Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Eitt högg kom í veg fyrir að tveimur kylfingum tækist að fara undir 60 höggin í sama mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í gær- kvöldi. 24 ára gamall Bandaríkjamað- ur, Scottie Scheffler, skilaði inn skori upp á 59 högg á The North- ern Trust-mótinu í gær sem er fyrsta mótið af þremur í FedEx- úrslitakeppni PGA-mótarað- arinnar. Var hann á tólf höggum undir pari TPC Boston-vallarins í Boston. Voru kylfingar að leika annan hringinn í mótinu og Scheffler kom snemma inn í klúbbhúsið með þessi tíðindi en hlutfallslega er afar sjaldgæft að kylfingar fari undir 60 höggin á stóru móta- röðunum. Um svipað leyti og Scheffler skilaði sér inn þá fór landi hans Dustin Johnson á teig. Byrjaði hann með þvílíkum látum og var sjö högg undir pari eftir fimm holur. Hafði þá þegar fengið tvo erni, annan á par 5 holu og hinn á par 4 holu. Johnson var á ellefu undir pari eftir aðeins ellefu holur. Fékk ég þá skilaboð frá kunningja mínum sem raunar hefur leikið TPC- völlinn í Boston. Í skilaboðunum stóð: „Þetta er Kim Jong-un skor.“ Allt útlit var því fyrir að tveir kylfingar næðu undir 60 höggin í sama mótinu sem aldrei hefur gerst á mótaröðinni. Afreks- íþróttafólk getur hins vegar rek- ist á ýmsa sálræna þröskulda sem erfitt getur reynst að kom- ast yfir. Johnson fékk ekki fleiri fugla og paraði rest þrátt fyrir að koma sér í ágæt færi til að ná fuglinum sem upp á vantaði. Lauk hann því leik á 60 höggum. Ólíklegt er að hann muni fá betra tækifæri til að leika á 59. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Wolfsburg og Barcelona tryggðu sér í gær sæti í undan- úrslitum Meist- aradeildar Evr- ópu í fótbolta í kvennaflokki. Er leikið á Spáni og er aðeins einn leikur í útslátt- arkeppninni í stað tveggja. Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu afar sannfærandi 9:1-sigur á Glasgow City. Pernille Harder var í miklu stuði og skoraði fjögur mörk. Lauren Wade skoraði mark Glasgow City en hún lék með Þrótti í 1. deild- inni á síðustu leiktíð. Sara Björk Gunnarsdóttir hjálpaði Wolfsburg að komast í átta liða úrslitin áður en hún skipti yfir til Lyon. Barcelona er sömuleiðis komið í undanúrslit eftir sigur á Atlético Madrid í Spánarslag. Kheira Ham- aroui skoraði sigurmarkið á 80. mín- útu. Wolfsburg og Barcelona mæt- ast í undanúrslitum. Átta liða úrslitin klárast í kvöld með leikjum Arsenal og PSG ann- arsvegar og Lyon og Bayern Mün- chen hinsvegar. Sara Björk verður í leikmannahópi Lyon. Mark Þrótt- arans dugði skammt Pernille Harder HANDBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Handknattleiksmaðurinn Elliði Snær Viðarsson er genginn til liðs við þýska félagið Gummersbach þar sem hann mun spila undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, fyrrverandi fyrirliða ís- lenska landsliðsins. Elliði er uppalinn í Vestmannaeyjum og bjóst línumað- urinn ekki við öðru en að taka þátt á Íslandsmótinu með ÍBV næsta vetur þangað til fyrir stuttu. „Þetta gerðist mjög hratt. Við Guðjón ræddum aðeins saman í sumar og ég hafði sett mér það markmið að fara út fyrir þetta tíma- bil. En svo í þessu ástandi var ég svo sem bara að fara skrifa undir nýjan samning hjá ÍBV og gerði ráð fyrir að vera hér heima,“ sagði Elliði þeg- ar Morgunblaðið hringdi til hans til Þýskalands og vísaði þar auðvitað í heimsfaraldurinn sem hefur orðið til þess að ansi mörg félög um allan heim halda að sér höndum. Býr hjá Guðjóni fyrst um sinn „Svo kemur þetta skyndilega upp fyrir rúmri viku. Kallið kom og þetta var tilboð sem ég gat hreinlega ekki sleppt, ég þurfti ekkert að hugsa mig um,“ sagði Elliði enn fremur en hann mun nú reyna fyrir sér í at- vinnumennskunni í fyrsta sinn, í þýsku B-deildinni með sögufrægu félagi þar sem margir Íslendingar hafa komið við sögu. Guðjón Valur, sem þreytir nú frumraun sem þjálfari, spilaði með liðinu árin 2005 til 2008 undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sem þá þjálfaði liðið. Guðjón Valur er einn sigursæl- asti handboltamaður sem Ísland hef- ur átt og er Elliði skiljanlega spenntur að vinna með honum. Guð- jón Valur ákvað síðasta vor að láta gott heita sem leikmaður. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fyrir einhvern eins og hann. Ég bý heima hjá honum til að byrja með, á meðan ég finn mér íbúð. Þetta er frábær fjölskylda og þau eru öll tilbúin til að hjálpa, sonur hans er byrjaður að kenna mér þýsku.“ Ég smellpassa þarna inn Elliði hefur verið viðloðandi ís- lenska landsliðið undanfarið og hef- ur spilað tvo æfingalandsleiki með A-landsliðinu. Hann segir það næsta markmið að vinna sér inn sæti þar. „Mér fannst vera kominn tími á ný markmið og nýjar áskoranir. Nú þarf ég að sanna mig á nýjum stað og næsta markmið er svo að komast betur að hjá landsliðinu.“ Hann þekkir ekki mjög vel til Gummersbach en félagið, sem á sér flotta sögu, féll úr efstu deild á síð- asta ári. „Ég vissi auðvitað að Guð- jón Valur spilaði þarna en þekkti annars ekki vel til. Það er klárlega markmiðið að komast upp úr B- deildinni og spila með þeim bestu,“ segir Elliði sem segist vel eiga heima í þessu liði. „Það er æfinga- leikur á laugardaginn [í dag] og ég er búinn að æfa einu sinni. Það kom mér jafnvel á óvart hvað ég var vel stemmdur fyrir þetta, ég smellpassa þarna inn,“ sagði Elliði í samtali við Morgunblaðið. Bjóst við að spila hér heima næsta vetur  Elliði Snær þurfti ekki að hugsa sig um þegar tilboð Gummersbach barst Morgunblaðið/Eggert Þýskaland Elliði Snær er orðinn leikmaður Gummersbach í Þýskalandi þar sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Til stendur að hefja leik á Íslands- mótinu í handknattleik 10. sept- ember og því er farið að styttast í mótið. Róbert Geir Gíslason, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segist vera nokkuð bjartsýnn á að það gangi eftir en málin gætu átt eftir að skýrast þegar líður á næstu viku. „Okkar undirbúningur er hefð- bundinn varðandi mótahaldið sjálft. Við gáfum út sérreglur í síðustu viku varðandi æfingar og æfinga- leiki í ágúst. Var það í samræmi við núverandi reglur heilbrigðisyf- irvalda en sú auglýsing gildir til 27. ágúst. Við vitum raunar ekkert hvað tekur við eftir þann tíma. Reglurnar sem við setjum fyrir septembermánuð verða í takti við það sem auglýsing heilbrigðisyf- irvalda mun leyfa okkur. Eins og staðan er í dag eru búningsklef- arnir ekki notaðir, áhorfendur ekki leyfðir og varamannabekkir liðanna eru hvor sínu megin á vellinum. Hins vegar er alveg ljóst að þegar komið verður út í mótsleiki þá mun sú skipting ekki ganga upp. Þá þurfum við væntanlega að opna búningsklefa, alla vega þegar kem- ur að mótsleikjum. Með hvaða hætti það verði gert ræðst bara af því hvaða reglur yfirvöld setja. Sama má segja um hvort áhorf- endum verði leyft að mæta á leiki eða ekki.“ Langt tímabil gefur svigrúm Róbert segir það geta komið sér vel að mótið hefjist snemma. „Í næstu viku fáum við vænt- anlega einhverjar vísbendingar um hvað er fram undan varðandi sótt- varnir. Í síðasti lagi um miðja vik- una. Í framhaldinu leitum við þá eftir svörum um hvaða reglur við þurfum að undirgangast og með hvaða hætti Íslandsmótið geti haf- ist. Ég er bjartsýnn á að mótið hefjist 10. september en við í hand- boltahreyfingunni ættum að búa okkur undir þann möguleika að reglur verði hertar á einhverjum tímapunkti í vetur. Ef aukning verður í smitum eða ef kemur ný bylgja. Þá þurfum við að hafa svig- rúm til að bregðast við ef við þurf- um að gera hlé á keppni tímabund- ið. Svipað og knattspyrnuhreyfingin lenti í núna í ágúst. Þar af leiðandi er ekki sniðugt fyrir okkur að seinka því að hefja mótið ef við þurfum þess ekki. Tímabilið er langt og við höfum því ákveðið svigrúm. Auðvitað er í mörg horn að líta og erfitt að spá fyrir um hvað mun gerast en við reiknum með að hefja leik á fyr- irhuguðum tíma og miðum okkar undirbúning við það,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon HSÍ Róbert Geir Gíslason, fram- kvæmdastjóri HSÍ. Bjartsýnn á að mótið hefjist á fyrirhuguðum tíma  Handboltahreyfingin heldur sínu striki að svo stöddu Ítalska B-deildarfélagið Venezia hefur gengið frá kaup- um á Bjarka Steini Bjarkasyni frá ÍA. Er Ve- nezia í Feneyjum og leikur í ítölsku B- deildinni. Ve- nezia hafnaði í 11. sæti af 18 liðum á síðustu leiktíð með 50 stig eftir 38 leiki. Bjarki kom til ÍA frá Aftureldingu árið 2018 og hefur skorað fjögur mörk í 25 leikjum í efstu deild. Þá á hann leiki með öllum yngri landsliðum Ís- lands. Bjarki, sem er fæddur árið 2000, skoraði eitt mark í fimm leikjum með ÍA í sumar. Þegar hann var að- eins 17 ára gerði hann tvö mörk í tíu leikjum með Aftureldingu í 2. deildinni. Ef að að líkum lætur verða tveir Íslendingar í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en Birkir Bjarnason og félagar hans í Brescia féllu úr A- deildinni á síðasta tímabili. Sveinn Aron Guðjohnsen og félagar hans í Spezia leika í A-deildinni eftir sigur í umspili B-deildarinnar á fimmtu- daginn var. Bjarki frá Akranesi til Feneyja Bjarki Steinn Bjarkason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.