni ekki upp í
nema 11 milljónir. Áætlað var á
þeim tíma að 22 milljónir hefðu
smitast, 36 þúsund börn hefðu
verið lögð inn á spítala og 540
börn hefðu látist, en svínaflens-
an lagðist sérstaklega illa á
börn, ólíkt kórónuveirunni.
Til að setja þessar aðgerðir
Obama og Bidens í samhengi
má nefna að hér á landi var
þetta tekið alvarlega og um 150
þúsund voru bólusettir, sem er
ámóta og 150 milljónir í Banda-
ríkjunum.
Ýmsir demókratar, meðal
annars starfsmannastjóri Bi-
dens, viðurkenndu að stjórn-
völd hefðu verið heppin að ekki
fór verr og það hefði stafað af
því að pestin reyndist ekki eins
illvíg og óttast hefði verið.
Starfsmannastjórinn sagði
beinlínis að ef stjórnvöld hefðu
ekki verið svo lánsöm sem raun
varð á mætti ætla að pestin
hefði getað orsakað mesta
mannfall í sögu Bandaríkjanna.
Kimberley A. Strassel, blaða-
maður á The Wall Street Journ-
al, fjallar um þetta og reiknar út
að miðað við þann fjölda sem
smitaðist af svínapestinni og
þann fjölda sem nú hefur smit-
ast og látist af kórónuveirunni,
hefðu tvær milljónir manna lát-
ist af svínapestinni hefði hún
reynst álíka hættuleg.
Vissulega er freistandi fyrir
frambjóðandann Biden að ráð-
ast á Trump fyrir að hafa staðið
sig illa í baráttunni við kórónu-
veiruna og auðvelt er að benda á
að Bandaríkin hafi staðið sig
verr en ríki sem eðlilegt er að
bera þau saman við þó að hæpið
sé að ætla að skella allri þeirri
skuld á forsetann. En þetta get-
ur verið varasamt þegar ferill
Bidens í þessum efnum er ekki
flekklausari en raun ber vitni.
Þetta gæti þess vegna snúist í
höndum hans, ekki síst ef veiran
verður á hröðu undanhaldi þeg-
ar nóvember nálgast.
Biden á ekki farsælli
feril í veiruvörnum
en Trump. En Biden
var heppnari.}
Ræður veiran úrslitum?
H
ér áður fyrr voru réttindi veiks
fólks fótum troðin og það sett í
nauðungarvistun og jafnvel flutt
hreppa á milli í ánauð við óvið-
unandi aðstæður.
En hvernig er staðan á þessum málum í dag í
okkar ríka lýðræðisríki? Er verið að nauðung-
arvista lamað fólk inni á hjúkrunarheimilum?
Já, það erum við að gera og einnig að gera fjár-
nám hjá einstaklingi, því hann getur ekki borg-
að fyrir ólöglega vistunina.
Já, það er verið að neyða hreyfihamlaðan
einstakling til að vera á stofnun sem hann vill
ekki vera á og þá einnig að gera fjárnám í hús-
eign hans. Er hægt að ganga lengra fram í of-
beldi gegn einum einstaklingi? Því miður er
fjöldi dæma á undaförnum árum um svipaða
meðferð á veiku fólki sem getur ekki varið sig
og verður að lifa við svona ömurlegar aðstæður.
Veikt fólk og hvað þá ungt eða miðaldra fólk sem á rétt
á NPA-samningi á ekki að vista á hjúkrunarheimili sem
eru fyrir 67 ára og eldri. Það má ekki útvíkka heimildir og
brjóta mannréttindi á hreyfihömluðu fólki með nauðung-
arvistun á hjúkrunarheimili bara til að spara hjá ríki og
sveitarfélögum.
Já, spara á kostnað þeirra sem ekki geta varið sig og
það á sama tíma og það virðist vera til fullt af peningum til
að takast á við COVID-19. Spurning er hvort þetta sé það
sem koma skal og ríkið og sveitarfélög séu búin að finna
breiðu bökin hjá hreyfihömluðum, öryrkjum og eldri borg-
urum og hjá þeim eigi bara að spara vegna COVID-19?
Aðgengi fatlaðs fólks og hreyfihamlaðs að
almenningssamgöngum:
Það var að koma svar við fyrirspurn minni
um aðgengi hreyfihamlaðra að almennings-
samgöngum á landsbyggðinni frá samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra. Svörin eru auðvit-
að í þeim anda sem búast mátti við, um að það
verði ekki í forgangi að hreyfihamlaðir geti
nýtt sér þær samgöngur eins og þeim hentar,
þegar þeim hentar.
Nei, því það verða bara fjórir vagnar með
lyftubúnaði fyrir hjólastóla komnir í notkun í
síðasta lagi eftir rúmt ár. Já, bara einn fyrir
hvern landsfjórðung eftir eitt ár í fyrsta lagi og
þeir sem vilja nota þá verða að panta tíma í
þeim með 24 klukkustunda fyrirvara.
Já, það er gert ráð fyrir að þeir sem hyggjast
nota þjónustu þessara „sérútbúnu vagna“ til-
kynni það með 24 klst. fyrirvara. Með þeim
hætti verði tryggt að „sérútbúinn vagn“ verði til taks þar
sem hans verður þörf hverju sinni. Þannig verði tryggt að
sá vagn verði hluti af þeirri áætlun sem starfrækt er.
Já, það á ekki að sjá til þess að allir „almenningsvagnar“
séu fyrir alla, heldur eiga fatlaðir að fá far með sér-
útbúnum vagni. Hvers vegna eru ekki allir almennings-
vagnar útbúnir til þess að ferja alla sem vilja fá far með
þeim, því ef svo er ekki þá eru þeir ekki almennings-
vagnar, heldur sérútbúnir vagnar – fyrir hverja þá? Hina
heilbrigðu? Gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi Krist-
insson
Pistill
Fjárnám og nauðungarvistun
Þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fram undan er hefðbundinnhaustleiðangur til mælingaá stærð loðnustofnsins.Eftir tvö ár án loðnu-
vertíðar eru vonir bundnar við að
nægilegt magn finnist til að staðfesta
eða auka þann upphafskvóta sem Al-
þjóðahafrannsóknaráðið, ICES, gaf
út með bráðabirgðaráðgjöf á síðasta
ári fyrir vertíðina í ársbyrjun 2021.
Bergmálsmælingar á loðnu í haust
verða gerðar í samvinnu Hafrann-
sóknastofnunar og grænlenskrar
systurstofnunar eins og síðustu ár.
Grænlendingar hafa leigt norska
skipið Eros í verkefnið eins og í fyrra.
Leiðangur skipsins hefst 7. sept-
ember og verður fólk frá Hafrann-
sóknastofnun um borð. Rann-
sóknaskipið Árni Friðriksson heldur
síðan af stað 15. september.
Verkaskiptingin er þannig að Eros
mælir á suðursvæðinu norður með
landgrunni Austur-Grænlands í átt að
Vestfjarðamiðum, en Árni tekur norð-
urhluta Vestfjarðamiða, norður með
Grænlandi og allt austur að Jan Ma-
yen. Reiknað er með að mælingum
skipanna ljúki um 5. október. Síðustu
ár hefur útbreiðsla loðnunnar að
hausti verið vestlægari en áður og að
mestum hluta í grænlenskri lögsögu.
Fannst á litlu svæði
Í fyrrahaust fannst megnið af ung-
loðnu, sem myndar veiðistofninn í
vetur, á tiltölulega litlu svæði vestast
og sunnan til á rannsóknasvæðinu. Þá
mældust 83 milljarðar einstaklinga
eða 608 þúsund tonn af ókynþroska
loðnu, en samkvæmt aflareglu frá
2015 þarf yfir 50 milljarða til að mælt
sé með upphafsaflamarki. Í kjölfarið
voru gögn frá Hafró lögð fyrir ICES,
sem í lok nóvember gaf út upphafs-
aflamark upp á tæp 170 þúsund tonn
og hafði þá verið tekið tillit til var-
úðarnálgunar.
Að loknum leiðangrinum í fyrra-
haust kom fram í Morgunblaðinu að
bjartsýni ríkti um loðnuvertíð fyrstu
mánuði ársins 2021. Jafnframt að
mikið ætti eftir að gerast í lífi loðn-
unnar, sem er skammlífur fiskur, frá
lokum mælinga fram að vertíð 14
mánuðum síðar.
Heildarloðnuafl i við Ísland frá 1970
Þús. tonn
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Heimild: Hafrannsóknastofnun
Engar
loðnuveiðar
2019 og
2020
1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020
Upphafsafl amark 2021 er
169.520 tonn
Vonir bundnar við
loðnumælingar í haust
Meginhrygning loðnunnar er við
sunnan- og vestanvert landið í
mars og apríl. Síðustu ár hefur
hrygning aukist við landið norð-
anvert og staðið allt fram í júlí.
Ekki liggur fyrir hversu stór hluti
stofnsins hefur hrygnt fyrir norð-
an.
Guðmundur J. Óskarsson,
sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá
Hafrannsóknastofnun, segir að í
vor hafi verið gerð tilraun til að
bergmálsmæla og taka sýni af
loðnu á handfærabáti í Þistilfirði
og víðar við Norðausturland til
að reyna að fylgjast með hrygn-
ingu á þeim slóðum.
Þetta verkefni hafi verið tak-
markað, en eigi að síður hafi það
lofað góðu þannig að það verði
útfært frekar næsta sumar og þá
verði fleiri smábátar nýttir í
þessar rannsóknir við Norður-
land. Styrkur hefði fengist í verk-
efnið frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu.
Færeyjaloðnan rannsökuð
Í vor varð vart við loðnu á nokkr-
um stöðum við Færeyjar, en slíkt
mun ekki hafa gerst áður. Ekki er
talið að mikið magn hafi verið á
ferðinni, en það liggur þó ekki
fyrir. Líklegast er talið að um
loðnu úr norðlægri hrygningu við
Ísland hafi verið að ræða.
Guðmundur segir að vefjasýni úr
Færeyjaloðnunni hafi verið send
til erfðarannsókna í Noregi, en
þar er í gangi verkefni um að-
greiningu loðnustofna. Niður-
stöður liggja ekki fyrir.
Smábátar við rannsóknir
VAXANDI HRYGNING VIÐ NORÐURLAND
Morgunblaðið/Sigurður Bogi.
Rannsóknir Árni Friðriksson RE.