Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR Þungar og öflugar undirstöður DVERGARNIR R HNERRIR DURGURJÖTUNN DRAUPNIR ÞJARKUR Þessir dvergar henta vel sem undirstöður þar sem þung og öflug festing er aðalatriði. Nú hefur komið í ljós að ríkið hyggst veita Icelandair rík- isábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 16,5 milljörðum króna. Með öðrum orðum hefur ríkið ákveðið að gerast ábyrgðarmaður fyrir einkafyrirtæki. Hvers vegna? Í orðum Katr- ínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er ástæðan „… meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flug- félag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumark- aði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahags- legri viðspyrnu að loknum far- aldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar al- mannafé …“. Án þess að fara út í umræðuna hvort ríkið eigi yfir höfuð nokkurn tímann að gerast slíkur ábyrgðarmaður fyrir einka- aðila eða ekki þykir mér tilefni til þess að spyrja hvers vegna það sé ákveðið nú að veita Icelandair slíka ríkisábyrgð og þá sér- staklega hvers vegna ríkið hafi ekki á öllum stundum lista yfir þau fyrirtæki sem það telur svo þjóðhagslega mikilvæg að þau eigi ekki að lúta hinum hefð- bundnu leikreglum markaðarins og þeim þurfi að bjarga séu þau á barmi gjaldþrots. Ljóst er að þeg- ar ríkið tekur slíka ákvörðun ætti það að vera gert til þess að há- marka velferð þeirra sem standa að baki ríkinu, almenningi. Sam- hliða vakna ýmsar spurningar svo sem: Til þess að tryggja að ríkið sé raunverulega að hámarka velferð þjóðarinnar hljóta að þurfa standa að baki útreikningar sem sýna að það að missa fyrirtækið sé þjóðinni dýrkeyptara en að að- stoða fyrirtækið með ríkisábyrgð. Eru nokkrir slíkir útreikningar til staðar í tilfelli Icelandair? Hvenær verða fyrirtæki svo þjóðhagslega mikil- væg að ríkið þarf að vera tilbúið að hlaupa undir bagga? Varð Icelandair þjóðhags- lega mikilvægt eftir fall Wow air? Það hlýtur eiginlega að vera að Icelandair hafi talist þjóðhags- lega mikilvægt á þeim tímapunkti eða fyrr, ef það telst þjóðhagslega mik- ilvægt í dag. Hvaða önnur fyrir- tæki, sem ef til vill eru ekki kom- in að barmi gjaldþrots, eru svo þjóðhagslega mikilvæg að þeim mun þurfa að veita ríkisábyrgð ef til þess kemur? Er nokkur stofn- un innan ríkisins sem heldur utan um þau félög og setur fram út- reikninga og sviðsmyndir um hvað þurfi að gerast til þess að þessi félög verða ríkinu áhættu- eða kostnaðarsöm? Hvers vegna fá fyrirtæki að haga starfsemi sinni eftir eigin höfði ef þekkt er að þau séu svo þjóðhagslega mikilvæg að ríkið muni hlaupa undir bagga með þeim ef hlutirnir fara illa? Það að veita ríkisábyrgð er ígildi þess að gefa peninga. Í til- felli Icelandair er ríkið tilbúið til að greiða allt að 90% af 120 m. USD-lánalínu ef Icelandair getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þessi ábyrgð þýðir að Ice- landair fær núna ódýrari fjár- mögnun en ella þar eð fjárfestar upplifa Icelandair sem tryggari fjárfestingu. Þetta er forskot sem einkafyrirtæki er að fá fram yfir aðra á markaðnum en áhætta sem ríkið er að taka á móti. Er hér verið að hámarka velferð almenn- ings? Ríkið segist ekki ætla að stefna að því að eignast hlut í fyrirtækinu og ekki er að sjá að ríkið sé að nýta stöðu sína til fulls líkt og einkaaðili myndi gera og reyna að fá sem mest fyrir þær skuldbindingar sem það er að taka á hendur sér. Hvers vegna? Fljótt á litið virðist þessi ríkis- ábyrgð vera fyrst og fremst byggð á tilfinningu en ekki ígrunduðum rökum, útreikningum og sterkum fyrirsjáanlegum stefnum. Það virðist nokkuð aug- ljóst að fá fyrirtæki verða skyndi- lega þjóðhagslega mikilvæg eða ómissandi alveg óvænt og sann- arlega ekki í tilfelli Icelandair. Því sætir furðu að slíkum fyrir- tækjum séu ekki settar skorður um starfsemi sína, fyrst líkur eru á að þau velti hluta eigin áhættu- töku yfir á ríkið. Þá er furðulegt að ríkið sé ekki tilbúið með lista yfir slík fyrirtæki, staða þeirra sé ríkinu mjög ljós og þau áhættu- metin. Það er nefnilega mjög dýrt að taka ákvarðanir í skyndi byggðar á hugboðum eða útreikn- ingum á seinustu stundu, þá sér- staklega þegar þær ákvarðanir eru taldar í milljörðum. Það er al- menningi ekki bjóðandi að ríkið viðhafi slík vinnubrögð og bjóði hættunni heim fremur en að hafa örfáa sérfræðinga í vinnu sem væru með puttann á púlsinum ár- ið um kring. Til að fá mjög grófa útreikninga má áætla að sérfræð- ingur með grunnlaun upp á 800 þ.kr. kosti ríkið um 12 m.kr. á ári með launatengdum gjöldum. Jafn- vel teymi af fjórum slíkum sér- fræðingum sem myndu ekki vinna að neinum öðrum verkefnum myndi kosta ríkið um 50 m.kr. á ári eða 500 m.kr. á áratug. Þessi eina ríkisábyrgð á hendur Ice- landair getur kostað ríkið á annan tug milljarða og það er ekki eins og þetta sé eina skiptið sem tal um ríkisábyrgð eða aðstoð fyrir einkafyrirtæki skjóti upp koll- inum síðastliðin ár. Munurinn á þessum tölum er ófá Braggamál að stærð. Ríkisábyrgð Icelandair Eftir Hauk Viðar Alfreðsson » Fljótt á litið virðist þessi ríkisábyrgð vera fyrst og fremst byggð á tilfinningu en ekki ígrunduðum rök- um, útreikningum og sterkum fyrirsjáan- legum stefnum. Haukur Viðar Alfreðsson Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Þetta eru hvatning- arorð til nemenda Söngskólans í Reykjavík og annarra tónlistarskólanema sem um þessar mund- ir hefja nám en vegna aðstæðna fá ekki not- ið þess að mæta í skólann sinn, hitta gamla félaga, end- urvekja vináttu og forma ný vinasambönd. Bestu kveðjur neðan úr borg bárust í síðustu viku. Kveðjur og hvatning um að skólarnir ættu að starfa undir eftirfarandi formerkj- um: „Jákvæðni, virðingu, samvinnu og fagmennsku“ og að þeir geti „látið drauma rætast“. Þar snerti borgin ómeðvitað streng sem allir tónlistarnemar eiga og spila á. Það skemmtilega við að eiga sér draum er að vinna að því að hann rætist og að verða áþreifanlega vitni að því. Öll þráum við viðurkenningu, at- hygli. Já, aðdáun samnemenda, fjölskyldu, kollega. Ef ég má, af gamalli reynslu eða af reynslu gamals manns sem er búinn að nýta ævina á þeim slóðum sem þið stefnið á, gefa ykkur ráð sem vega- nesti út í grimma veröld lista og lasta: „Gefðu aldrei upp á bátinn það sem þig dreymir um og þú þráir að gera. Sá sem á sér stóra drauma, djúpa þrá eftir einhverju er öflugri en sá sem er með allar staðreyndir á hreinu.“ Gangi ykkur vel. Hugtakið velgengni eins og ég óska ykkur nú er skilgetið af- sprengi drauma og þráa, enda af sama stofni. Velgengni á sér svo aftur þekkta en van- notaða uppskrift sem er: „hæfni – hvíld – kraftur og kjarkur og af þeim er kjarkurinn þýðingar- mestur. Það þarf kjark til að meta eigin hæfni, kjark til að fara eigin leiðir kjark til að ná hvíld og líkams- krafti sem er nauðsynlegt til ár- angurs. Síðast en ekki síst kjark til að bera virðingu fyrir sjálfum ykk- ur og því sem þið eruð að gera. Kveðja og óskir um góðan vetur frá öllum kennurum og starfsfólki Söngskólans í Reykjavík. Söngskólinn Reykjavík er sett- ur! Hvatningarorð við skólasetningu Eftir Garðar Cortes Garðar Cortes »Hugtakið velgengni, eins og ég óska ykk- ur nú, er skilgetið af- sprengi drauma og þráa, enda af sama stofni. Höfundur er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík. Margt hefur verið rætt um sjónvarps- stöðina Omega í gegn- um tíðina og hefur stöðin flutt oft og tíð- um gagnmerkan og góðan boðskap. Ég undirritaður var svo- lítið að reyna að kynna mér stöðu stöðv- arinnar og ætlaði að blogga eilítið um það sem ég hef um hana að segja en rakst þá á það að ákaflega lítið pláss var til að koma einhverju áliti þar að. Aðallega rakst ég á blogg frá fé- lögum í lífsstefnufélaginu Vantrú og hafa þeir að sjálfsögðu rétt á að hafa sínar skoðanir á málunum. En eitt fannst mér ég koma auga á og það var misskilningur á trúarbrögðum almennt. Hvort sem þeir vilja trúa á mammon peningavaldsins eða Allah, eða hvað sem þeir vilja nefna það, þá finnst mér lágmark að reyna að skilja út á hvað trúarbrögðin ganga hverju sinni. Trúarbrögðin eru ekki bara að trúa á eitthvað heldur spurning um hvaða boðskap þau fylgja eða boða og í raun lífsstefnu- mál. Ef við skoðum til dæmis kristna trú og trúarboðskap hennar þá boð- ar sú trú ekki að ata skuli náungann auri og skammaryrðum, eins og virðist vera nálægt hjarta þeirra Vantrúarmanna, heldur boðar krist- in trú náungakærleik svo sem „það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Get ég ekki séð neitt ljótt við þennan boðskap. Hef ég yfirleitt ekki séð neitt annað í kristnum boðskap en það sem boðar hjálp- semi og tillitssemi við náunga sinn, og það að eiga sér trú í hjarta sínu. Það að við höfum einhvern verndara sem verndar okkur á hættu- stundum, hvort sem hann er raunverulegur eða ekki, þá gefur trú sú sem viðkomandi ein- staklingur hefur honum sjálfum hugarró og frið. Hugsum okkur til dæmis barnið sem á sína móður, hvernig væri það ef barnið hefði ekki trú á því að mamma svaraði ákalli þess, sem þá er væntanlega grátur barnsins. Það myndast strax í hug barnsins trú, trú á að mamma svari ef það grætur. Þannig að ég sé ekki að það sé nokkur skynsamur kostur í þeirri skoðun þeirra Vantrúar- manna að ekki megi trúa og hvet ég þá til að skoða vel stöðu sína og hvort þeir séu á réttri braut í lífi sínu. Vert að minna á vísuna hans Steingríms Thorsteinssonar: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Kristniboðsstöðin Omega Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Trúarbrögðin eru ekki bara að trúa á eitthvað heldur spurn- ing um hvaða boðskap þau fylgja eða boða. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.