Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 50 ára Haukur er Akureyringur, fæddur þar og uppalinn. Hann er rafeindavirki, tækni- fræðingur og lauk meistaragráðu í kennslufræðum. Hauk- ur er kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Maki: Margrét Vilhelmsdóttir, f. 1969, lyfjafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Synir: Jóhann Bjarki, f. 2003, og Kristján Örn, f. 2005. Foreldrar: Eiríkur Örn Kristjánsson, f. 1944, rafvirki, og Hulda Jóhanna Bald- ursdóttir, f. 1945, hjúkrunarfræðingur. Þau eru búsett á Akureyri. Haukur Eiríksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er allt í lagi með þau atriði sem þú leggur mesta áherslu á. Sýndu þolinmæði á meðan þetta varir því fljótt skipast veður aftur þér í hag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert að fást við verkefni sem krefst allrar þinnar athygli og heilmikilla vangaveltna. Leggðu drög að því að kom- ast í gott ferðalag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samræður við ættingja, systkini og nágranna fá aukið vægi í dag. Reyndu að snúa erfiðri reynslu upp í jákvætt tæki- færi til þoska og lærdóms. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert fullur af eldmóði og krafti og getur haft mikil áhrif á fólkið í kringum þig ef þú vilt það við hafa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt ekkert virðist geta komið í veg fyrir góðan árangur þinn, er rétt að hafa varaáætlun í bakhöndinni. Nauðsynlegt er að kynnast nýju fólki og öðrum skoðunum en þú ert vanur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þú eigir auðvelt með að hrífa aðra er ekki þar með sagt, að allir viðhlæj- endur séu vinir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð svo þú þurfir ekki að hafa eftirsjá. Haltu áfram án þess að velta því fyrir þér hvernig gangi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur leyst hvaða vanda- mál sem er með tengslanetinu. Reyndu að aðskilja sjálfan þig frá því hvernig hlutverk þitt í sambandi við aðra er skilgreint. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er auðvelt að finna til óyndis þegar maður leggur í vana sinn að flögra frá blómi til blóms og vaða úr einu verkefni í annað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er tilvalið að versla fyrir ást- vini. Tíminn hefur unnið með þér svo allt reynist þetta auðveldara en þú bjóst við. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Menn hafa ekki verið á eitt sáttir en stundum þarf ekki mikið til svo allt falli í ljúfa löð. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki ýmsa smámuni vefjast svo fyrir þér að þú getir ekki sinnt því sem máli skiptir. Einnig er óhætt að leggja drög að spennandi ævintýrum. En ég tek það fram að þá var ég bind- indismaður því ég hafði lesið í einum af mínum bókum að áfengi hindraði þroska heilasella hjá ungu fólki og fór ég ekki að drekka léttvín fyrr en á miðjum aldri. En á þessum árum fór ég einnig í siglingar á vertíðarbátum frá Rifi með aflann til Bretlands og ég man nám í Reykholti í Borgarfirði og það- an lá leiðin í Verslunarskólann þar sem hann lauk verslunarprófi. „Þá fannst mér nóg komið af skólagöngu að sinni og skellti mér á sjóinn fyrst hjá pabba á Rifi og síðan á vertíð í saltfisknum hjá Þorbirninum í Grindavík þar sem ég kynntist ver- búðarlífinu sem ég kunni vel að meta. G uðmundur Kristjánsson fæddist á Rifi á Snæ- fellsnesi 22. ágúst 1960. „Æskan og uppeldið fyrir vestan hefur mót- að mig og allt mitt líf,“ segir Guð- mundur. „Það var mikil vinnusemi á mínu heimili og við krakkarnir vorum beinir þátttakendur í rekstri útgerð- ar og fiskvinnslu foreldra okkar á Rifi. Mamma sagði alltaf að iðjuleysi væri rót alls ills og hún vildi alltaf að við systkinin hefðum nóg fyrir stafni alla daga. Henni var réttlæti hug- stætt og minnti okkar sífellt á hvað væri rétt og sanngjarnt. Ég hef alla tíð reynt að halda í heiðri gildin henn- ar. Það var mikið unnið og mamma sá um heimilið og þar var regla á öllu.“ Guðmundur vann alltaf með skóla og í fríum í fiskvinnslu föður síns og áhugamálin voru fótbolti og frjálsar íþróttir á sumrin og bóklestur á vet- urna. „Við Hjálmar bróðir lásum gríðarlega þegar við vorum unglingar og kepptum á jólum um fjölda lesinna bóka. Bóklestur var mikill á heimilinu og mörg jólin voru aðeins gefnar ís- lenskar bækur í jólagjöf.“ Í fótbolt- anum var Guðmundur í góðum hópi þar sem sumir náðu langt síðar eins og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og Guðmundur Marteinsson í Bónus. „Þar lærði ég og sá hversu gott getur verið að fá utanaðkomandi að málum, t.d. þegar Frammararnir Gylfi Scheving og Ásgeir Elíasson komu vestur að þjálfa því þá sá maður hvað ný vinnubrögð og viðhorf gátu skilað miklum framförum.“ Þá tefldi Guð- mundur talsvert og var lengi skóla- meistari í þeirri íþrótt. Guðmundi fannst gott að alast upp í litlu sjávarþorpi því þrátt fyrir fá- breytni voru ævintýrin mörg fyrir börnin. „Við vorum heppin að á Gufu- skálum var loranz-mastur og þangað kom mikið af vel menntuðu tækni- fólki sem við kynntumst. Ég er viss um að það hafi haft mikil áhrif og aukið víðsýni okkar krakkanna. Þessi fámenni hópur hefur líka tekist á við margvísleg ólík verkefni í lífinu en þar má finna sjómenn, prest, lækni, fasteignasala, endurskoðenda og há- menntaða doktora og fleiri.“ Guðmundur stundaði einn vetur hvað mér þótti óþægilegt að geta ekki talað við kallana á bryggjunni í Hull og Fleetwood því ég kunni ekki ensku. Þá ákvað ég að fara í ensku- skóla í Hastings á Englandi í sex mánuði þar sem ég var viss um að engan Íslending væri að finna. Gekk það eftir og hef ég getað talað ensku síðan.“ Í framhaldi ákvað Guð- mundur að mennta sig frekar. Hann fór í útgerðartækninám við Tækni- skóla Íslands og að því loknu í fram- haldsnám til Bandaríkjanna, fyrst í Rockford College og síðan í háskól- ann Salem í Massachusetts. „Ég kom heim 1986 og fór að vinna í útgerðinni með pabba og Hjálmari bróður. Þá var nýbúið að setja á eitt- hvað sem kallað var kvótakerfi í sjáv- arútvegi. Það tók mig tíma að átta mig á hvað þetta voru svakalegar breytingar og ég einsetti mér að skilja kerfið í botn og lá ég yfir lestri lagabálka og greinargerða í langan tíma. Eftir um þriggja ára aðlögun og yfirlegu ákváðum við bræður og pabbi að halda áfram í útgerð og fisk- vinnslu og fjárfesta í kvóta. Það var nefnilega þannig að í fiskvinnslu á Rifi keyptum við mikinn fisk af að- komubátum sem komu á vertíð í Breiðafjörð og þessir bátar lönduðu hjá fiskvinnslum á svæðinu. En þegar kvótinn kom þá fór hann allur á fiski- skip og það voru nú ekki allir sáttir við það í minni heimabyggð, en þetta var ákvörðun Alþingis og þar við sat,“ segir Guðmundur. „Árið 1991 létum við smíða fyrir okkur tvo tæknilega fullkomna línu- báta í Noregi og komu þeir á Rif 1992 og eru þeir ennþá gerðir þaðan út. Ég flyt svo suður á mölina 1995 og hef búið hér síðan. Við feðgar skiptum upp okkar rekstri árið 1998 og ég fer þá að reka mitt eigið útgerðar- fyrirtæki sem heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur í dag. Ég hef verið lánsamur að geta unn- ið við það sem ég hef ástríðu liggur. Í útgerðinni hef ég alltaf fylgt mínu innsæi. Ég kynni mér málin vel og hef óhræddur tekið mínar ákvarðanir þó svo þær hafi ekki alltaf verið til vinsælda fallnar. Ég held ég dundi mér í útgerðinni það sem eftir er,“ segir Guðmundur að lokum. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður – 60 ára Ljósmynd/Alfons Finnsson Í brúnni á Tjaldi II Við komu Tjalds II á Rif árið 1992. Frá vinstri: Gísli Wíum yfirvélstjóri, Guðmundur Kristjánsson, Bjarni Gunnarsson skipstjóri, Hjálmar Þór Kristjánsson og Kristján Guðmundsson. Óhræddur tekið eigin ákvarðanir Í Páfagarði Í heimsókn Snæfellinga ásamt forseta Íslands árið 2011 í Vatíkanið þar sem Benedikt XVI páfa var færð að gjöf stytta af land- könnuðinum Guðríði Þorbjarnardóttur frá Laugarbrekku við Hellna. Jón Kr. Ólafsson söngvari á 80 ára af- mæli í dag. Hann söng inn á sína fyrstu plötu árið 1969 með hljómsveit- inni Facon. Hann hefur alla tíð sungið bæði klassíska tónlist og dægurlög og endurútgaf árið 2018 klassískar upp- tökur með Ólafi Vigni Albertssyni. Hann hefur rekið Tónlistarsafn á Bíldu- dal í 20 ár. Jón er fæddur og uppalinn á Bíldudal, móðurættin er úr Mosdal í Arnarfirði en föðurættin er úr Flatey á Breiðafirði. Árnað heilla 80 ára 40 ára Birgir er Reyk- víkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Þingholtunum. Hann er tónlistarmaður og er að vinna að plötu með eigin efni. Maki: Erna Bergmann Björnsdóttir, f. 1983, fatahönnuður, stíl- isti og bókaútgefandi og er með sund- bolamerkið Swimslow. Börn: Benedikt Espólín, f. 2005, Snorri Espólín, f. 2008, Elísabet Espólín, f. 2014, og Gunnar Espólín, f. 2019. Foreldrar: Gunnar Jóhann Birgisson, f. 1960, lögmaður, búsettur í Garðabæ, og Soffía Thorarensen, f. 1961, kennari í Hagaskóla, búsett í Reykjavík. Birgir Ísleifur Gunnarsson Til hamingju með daginn Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.