Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
518.000 kr.
Tilboðsverð
389.000 kr.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Afar einfalt er að
reisa húsin okka
r
Uppsetning teku
r aðeins einn da
g
BREKKA 34 - 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Engin læti í Ólafi Helga
Hefur unnið síðasta vinnudaginn sem lögreglustjóri
Söknuður eftir 29 ár Hugsar til samstarfsfólksins
„Það eru nú sjaldnast ef nokkurn
tímann læti í kringum mig – og ekki
var það í dag,“ sagði Ólafur Helgi
Kjartansson, fráfarandi lögreglu-
stjóri á Suðurnesjum, í samtali við
mbl.is í gær, spurður um fréttir þess
efnis að það hefði staðið til að vísa
honum út af lögreglustöðinni í gær.
DV hafði þá greint frá því að Ólaf-
ur Helgi hefði freistað þess að fá að-
gang að mannauðsgögnum embætt-
isins en honum verið meinaður
aðgangur að þeim. Hann hefði þá
reynt að fá skjalaskáp með gögnun-
um opnaðan, með aðstoð lásasmiðs.
Ráðuneytisstjóri hefði í kjölfarið
lagt af stað til Reykjanesbæjar í
fylgd með Grími
Hergeirssyni,
sem tekur tíma-
bundið við starfi
lögreglustjóra, og
vísa hefði átt
Ólafi Helga út
með valdi.
„Það var al-
gjörlega úr lausu
lofti gripið,“ segir
Ólafur Helgi um
fréttaflutninginn.
Tilkynnt var í vikunni að Ólafur
myndi hætta sem lögreglustjóri um
næstu mánaðamót og taka við starfi
sérfræðings í málefnum landamæra í
dómsmálaráðuneytinu. Ólga hefur
verið innan lögregluembættisins á
Suðurnesjum undanfarið, sem ratað
hefur í fjölmiðla og inn á borð dóms-
málaráðherra. Ólafur Helgi verður í
leyfi frá og með næsta mánudegi til
mánaðamóta að minnsta kosti. Hann
hefur því unnið síðasta vinnudaginn
sem lögreglustjóri.
„Eftir 29 ár í starfi sem sýslumað-
ur og lögreglustjóri þá er það náttúr-
lega söknuður. Sérstaklega verður
mér hugsað til þess ágæta sam-
starfsfólks sem hefur unnið vel með
mér, verið heiðarlegt og unnið af
samviskusemi og alúð,“ segir Ólafur
Helgi um tímamótin.
Ólafur Helgi
Kjartansson
Breytingar á fjárhæð atvinnuleys-
isbóta eru til skoðunar hjá stjórnvöld-
um en niðurstaða þeirrar athugunar
mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu
viku. Þetta segir Ásmundur Einar
Daðason félagsmálaráðherra í samtali
við Morgunblaðið. Verkalýðshreyf-
ingin hefur kallað eftir því að grunn-
atvinnuleysisbætur, sem nú eru
289.510 kr. á mánuði, verði hækkaðar
og tekjutenging bótanna, sem nú nær
til þriggja mánaða, verði lengd til að
koma til móts við stóran hóp fólks sem fyrirséð er að fari
á atvinnuleysisskrá á næstunni er uppsagnarfresti
sleppir. Um möguleg viðbrögð stjórnvalda vill Ásmund-
ur sem minnst segja, annað en að þetta sé allt til skoð-
unar.
Áframhald hlutabótaleiðar til skoðunar
Sömuleiðis er til skoðunar hvort ástæða þyki til að
framlengja hlutabótaleiðina sem rennur að óbreyttu út
um mánaðamót. Það úrræði var kynnt í mars en með því
greiðir ríkið atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu
starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi
vinnuveitenda. alexander@mbl.is
Skoða breytingar á bótum
Ásmundur Einar
Daðason
Hlutabótaleiðin rennur að óbreyttu út um mánaðamótin
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Með stórfækkun ferðamanna hefur at-
vinnuleysi starfsfólks í ferðaþjónustu aukist verulega.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höf-
uðborgarsvæðinu var kallað út um
sexleytið í gærkvöldi eftir að eldur
kviknaði út frá gasgrilli á svölum á
þriðju hæð fjölbýlishúss við Ár-
skóga í Breiðholti.
Einn var fluttur á slysadeild til
skoðunar en að sögn varðstjóra
slökkviliðsins á höfuðborgarsvæð-
inu varð honum líklega ekki meint
af.
Slökkvistarf gekk vel og um sjö-
leytið var búið að ráða niðurlögum
eldsins. Þá átti slökkviliðið þó eftir
að reykræsta þar sem þörf var á
því og skoða klæðningu á fjórðu
hæð til að ganga úr skugga um að
búið væri að slökkva í öllum glæð-
um. Íbúðin þar sem eldurinn kom
upp er talin gjörónýt eftir brunann.
Íbúð talin gjörónýt
eftir eldsvoða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Árskógar Slökkvistarf gekk vel en
útkallið barst um klukkan sex.
Bruni varð í Árskógum í Breiðholti
„Þetta er ágætur endir á deginum,“ sagði flugstjórinn Haf-
steinn Heiðarsson eftir að hafa ekið flugvél sinni í hlað í síð-
asta sinn í gær, að loknum rúmlega þrjátíu ára farsælum ferli
hjá Landhelgisgæslunni.
Móttökurnar voru ekki af verri endanum. Slökkvilið
Reykjavíkurflugvallar bunaði vatni yfir farkostinn, afabarnið
kom hlaupandi í hálsakot og kona hans stóð brosandi með
blóm í hendi, en þau fögnuðu í gær 38 ára brúðkaupsafmæli.
Hafsteinn vill ekki nefna eitthvað sérstakt sem standi upp
úr eftir ferilinn. „Ég vann með góðu fólki, það er aðalatriðið,“
segir hann og bætir við að starfið hafi verið fjölbreytt og stór-
slysalaust en þó „misbrösótt“, enda mörg verkefni krefjandi á
vegum Gæslunnar.
Nú segist hann ætla að njóta lífsins. Hugurinn hafi leitað til
ferðalaga, sem líklega þurfi að bíða, en þangað til ætlar hann
að stússa í trjárækt og jafnvel „taka til í bílskúrnum“.
Starfslok og brúðkaupsafmæli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gengur frá borði í síðasta sinn eftir farsælan þriggja áratuga flugferil
Móttökur Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar,
tók á móti flugstjóranum ásamt fleirum á flugvellinum í gær.