Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is 50 ára Guðný Rósa ólst upp á Seltjarnar- nesi og í Árbænum og býr í Litla- Skerjafirði. Hún er kennari að mennt og er einnig með BA- próf í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands. Guðný Rósa er kennari í Melaskóla. Börn: Ylfa Örk, f. 1999, Högna, f. 2002, og Flóki, f. 2006, Hákonar- börn. Foreldrar: Hrönn Ágústsdóttir, f. 17.6. 1948, kennari, og Sigurbjörn Fanndal, f. 17.6. 1948, tannsmiður og rak tannsmíðaverkstæði. Þau eru búsett í Árbænum. Guðný Rósa Sigurbjörnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ástvinur hljómar eins og fiðla sem leikur dramatískan og þunglamalegan tón. Stundir í einrúmi færa þér frið og ró. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú bókstaflega ljómar þessa dagana og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Gott er að fylgja fyrstu tilfinningunni – og það skjótt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samræður þínar við maka þinn og nána vini ættu að verða líflegar í dag. Mundu þó að taka ekki öllu sem sjálfsögð- um hlut. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú streitist á móti breytingum, þótt þú vitir að þær eru bráðnauðsynlegar. Sinntu þeim sem næst þér standa af kost- gæfni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Áhugaverðu tilboði verður skotið inn á borð hjá þér í dag. Gerðu langtímaáætl- anir varðandi fasteignir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki þinn máti að gefast upp við fyrsta mótbyr. Þú getur tekist á við ferðalög, auðæfi og frægð, ef þú bara trúir því sjálf/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú hafir margt á þinni könnu er engin ástæða til þess að láta aðvaranir annarra sem vind um eyru þjóta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er tími kominn til að þú festir rætur ef þú ætlar það þá einhvern tíma. Um þessar mundir er létt að missa stjórn á sér út af smávægilegum hlutum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Viðræður við fjölskyldu- meðlimi verða einkar mikilvægar í dag. Gættu þess að vanrækja ekki eigin þarfir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð meiri athygli með því að láta lítið á þér bera, en aðrir fá fyrir að standa í kastljósinu. Tíminn er með þér, og þú færð nógan tíma til að hugsa og venj- ast aðstæðum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu þér nægja að einbeita þér að þínum eigin verkefnum. Hægðu að- eins á þér, þó ekki væri nema til að vera kurteis. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við konu í fjölskyldunni þinni í dag. Kannski þarf hún að axla aukna ábyrgð. Láttu það þó ekki draga úr þér kjark heldur efla þig til frekari dáða. morgnum á Rás 1. Þar hefur hann tekið fyrir ýmis mál í samvinnu við ákveðna vísindamenn og fræðimenn. Meðal þáttaraða má nefna um hag- fræði sem hann gerði með Daða Má Kristóferssyni og eina af síðustu þáttaröðunum gerði hann með Gísla Sigurðssyni rannsóknarprófessor og voru þeir um sjálfsmynd ein- staklinga og hópa. „Þessa aðferð má þakka Páli Skúlasyni en hún kom til í okkar samtali um að fá kunnáttu- mann með sér til að tala við aðra sér- fræðinga svo maður fljóti ekki eins og korktappi og þykist vita allt.“ Nú er farið að líða að lokum þessara þátta og er síðasta þáttaröðin um framtíðina sem Ævar sá einn um. Hann tók upp síðasta þáttinn í gær sem verður síðan útvarpað á sunnu- daginn. „Það getur vel verið að ég geri einhverja þætti að gamni mínu, til dæmis á jólum eða páskum en þessi fasta dagskrárgerð er hér með kom- in á endapunkt. Mér finnst ég samt hefur gert ýmsa þætti um þjóð- félagsmál, menningarmál og um vís- indi og fræði. Hann stofnaði m.a. síð- degisþáttinn Víðsjá og veitti for- stöðu fyrstu fjögur árin. Frá 2006 hefur Ævar verið með viðtalsþættina Samtal á sunnudags- Æ var Kjartansson fæddist 26. ágúst 1950 á Landspít- alanum í Reykja- vík en fór með leigubíl þriggja vikna gamall á Grímsstaði á Hólsfjöllum þar sem hann ólst upp. „Fóstra mín Kristín sótti mig og það þótti ekki rétt að fara með ungbarn í rútu svo það var fenginn leigubíll.“ Ævar var í farskóla sem barn. „Ég fékk þriggja mánaða kennslu á vetri hjá Snæbirni Péturssyni í Reynihlíð í Mývatnssveit sem fór á milli bæja og við fylgdum honum.“ Ævar var síðan í Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971. Hann stundaði nám í almenn- um þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands 1973-1977 og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði 1977, stundaði nám í heimspeki og þjóðhagfræði við Uni- versité de Provence, Aix-en- Provence, Frakklandi 1977-1979 og var í guðfræði við Háskóla Íslands 2000-2005 og lauk embættispróf vor- ið 2005 með trúfræði sem kjörsvið. Ævar kenndi við Barnaskólann á Raufarhöfn 1970, við Gagnfræða- skólann í Neskaupstað 1971-1972, vann þularstörf hjá Ríkisútvarpinu 1972-1973, kenndi við Mennta- skólann í Kópavogi 1975-1976, kenndi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1979-1980 og kenndi við Grunnskóla Fjallahrepps 1980-1981. „Ég kenndi á ýmsum skemmtilegum stöðum og var einn vetur á Gríms- stöðum að leysa bróður minn og mágkonu af þar sem ég sinnti bú- skap og kenndi mínum krökkum og örfáum öðrum börnum.“ Ævar varð síðan dagskrárfulltrúi á Ríkisútvarpinu 1981 þar sem hann hefur starfað síðan. „Ég hafði unnið þar sem þulur og var síðan viðloð- andi útvarpið í sumarstörfum fyrir utan þegar við hjónin vorum erlend- is í námi.“ Ævar var varadagskrár- stjóri 1983-1985, sat í ritstjórn menningarmála á Rás 1 1989-1996 og var staðgengill dagskrárstjóra á Rás 1 2005-2007. Hann hefur sinnt ýmissi dagskrárgerð á Ríkisútvarp- inu og einnig fyrir sjónvarp. Hann hafa nóg að gera fram undan, ég ætla að nýta mér guðfræðinámið og fara að stúdera hana mér til upplyft- ingar. Ég er mikill áhugamaður um tónlist, hafði mikinn áhuga á kirkju- tónlist og söng í Mótettukór Hall- grímskirkju í 12 ár en núna á gamals aldri er ég orðinn mikill óperu- áhugamaður. Það eru svo miklir tæknilegir möguleikar að fylgjast með óperum svo ég ætla mér að lesa guðfræði og hlusta á óperur. Það er framtíðarsýnin.“ Fjölskylda Eiginkona Ævars er Guðrún Kristjánsdóttir, f. 22.8. 1950, mynd- listarmaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar voru hjónin Oddný Ólafsdóttir, f. 6.1. 1920, d. 23.9. 2011, og Kristján Frið- riksson, f. 21.7. 1912, d. 26.4. 1980, iðnrekandi. Börn Ævars og Guðrúnar eru 1) Oddný Eir Ævarsdóttir, f. 28.12. 1972, rithöfundur, búsett í Reykja- Ævar Kjartansson útvarpsmaður – 70 ára Fjölskyldan Ævar og Guðrún ásamt börnum, tengdadóttur og barnabörnum á Heinabergi á Skarðsströnd þar sem þau keyptu sér jörð ásamt syni og tengdadóttur. Á myndina vantar Ævar og Krumma Uggasyni. Tók upp síðasta þáttinn í gær Síðdegisútvarp Rásar 2 Guðrún Gunnars og Ævar árið 1988. Vinkonurnar Arna Björnsdóttir og Móeiður Arnarsdóttir söfnuðu dós- um í Laugardalnum til styrktar Rauða krossinum. Þær komu með afraksturinn þann 18. ágúst, heilar 34.028 krónur, og afhentu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta 40 ára Daníel er Reykvíkingur en býr á Álftanesi. Hann er við- skiptafræðingur að mennt með meistara- gráðu í alþjóða- viðskiptum frá Háskól- anum í Reykjavík. Daníel er rekstrarstjóri NEXT. Maki: Helga Björg Flóventsdóttir, f. 1978, kennari í Álftanesskóla. Börn: Inga María, f. 2008, og Daníel Grímur, f. 2012. Stjúpsynir eru Björgvin Júlíus, f. 1997 og Bjarki Flóvent, f. 2001. Foreldrar: Daníel Þórarinsson, f. 1947, fv. framkvæmdastjóri Netasölunnar, og Inga Norðdahl, f. 1948, fv. flugfreyja. Þau eru búsett í Reykjavík. Daníel Tryggvi Daníelsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.