Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Eyja nefnist þátttökuverk eftir Steinunni Hildigunni Knúts-Önnudóttur unnið í sam- starfi við Grétu Kristínu Ómarsdóttur, íbúa Hríseyjar og Leikfélag Akureyrar sem sýnt verður í Hrísey laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst kl. 14 og 16.30 báða daga. Einnig verða tvær sýningar á A! Festi- val í október. „Sýningar hefjast með siglingu í ferjunni frá Árskógssandi yfir til Hríseyjar,“ segir Stein- unn og tekur fram að verkið taki rúmlega tvo klukkutíma með siglingu báðar leiðir. „Verkið fer fram í ferjunni og innan og utan húss í Hrísey,“ segir Steinunn og hvetur gesti til að mæta tímanlega í ferjuna og koma klæddir eft- ir veðri. Tekur hún fram að öllum reglum um sóttvarnir verði fylgt, en gert er ráð fyrir að gestir ferðist um eyjuna í tveggja manna hóp- um, en fjölskyldum gefist kostur á að ferðast um í ögn stærri hópum. Aðgangur er ókeypis, en bóka þarf miða fyrirfram á vef Menningar- félags Akureyrar, mak.is. Endurspeglar hnattræn verkefni Aðspurð segir Steinunn verkið eiga sér langan aðdraganda. „Árið 2017 vann ég að sviðslistaverki sem nefnist Síðasta kvöld- máltíðin. Gréta Kristín, sem er Hríseyingur, kom inn í það verkefni,“ segir Steinunn og rifj- ar upp að sjálf hafi hún unnið í Hrísey á sínum yngri árum auk þess sem hálfsystir hennar sé alin upp í eynni. „Þegar við vorum að ljúka við Síðustu kvöldmáltíðina kviknaði sú hugmynd að fara með það verk til Hríseyjar,“ segir Steinunn og bendir á að af því hafi ekki orðið en í staðinn orðið til nýtt verk sem nefnist Eyja. „Sérstaða þessa samfélags í eyjunni kveikti hugmyndina okkar að þátttökuverkinu Eyju. Verkið fjallar um hvað það þýðir að tilheyra og hvað gerist þegar samfélag á borð við þetta verður fyrir áfalli,“ segir Steinunn og bendir á að Hrísey sé brothætt byggð þar sem líf og lífsskilyrði eru viðkvæm. „Í raun má segja að lífið í eyjunni endurspegli vel þau hnattrænu verkefni sem blasa við í heiminum árið 2020,“ segir Steinunn og nefnir í því samhengi á þær áskoranir sem samfélög heimsins standi frammi fyrir í tengslum við kórónuveirufarald- urinn og loftslagsbreytingar þar sem á ríði að skapa samstöðu með það að markmiði að standa vörð um sameiginlega hagsmuni. Verk sem býður upp á vangaveltur „Í Síðustu kvöldmáltíðinni römmuðum við inn gildi fólks og lífsgæði. Í Eyju gefst tæki- færi til að velta fyrir sér mikilvægum stefjum í mannlegri tilvist,“ segir Steinunn, en gestum er í verkinu boðið að hugleiða áleitin stef um mannlegt samfélag í gegnum táknrænar gjörðir, hugvekjur og með göngu í gegnum innsetningar,“ segir Steinunn og tekur fram að eyjan öll sé leikmynd verksins. „Þannig má segja að þetta sé staðsértækt verk. Í stað þess að búa til eitthvað nýtt erum við aðeins að beina sjónum fólks að ákveðnum hlutum,“ seg- ir Steinunn og áréttar að hver og einn áhorf- andi muni finna sín persónulegu svör við þeim spurningum sem verkið veki. „Þetta verk er ekki predikandi. Verkið býður ekki upp á svör heldur aðeins vangaveltur. Svörin eru eins mörg og gestirnir eru margir,“ segir Steinunn og bætir við: „Ég held að það sé mjög skemmtilegt að vera gestur á þessu verki, svo ég segi sjálf frá,“ segir Steinunn og áréttar að Eyja fjalli um smáa og stóra hluti í lífinu. „Tími fólks er verðmætur og áhorfendur gefa sér hér tíma til að upplifa listaverkið og taka þátt í samtali um það hvað það feli í sér að til- heyra stað.“ Gefandi að eiga samtal við fólk Eyja er annað sviðsverkið sem Steinunn vinnur á þessu ári sem mun nýtast henni í doktorsnámi hennar, en hitt verkið er Fjar- vera sem sýnt var á Listahátíð í Reykjavík fyrr á árinu. Í því verki bauðst gestum að heimsækja raunverulegt heimili ókunnugrar manneskju sem var fjarverandi. „Þar gafst gestum tækifæri til að velta fyrir sér hvað það þýði að vera til staðar í eigin lífi og hvað það sé sem aðskilji og sameini okkur sem mann- eskjur,“ segir Steinunn sem í septemberbyrj- un siglir með Norrænu yfir hafið til að setjast að í Svíþjóð. „Ég lauk starfi mínu sem deildar- forseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands í vor og hóf listrænt doktorsnám við Lundar- háskóla í janúar sem í minnsta lagi er hægt að ljúka á fimm árum, en ég réð mig í stöðu dokt- orsnema til næstu fjögurra ára,“ segir Stein- unn og tekur fram að yfirskrift doktors- verkefnis hennar er: Hversu lítið er nóg? „Þarna er um að ræða listrannsókn þar sem ég beini sjónum mínum að sjálfbærni í víðum skilningi í sviðslistum og skoða hversu lítið er nóg til þess að það verði einhver reynsla sem geri það að verkum að það hreyfist eitthvað til í þér sem áhorfanda. Þá er ég bæði að skoða vinnuaðferðirnar og hvernig vinna má með það sem er til til að minnka kolefnissporið,“ segir Steinunn og bendir á að doktorsverkefni henn- ar tengist líka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem lúta meðal annars að samfélags- legri ábyrgð, þátttöku fólks og valdeflingu. „Ég tek þátt í þverfaglegu verkefni við Lundarháskóla sem nefnist Agenda 2030 þar sem 17 doktorsnemar taka þátt og eru allir á einn eða annan hátt að ávarpa heimsmark- miðin. Við eigum þar í samtali um aðferðir og nálganir,“ segir Steinunn og tekur fram að mjög gefandi sé að eiga samtal við fólk í öðrum greinum og reiknar hún með að það muni hafa áhrif á hennar eigin rannsóknir. Skoðar áhrif vinnuaðferðarinnar „Ég reikna með að setja upp að minnsta kosti eitt til tvö verk á ári í mismunandi miðl- um meðan ég er í náminu sem lið í listrann- sóknum mínum,“ segir Steinunn og tekur fram að hluti af rannsókn hennar felist í því að taka viðtöl við bæði þátttakendur og áhorfendur. „Eftir uppsetningu Fjarveru og Eyju hef ég úr miklu að moða. Ég er meðal annars að skoða áhrif þessarar vinnuaðferðar og hvort þessi leið til að fá fólk til umhugsunar virkar, því verkin eru nokkurs konar spegill sem fólki býðst til að skoða sig,“ segir Steinunn og tekur fram að fyrstu svör eftir Fjarveru gefi til kynna að aðferðin virki. „Ég get því strax sagt að Fjarvera hafði áhrif, sem er auðvitað frá- bært,“ segir Steinunn og bendir á að með hverju verki sem hún setji upp gefist henni færi á að þróa aðferðafræði sína enn frekar. Svo skemmtilega vill til Gréta Kristín, sem vann verkið með Steinunni, er einnig á leið í nám því hún mun nema leikstjórn við Lista- háskólann í Helsinki á næstu misserum. Eyja Steinunn og Gréta Kristín eru báðar á leið í frekara nám. Steinunn í doktorsnám í sviðs- listum við Lundarháskóla og Gréta Kristín í leikstjórnarnám við Listaháskólann í Helsinki. Hversu lítið er nóg?  Þátttökuverkið Eyja sýnt í Hrísey um helgina  Verk sem fjallar um hvað það þýðir að tilheyra  Gestum boðið að hugleiða áleitin stef um mannlegt samfélag  Tími fólks er verðmætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.