Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 vík. Sonur hennar er Ævar Magnús Magnússon, f. 10.5. 2015; 2) Uggi Ævarsson, f. 26.4. 1974, fornleifa- fræðingur, búsettur í Reykjavík. Maki: Guðrún Alda Gísladóttir forn- leifafræðingur. Börn þeirra eru Anna Eir Uggadóttir, f. 2008, og Guðrún Eyja Uggadóttir, f. 2013. Synir Ugga af fyrra hjónabandi eru Ævar Uggason, f. 2000 og Krummi Uggason, f. 2002. Uppeldissystkini Ævars: Bragi Benediktsson, f. 6.8. 1937, Aldís Pála Benediktsdóttir, f. 8.7. 1940, d. 12.7. 2007, Sigríður Kristjana Benedikts- dóttir, f. 17.9. 1951, Sigurður Axel Benediktsson, f. 19.7. 1955, Sigurður Bragason, f. 26.3. 1963. Hálfsystkin Ævars: Sigríður Haraldsdóttir, f. 24.6. 1954, Trausti Haraldsson, f. 27.8. 1955, Hjálmar Bernhard Kjart- ansson, f. 13.9. 1947, d. 11.5. 2000, Tómas Kjartansson, f. 16.4. 1949, Ingibjörg María Kjartansdóttir, f. 10.6. 1953. Foreldrar Ævars voru Áslaug Axelsdóttir, f. 16.12. 1927, d. 28.3. 1997, kennari á Akureyri, og Kjart- an Hjálmarsson, f. 7.9. 1920, d. 20.2. 1984, kennari og kvæðamaður á Siglufirði, í Kópavogi, Hafnarfirði og víðar. Fósturforeldrar Ævars voru hjónin Kristín Axelsdóttir, f. 1.8. 1923, d. 14.6. 2020, organisti, og Benedikt Sigurðsson, f. 26.9. 1909, d. 22.6. 1990, bóndi í Grímstungu. Ævar Kjartansson Hólmfríður Stefánsdóttir húsfreyja á Sveinsströnd Jóhannes Stefánsson bóndi á Sveinsströnd í Mývatnssveit Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja í Ási Axel Jónsson bóndi og kennari í Ási í Kelduhverfi Áslaug Axelsdóttir kennari á Akureyri Kristín Stefánsdóttir húsfreyja á Syðri-Bakka Jón Egilson bóndi á Syðri-Bakka í Kelduhverfi Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona Bjarni Bjarnason bóndi á Gautahamri í Steingrímsfirði og víðar Leopoldína Bjarnadóttir saumakona og umsjónarm. íþrottahúss HÍ Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur á Seltjarnarnesi Auður Axelsdóttir húsfreyja í Rvík Guðrún „yngri”Magnúsdóttir húsfreyja á Klúku Bjarni Þorbergsson bóndi á Klúku í Bjarnarfirði Anna Halldóra Bjarnadóttir húsfreyja á Blönduósi og í Rvík Hjálmar Lárusson myndskurðarmaður á Blönduósi og í Reykjavík. Lárus Erlendsson bóndi í Holtastaðahjáleigu í Langadal, A-Hún. Sigríður Hjálmarsdóttir húsfreyja og ljósmóðir í Holtastaðahjáleigu, dóttir Hjálmars Jónssonar skálds í Bólu Úr frændgarði Ævars Kjartanssonar Kjartan Hjálmarsson kennari og kvæðamaður í Hafnarfirði „ÞÚ ÞARFT AÐ TILGREINA ÁSTÆÐU FYRIR KAUPUNUM. HVERNIG LÍST ÞÉR Á „PRÓFUN Á NÝJU SVITASPREYI”?” „HVAÐ MEÐ BRÚSA AF RAKSÁPU FYRIR LEGGINA Á HENNI?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... yfirlýsing! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG SEGI ÞÉR SATT. ÞETTA VERÐUR ALDREI VINSÆLT TYGGJÓ MEÐ OSTABRAGÐI SJÁÐU! EINHVER DULARFULLUR RIDDARI ER AÐ GERSIGRA ÓVINAHERINN! ÞÚ HEFUR ENGA AFSÖKUN FYRIR ÞVÍ AÐ VERA SEINN Í KVÖLDMATINN! SPRENGJUVESTI Ólafur Stefánsson gerir það sértil gamans að snúa ljóðum á íslensku og birta á leir. Ég gef hon- um orðið: „Bandaríska háðsádeilu- höfundinum og dálkaskrifaranum Ambrose Bierce (1842-1914) var fátt heilagt og hann þótti grimmur krítiker ungum höfundum og þeir hræddust hann. Hertur í þræla- stríðinu, þar sem hann var í liði norðanmanna, gerðist hann þar á eftir dálkahöfundur um þriggja áratuga skeið. Beittum sketsum sínum safnaði hann að lokum sam- an í Orðabók djöfulsins (Devil’s dic- tionary), þar sem hann útlistar ýmis hugtök og orð á sinn hátt. Hann er talinn í hópi trúleysingja og svona lýsir hann ódauðleikanum og hinu eilífa lífi (Immortality)“: A toy which people cry for, and on their knees apply for, dispute, contend and lie for And if allowed would be right proud eternally to die for. Í hrárri þýðingu er það einhvern veginn svona: Það er leikfang sem lýðurinn gargar á, leggst á hnén og argar á, lýgur um, þrefar og sargar á. Og heiður það þætti þeim sem að mætti þar fyrir deyja og fargast á. Bólu-Hjálmar orti: Þótt við eigum þennan prest er þjóð til dygða hvetur í hans hjörð er andleg pest, enginn læknað getur. Sagt er, að Páll Vídalín hafi ort fimm ára um kött: Högni bóndi í höfðann reið hafði mús í nefið sitt, lystugan hestinn lagði á skeið og lét hann renna um handrið mitt. Og fimm ára kvað Páll um hund, er Gaufari hét: Gaufari situr gólfi á, gantalegur er að sjá, klórar upp úr krásir smá, kynja stór er hundur sá. Páll Ólafsson orti um kúna Hélu: Hún kom aldrei heim á tún þó hinar væru að rása, aldrei sletti hala hún né hægði sér á bása. Gamall húsgangur í lokin: Dagurinn líður, dimma fer, dregst að nóttin svala. Myrkrið gerir mér og þér marga byltu fala. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ódauðleikinn og hið eilífa líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.