Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020  Knattspyrnumaðurinn Þórður Þor- steinn Þórðarson er kominn að láni til HK frá FH og klárar því tímabilið í Pepsi Max-deildinni í Kópavoginum. Þórður er 24 ára Skagamaður en hann á að baki 77 leiki í efstu deild með ÍA og FH þar sem hann hefur skorað 8 mörk. HK er í 9. sæti með 11 stig eftir 11 leiki.  Áfram verða engir áhorfendur leyfðir á knattspyrnuleikjum á Íslandi en ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar tekur gildi 28. ágúst og gildir til og með 10. september. Litlar breyt- ingar verða á þeim takmörkunum sem nú þegar gilda. Áfram fær íþróttafólk undanþágu frá reglunni um nálægðartakmörkun á æfingum og í keppnum en í minn- isblaði sóttvarnalæknis er áfram mælt með að áhorfendur verði ekki leyfðir. Engir áhorfendur hafa verið leyfðir á leikjum KSÍ síðan í lok júlí en félögin hafa mörg hver verið dugleg að sýna frá leikjum sínum á veraldarvefnum.  Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við japanska hornamanninn Sa- toru Goto. Mun hann leika með nýlið- um Gróttu í Olísdeildinni á komandi tímabili. Goto er 24 ára hornamaður og kemur hann að láni frá Wakunaga í heimalandinu. Goto lék með B-liði Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi á síðustu leiktíð.  Knattspyrnumaðurinn Hjalti Sig- urðsson hefur verið kallaður til baka í KR úr láni frá Leikni í Reykjavík en hann var að láni í Breiðholtinu annað sumarið í röð. Hjalti er tvítugur varn- armaður og á fjölmarga leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann á að baki þrjá leiki í efstu deild með KR.  Helgi Jóhannesson hefur verið ráð- inn landsliðsþjálfari Íslands í badmin- ton og tekur hann við starfinu af Tinnu Helgadóttur um næstu mán- aðamót. Helgi hefur lokið BWF/BEC þjálfaramenntun og þar að auki sótt námskeið í Danmörku á sviði afreks- þjálfunar. Hann starfaði sem unglinga- landsliðsþjálfari á árunum 2014 til 2015 og sem aðstoðarþjálfari A- landsliðsins 2015 til 2016.  Lionel Messi, besti knatt- spyrnumaður heims og fyrirliði Barce- lona á Spáni, hefur beðið um sölu frá félaginu en það var Rob Harris, blaða- maður AP, sem greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Messi, sem er 33 ára gamall, gekk til liðs við Barce- lona árið 2011 frá Old Boys í heima- landi sínu Argentínu og hefur spilað með félaginu allan sinn feril. Messi er af mörgum talinn besti knatt- spyrnumaður sögunnar en hann hefur tíu sinnum orðið Spánarmeistari með Barcelona. Þá hefur hann sex sinnum orðið bikarmeistari með liðinu og fjór- um sinnum hefur hann fagn- að sigri með Barcelona í Meistaradeildinni. Messi hefur sex sinnum hlotið Gullknöttinn eða Ballon d’Or sem veittur er besta knattspyrnumanni heims ár hvert, oftar en allir aðrir. Messi á að baki 731 leik fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 634 mörk og lagt upp önnur 285. Þá á hann að baki 138 landsleiki fyrir Argentínu þar sem hann hefur skorað 70 mörk. Eitt ogannað 11. UMFERÐ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Barbára Sól Gísladóttir og stöllur hennar á Selfossi unnu í fyrradag þrekvirki er þær stöðvuðu hið nær óstöðvandi lið Breiðabliks á Íslands- mótinu í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni. Selfoss vann 2:1-sigur í leik liðanna á Kópavogsvelli og skoraði Barbára sigurmarkið undir lok leiks. Breiðablik er á toppi deildarinnar og var, fyrir viðureignina í fyrra- dag, með fullt hús stiga og marka- töluna 42:0 eftir níu leiki. Selfyss- ingar, sem margir væntu mikils af í byrjun sumars, voru hins vegar búnir að vera í smá vandræðum. Liðið var búið að tapa tveimur í röð og átti í hættu á að dragast aftur úr í baráttunni um þriðja sætið. Hlustum ekki á aðra Selfyssingar voru margir kok- hraustir í upphafi tímabils, enda ríkjandi bikarmeistarar og nýbúnir að fá tvær sterkar landsliðskonur til liðs við sig. Þeir viðurkenndu það, og þorðu það þó, að stefnan væri sett á toppbaráttuna í sumar. Ábyrgð fylgir hins vegar of- urmælum og hafa gagnrýnisraddir ómað í umfjölluninni um liðið. Þótt þær hafi kannski ekki verið fyllilega þaggaðar niður í gær, var sigurinn engu að síður yfirlýsing. „Við hlustum ekkert á hvað aðrir segja en setjum auðvitað mikla pressu á okkur sjálfar. Það var því klárlega léttir að vinna þennan leik,“ sagði hetja Selfyssinga í leikn- um gegn toppliðinu, Barbára Sól, í samtali við Morgunblaðið í gær- .Varnarmaðurinn skoraði sig- urmarkið með skalla á 87. mínútu, fékk 2 M fyrir frammistöðu sína í leiknum og er leikmaður 11. um- ferðarinnar. Stefnan sett upp töfluna „Við höfum yfirleitt byrjað leiki vel og misst þá frá okkur, eins og hausinn sé ekki alltaf alveg í lagi. Það hefur kannski stundum verið vandamál,“ sagði Barbára enn fremur en Selfyssingar mættu ákveðnir til leiks og létu það ekki á sig fá þegar Alexandra Jóhanns- dóttir kom Blikum yfir snemma leiks. Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin, og varð jafnframt fyrst til að skora gegn Breiðabliki á tímabilinu. Hún virðist eiga þetta til, lék svip- aðan leik í september 2015 þegar Blikar voru búnir að halda hreinu í tólf leikjum í röð. „Við komum mjög ákveðnar í þennan leik. Blikar hafa verið á skriði og sennilega meiri pressa á þeim, við gátum nýtt það. Það var ákveðin gulrót að verða fyrsta liðið til að ekki bara vinna þær heldur skora á þær!“ Þetta var ekki bara fyrsta tap Blika á tímabilinu, enda fór liðið taplaust í gegnum síðustu leiktíð líka. Þetta var fyrsta tap liðsins síð- an 2018 eða í 27 leikjum. Svona sigur gerir mjög mikið fyr- ir okkur, upp á sjálfstraustið sér- staklega. Þetta hafa verið nokkur töp undanfarið og nú stefnum við beint upp töfluna.“ Enn að mörgu að keppa Selfoss varð bikarmeistari á síð- ustu leiktíð og endaði í 3. sæti úr- valsdeildarinnar. Liðið ætlaði sér að bæta þann árangur í sumar en Bar- bára segir í það minnsta raunhæft að jafna við hann. Selfoss er sem stendur í 5. sæti þegar mótið er rúmlega hálfnað, þremur stigum frá Fylki í 3. sæti en 12 og 14 stigum frá efstu liðum, Val og Breiðabliki. Þá er liðið í fjórðungsúrslitum bik- arsins, mætir þar Völsurum á heimavelli 3. september. „Við sett- um það sem markmið að gera betur í ár en í fyrra, þegar við náum þriðja sætinu og vinnum bikarinn. Við getum alla vega jafnað þau markmið,“ sagði Barbára og ítrek- aði að Selfyssingar hafi sýnt sitt rétta andlit í leiknum gegn topp- liðinu og hvers megnugir þeir eru. „Við sýndum það í gær að við get- um unnið hvern sem er og þarna kom líka þessi karakter í lokin; við kláruðum dæmið,“ sagði Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður 11. um- ferðarinnar, í samtali við Morg- unblaðið. Setjum fyrst og fremst pressu á okkur sjálfar  Barbára skoraði sigurmark Selfoss sem vann fyrst liða Breiðablik Morgunblaðið/Eggert Sigurmark Barbára Sól Gísladóttir skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í sumar gegn Breiðabliki. Fjórir Selfyssingar eru í úrvalsliði Morgunblaðsins fyrir 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta eftir 2:1-sigurinn frækna á Breiðabliki. Þar á meðal er Barbára Sól Gísladóttir í liðinu í þriðja sinn en hún skoraði sig- urmarkið. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru í annað sinn í liðinu eins og FH-ingurinn Birta Georgsdóttir. Aðrir leikmenn eru í liðinu í fyrsta skipti í sumar. Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki er efst í M-gjöf Morgunblaðsins með 12M og liðsfélagi henn- ar Agla María Albertsdóttir er með 11M. Eru þær einu leikmennirnir sem eru með fleiri en 9M. Elín Metta Jensen úr Val, Cecilía Rán Rúnarsdóttir úr Fylki og Laura Hughes úr Þrótti eru allar með 9M. 11. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 25-3-2 Heiða Ragney Viðarsdóttir Þór/KA Ragna Sara Magnúsdóttir ÍBV Barbára Sól Gísladóttir Selfossi Kaylen Marckese Selfossi Arna Eiríksdóttir Val Júlíana Sveinsdóttir ÍBV Birta Georgsdóttir FH Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Val Hólmfríður Magnúsdóttir Selfossi Dagný Brynjarsdóttir Selfossi Phoenitia Browne FH 3 2 2 2 Fjórir Selfyssingar í liðinu Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson verður á næstu dögum lánaður til ÍA frá Norwich City á Englandi. Vefmiðillinn fótbolti.net greindi fyrst frá þessu. Ísak var lánaður til St. Mirren í Skotlandi á dögunum en hann mun yfirgefa skoska félagið og ganga í raðir Skagamanna í staðinn. Ísak, sem er 19 ára, var lánaður til Fleetwood frá Norwich á síðustu leiktíð. Mos- fellingurinn á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands en hann var 16 ára gamall þegar Norwich keypti hann af Aftureldingu. Lánaður frá Norwich til ÍA Ljósmynd/St.Mirren Liðsstyrkur Skagamenn eru að fá Ísak Snæ Þorvaldsson á láni. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud lauk íþróttaferli sínum í frjálsum íþrótt- um í gær þegar hún tók þátt á Castorama-mótinu í Svíþjóð. Til stóð að hún myndi taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó og ljúka svo ferlinum á Evrópumeist- aramótinu í París. Ólympíu- leikunum var hins vegar frestað um eitt ár og EM aflýst vegna kór- ónuveirunnar. Hún kastaði spjótinu 60,49 metra í gær en Íslandsmet hennar í greininni er 63,43. Metið er frá árinu 2017 en alls bætti hún Íslandsmetið í greininni sjö sinnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Öflug Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur lengi verið í fremstu röð. Tuttugu ára ferli lauk í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.