Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Öðruvísi mér áður brá Draumheimar Dymbrá leikur sér með ólíka stíla og blæbrigði í tónlist. göldrum bundið hlemmiskeið, hvort heldur með sellói, fiðlu eða flautu sem gefur framvindunni fallegan þjóðlagakenndan blæ. Eitthvað skandinavískt við þetta. Stelpurnar syngja dálítið, afstrakt hendingar og lög eru þá brotin upp óhikað með rafstemmum og öðru slíku skrauti, tilrauna- mennska í hávegum höfð á sama tíma og byggingu og melódíum er haldið. Blærinn er ævintýralegur á köflum, eins og í „Tíbrá“, sem hljómar eins og bakgrunnstónlist í einhverjum töfraskóginum. Platan var tekin upp í Sund- lauginni og voru þær með puttana í flestum þáttum plötugerðar- innar, m.a. sjálfum upptökunum. Ég spurði Eir aðeins út í áherslur plötunnar, hvaðan þessi heimur væri kominn. Og sé reyndar að hún er meira og minna sammála lýsingum mínum, miðað við þau viðtöl sem ég las í undirbúningi þessarar greinar. Hún svarar mér samt að þær eigi fremur erfitt með að skilgreina sig nákvæm- lega. Áhersla hafi þó verið, fyrir þessa plötu, á að hafa söng ekki í forgrunni. Platan hafi þá verið lengi í vinnslu og ekki beint auð- velt að athafna sig, þar sem þær hafi verið að nema fullt af hlutum í fyrsta sinn við gerð hennar. Þær stöllur hafa þá viðurkennt að lög- in á plötunni séu til þess að gera komin á aldur, hafi að mestu ver- ið samin þegar þær voru að klára grunnskóla. Þær séu klárar að fara í nýjar áttir og til stóð að viðra eitthvað af því efni fyrir gesti Músíktilrauna þar sem þær voru búnar að skrá sig en keppn- in sú var felld niður vegna COVID-19. Fram undan er þó vinna að tónlist fyrir stutta heimildarmynd. Bandið er því blessunarlega virkt, en þær eru allar í fullu námi í MH samhliða Dymbrá. Persónulega viðurkenni ég að ég gleðst innilega yfir því að þær hafi náð að skjalfesta þessa vegferð sína, plötuformið er enn eins og einhver mælistika á feril tónlistarmanna og nauðsyn- legt að koma sköpuninni út á meðal almennings með þeim hætti. Megi þær halda áfram að semja, spila og gefa út og ég mun fylgjast spenntur með næsta út- spili. »Dökkleit ogdraumkennd kamm- ertónlist ber hana en reglulega er farið á göldrum bundið hlemm- iskeið, hvort heldur með sellói, fiðlu eða flautu sem gefur framvindunni fallegan þjóðlaga- kenndan blæ. Ungsveitin Dymbrá gaf nýlega út fimm laga stuttskífu samnefnda sveitinni en innihaldið er nokkurs konar nútímatónlist, þótt erfitt sé að festa fingur á blöndunni. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég sá Dymbrá fyrst á Músík-tilraunum árið 2018, en þáhétu þær Umbra. Ég setti niður hugleiðingar um úrslita- kvöldið á bloggið mitt, arnar- eggert.is, og sagði þá: „Persónu- lega verð ég líka að nefna Umbru, en þær stöllur stóðu sig eins og hetjur. Nútímatónlist í ætt við Báru Gísla og Hafdísi Bjarna. Til- raunakennt, frjótt, einlægt og heiðarlegt. Hrein unun að fylgjast með þeim.“ Liðs- konur voru þá þær Nína Solveig Andersen, Eir Ólafsdóttir og Eyrún Úa Þor- björnsdóttir en Eir sigraði Músík- tilraunir það árið með annarri sveit, Ateria. Ég rakst meira að segja á þær baksviðs um kvöldið, þar sem þær voru yfirmáta tauga- trekktar – en svo ofsalega til- búnar um leið. Þessi ómengaða dirfska og orka sem unglingurinn býr einatt yfir. Eir leikur á selló, Nína á fiðlu og Eyrún á flautu en mörg önnur hljóðfæri eru brúkuð, bæði á Tilraununum góðu og á þeirri plötu sem hér er til umfjöll- unar. Stelpurnar eru nú, tveimur árum síðar, ekki nema sautján og átján ára en platan ber það ekki beint með sér. Dökkleit og draumkennd kammertónlist ber hana en reglulega er farið á Tónlistarhátíðin Vox Virtual hefst í dag og stendur yfir til og með 29. ágúst og verður hún stafræn. Munu tíu alþjóðlegir sönghópar tengjast áheyrendum um allan heim á hátíð- inni en Classical Movements á í samstarfi við hana. Vox Virtual er ný „a cappella“-tónlistarhátíð, þ.e. sungið án undirleiks, og verður öll- um tónleikum og vinnusmiðjum há- tíðarinnar streymt beint á netinu. Hátíðin varð til að frumkvæði hinna ungu karlmanna sem skipa söngsveitina Olgu og sækja þeir innblástur í tónlistarhátíðina Sere- nade! Choral Festival sem er skipulögð af Classical Movement. Hugmyndin með Serenade! Choral festival er að tengja saman alþjóð- lega kóra og sönghópa, að því er segir í tilkynningu. Vox Virtual verður með tónleika í beinu streymi á hverjum degi á meðan á hátíðinni stendur auk þess sem tek- in verða viðtöl við flytjendur og vinnusmiðjur verða í boði. Söng- hópar sem koma fram á hátíðinni eru frá ýmsum löndum, meðal ann- ars Simbabve, Armeníu, Bandaríkj- unum og Írlandi. Hátíðin fer fram á Facebook og YouTube og geta áhugasamir fund- ið hana og viðburði hennar með því að leita að nafni hátíðarinnar. Olga Hópurinn er skipaður íslenskum og erlendum söngvurum. Stafræn tónlistar- hátíð hefst á netinu Ljósmynd/Felipe Pipi Tónleikasyrpunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík, sem fara átti fram í Hörpu nú í lok mánaðar og byrjun þess næsta, hefur verið frestað fram til næsta árs. Nýju dagsetningarnar eru 17., 24., og 31. janúar og 7. febrúar. Ástæða þessa eru áframhaldandi fjöldatakmark- anir og sú staðreynd að ekki er hægt að treysta á að búið verði að aflétta þeim í tæka tíð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tónleikarnir verða sem hér seg- ir: Sunnudagur 17. janúar kl. 17 - Björk með 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands (áður 29. ágúst), sunnudagur 24. janúar kl. 17 - Björk með Hamrahlíðar- kórnum, stjórnandi Þorgerður Ing- ólfsdóttir og Bergur Þórisson leik- ur á orgel (áður 19. september), sunnudagur 31. janúr kl. 17 - Björk með blásarasveit úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, flautuseptettinum Viibru, Katie Buckley og Jónasi Sen (áður 13. september) og sunnu- dagur 7. febrúar kl. 17 - Björk með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason (áður 28. september). Allir miðar eru enn gildir fyrir nýju dagsetningarnar og allir miða- hafar hafa verið látnir vita, segir í tilkynningunni og ef nýju dagsetn- ingarnar henti ekki geti miðahafar beðið um endurgreiðslu með því að hafa samband við Hörpu. Beðist er innilegrar velvirðingar á óþægindunum sem þetta kunni að valda en tekið fram að skipuleggj- endur telji öruggast að bíða með tónleikana og koma saman á ný þegar öruggt er að gera það. 2021 Björk heldur tónleikasyrpu sína, Björk Orkestral, í byrjun næsta árs. Öllum tónleikum Bjarkar frestað ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.