Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur kynnt landsliðs- hópinn sem mætir Íslandi á Laug- ardalsvellinum í Þjóðadeild UEFA 5. september og svo Danmörku þremur dögum síðar. Þrír nýliðar eru í enska hópnum að þessu sinni; Phil Foden, Manchester City, Ma- son Greenwood, Manchester Unit- ed, og Kalvin Phillips, Leeds. Jordan Henderson og Alex- Oxlade-Chamberlain eru ekki í hópnum vegna meiðsla. Hópinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport. Þrír nýliðar í enska landsliðinu AFP Nýliði Phil Foden er 20 ára en hann skoraði 8 mörk á síðustu leiktíð. Valsarar hafa hætt við þátttöku í Evrópudeildinni í handknattleik vegna ferðatakmarkana og sótt- varnaákvæða yfirvalda. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu. Valsarar áttu að mæta Holstebro í fyrstu umferð keppninnar í tveim- ur leikjum í Danmörku í byrjun september en vegna sóttvarn- aráðstafana á Íslandi hafa Valsarar þurft að draga sig úr keppni. Gísli Gunnarsson, formaður handknatt- leiksdeildar Vals, hafði áður sagt líkurnar meiri en minni á að liðið yrði að segja sig úr keppni. Valur dregur sig úr keppni Morgunblaðið/Hari Þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson stýrir liðinu ekki í Evrópudeildinni. Pepsi Max-deild karla Fylkir – Fjölnir......................................... 2:0 Staðan: Valur 10 7 1 2 22:8 22 Breiðablik 11 6 2 3 24:17 20 FH 11 6 2 3 22:16 20 Stjarnan 9 5 4 0 17:8 19 Fylkir 12 6 1 5 19:18 19 KR 9 5 2 2 14:9 17 ÍA 11 4 2 5 26:25 14 Víkingur R. 11 3 5 3 19:18 14 HK 11 3 2 6 18:27 11 KA 10 1 6 3 8:13 9 Grótta 11 1 3 7 10:22 6 Fjölnir 12 0 4 8 10:28 4 Mjólkurbikar karla 16-liða úrslit: ÍBV - Fram ................................................2:1 Eyþór Daði Kjartansson 60., Róbert Aron Eysteinsson 90. - Frederico Saraiva 20. 3. deild karla Ægir – Augnablik..................................... 2:4 Tindastóll – KV......................................... 0:2 KFG – Höttur/Huginn............................. 2:1 Staðan: Reynir S. 11 8 2 1 33:17 26 KV 11 8 0 3 30:17 24 Augnablik 11 5 4 2 26:20 19 KFG 11 5 2 4 23:20 17 Tindastóll 11 4 4 3 20:23 16 Sindri 11 4 3 4 20:26 15 Ægir 11 4 2 5 17:21 14 Einherji 11 4 1 6 18:24 13 Vængir Júpiters 10 3 3 4 14:15 12 Álftanes 11 2 3 6 17:22 9 Höttur/Huginn 11 2 2 7 16:22 8 Elliði 10 2 2 6 16:23 8 Kasakstan Tobol - Astana.......................................... 2:0  Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunar- liði Astana. Bandaríkin New York City - Columbus Crew .......... 1:0  Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður hjá New York City á 88. mín- útu. Meistaradeild Evrópu 2. umferð: PAOK - Besiktas ...................................... 3:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Tirana - Rauða stjarnan ...........................0:1 Meistaradeild kvenna Undanúrslit: Wolfsburg - Barcelona..............................1:0  Danmörk Aarhus United - Skanderborg ........... 31:18  Thea Imani Sturludóttir skoraði 1 mark fyrir Aarhus United.   NBA-deildin Úrslitakeppni, 1. umferð: Miami – Indiana.................................... 99:87  Miami vann einvígið 4:0. Portland – LA Lakers...................... 115:135  Staðan er 3:1 fyrir LA Lakers.   Harry Maguire, fyrirliði enska knattspyrnu- félagsins Man- chester United og varnarmaður enska landsliðs- ins, var í gær úr- skurðaður í 21 mánaðar skil- orðsbundið fang- elsi fyrir alvar- lega líkamsárás á Grikklandi um síðustuhelgi. Í gærmorgun var hann valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni í byrjun september en eftir úrskurðinn var hann tekinn úr hópnum af þjálfaranum Gareth Southgate. Maguire kemur ekki til Íslands Harry Maguire Knattspyrna Pepsi Max-deild karla: Meistaravellir: KR - Valur ........................17 Garðabær: Stjarnan - KA..........................18 Kórinn: HK - Grótta..............................19.15 3. deild karla: Árbær: Elliði - Vængir Júpíters ...............20 Í KVÖLD! ÍBV var fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, í gær þegar liðið vann dramatískan 2:1-sigur gegn Fram í átta liða úrslitum keppninnar á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir úr Safamýri byrjuðu betur og Fred Saraiva kom Fram yf- ir á 20. mínútu með frábæru ein- staklingsframtaki. Sóknarmaðurinn keyrði á varnarmenn Eyjamanna og þrumaði boltanum í bláhornið af 30 metra færi. Eyþór Daði Kjartansson jafnaði metin fyrir ÍBV á 60. mínútu með lúmsku skoti, rétt utan teigs og það virtist allt stefna í framleng- ingu þegar Róbert Aron Eysteins- son tryggði ÍBV sigur með þrumu- skoti úr teignum eftir hornspyrnu en boltinn söng í þaknetinu. ÍBV hefur staðið sig vel í bikar- keppninni undanfarin ár en á síðast- liðnum tíu árum hefur ÍBV níu sinn- um farið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Eyjamenn hafa fimm sinnum fagnað sigri í bikarkeppninni en að- eins KR, Valur, ÍA og Fram hafa unnið keppnina oftar. ÍBV varð síðast bikarmeistari árið 2017 eftir 1:0-sigur gegn FH í úr- slitaleik á Laugardalsvelli en það var Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoraði sigurmark leiksins á 37. mínútu. Átta liða úrslitin klárast 10. sept- ember þegar FH fær Stjörnuna í heimsókn, HK heimsækir Val og Breiðablik tekur á móti KR. bjar- nih@mbl.is Fimmti undanúrslitaleikur ÍBV á sjö árum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Hetja Róbert Aron Eysteinsson, markaskorari ÍBV, í baráttunni við Unnar Stein Ingvarsson, varnarmann Fram, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fylkismenn unnu sinn sjötta leik í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar nágrann- ar þeirra úr Fjölni komu í heimsókn á Würth-völlinn í Árbænum í fjórt- ándu umferð deildarinnar í gær- kvöldi. Leiknum lauk með 2:0-sigri Árbæ- inga en staðan í hálfleik var marka- laus. Miðvörðurinn Ásgeir Eyþórsson kom Fylkismönnum yfir með lag- legum skalla eftir hornspyrnu Daða Ólafssonar á 67. mínútu og það var svo Valdimar Þór Ingimundarson sem innsiglaði sigur Árbæinga á 89. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn. Fylkismenn halda því áfram að koma á óvart með spilamennsku sinni í sumar en liðið er komið í fimmta sæti deildarinnar í 19 stig eftir tólf leiki og er einungis þremur stigum frá toppliði Vals sem á reynd- ar tvo leiki til góða á Árbæinga. Vandræði Fjölnismanna halda hins vegar áfram en liðið bíður enn þá eftir sínum fyrsta sigri í deildinni. Grafarvogsliðið, sem er nýliði í efstu deild, hefur nýtt færin sín illa í sum- ar en liðið hefur einungis skorað 10 mörk í tólf leikjum og fengið á sig 28. „Fylkismönnum hefur gengið vel að safna stigum í sumar þar sem liðið vinnur nánast undantekningalaust liðin í neðri hlutanum. Fylkir hefur ekki tapað á móti liðunum sem nú eru í áttunda sæti og neðar og er lið- ið þess vegna að berjast í efri hlut- anum. Svo virðist sem mótlætið sé byrjað að fara í einhverja Fjölnismenn. Ingibergur Kort Sigurðsson kom inn á sem varamaður gegn Val um daginn og var snöggur að næla sér í beint rautt spjald fyrir kjánalega til- burði. Hann kom aftur inn á í kvöld, lét Nikulás Val Gunnarsson finna fyrir því og ákvað í kjölfarið að hella sér yfir strákinn unga á meðan hann lá í grasinu,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Árbæingurinn Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sitt sjöunda mark í deildinni í sumar en hann er í fjórða sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar, þrátt fyrir að spila sem framliggjandi miðjumað- ur. Aðeins Steven Lennon, 11, Thomas Mikkelsen, 10, og Óttar Magnús Karlsson, 9, hafa skorað meira en Árbæingurinn.  Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnismanna, lék sinn 75. leik í efstu deild en hann er fæddur árið 1996. Hans Viktor er uppalinn í Grafarvoginum og hefur allan sinn feril leikið með Fjölni. Fylkir í fimmta sætið  Árbæingar þremur stigum frá toppliði Vals  Fjölnismenn bíða enn eftir sínum fyrsta deildarsigri  Valdimar Þór Ingimundarson hélt uppteknum hætti Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Sigur Fylkismenn fagna fyrsta marki Ásgeirs Eyþórssonar gegn Fjölnismönnum á Würth-vellinum í Árbænum. FYLKIR – FJÖLNIR 2:0 1:0 Ásgeir Eyþórsson 67. 2:0 Valdimar Þ. Ingimundarson 89. M Aron Snær Friðriksson (Fylki) Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) Daði Ólafsson (Fylki) Valdimar Þ. Ingimundarson (Fyl.) Ólafur Ingi Skúlason (Fylki) Arnar Sveinn Geirsson (Fylki) Örvar Eggertsson (Fjölni) Guðmundur K. Guðmundss (Fjölni) Orri Þórhallsson (Fjölni) Dómari: Elías Ingi Árnason – 5. Áhorfendur: Ekki leyfðir.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.