Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
Loks segir Ólafur Már aðspurður
vísbendingar um að náttúrulegt at-
vinnuleysi, eða svonefnt jafnvægisat-
vinnuleysi, sé að aukast varanlega á
Íslandi. „Árið 2018 var 2-3% náttúru-
legt atvinnuleysi sem var óvenjulítið
vegna mikillar eftirspurnar eftir
vinnuafli,“ segir Ólafur Már.
Hefur áhrif á atvinnuleysi
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
hagfræðideild Landsbankans, segir
minnkandi atvinnuþátttöku hafa
áhrif á atvinnuleysi.
„Atvinnuþátttakan hefur minnkað
nokkuð stöðugt síðustu ár. Það dreg-
ur úr raunverulegu atvinnuleysi. Það
eru jaðarhópar á vinnumarkaðnum,
hreyfanlegt vinnuafl, sem kjósa að
fara út af markaðnum þegar það
harðnar á dalnum, í staðinn fyrir að
lenda í erfiðleikum eða atvinnuleysi.
Þeir koma svo aftur inn á vinnumark-
að þegar það er mikil eftirspurn eftir
vinnuafli. Þetta er vel þekkt þróun og
tengist hagsveiflunni,“ segir Ari.
Með áhrif hagsveiflunnar í huga
telur Ari aðspurður ekki hægt að
fullyrða að atvinnuþátttakan sé að
dragast varanlega saman.
Dæmigerð þróun í niðursveiflu
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun, segir atvinnu-
þátttöku hafa minnkað meðal ungs
fólks á Íslandi. „Það er dæmigert
þegar þrengir að í hagkerfinu að
ungmenni fara af vinnumarkaði og í
skóla. Atvinnuþátttaka, samkvæmt
tölum Hagstofunnar, hefur dregist
saman síðustu árin, þótt hún sveiflist
alltaf í takt við atvinnuástand,“ segir
Karl. Spurður um langtímaþróun tel-
ur hann að atvinnuþátttaka karla hafi
heldur minnkað síðustu 20 ár.
Hvað snertir stöðu ófaglærðra
segir Karl ekki komnar fram vís-
bendingar um að sá hópur standi
hallari fæti en aðrir hópar. Atvinnu-
leysi sé að vísu alltaf heldur meira
meðal ófaglærðra en hafi aukist svip-
að meðal allra menntahópa eftir að
kórónuveirufaraldurinn hófst. Síð-
ustu ár hafi verið mikil spurn eftir
fólki í greinum sem ekki krefjist mik-
illar menntunar, einkum í ferðaþjón-
ustu og í byggingariðnaði. Á hinn
bóginn kunni aukin sjálfvirknivæð-
ing að leiða til aukins atvinnuleysis í
þessum hópi og mikill samdráttur í
ferðaþjónustu trúlega hafa slæm
áhrif meðal ófaglærðra þegar fram í
sækir.
Atvinnuþátttakan er að
dragast saman á Íslandi
Ekki ljóst hvort þróunin er varanleg Skráð atvinnuleysi er því minna en ella
Atvinnuleysi og atvinnuþátttaka frá ársbyrjun 2004 til júní 2020
12,0
10,5
9,0
7,5
6,0
4,5
3,0
1,5
0
100
95
90
85
80
75
70
65
60
Mannfjöldi (16-74 ára) í maí 2020: 259.000
Vinnuafl : 209.500 (81% af mannfjölda)
Atvinnulausir: 20.800 (9,9% af vinnuafl i)
Maí 2020
9,9%
'04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
*Hlutfall vinnuafl s af heildarmannfjölda 16-74 ára
Heimild: Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands
Atvinnuleysi, % Atvinnuþátttaka, %
Atvinnuleysi, mánaðartölur (%)
Atvinnuþátttaka, 12 mánaða meðaltal (%)*
Maí 2010
11,9%
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hagstofan hefur birt niðurstöður sín-
ar vegna vinnumarkaðskönnunar á
öðrum ársfjórðungi.
Niðurstöðurnar varðandi atvinnu-
þátttöku og atvinnuleysi eru sýndar
á grafinu hér til hliðar.
Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð-
ingur á félagsmálasviði Hagstofunn-
ar, segir að á þessu stigi sé ekki hægt
að lesa það úr niðurstöðunum að at-
vinnuþátttaka sé að dragast varan-
lega saman. „Ljóst er að atvinnuþátt-
taka hefur dregist saman, hvort sem
sú þróun er varanleg eða ekki,“ segir
Ólafur Már.
Hins vegar megi ætla að vegna
minni atvinnuþátttöku sé mælt at-
vinnuleysi, samkvæmt alþjóðlegum
stöðlum, minna en ella. Samkvæmt
vinnumarkaðskönnuninni var 6,9%
atvinnuleysi á 2. ársfjórðungi.
„Fólkið sem stendur utan vinnu-
markaðar er án atvinnu líkt og þeir
sem eru skráðir atvinnulausir. Það
uppfyllir hins vegar ekki skilyrði
þess að vera atvinnulaust, sam-
kvæmt skilgreiningu Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar,“ segir Ólafur.
Vilja vinna meira
Þá teljist margir vera starfandi
þótt þeir séu í hlutastarfi en vilji
vinna meira. „Það má segja að þeir
séu líka atvinnulausir,“ segir Ólafur
Már. Fjöldi þeirra liggi ekki fyrir.
Að sama skapi sé fólk skráð at-
vinnulaust sem sé óheimilt að vinna
vegna kórónuveirufaraldursins.
Nánar tiltekið vegna takmarkana á
samkomum. Þá til dæmis hár-
greiðslufólk. Í slíkum tilfellum sé
vart hægt að ræða um varanlegt at-
vinnuleysi.
„Þeir vilja vinna en vita að þeir fá
ekki vinnu við hæfi. Því eru þeir ekki
að leita að vinnu sem stendur,“ segir
Ólafur Már um þennan hóp.
Alls 49 sóttu um 20 lausar stöður
hjá ÞG Verki sem félagið auglýsti
eftir verslunarmannahelgina. At-
hygli vekur að aðeins tíu smiðir
sóttu um
störf, enda er
mikið rætt
um niður-
sveiflu.
ÞG Verk er
eitt stærsta
verktaka-
fyrirtæki
landsins með
um 200
starfsmenn.
Fjallað var
um það á forsíðu Morgunblaðsins
6. ágúst að ÞG Verk væri að leita
að starfsfólki og var frétt um
málið sú mest lesna á mbl.is
sama dag.
Alls 49 umsóknir
Sem áður segir sóttu hins veg-
ar aðeins 49 um störf hjá félag-
inu. Til að setja það í samhengi
voru alls 17.104 einstaklingar at-
vinnulausir í almenna bótakerfinu
í lok júlí, samkvæmt tölum Vinnu-
málastofnunar, og 3.811 í skerta
starfshlutfallinu, eða alls 21.435
manns. Atvinnuleitendum hafði
m.a. fjölgað í mannvirkjagerð
milli mánaða.
Þorvaldur Gissurarson, for-
stjóri ÞG Verks, kveðst hafa átt
von á fleiri umsóknum frá smið-
um.
„Þetta kom okkur á óvart. Við
vorum aðallega að leita að smið-
um, eins og kom fram á sínum
tíma, en líka tæknifólki og stjórn-
endum. Við fengum 16 umsóknir
um verkefnastjórnun en það bár-
ust mjög fáar umsóknir frá smið-
um. Við urðum vör við áhuga á
þessum störfum og fólk hafði
greinilega lesið fréttina um málið.
Það voru góð viðbrögð meðal
stjórnenda en miklu minni meðal
iðnaðarmanna en við reiknuðum
með. Maður veit ekki hvernig
maður á að lesa í það. Það er ef til
vill vísbending um að það sé nóg
að gera hjá iðnaðarmönnum.“
Fáir sóttu um
auglýst störf
ÞG VERK
Þorvaldur
Gissurarson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Jóhann Ólafsson
„Á venjulegum degi þarf enga
skýra verkstjórn á heimilinu en á
þessu tímabili var allt í óreiðu. Þá
þurftu konur gjarnan að taka að
sér verkstjórnina,“ segir Valgerður
S. Bjarnadóttir, nýdoktor í félags-
vísindum við Háskólann á Akur-
eyri. Samkvæmt rannsókn hennar
og Andreu Hjálmarsdóttur, lektors
í félagsvísindum, dró veirufarald-
urinn fram kynjaða verkaskiptingu
innan heimilisins, að því er dagbók-
arskrif 39 mæðra leiddu í ljós.
„Það sem okkur fannst áhuga-
vert í þessu var að við búum á Ís-
landi þar sem á að vera jafnrétti,
en kannski erum við ekki komin
jafnlangt og við viljum halda,“ segir
hún. Staðan sé sú sama víða í Evr-
ópu, þar sem hlutverk kvenna á
heimilinu í faraldri hefur verið
rannsakað.
Mæðurnar í rannsókninni lýstu
því hvernig þær báru hitann og
þungann af verkstjórn og ábyrgð á
heimilisstörfum, sem og umönnun
og líðan barnanna.
Rannsóknin byggist á daglegum
dagbókarfærslum 47 einstaklinga,
langflestum í gagnkynhneigðum
parsamböndum – flestir á aldrinum
30-39 ára. Hugleiðingar 39 kvenna
voru þemagreindar og tvö megin-
þemu komu í ljós; kynjað samspil
vinnu, fjölskyldu og streitu annars
vegar og tilfinningavinna hins veg-
ar. Þessi lýsing fellur undir fyrra
þemað:
„Við vissum alveg að skiptingin
okkar er frekar jöfn á venjulegum
tímum en þegar við erum bæði
heimavinnandi er klárt mál að hann
tekur sér meira rými til að sinna
sínu og ég hleyp til og sprett upp
úr vinnu mun meira en hann,“
sagði í færslu móður, með börn á
aldrinum 5 og 9 ára. Dæmi um til-
finningavinnu mæðra í faraldrinum
eru skrif um tilfinningalegt álag
sem aðstæður í faraldri kunna að
valda:
„Mín litla þolinmæði er á þrotum
en ég reyni mitt besta að láta hana
[yngra barnið] ekki sjá það,“ sagði í
skrifum móður með tvö börn á
aldrinum 9 og 10 ára.
„Þegar börnin eru að kalla þá
kalla þau kannski frekar á
mömmuna. Þá stekkur hún frekar
til og endar á því að gera marga
hluti í einu en á þessu tímabili tvö-
faldast allt, því verkefnin eru marg-
falt fleiri,“ segir hún.
Byrðin lendir á mæðrum
Verkefni á heimilinu margfalt fleiri
í faraldri Rannsókn bendir til álags
Rannsókn Auðar Magndísar Auð-
ardóttur, aðjúnkts og doktors-
nema á menntavísindasviði HÍ,
innihélt 97 sögur sem veittu inn-
sýn í viðhorf Íslendinga til fjöl-
skyldulífs á tímum strangra sam-
komutakmarkana.
„Við vitum að það eru meiri og
meiri kröfur til foreldra og svo
kemur þetta „kóf-ástand“ þar
sem lítill skóli er í boði í nokkrar
vikur í vor,“ útskýrði Auður í sam-
tali við mbl.is í gær. Niðurstöður
rannsóknarinnar sem kynnt var í
gær sýndu þá skýr átök á milli
umönnunar og launaðrar vinnu,
auk núnings þátttakenda sem
einkum voru háskólamenntaðar
konur, við hinn hefðbundna föður
sem fyrirvinnu. Rannsóknin var
framkvæmd með sögulokaaðferð,
sem snýst um það að fólk fær
upphaf að sögu sent til sín;
ástandið í kófinu í vor. Helmingur
þátttakenda túlkaði föður sem
átti tvö börn á grunnskólaaldri og
hinn helmingurinn móður í sömu
sporum.
Miklar kröfur
til foreldra
97 SÖGUR VEITA INNSÝN