Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 28
keppni á móti sænska liðinu í úrslita- leik. „Svíarnir tóku fyrst fimm vítaspyrnur og skoruðu úr öllum en við klikkuðum á fyrsta vítinu og þar með var það búið.“ Um það leyti byrjaði hann að leika með meist- araflokksliðinu og var þar einn af burðarásunum en missti þó úr eitt fyrsta tímabilið vegna þess að hann gat ekki rétt úr hægri fótlegg. „Ég læstist og var lengi í gang.“ Meðferðin fólst í því að standa upp við vegg í tíu mínútur á klukku- stundarfresti í eitt ár, fara í ljósa- tíma hjá lömuðum og fötluðum á sama tímabili og synda daglega í 365 daga. „Ég fór fljótlega út á völl og æfði mig í því að sparka með vinstri í heilt ár og eftir það spilaði ég vinstri bakvörð þar til ég hætti.“ Ekki var alltaf auðvelt að fá að fara fyrr úr vinnunni vegna leikja. Magnús minnist þess að eitt sinn hafi hann fengið að fara klukkan eitt á laugardegi af því að leikur uppi á Skaga átti að byrja klukkan tvö. „Formaðurinn reddaði mér fari með lítilli flugvél og ég fór á puttanum með töskuna síðasta spölinn.“ Víkingur leikur við NK Olimpija Ljubljana í Slóveníu á morgun. Magnús er hrifinn af sínum mönn- um, segir þá spila vel en þeir hafi ekki fengið eins mörg stig í deildinni og efni hafi staðið til. „Mjög gaman er að horfa á liðið, það spilar flottan fótbolta og Arnar Gunnlaugsson þjálfari er að gera rétta hluti, en ég býst ekki við sigri í Evrópuleiknum.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Magnúsi S. Þorvaldssyni er margt til lista lagt. Hann er einn fárra sem hefur tekist að vinna sem bakari á nóttunni og daginn og æfa, spila og þjálfa fótbolta síðdegis og á kvöldin. Reyndar er langt síðan hann hætti í boltanum og hann hefur ákveðið að hætta að vinna 30. maí á næsta ári eftir að hafa þá verið bakari í ríflega 51 ár. Tilviljun réð því að Magnús gerð- ist bakari. Hann vann hjá I. Brynj- ólfsson & Kvaran við útkeyrslu á vörum fyrir bakarí. „Ég var fasta- gestur í öllum bakaríum á höfuð- borgarsvæðinu og eitt sinn, þegar ég kom með vörur í bakaríið Kringluna í Starmýri 2, spurði eigandinn, Sig- urður B. Jónsson, hvort nokkur framtíð væri í akstrinum. „Nei, það held ég ekki,“ svaraði ég og dró seiminn. „Viltu ekki bara koma inn fyrir þröskuldinn og vera hérna?“ sagði hann þá og það varð úr. Þar með var framtíðin ráðin og þar kynntist ég verðandi eiginkonu, Þóru Ólöfu Þorgeirsdóttur.“ Magnús hóf störf í bakaríinu 1. desember 1969 og hefur unnið víða, meðal annars í Mosfellsbakaríi und- anfarin um 15 ár. „Ég sagði upp í vor sem leið svo tími gæfist til þess að ráða annan, þótt enginn annar Magnús sé til,“ segir hann kankvís. Ótrúlega miklar breytingar hafa verið í bakstri undanfarna áratugi. „Ég var langt því frá búinn að læra allt eftir verklega þáttinn í Starmýr- inni og útskriftina úr Iðnskólanum og í raun hef ég lært eitthvað á hverjum degi síðan. Mosfellsbakarí er til dæmis eitt fullkomnasta bakarí landsins, en svo má segja að bakarí sé ekkert annað en fólkið sem þar vinnur og ég vinn með einstaklega góðu starfsfólki.“ Á puttanum í leik Leikmenn Knattspyrnufélagsins Víkings hafa leikið 12 leiki í Evr- ópukeppni og þar af lék Magnús S. Þorvaldsson fyrstu átta leikina. Hann er einnig leikjahæstur Víkinga í meistaraflokki með 351 leik. Þegar hann var í 2. flokki var hann í ung- lingalandsliðinu sem tapaði í víta- Bara einn Magnús!  Hefur verið bakari í yfir hálfa öld  Vinstri bakvörðurinn er leikjahæstur Víkinga í meistaraflokki og Evrópukeppni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bakari og bakvörður Magnús S. Þorvaldsson á langan feril að baki. ... stærsti uppskriftarvefur landsins! MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir er leikmaður 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna eftir að hún skoraði sigurmark Selfoss gegn Breiðabliki í fyrradag. Barbára og stöllur urðu þar fyrstar til að leggja Blika að velli í deildarkeppni síðan 2018 en sigurinn var ekki síð- ur mikilvægur fyrir þær sakir að Selfyssingum hefur gengið illa undanfarið. „Við hlustum ekkert á hvað aðrir segja en setjum auðvitað mikla pressu á okkur sjálfar. Það var því klárlega léttir að vinna þennan leik,“ sagði Barbára m.a. í samtali við Morgunblaðið. »27 Að stöðva Breiðablik fyrst liða er sigur sem gerir mikið fyrir Selfoss ÍÞRÓTTIR MENNING Aríur úr óperum Verdis verða fluttar á tónleikum í hádeginu á morgun, fimmtudag, í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Tónleik- arnir eru hluti af röðinni Á ljúf- um nótum í Fríkirkjunni og hefjast kl. 12. Flytjendur eru Guðbjörg Tryggvadóttir sópran og Antonia Hevesí píanóleikari og munu þær syngja og leika fyrir gesti aríur úr Il trovatore og La forza del destino, þar sem persónurnar heita báðar Leonora en eru afar ólíkar. Einnig verður flutt aría úr La traviata. Þetta eru síðustu tónleikar raðarinnar á þessu ári en tónleikaröðin hefst að nýju í janúar 2021. Nóg pláss er í kirkjunni og á því að vera auðvelt að halda tveggja metra fjarlægð milli gesta. Auk þess verður spritt við innganginn og hámarksfjöldi á tónleikunum 100 manns. Guðbjörg og Antonia flytja aríur úr óperum Verdis á hádegistónleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.