Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is Sjálfvirk pottastýring með snertiskjá og vefviðmóti POTTASTÝRING TÆKNI A FYRIR H TVINNUMANNSIN E I www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækn- ir á ónæmisfræðideild Landspít- alans, er vongóður um að bóluefni við COVID-19 verði fáanlegt á næsta ári. Sex bóluefni eru nú í þriðja fasa þró- unar en ríflega hundrað eru skemur komin. Samráð al- þjóðastofnana, háskóla, einka- fyrirtækja og eftirlitsaðila við þróun bóluefnis er stærra og víð- tækara en nokkru sinni fyrr, að mati Björns, og segir hann í sam- tali við Morgunblaðið að ótrúlegt sé að þróun bóluefnis sé komin svo langt í ljósi þess að veiran upp- götvaðist fyrir aðeins átta mán- uðum. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt hversu vel hefur gengið. Við höfum aðeins vitað af þessari veiru síðan um áramót en samt er útlit fyrir fullprófað bóluefni fyrir árslok. Viðlíka árangur þekkist bara ekki.“ Jafnframt segir hann að enginn hafi séð það fyrir að bóluefni yrði fáanlegt svo fljótt. Áhyggjulaus yfir endursmiti Að sögn Björns hefur samráð í kringum bóluefnisþróun verið for- dæmalaust. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO), lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) og sótt- varnayfirvöld Bandaríkjanna (CDC) hafa unnið að þróun bólu- efnis í samstarfi við háskóla og einkafyrirtæki víða um heim. „Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin býr að risastórum gagnagrunni um kórónuveiruna og aðra sjúkdóma með gögnum sem koma utan úr heimi. Þessi gögn má svo nota við rannsóknir og þróun á bóluefnum,“ segir Björn. Hvað endursmit varðar segir Björn að það hafi engin áhrif á þróun bóluefna. Vitað hafi verið að upp geta komið örfá tilfelli þess að fólk smitist aftur. Það sé afar sjaldgæft og því ekki mikið áhyggjuefni. „Það breytir í raun og veru engu að einhverjir örfáir smitist aftur. Eins og nú virðist gerast þá er fólk að fá mun vægari einkenni og jafnvel engin einkenni þegar það smitast aftur. Þetta ger- ist bara hjá örfáum þeirra sem greinast með kórónuveiruna,“ seg- ir Björn. Tæplega 24 milljónir hafa nú greinst með kórónuveirusmit en aðeins örfáir greinst aftur svo vit- að sé. Morgunblaðið greindi frá því í gær að vísindamenn í Hong Kong hafi staðfest að sjúklingur þar hafi smitast aftur af veirunni. Er það fyrsta staðfesta tilfelli endursmits. Í gær bárust svo fregnir af svip- uðum tilvikum í Belgíu og Hol- landi. Aðspurður telur Björn gagnrýni Trump á alþjóðaheilbrigðisstofn- unina ekki hafa áhrif á samstarf stofnunarinnar við bandarísk yfir- völd. „Þetta er auðvitað afar óheppilegt hjá Trump. Ég hef unn- ið með Anthony Fauci, sótt- varnalækni Bandaríkjanna, og hann lætur ekkert einhvern stjórn- málamann hafa áhrif á vísindalegt samstarf hans við alþjóðastofnanir sem varða almannahagsmuni.“ » 11 Bóluefni mögulega fáanlegt um áramót  Fordæmalaus samvinna skilar ótrúlegum árangri  Yfirlæknir ónæmisfræðideildar vongóður AFP Rannsóknir Víðtækt samráð er við þróun bóluefnis gegn veirunni. Leitin að bóluefni » Sex bóluefni eru á lokastigi prófana eða þriðja fasa. » Ríflega 100 bóluefni eru á frumstigum prófana eða fyrsta og öðrum fasa. » 24 milljónir hafa nú greinst með COVID-19 á heimsvísu. Björn Rúnar Lúðvíksson Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, stað- gengill sóttvarnalæknis, segir í sam- tali við Morgunblaðið að Íslendingar séu með góð sambönd þegar kemur að kaupum á bóluefnum við kórónu- veirunni. Hún segir erfitt að spá fyr- ir um það nákvæmlega hvenær bólu- efni fái markaðsleyfi í Evrópu, og þar með á Íslandi. Útlitið sé þó bjart- ara en talið var í fyrstu. Nokkur bóluefni eru þegar komin á lokastig prófana og segir Kamilla að hún sé vongóð um að árangur náist fljótt. Aðgengi gott í krafti samstarfs „Við erum aðilar að forkaupsrétt- arsamningi við Dani og höfum gert aðra samninga um kaup á heimsfar- aldursbóluefni við önnur lönd á Norðurlöndunum. Hin Norðurlöndin hafa svipaða áherslu og við þegar kemur að faraldsfræði og þess vegna er gott að vera í samstarfi við þau.“ Kamilla segir að Ísland hafi ekki tek- ið þátt í rannsóknarsamstarfi eða þróun bóluefnis gegn kórónuveir- unni með beinum hætti. Íslenska rík- ið tók samt þátt með óbeinum hætti þegar það varði hálfum milljarði ís- lenskra króna í alþjóðlegt rannsóknarsamstarf um bóluefni gegn farsóttum, eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra til- kynnti í byrjun júní. Kamilla segir jafnframt að þrátt fyrir að útlitið sé bjart hafi enn ekk- ert bóluefni hlotið markaðsleyfi. Strangar reglur gilda um það hve- nær bóluefni fá markaðsleyfi og tek- ur það jafnan fleiri ár. Hún segir þó líklegt að einhvers konar flýtimeð- ferð verði beitt af hálfu evrópsku lyfjastofnunarinnar, vegna þess hve þungt kórónuveirufaraldurinn hefur lagst á heimsbyggðina. „Markaðsleyfið mun að öllum lík- indum hljóta einhvers konar flýti- meðferð hjá evrópsku lyfjastofnun- inni en samt sem áður verður að fara varlega. Ganga þarf úr skugga um hvort mótefni sem tekst að þróa nái í raun og veru að verja bólusetta fyrir veirunni og hvort einhverjar auka- verkanir séu af lyfinu og hversu miklar þær eru. Þetta gengur vel en það er gríðarlega varasamt að setja lyf á markað sem ekki hefur verið prófað nægilega.“ Veiran enn jafn banvæn Spurð hvort dánartíðni vegna veirunnar fari lækkandi svarar Ka- milla því játandi. „Eitthvað höfum við séð um að dánartíðni fari lækk- andi en það þýðir ekki að veiran sé minna banvæn. Líklega er það vegna þess að yngra fólk hefur verið að smitast í mun meira mæli undanfarið og þess vegna sé minna um dauðs- föll. Minna er af undirliggjandi sjúk- dómum hjá ungu fólki og því er lík- legra að þeir sjúklingar nái sér hraðar og oftar.“ Kamilla segir enn fremur að heil- brigðiskerfi landa heimsins séu orðin betri í að mæta þeim áskorunum sem upp koma vegna kórónuveirunnar. „Læknar og hjúkrunarfræðingar á gjörgæslum spítala hafa nú meiri reynslu, þekkingu og svigrúm til þess að vinna bug á veirunni. Við sáum það í upphafi faraldursins á Spáni og sérstaklega Ítalíu að starfs- menn sjúkrahúsa þurftu einfaldlega að velja og hafna hver fengi inni á gjörgæslu og hver ekki. Fólk var þannig með óbeinum hætti að velja hverjir dæju og hverjir kæmust lífs af. Við erum bara eðlilega betur í stakk búin til þess að takast á við veikindi fólks vegna COVID-19 en við vorum í fyrstu. Þá deyja auðvitað færri sem betur fer.“ Ljósmynd/Lögreglan Bóluefni Kamilla segir líklegt að nýtt bóluefni fái flýtimeðferð yfirvalda. Íslendingar öruggir um bóluefni  Ísland er í góðu samstarfi við Norðurlönd vegna kaupa á bóluefni  Veiran ekki minna banvæn þótt færri hafi látist undanfarið  Erfitt er að spá um nákvæmlega hvenær bóluefni fæst en útlitið er bjart Ný auglýsing heilbrigðisráðherra var birt í gær en hún kveður m.a. á um að skólastarf sé heimilt í öllum byggingum framhalds- skóla að því tilskildu að nem- endur og starfsfólk geti haft minnst eins metra fjarlægð sín á milli. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nándar- reglu skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Leikskólum er heimilt að halda uppi skólastarfi í skólabygg- ingum að þeim skilyrðum upp- fylltum að starfsfólk sem á er- indi inn í byggingar gæti að minnst eins metra nálægð- artakmörkun sín á milli án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Fimm kórónuveirusmit greind- ust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Fjög- ur smit greindust við landamær- in en mótefnamælingar er beðið í þeim öllum. Beri grímur í of mikilli nánd TILMÆLI UM SKÓLASTARF Árleg lands- söfnun Barna- heilla er hafin og rennur ágóði söfnunarinnar í ár til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi. Guðni Th. Jó- hannesson, for- seti Íslands, mun hefja söfnunina eins og hefð er fyr- ir. Hins vegar verður ekki haldin opinber opnun söfnunarinnar, líkt og verið hefur síðustu ár, vegna samkomutakmarkana. Allur ágóði söfnunarinnar rennur til samvinnu- verkefnis Verndara barna og Barnaheilla. Verndarar barna, sem oft eru kenndir við bláu slaufuna, eru teymi sérfræðinga í málefnum barna sem orðið hafa fyrir kyn- ferðisofbeldi. Verkefninu er ætlað að stuðla að fræðslu og forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum. Guðni Th. opnar söfnun Barnaheilla Guðni Th. Jóhanneson. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.