Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 1
Vel hefur viðrað til sólbaða víða um land að undanförnu. Fáar strendur eru í boði til að flat- maga undir sólinni. Austurvöllur er eftirsóttur staður sólardýrkenda, þar sem fjölmargir mæta með teppi og baða sig í sólinni, líkt og Dagný Harðardóttir gerði í vikunni, með bros á vör. Morgunblaðið/Eggert Sólin sleikt á Austurvelli M I Ð V I K U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  200. tölublað  108. árgangur  UNITY SOFTWARE Á MARKAÐ VÖLLURINN VÍKUR JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR HEFST Á LAUGARDAG UMDEILT VIÐ ÍSAKSSKÓLA 6 30 ÁRA AFMÆLI 24VIÐSKIPTAMOGGINN A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is  Innlend ferðaþjónusta verður með öðruvísi sniði í vetur. Fjöl- margir þjónustuaðilar verða með skerta starfsemi eða loka henni al- gjörlega. Á sama tíma er víða unnið að því að stilla strengina fyrir þá Ís- lendinga sem vanir eru að ferðast erlendis en munu nú halda sig innanlands. Hótelrekendur segjast vonast til þess að landinn muni renna hýru auga til þess að skipta út hefð- bundnum helgarferðum til útlanda og noti tækifærið til þess að heim- sækja landsbyggðina. Ýmiss konar afþreying verður í boði. »12 Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Ferðavetur Við Hótel Sigló á Siglufirði. Búa sig undir innan- landsferðalög í vetur  Aðstæður á bráðamóttöku hafa aldrei verið verri, að sögn læknis sem þar starfar. Hann telur að heilbrigðiskerfið hafi frekar veikst síðan smit kórónuveiru fóru að breiðast út hérlendis en styrkst, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld hafi ætlað að styrkja heilbrigð- iskerfið eftir fyrstu bylgju farald- ursins hérlendis svo það væri bet- ur búið undir frekari átök við veiruna. Læknirinn, Vilhjálmur Ari Ara- son, hefur áhyggjur af smithættu á biðstofum Landspítalans, þá sér- staklega á biðstofu bráðamóttöku sem er nú aðeins ein, í stað tveggja fyrir faraldur. Tilbúin COVID-legudeild er aftur á móti á efri hæðinni en af þeim sökum er þrengt að bráðamóttöku, að sögn Vilhjálms. » 4 Kerfið frekar veikst en styrkst í faraldri Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta innlendra greiðslukorta í gistiþjónustu jókst um 1,5 milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins, þrátt fyrir samkomubann í vor. Skýringin er því að líkindum aukin ferðalög innanlands. Það dugar þó skammt fyrir hótelhaldara, en er- lenda kortaveltan hefur dregist saman um 22,6 ma. í gistiþjónustu. Að sama skapi hefur veitinga- geirinn orðið fyrir gífurlegu höggi. Velta erlendra korta hefur þar dregist saman um 10,5 milljarða og velta innlendra korta um ríflega 930 milljónir. Mikil aukning í versluninni Innlend kortavelta í verslun jókst um 29,5 ma., en velta erlendra korta í verslun dróst saman um 10,7 ma., skv. Rannsóknasetri versl- unarinnar. Forstöðumaður þess segist í samtali við ViðskiptaMogg- ann telja verslunina munu fara í fyrra horf að faraldri loknum. Hamfarir í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárfesting Mörg hótel hafa verið byggð á Íslandi á síðustu árum.  Yfir 30 milljarða samdráttur í gisti- og veitingaþjónustu  Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir aukna fjar- vinnu vegna kór- ónuveirunnar ekki hafa leitt til endurmats á ávinningi af nýjum höfuð- stöðvum. Enda sé verið að hanna hús sem geri þegar ráð fyrir breyttum starfsvenjum. Huga þurfi að öryggi, enda unnið með viðkvæmar trúnaðarupplýs- ingar. »Viðskiptamogginn Faraldurinn ekki kallað á endurmat Lilja Björk Einarsdóttir Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group fékk engar skuldir afskrifaðar í umfangsmikilli samn- ingalotu við lánardrottna sína í sum- ar. Bogi Nils Bogason segir að félag- ið muni vera í sterkri stöðu ef hlutafjárútboð, sem stefnt er að í september, heppnast vel. Þar er ætl- unin að safna allt að 23 milljörðum. Þannig muni farsæl niðurstaða í fyrrnefndum samningum m.a. gera Icelandair að eftirsóttum mótaðila þegar kemur að kaupum á flugvélum eða fjármögnun félagsins. Bendir hann á að Icelandair hafi farið allt aðra leið en Norwegian sem hafi breytt skuldum í hlutafé. Það hafi skýrst af því að skuldir norska fé- lagsins hafi verið fólgnar í vanskilum og óveðtryggðum pappírum. Því hafi ekki verið til að dreifa hjá Icelandair Group og samningsstaða lánar- drottna því allt önnur. Í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogg- anum í dag fer Bogi Nils yfir áætl- anir þær sem nú hafa verið teiknaðar upp og miða að því að koma félaginu á beina braut að nýju. Segir hann ýmis tækifæri felast í umrótinu á markaðnum nú um stundir. Slíkt ástand hafi oft nýst Icelandair og það muni gerast aftur, ef rétt er haldið á spilum. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga var birt í gærkvöldi. Samkvæmt því mun Icelandair greiða 37,5 milljóna króna grunngjald til ríkisins á ári, fyrir að halda lánalínu opinni þeirra á milli. Ofan á þá greiðslu bætist notkunarálag, sem samkvæmt frum- varpinu tekur mið af því hversu hátt lánalínurnar eru ádregnar. Ekkert afskrifað í ferlinu  Engar skuldir voru afskrifaðar í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair  Forstjórinn segir að með hlutafjárútboði verði staða félagsins sterk í samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.