Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Heiðarbraut 10, 245 Sandgerði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is OPIÐ HÚS sunnudag 23. ágúst kl. 14.15-15.00 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Fallegt 4ra herbergja raðhús með bílskúr Verð kr. 36.900.000 143,2 m2 Okkar mæti forsetivar settur íembætti í annaðsinn 1. ágúst sl. við hátíðlega athöfn í Al- þingishúsinu. Orðið forseti er okkur tamt á tungu en ef einhver gruflar í því á annað borð liggur beint við að sjá það sem heiti þeirra sem fremst sitja, í einhverjum skilningi. Í ís- lensku og færeysku er for- seti notað þar sem í ná- grannamálum er haft præsident (danska), presi- dent (norska, sænska), presidentti (finnska); í ensku president, þýsku Präsident og frönsku président. Allt er það runnið frá latínu eins og nærri má geta; prae- (fyrir, eða fyrir framan) og –sedere (sitja). Orðið forseti er í íslensku og færeysku einnig haft um annað forystufólk, svo sem um þingforseta, for- seta Hæstaréttar, forseta samtaka, t.d. forseta ÍSÍ o.s.frv. Baldur Jónsson (1930- 2009) tók saman fróðlega grein um sögu og uppruna starfsheitisins forseti og birti 1990 í Yrkju, afmælisriti jafnöldru sinnar Vigdísar Finnbogadóttur. Forseti er hauksheiti samkvæmt gömlum þulum; Baldur bendir á að veiðifálki situr fyrir bráð sinni. Enn þekktara er heitið úr Snorra-Eddu (ásamt vísu úr Grímnis- málum) þar sem Forseti er nefndur meðal ása. „Forseti heitir son- ur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni er Glitnir heitir. En allir er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á braut. Sá er dómstaður bestur með guðum og mönn- um.“ Rannsókn Baldurs Jónssonar benti til þess að saga orðsins for- seti hafi tæpast verið samfelld í íslensku máli enda sjáist engin merki um að orðið hafi verið starfs- eða embættistitill fyrr en á síðari öldum. Orðsins verði í raun ekki vart að nýju í traustum heimildum fyrr en á 18. öld er Íslendingar taka að mynda með sér ýmsan skipulegan félagsskap þar sem velja þarf forystusveit. Bald- ur gat þess til „að hið heiðna nafn, sem svo góður þokki fylgdi, hafi greitt götu starfsheitisins forseti þegar það kom til sögunnar löngu síðar“. Í samþykktum Lærdómslistafélagsins er fyrst (1780) notað orðið forsetumaður – og skyldi sá vera „valinkunnur, siðferðis- prúður og bóklærður“ – en við endurskoðun félagslaganna 1787 er formaðurinn aldrei nefndur annað en forseti. Breytingin bendir til þess að orðið forseti hafi þá þegar unnið sér sess í máli þeirra sem að félaginu stóðu. Frá stofnun Landsyfirréttar 1800 var talað um forseta réttarins. Hið íslenska bókmenntafélag var sett á fót 1816 og voru forsetar yfir hvorri deild félagsins, í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þekkt- asti forseti þeirrar síðarnefndu, árin 1851 til dauðadags 1879, er væntanlega Jón Sigurðsson sem var einnig lengi forseti Alþingis; titillinn forseti hafði verið tekinn upp við endurreisn þingsins 1843. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 og embætti forseta Íslands komið á fót var komin hefð fyrir orðinu forseti þegar fjallað var um þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum, Frakklandi, Finnlandi og víðar. Forseti Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Sá er fremst situr Frá innsetningu forseta Ís- lands 2020, Guðna Th. Jóhannessonar. Íupphafi kórónuveirunnar sl. vetur og vor höfðuríkisstjórn og Alþingi hröð handtök við að hlaupaundir bagga með fyrirtækjum m.a. til þess að komaí veg fyrir að þau yrðu sum hver að loka strax. Með því var í raun haldið uppi atvinnustigi í landinu. Þrátt fyrir þær aðgerðir er atvinnuleysi nú þegar orðið mikið. Í júní var það komið í 16.165 einstaklinga og nú er talað um að nær 20 þúsund séu atvinnulausir. Fyrirsjáan- legt er að atvinnulausum muni enn fjölga á næstu vikum og mánuðum og að fram undan sé erfitt haust og vetur. Með sama hætti og það var bæði rökrétt og sjálfsagt að beina athyglinni að fyrirtækjunum fyrr á þessu ári, er röð- in nú komin að hinum atvinnulausu og þeim sem munu missa vinnuna í náinni framtíð. Um þessa stöðu sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í pistli, sem birtist á heimasíðu Alþýðusambandsins hinn 14. ágúst sl.: „Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 kr. á mán- uði, það þýðir um 240 þúsund kr. út- borgaðar. Að auki fá atvinnuleitendur 11.580 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur (70% af meðaltali heildarlauna) þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði […] Reiknað er með að at- vinnulausu fólki fjölgi í haust þegar uppsagnarfrestur rennur út hjá mörgum. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um það, að mánaðarlegar skuldbindingar eru jafnan hærri en atvinnuleysisbæturnar; húsnæðiskostnaður, samgöngukostnaður, sími, tryggingar og svo mætti áfram telja.“ Þegar þessar tölur eru skoðaðar verður krafa bæði verkalýðshreyfingarinnar og Bandalags háskólamanna um hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta í lengri tíma en þrjá mánuði skiljanleg. Í Kastljósi RÚV sl. miðvikudagskvöld sagði Einar Þor- steinsson, umsjónarmaður þáttarins, að þetta væru „sultarlaun“ og það er rétt. Þær raddir heyrast, að það sé ekki skynsamlegt að hækka atvinnuleysisbætur vegna þess að það dragi úr vilja fólks til þess að leita sér atvinnu. Það vilji frekar sitja heima og gera ekki neitt, ef hægt sé að komast af á bótum. Sjálfsagt er hægt að finna einstök dæmi um slíkt en þessi rök eiga ekki við um þorra þess fólks, sem hefur nú þegar misst vinnuna eða mun missa hana á næstunni. Og víst er að slík röksemdafærsla er vísbending um skort á samkennd hjá þeim, sem henni beita. Hitt er óskiljanlegt að þessa dagana skuli fólk vera flutt hingað til lands frá öðrum löndum (aðallega Póllandi) til þess að vinna í fiskverkun og sláturhúsum. Þegar þetta var sagt á fundi sem greinarhöfundur sat fyrir nokkrum dögum var spurt: Eru Íslendingar hættir að vilja vinna í fiski? Svar kom frá ungum manni á fundinum: Það á ekki við um Eyjar. Auðvitað á það ekki við um Eyjar og á ekki að eiga við um Ísland allt. Fyrir nokkrum vikum gekk greinarhöfundur um fisk- verkunarstöð Sjávariðjunnar á Rifi á Snæfellsnesi. Það er upplifun út af fyrir sig að sjá hvað tækni í fiskverkun er orðin fullkomin og vinnuaðstæður góðar. Þetta er gjör- breytt veröld frá því sem áður var fyrir aðeins nokkrum áratugum, að ekki sé talað um þá tíma, sem Jón Kalman Stefánsson lýsir í Himnaríki og helvíti. Og alveg sérstak- lega að sjá hvað mikið af þessum fullkomna tæknibúnaði er framleiddur hér á Íslandi. Ef svo er komið að flytja þurfi inn fólk frá Póllandi til að vinna á slíkum vinnustöðum þarf að gera átak í að breyta ímynd fiskverk- unar hér á Íslandi. Það dugar hins vegar ekki að fólk annað hvort svelti eða safni upp ógreiddum reikningum í marga mán- uði vegna þess að atvinnuleysisbætur séu of lágar. Þær verður að hækka. Eitt mikilvægasta verkefni Alþingis og ríkisstjórnar um þessar mundir er að skapa samstöðu í samfélaginu um við- brögð við veirufaraldrinum. Það verður aldrei samstaða um það að koma fyrirtækjum til hjálpar en ekki þeim sem missa atvinnu sína. Forseti ASÍ segir í fyrrnefndum pistli: „Að vera atvinnulaus er fjárhagslegt og félagslegt áfall. Áhyggjur af framfærslu, skert sjálfstraust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnufélaga og það að detta úr rútínu í daglegu lífi reynist mörgum afar erfitt og er ekki hlutskipti, sem fólk almennt velur sér.“ Um þetta segir Valgerður Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í grein hér í blaðinu hinn 13. ágúst sl.: „Ég hef miklar áhyggjur af andlegri heilsu okkar Ís- lendinga og tel að við verðum að ráðast í aðgerðir sem miða að því að sem flestir geti leitað sér hjálpar […] Því vil ég skora á alla ráðamenn þjóðarinnar að fara að huga virkilega að andlega þættinum í þessum heimsfaraldri, meira en nú þegar hefur verið gert, enda er fátt mikilvæg- ara en geðheilbrigði heillar þjóðar.“ Þeir sem telja að ekki eigi að hækka atvinnuleysisbætur með þeim rökum að slík hækkun mundi draga úr vilja fólks til að leita sér að vinnu, ættu að hugleiða þessi orð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau snúa að kjarna þessa máls. Atvinnumissir er félagslegt áfall, eins og Drífa Snædal segir. Þar að auki mun svo gífurlegt atvinnuleysi, sem nú er skollið á og verður augljóslega langvarandi, leiða til óróa í samfélaginu, eins og dæmin sanna. Að óbreyttu mun sá órói birtast okkur á Austurvelli. Nú er komið að hinum atvinnulausu… …ef ekki, birtast afleið- ingarnar á Austurvelli. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hér í blaðinu hef ég bent á, aðsumir kunnustu heimspekingar sögunnar hafa minnst á Íslendinga. Rousseau sagði, að íslenskir náms- menn í Kaupmannahöfn yndu sér þar svo illa, að þeir ýmist vesluðust upp og gæfu upp öndina eða drukknuðu í sjó, þegar þeir ætluðu að synda aftur heim til Íslands. Marx og Engels völdu Íslendingum hin verstu orð. Þeir væru ruddar og sóðar og ættu ekkert gott skilið frekar en aðrar af- dalaþjóðir Evrópu. Einn kunnasti heimspekingur tutt- ugustu aldar, Karl R. Popper, minnt- ist líka á Íslendinga á einum stað í bókum sínum. Hann var að andmæla hugmyndinni um þjóðríki og sagði, að hugtakið þjóð væri illskiljanlegt. Eina dæmið, sem honum gæti hugkvæmst um, að sami hópur deildi sögu, tungu, landi og ríki, væri Ísland. Popper bætti þó við, að Atlantshafið skildi Ís- land frá öðrum löndum og að Íslend- ingar sæju ekki sjálfir um landvarnir, heldur treystu á samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Ísland væri þess vegna ekki eins skýr undantekn- ing frá reglunni og virtist fljótt á litið vera. Þegar ég heimsótti Popper 31. jan- úar 1985 í Penn í Buckinghamshire til þess að ræða við hann um heimsins böl og bölvabætur, spurði hann mig brosandi, hvort ég hefði tekið eftir þessum ummælum. Já, ég hafði gert það. Hann sagði mér þá, að hann og kona hans hefðu á námsárum sínum í Vínarborg laust fyrir 1930 haft mik- inn áhuga á Íslandi. Sérstaklega hefðu þau hrifist af því, að Íslending- ar skyldu hafa fundið Vesturheim, en um leið hefðu þau velt því mjög fyrir sér, hvers vegna byggð norrænna manna á Grænlandi skyldi hafa lagst niður. Fundur Vesturheims var auðvitað sérstakt afrek, eins og Popper benti á. En gátan um byggðina í Grænlandi er enn óleyst, þótt mér finnist líkleg- ast, að síðustu íbúarnir hafi ýmist fall- ið fyrir Inúítum (sem fornmenn köll- uðu Skrælingja) eða hrakist til Íslands og blandast þar þjóðinni. Ef til vill eiga vísindamenn okkar eftir að ráða þessa gátu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Popper og Ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.