Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 ✝ Magnús GísliArnarson fædd- ist í Reykjavík 10. desember 1980. Hann lést 6. ágúst 2020. Foreldrar hans eru Örn Ís- leifsson flugmaður, f. 7. ágúst 1956, og Guðrún Þóra Magn- úsdóttir verslunar- maður, f. 14. janúar 1956. Bróðir Magn- úsar Gísla er Ólafur Örn Arn- arson, myndlistarmaður og gall- eristi, f. 13. júlí 1976, búsettur í Berlín. Sambýlismaður Magn- úsar Gísla var Tómas M. Tóm- skólanum NTV 2009. Síðar lauk Magnús meiraprófi og aflaði sér starfsréttinda til aksturs flutn- inga- og olíubíla. Samhliða námi starfaði hann á veitingahúsinu Café 22 og hjá íþróttamiðstöð- inni í Grafarvogi. Þá tóku við störf hjá BBS-bókadreifingu, verslunarkeðjunni 11-11 og veitingastaðnum Obladi-Oblada. Samhliða öðrum störfum hann- aði Magnús auglýsingaspjöld fyr- ir ýmsar hljómsveitir. Frá árinu 2016 starfaði Magnús sem at- vinnubílstjóri, fyrst hjá Hópbíl- um. Þar starfaði hann sem strætisvagnastjóri og ók meðal annars leiðina milli Reykjavíkur og Hellu. Síðast starfaði hann hjá Olíudreifingu við olíuflutninga. Útför Magnúsar Gísla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 26. ágúst 2020. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina. asson tónlistar- maður, f. 23. maí 1954, d. 23. janúar 2018. Magnús ólst upp í Vesturbænum, gekk í Melaskóla og Hagaskóla og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 2001. Hann lagði um skeið stund á nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og síðar í fjölmiðlafræði við Há- skólann á Akureyri. Hann lauk námskeiði í kerfisstjórnun frá Nýja tölvu- og viðskipta- Magnús Gísli Arnarson, bróð- ursonur minn, er látinn langt um aldur fram. Hann hefði orðið fer- tugur 10. desember en hann fædd- ist sama almanaksdag og föður- amma hans, Ágústa Jóhannsdóttir, móðir okkar bræðra. Maggi var hvers manns hug- ljúfi. Bjart var yfir honum, brosið fallegt og augun, hreinlyndur, áreitnislaus, þægilegur og elsku- legur alltaf þegar fundum okkar bar saman. Hann var myndarleg- ur maður og góðlegur. Maggi var í miklu uppáhaldi hjá foreldrum og fjölskyldu. Mjög var kært með þeim bræðrum Óla og Magga. Ekki er úr vegi að nefna ömmurnar tvær, Ágústu sem að ofan er getið og móður- ömmuna Erlu Guðrúnu Sigurðar- dóttur sem lést fyrr á þessu ári. Maggi var skírður Magnús Gísli í höfuðið á móðurafa sínum, Magn- úsi Gísla Þórðarsyni. Að Magga stóðu traustir ætt- stofnar. Nefna má hinar kunnu sunnlensku ættir Víkingslækj- arætt, Bergsætt og ættir Síðu- presta. Hann átti ættlegg aftur í aldir í Vestmannaeyjum þar sem fæddust og ólust upp föðurfor- eldrar hans, Ágústa og Ísleifur A. Pálsson. Maggi gekk hefðbundna leið ungmenna í Vesturbænum í Reykjavík, í Melaskóla og Haga- skóla og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hugur hans beindist að tölvum, síðar fjölmiðlum og lagði hann stund á nám í þessum efnum auk þess sem hann stundaði um skeið nám í félagsfræði við Háskóla Ís- lands. Lauk hann námi í kerfis- stjórnun við Nýja tölvu- og við- skiptaskólann NTV. Síðar lauk hann meiraprófi og aflaði sér starfsréttinda sem flutningabíl- stjóri og starfaði sem atvinnubíl- stjóri síðustu árin. Maggi var lestrarhestur og áhugasamur um bókmenntir, ljóð- list og kvikmyndir. Hann hafði ánægju af ferðalögum og ferðaðist víða um Evrópu. Hann hafði gam- an af akstri og lagði sig fram um að vera góður bílstjóri. Hann var fjölhæfur og tók sér margt fyrir hendur, þar á meðal ýmis hönn- unarverkefni. Við fráfall Magga koma í hug- ann minningar um samverustund- ir með honum og fjölskyldu hans. Maggi átti traustan og góðan lífs- förunaut í Tómasi M. Tómassyni. Heimili þeirra stóð á Grettisgötu og síðar Frakkastíg og má segja þeir hafi sýnt í verki tryggð sína við miðbæinn í Reykjavík. Maggi tók mjög nærri sér andlát Tóm- asar eftir skammvinn en erfið veikindi hans. Við fráfall Magga er þungur harmur kveðinn að ástvinum hans og vinum. Sárustu sorgina bera Örn bróðir, Gunna og Óli bróðir hans. Við Jóhann bróðir, sonur minn Páll Ágúst og tengdadóttir Karen Lind færum ykkur, elsku Örn, Gunna og Óli, okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur. Ég bið Guð að geyma Magga, blessa minningarnar um hann og vaka yfir og styrkja foreldra hans, bróður og aðra syrgjendur. Minn- ing um ljúfan og góðan dreng lifir. Ólafur Ísleifsson. Fallinn er frá góður og ljúfur drengur sem við bekkjarsystkini hans úr Kvennaskólanum í Reykjavík syrgjum. Það fór ekki mikið fyrir Magga á menntaskólaárunum, en honum fylgdi mildi og mennska sem gaf þeim sem umgengust hann rými til þess vera þau sjálf, óhrædd við dóma annarra. Flestir sem hafa verið á menntaskólaaldri vita hversu mikill mannkostur það er í fari félaga á þessum árum. Hann hafði enga sérstaka þörf til að trana sér fram og hjá honum var engin uppgerð, heldur heiðarleiki og hlýja sem yljaði. Hann vildi öll- um vel, var ljúf manneskja og fal- leg sál. Maggi var einstakur stuðningsmaður að því leyti að hann hélt með sínu fólki alveg óháð því hvort hann vissi í hverju kappið fólst hverju sinni. Blessun- arlega fer var hann líka óspar á breiða fallega brosið sitt, enda gleðimaður sem var skemmtilegt að umgangast. Um leið og við vottum aðstand- endum Magga innilega samúð, vonum við að hann sé brosandi í sumarlandinu með Tomma sínum og Alexöndru kisunni þeirra. Fyrir hönd bekkjarfélaga úr 4-F, María Rún Bjarnadóttir. Magnús Gísli Arnarson Nú er hann Ari uppáhaldsfrændi minn og föðurbróð- ir horfinn úr þess- ari jarðvist eftir langa glímu við krabbamein. Lengi vel hafði hann yfirhönd- ina, bar sig vel, helst í hljóði, kvartaði ekki en gekkst undir hverja meðferðina af annarri í von um lækningu. Þetta and- styggðarmein allra meina lagði hann að lokum allt of fljótt. Við Ari fæddumst með tveggja ára millibili og hann var alltaf meiri vinur minn en föð- urbróðir. Ég minnist æskudaga okkar á Borgarholtsbrautinni, Andrésblaðanna hans, segul- bandstækisins, herbergisins hans, hljóðfæranna og allra tón- leika Hamrahlíðarkórsins þar sem öll fjölskylda Ara hefur sungið. Mannkostir Ara voru eftirsóknarverðir. Brosmildur, glaðlyndur, nægjusamur og skemmtilegur húmoristi með frjóa hugsun. Mildur hreinn tónn fylgdi Ara og svo fjarri honum að dæma mann og ann- an eða eyða orku og tíma í fá- nýti. Miklu heldur vildi hann vera til staðar fyrir sína, gjafmildur á guðsgjafir sínar, listrænuna en samt svo hógvær, húmorísk- ur og góður alltaf. Ég minnist líka hins einstaklega fallega sambands sem mamma hans og amma mín sjómannskonan áttu. Ari Harðarson ✝ Ari Harðarsonfæddist 20. ágúst 1957. Hann lést 6. ágúst 2020. Ari var jarð- sunginn 20. ágúst 2020. Hún eignaðist Ara seint og hann var augasteinninn hennar og gleði- gjafi, stoð og stytta allt lífið. Ari og Fríða lífs- förunautur hans voru afar samrýnd, með sömu lífsgildi og varla er minnst á annað án þess að nefna hitt. Mikill er missir Fríðu og barnanna. Stoltastur var hann af börnun- um sínum og þau Fríða sköpuðu skilyrði fyrir þau fjögur til góðs þroska og að elta listræna drauma sína. Fylgdu þeim eftir og studdu í því að ná þangað sem hugurinn leitaði. Mannvænlegri og list- rænni afkomendahóp er erfitt að finna; arkitekt, tónskáld, organisti/kantor og grafískur hönnuður. Ari sjálfur var tón- listarmaður, ljóðskáld, hönnuð- ur, mataráhugamaður, veiði- maður og rithöfundur, þótt ekki væri hann einn af þeim sem flugu með himinskautum. Hann var vinmargur og tryggur sínum og hafði unun af því að bjóða heim og halda veislur og fagna með börnum og buru, vinum og fjölskyldu þegar tækifæri eða tyllidagar gáfust. Á hverju ári hringdi hann í mig á afmælisdaginn: „Til hamingju með afmælið frænka!“ Hann hringdi líka langlínusímtöl frá Boston þegar fjölskyldan bjó þar á námsárun- um fyrir tíma samfélagsmiðla til að óska heilla á afmælisdaginn, tryggur og trúr sínum. Ég er glöð að ég skyldi segja honum í okkar síðasta símtali hversu vænt mér þætti um hann. Þakk- aði honum hugulsemina og ræktarsemina við mig og sím- tölin sem komu eins og amenið í kirkjunni hvern afmælisdag. Mig grunaði síðustu mánuði hvert stefndi en vonaði að hann fengi lengri tíma. Ég get ekki varist þeirri hugsun að núna séu þeir frændur og rauðhausar Ari og Kári Örn sonur minn saman í sumarlandinu að skegg- ræða, kannski taka lagið við gít- arspil, hvar fallega rauða hárið þeirra blaktir í golunni, sólin leikur um vanga og eilíft sumar varir. Annar að veiða en hinn að spila golf á grænum lendum. Báðir sáttir og sælir. Takk fyrir allt og allt elsku Ari. Fríða, Steinunn, Addi, Sóla og Diddi. Ari verður í hjarta okkar, í huga okkar og hjá okk- ur að eilífu. Erna Arnardóttir. Í dag sendi ég hinstu kveðju til Ara mágs míns. Vegna strangra heimsóknar- takmarkana síðustu dagana í lífi Ara gátum við fjölskyldan og vinir ekki heimsótt hann á spít- alann eins og við vildum, svo ég ákvað að senda honum kveðju í bréfi. Hann var alltaf að reyna að kenna okkur tengdafjöl- skyldunni sinni að vera opnari og einlægari og hló bara að okkur þegar það gekk misvel, svo ég hélt að hann myndi kunna að meta bréfið. Ég náði sem betur fer að heimsækja hann og óska honum góðrar ferðar yfir í næsta æv- intýri. Bréfið gat ég ekki lesið fyrir hann en læt fylgja hér nokkrar línur úr því: „Við Ísold erum að fara í gegnum myndabankann fyrir ferminguna hennar og þar sé ég svo mikið af ljósmyndum af frá- bærum stundum sem við höfum átt saman í gegnum árin: Sum- arbústaðaferðir í Selvík, útileg- ur á Snæfellsnesi, ævintýraleg- ar veiðiferðir og auðvitað Veiðivötnin góðu. Áramóta- brennur, spilakvöld, afmælis- veislur, halloweenpartí, laufa- brauðsskurður og alls konar fleiri stemningsstundir, iðulega skipulagðar af þér, stemnings- meistaranum sjálfum! En af bestu stundunum okk- ar eru ekkert endilega til mynd- ir: Frisbígolf á Klambratúni, spjall og rauðvínsglas í heitum potti, símtal til að bara heyra í mér hljóðið eða tilkynna um laust borð á veitingastaðnum Chez Ari, þú að sýsla í eldhús- inu og búa til eitthvað gott handa okkur að borða, hópáhorf á góðan Poirot-þátt eða Den Store Bagedyst. Þið Fríða að hjálpa okkur fjölskyldunni að undirbúa alls konar veislur, fermingarveislan fram undan margrædd og skipulögð. Þið að passa stelpurnar okkar svo vel og jafnvel að mæta á fiðlu- og píanótónleika hjá þeim! Þú allt- af svo boðinn og búinn að hjálpa og vesenast eitthvað með mér. Við flissandi að blaðra saman á okkar ömurlegu þýsku, fimm- Ara-brandararnir þínir, alveg kapítuli út af fyrir sig … en allt bara létt og skemmtilegt og hlýtt. Takk fyrir samveruna og all- ar þessar kæru minningar, ég er svo þakklát að hafa fengið þig sem mág og fóstbróður. Ég sendi þér bænir á hverju kvöldi eins og þessa: Megi eilífðarsól á þig skína, kærleikur umlykja, og þitt innra ljós þér lýsa áfram þinn veg. Auf Wiedersehen, Sólveig Nikulásdóttir. Mamma var ein- lægur náttúru- unnandi, hún erfði ræktunaráhuga móður sinnar og ömmu og fór víða Svanhvít Kjartansdóttir ✝ Svanhvít Kjart-ansdóttir fædd- ist 1. mars 1933. Hún lést 12. ágúst 2020. Útför Svanhvítar fór fram 20. ágúst 2020. til að skoða garða. Hún naut þess að ferðast um landið þar sem nafn var á hverjum hól og hverju blómi og mik- ilvægt að maður lærði, og já það situr heilmikið eftir. Mamma ræktaði ekki bara garðinn sinn heima í Lamb- haganum – þau Þrá- inn voru líka með trjárækt í Selja- dal, sumarbústaðnum á Seljavöllum þar sem þau dvöldu svo gjarnan. Mamma fylgdist vel með fólkinu sínu og ef fram- kvæmdir voru í gangi fjölgaði sím- tölunum til að fylgjast með hvern- ig miðaði og svo komu bílfarmar af blómum til að setja niður í garðana okkar. Hún var mikið fyr- ir að ganga og fór í daglegar göng- ur meðan heilsan leyfði og þótti mikið frá sér tekið þegar hún gat það ekki lengur. Mamma fór ekki varhluta af áföllum í lífinu en þann harm sinn bar hún í hljóði. Hún var þó fyrst og fremst elskandi mamma sem alltaf var hægt að leita til og gott að vera með. Sólbrúnir vangar siglandi ský og sumar í augum þér, angandi gróður, golan hlý og gleðin í hjarta mér. Söngur í lofti, sólin hlær, og svo eru brosin þín yndislegri en allt sem grær og angar og hjalar og skín. Ástin og undrið, æskunnar förunautar, nemum og njótum næði meðan gefst. Látum svo daga líða á ný með ljóð frá vörum mér, sólbruna vanga, siglandi ský og sumar í augum þér (Ási í Bæ) Það er margs að minnast og margt að þakka. Elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Hildur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐBERG HELGASON frá Þorlákshöfn, Siggi Helga frá Seli, lést miðvikudaginn 19. ágúst. Útför hans fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, föstudaginn 28. ágúst og hefst athöfnin kl. 13. Vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur í kirkjunni en útvarpað verður fyrir þá sem verða í bílum á staðnum. Einnig verður streymt frá athöfninni á www.siggihelgaminning.is. Ragna Erlendsdóttir Linda Björg Sigurðardóttir Vilhelm Á. Björnsson Guðlaug Sigurðardóttir Björgvin Jón Bjarnason Jónas Sigurðsson Áslaug Hanna og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON kennari og rithöfundur, lést sunnudaginn 23. ágúst. Steinunn H. Hafstað Matthildur Sigurðardóttir Auðun Svavar Sigurðsson Einar Eiríksson Fjóla Dögg Sverrisdóttir Guðrún Eiríksdóttir Stefán Arnar Ómarsson Jón Haukur Hafstað Árnason barnabörn og systkini Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR SVEINBJÖRNSSON frá Snorrastöðum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð 8. mars, verður jarðsunginn frá Kolbeins- staðakirkju laugardaginn 29. ágúst. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir útförina en athöfninni verður streymt á kvikborg.is. Branddís Margrét Hauksdóttir, Kristján Ágúst Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SÆDAL SVAVARSSON, Njarðarvöllum 2, Njarðvík, lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn 11. ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Geir Sædal Einarsson Svavar Sædal Einarsson María Björnsdóttir Kristín Sædal Einarsdóttir Albert Geir Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.