Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 þetta ritar að fá hann fyrir næstum áratug til að halda utan um rekstur og bókhald í litlu fyrirtæki. Alltaf stóð allt eins og stafur á bók og skipti þá ekki máli hvort það var alls kyns uppgjör, gerð ársreikninga eða skil skattframtala. Fyrir hönd okkar allra í „hjúkkuhópnum“ viljum við þakka Guðmundi samferðina um leið og við vottum Ragnheiði konu hans, börnum og fjölskyld- um þeirra innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Guðmundar R. Óskarssonar. Magnús Jónsson, Karitas Sigurðardóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Ágúst M. Ármann, Halldóra Krist- jánsdóttir, Sigurður Gísla- son, María Tómasdóttir og Hafsteinn Gunnarsson. Kveðja frá Hjartaheill Þann 8. október 1983 voru Landssamtök hjartasjúklinga stofnuð sem síðar fengu heitið Hjartaheill. Það var mikill elja og dugn- aður í stofnfélögum þegar sam- tökin hófu starfsemi sína fyrir 37 árum og var Guðmundur Rúnar Óskarsson, löggiltur end- urskoðandi, einn af stofnfélög- unum. Frá fyrstu tíð var Guðmundi falið það starf að endurskoða reikninga samtakanna. Í starfi sínu var hann skipulagður og vandvirkur og nutu samtökin þekkingar hans og vinnu allt til dánardægurs. Fyrir stuttu kastaði ég kveðju á þennan góða félaga okkar þar sem hann var að koma á starfs- stöð sína en ég er með rekstur minn í næsta húsi við endur- skoðendastofu hans. Það var erfitt að fá þá frétt að félagi okkar hefði orðið bráðkvaddur þann 11. ágúst sl. Lífið kemur ekki upp í staf- rófsröð og við fáum ekki ráðið þeim bókstaf sem okkur er út- hlutað í lífinu. Sorgin er óaðskiljanlegur partur af lífinu og hjá því verður ekki komist í þessu lífi að takast á við sorgina. Við verðum að læra að lifa með sorginni. Góðar minningar raðast upp í kringum störf Guðmundar og þátttöku hans í starfsemi Hjartaheilla. Hjartaheill hafa treyst á sjálf- boðaliða í sínum röðum frá stofnun samtakanna. Fólk fer í sjálfboðaliðastörf af ýmsum ástæðum. Mörgum finnst starfið áhugavert og gefandi, aðrir vilja láta gott leiða af sér. Sjálfboða- liðastarf getur nefnilega verið lærdómsríkt og þroskandi. Við vorum afar heppin að hafa fengið Guðmund í raðir okkar. Hann var virkur þátttak- andi sem tók þátt í því að móta umhverfi sitt og samfélag með störfum sínum í Hjartaheill. Fyrir það erum við ævarandi þakklát. Þakklæti okkar felst í því að kunna að bera kennsl á það sem virðist sjálfsagt og læra að meta það mikils. Á stórum fundi í samtökum okkar var ákveðið að veita Guðmundi æðsta heiðurs- merki samtakanna sem er úr gulli. Það var vel við hæfi og var hann vel að þessum sóma kom- inn. Fyrir hönd samtaka okkar vil ég nota tækifærið og þakka Guðmundi fyrir framlag hans og þátttöku í starfinu. Félagar í Hjartaheill, SÍBS og aðildarfélögum kveðja góðan félaga með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. Sorgin er mikil og sendum við fjölskyldu hans dýpstu samúðar- kveðju. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góða mann- eskju lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga undir, en alltaf heldur áfram að lýsa. Sveinn Guðmundsson, formaður. Það var sólríkur dagur 16. ágúst er Ellert kvaddi. Ellert var ein- stakt ljúfmenni í allri framkomu, ávallt glaður og hress, stutt í brosið, glensið og hláturinn. Ellert var oft hnyttinn í tilsvörum og skaut skemmtileg- um glósum inn í umræður sem sköpuðu oftar en ekki mikinn hlátur. Ég aðstoðaði Ellert eitt sinn við smalamennsku (heimasmöl- un) í Hlíðardal. Fórum við upp dalinn á sexhjóli, Ellert ók hjól- inu en ég var farþegi. Er við vor- um komnir vel áleiðis upp dalinn stöðvar Ellert hjólið og biður mig um að taka við akstrinum en sjálfur ætlaði hann að hlaupa fyrir kindur sem þarna voru. Eitthvað var ég efins um færni mína við stjórnun sexhjólsins en Ellert fullvissaði mig um að þetta væri ekkert mál. „Sittu bara rétt á hjólinu og aktu létt.“ Ég gerði eins og fyrir mig var lagt og allt gekk vel. Þegar ég hitti Ellert aftur, þar sem hann var kominn með kindurnar á „slóð“ brosti hann og sagði að þetta hefði nú aldeilis gengið vel hjá mér. Ég samsinnti því og sagði að ég hefði bara gert eins og hann sagði, sat „létt á hjólinu og ók rétt“. Ég man hvað Ellert hló dátt að þessu rugli í mér og endurtók nokkrum sinnum „sat létt og ók rétt“. Það var fallegt sumarkvöld fyrir nokkrum árum að við hjón- in ókum upp í Hlíðardal. Með í för voru þau heiðurshjón Ellert Ellert Gunnlaugsson ✝ Ellert Gunn-laugsson fædd- ist 1. október 1955. Hann lést 16. ágúst 2020. Útförin fór fram 24. ágúst 2020. og Heiða á Sauðá. Ég ók rólega slóð- ann upp dalinn og við nutum útsýnis- ins. Bifreiðin var stöðvuð ofarlega í dalnum og gengum við upp að Grens- vatni, sem er einn af fegurstu stöðum, sem ég hef komið á. Þvílík fegurð og því- lík kyrrð, því fá engin orð lýst. Við setjumst nið- ur og Ellert sagði okkur sögur frá smalamennsku og öðrum ferðum sínum um dalinn. Hér er gott að vera einn og hlusta á þögnina og hjartsláttinn í sjálf- um sér, sagði Ellert. Ég hafði meðferðis vídeotökuvél og festi á filmu þau kennileiti, sem Ellert kunni svo góð skil á. Hann þekkti hvern stein, hverja laut, hvern læk og hól, enda mikið náttúru- barn. Ellert unni vel landi sínu, og skepnum sínum sinnti hann af mikilli natni. Ellert hafði gaman af að dansa og ekki var annað að sjá en hann kynni þá list bara nokkuð vel. Við Dagga fórum nokkrum sinn- um á „gömlu dansana“ með þeim Ellerti og Heiðu, m.a. í Skaga- fjörð. Það voru skemmtilegar stundir sem við áttum saman á þeim kvöldum. Hann var góður og traustur vinur og þakka ég honum fyrir allt og allt. Nú ertu vinur, fallinn frá Ellert frændi góður Það er mikil eftirsjá eftir sit ég hljóður. Um leið og ég kveð góðan dreng færi ég Heiðu og fjöl- skyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Hermann Ívarsson. Elsku Ellert, það eru blendn- ar tilfinningar sem brjótast um í manni þessa dagana. Bæði sorg og söknuður yfir því að þú þurft- ir að yfirgefa okkur allt of snemma, en einnig þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að vera partur af fjölskyldu þinni, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, eins og veiði- ferðirnar á sjó og landi, smala- mennskurnar og jólaboðin. Þú varst alltaf traustur, góður og glaðlyndur. Það var alltaf stutt í bros og hlátur hjá þér og þú skiptir sjaldan skapi. Ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdaföður. Þú hafðir alltaf gaman af því að eyða tíma með börnunum þínum og síðar barna- börnunum; spila spil, kubba og fara út að renna sér á veturna, og veit ég að ef heilsan hefði ekki brostið, þá hefði Bríet litla fengið að fara með út með langafa að renna sér í skaflinum fyrir ofan bæinn. Það er óhætt að segja að und- anfarin ár hafa verið fjölskyld- unni erfið. Að horfa á hreysti- menni sem hljóp á fjöll dag eftir dag án þess að blása úr nös, verða aðeins skugginn af sjálfum sér. Undanfarna daga ýfðust líka upp minningarnar frá því þegar þú týndist um árið og við vorum næstum búin að missa þig. En til allrar hamingju fannstu og við fengum að njóta nærveru þinnar í nokkur ár til viðbótar. Það var ómetanlegt að við fjöl- skyldan fengum að vera saman síðustu dagana þína, og urðu til margar góðar minningar á þeim tíma sem verða örugglega oft rifjaðar upp yfir krossgátublaði í framtíðinni. Nú er að renna upp einn af þínum uppáhaldstímum, göngur og réttir. Þú þarft samt ekkert að vera svekktur yfir að missa af þeim þetta árið þar sem þær verða varla svipur hjá sjón út af Covid-reglum. En ég veit að þú, Nonni Ponni og Snati eruð farnir að spá í hver verður settur í Klofann, og glottið út í annað. Hvíl í friði, elsku Ellert, og takk fyrir allt. Gísli Már Arnarson. Gamall vinur minn og samstarfs- maður, Helgi Stein- grímsson, er látinn. Kynni okkar hófust um 1970 þeg- ar ég sótti um vinnu sem rótari hjá hljómsveitinni Haukum, þar sem Helgi var gítarleikari og að- almaðurinn. Ég var á tánings- aldri og hafði mjög mikinn áhuga á að starfa í tónlistarbransanum. Ég sótti líka um rótaradjobb hjá hljómsveitinni Júdasi, en var hafnað, sem var dálítið skondið þar sem ég varð umboðsmaður þeirra nokkrum árum seinna. Helgi réð mig til starfa og það var mikið líf og fjör í kringum Hauka. Þetta var ein vinsælasta ballsveit landsins og var Helgi snillingur í að skapa góða stemningu á böll- um. Helgi byrjaði í hljómsveitar- standinu ungur að árum og var orðinn landsþekktur þegar ég byrjaði að vinna með Haukum. Ég leit upp til hans, enda var hann næstum því helmingi eldri en ég var á þessum tíma. Stuttu seinna var ég orðinn umboðsmað- ur fyrir Dögg, Paradís og Júdas og sá um rekstur Tjarnarbúðar. Þar að auki bókaði ég bönd til að spila í Klúbbnum á fimmtudags- kvöldum og þar spiluðu Hauk- Helgi Steingrímsson ✝ Helgi Stein-grímsson fædd- ist 13. júní 1943. Hann andaðist 15. ágúst 2020. Útförin fór fram í kyrrþey 21. ágúst 2020. arnir oft. Það fór vel á með okkur Helga og vinskapurinn styrktist 1975 þegar við stofnuðum Dem- ant með Ingibergi Þorkelssyni, en Demant var hljóm- plötuútgáfa, dreif- ingar- og umboðs- fyrirtæki. Við Helgi sáum um að bóka hljómsveitir á böll um allt land, Ingibergur sá um peningamálin og hann hélt líka utan um útgáfuna með mér. Við vorum með stóra og mikla drauma og ætluðum að sigra heiminn. Fyrsta platan sem við gáfum út var barnaplatan Róbert bangsi í Leikfangalandi sem ég var byrjaður að vinna að áður en Demant tók til starfa. Við gáfum líka út Millilendingu með Megasi og Æskuminningar Þórbergs Þórðarsonar auk nokkurra lítilla platna með upprennandi hljóm- sveitum. Helgi var nokkuð sérstakur náungi, átti það til að vera frekar dulur, en líka opinn og þræl- skemmtilegur. Hann gat verið kaldhæðinn og skaut þá á okkur sem unnum með honum. Demant gekk í gegnum allskonar hrær- ingar á þeim stutta tíma sem fyrirtækið var starfrækt, enda var bransinn ekki beinlínis auð- veldur. Þar kom að ég ákvað að vinna eingöngu með Júdasi og hætti í Demant. Stuttu seinna stofnaði ég Skífuna og hélt áfram að gefa út plötur og vinna með allskonar tónlistarfólki, en Helgi sneri sér að öðrum verkefnum. Helgi var hreinn og beinn og ég lærði mikið af því að vinna með honum á meðan leiðir okkar lágu saman. Ég votta börnum hans og fjölskyldu innilega samúð. Jón Ólafsson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ættmóður okkar, JÓHÖNNU JÓNASDÓTTUR, Höfðatúni, Skagaströnd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sæborgar á Skagaströnd fyrir einstaka umönnun, vináttu og virðingu. Guðrún Angantýsdóttir Bylgja Angantýsdóttir Halldór B. Einarsson Dagný Björk Hannesdóttir Sigurjón Gísli Snorrason Steinunn Berndsen og afkomendur Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir og systir, EVA BJÖRG SKÚLADÓTTIR, náms- og starfsráðgjafi, Hólatúni 13, Akureyri, sem lést 15. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 13.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstaddir athöfnina. Hægt verður að fylgjast með athöfninni á FB (Jarðarfarir í Akureyrarkirkju-beinar útsendingar). Gunnlaugur Þorgeirsson Þorgeir Viðar Gunnlaugsson Þrúður Júlía Gunnlaugsd. Guðrún Hólmfríður Þorkelsd. Skúli Viðar Lórenzson Þrúður Gunnlaugsdóttir Þorgeir Jónas Andrésson Guðrún Erla Sigurðardóttir Sigurlaug Skúladóttir Finnbjörn Vignir Agnarsson Aðalheiður Skúladóttir Þórður Friðriksson Hólmfríður Guðrún Skúlad. Tryggvi Kristjánsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR A. AÐALSTEINSSON, bóndi frá Baldursheimi, Davíðshaga 10, Akureyri, lést mánudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. ágúst klukkan 13:30. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir en athöfninni verður streymt beint á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Hjördís G. Haraldsdóttir Aðalsteinn Þorláksson Ingibjörg Ólafsdóttir Anna Margrét Þorláksdóttir Róbert Sverrisson Halla Björk Þorláksdóttir Arnar Pálsson og fjölskyldur Ástkær móðir, tengdamóðir, sambýliskona, dóttir, systir, mágkona og stjúpmóðir okkar, PETRÍNA SÆUNN RANDVERSDÓTTIR, lést á Krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 14. ágúst. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður útförinni streymt á https://www.facebook.com/groups/petrinajardarfor. Andri Þór Þórarinsson Randver Þór Þórarinsson Fríða Ósk Halldórsdóttir Vilhjálmur M.Þ. Þórarinsson Embla Líf Hallsdóttir Guðmundur J Guðmundsson Ingibjörg Hauksdóttir Haukur Randversson Hrafnhildur Jónsdóttir Hrefna Guðmundsdóttir Gabríela Rós Guðmundsd. Belinda Mist Guðmundsd. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR BRAGI JÓHANNESSON frá Ásakoti, Biskupstungum, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 15. ágúst. Útför fór fram laugardaginn 22. ágúst í kyrrþey að hans ósk. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.