Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Sam Edelman 26.990 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vinnuskjalið fundið og birt  Vistað utan hefðbundins skjalakerfis  Helgi og Samherji ósammála um gildi Vinnuskjal Verðlagsstofu skiptaverðs um karfa- viðskipti Samherja er nú komið í leitirnar. Sam- herji birti skjalið í gærmorgun og sagði í færslu á vef fyrirtækisins að ekkert í því styðji „þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Sam- herja í Kastljósi“. Skjalið var grundvöllur um- fjöllunar Kastljóss árið 2012 um meint brot Sam- herja á þágildandi gjaldeyrislögum. Helgi Seljan, fréttamaður RÚV sem Samherji sakaði um að hafa átt við umrætt skjal, segir að hið sama hafi komið fram í skjalinu og í Kast- ljósi. Í færslu Samherja sem birt er með skjalinu tekur fyrirtækið það fram að um sé að ræða „óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaút- flutning án efnislegrar niðurstöðu“, og ekki skýrslu. Skjalið fjallar um útflutning Samherja á karfa árin 2008 og 2009. Telja forsvarsmenn Samherja að skjalið veiti upplýsingar sem „ganga alvarlega í berhögg við umfjöllun og niðurstöðu þáttarins“. Þá eru þáttagerðarmenn Ríkisútvarpsins sagðir hafa sleppt því að birta umræddar upplýsingar og er staðhæft að skjalið sýni að „aðeins lítill hluti umrædds útflutnings á karfa [hafi verið] veiddur af skipum Samherja“. SÍ hefur gögnin enn undir höndum Í beinu framhaldi af birtingu vinnuskjalsins sendi Verðlagsstofa skiptaverðs frá sér yfirlýs- ingu þar sem sagt er að við leit að gögnum hafi fundist vinnuskjal sem unnið var af starfsmanni sem lét af störfum 2010, en að það hafi verið vistað utan hefðbundins skjalakerfis. Helgi segir í samtali við mbl.is að í skjalinu hafi útflutningur á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands milli fyrirtækja verið borinn sam- an. „Samkvæmt þessari skoðun var Samherji að greiða lægstu verðin, en þeir voru að selja sjálf- um sér aflann. Ég veit ekki hvað hefði þurft að vera skýrara eða hvað er óskýrt í því. Nákvæm- lega það sem var sagt í þættinum er auðvitað það sem kemur fram í skjalinu.“ Seðlabanki Íslands (SÍ) gerði húsleit í skrif- stofum Samherja árið 2012 vegna gruns um að fyrirtækið hafi brotið gjaldeyrislög. SÍ staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að bankinn hafi fengið afhent gögn frá frétta- manni RÚV árið 2012, þar á meðal gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs. SÍ hefur gögnin enn undir höndum. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kaþólskt munkaklaustur sem til stóð að reisa í landi Skógræktarfélags Ís- lands að Úlfljótsvatni fyrir nokkrum árum er ekki lengur á dagskrá. Þetta staðfestir Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. Fyrir um sex árum kom fram í fjöl- miðlum að til stæði að ganga frá langtímasamningi á milli Skógræktarfélagsins og kaþólsku kirkjunnar um munkaklaustur að Úlfljótsvatni. Það átti að vera ann- exía frá aldagömlu klaustri Bene- diktsmunka í Normandí í Frakk- landi. Komu þrír fulltrúar klaustursins hingað til lands, þar á meðal ábótinn, og könnuðu stað- hætti. Normandí-klaustrið rekur eitt slíkt útibú í Kanada. Brynjólfur segir að Pétur Bürcher, sem var biskup kaþólikka hér á landi frá 2007 til 2015, hafi verið mjög áhugasamur um málið. Hann lýsti yfir þessum áformum í hirðisbréfi til safnaðarins í febrúar 2014. Kvaðst hann vilja koma á fót klaustri fyrir karlmenn, helst af Benedikts- eða Ágústínusarreglu, og benti á að þær reglur hefðu ráðið yfir nokkrum klaustrum á Íslandi á mið- öldum. Stórt land með húsakosti og upphitaðri kirkju væri þegar fundið að Úlfljótsvatni. Biskup gat þess ennfremur í hirðisbréfinu að liðinn væri aldarfjórðungur frá heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Íslands og kross sem minnti á heimsókn hans stæði að Úlfljótsvatni. Síðan þetta var hefur nýr biskup tekið við kaþólska söfnuðinum á Ís- landi og hann hefur að sögn Brynj- ólfs ekki sýnt málinu áhuga. Þá hafi breyttar aðstæður í klaustrinu í Normandí fyrir nokkrum árum ekki orðið til þess að greiða götu málsins. Málið sé því ekki lengur á dagskrá. Kirkjan missti áhugann  Munkaklaustur að Úlfljótsvatni ekki lengur á dagskrá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfljótsvatn Krossinn var reistur í tilefni af heimsókn páfa 1989. „Uppbygging kjarnorkuvera er eitt af því sem sum ríki hafa kos- ið að gera til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, og það sjónarmið skil ég svo sem, en maður óttast allt- af þessi mögulegu neikvæðu áhrif, á þessum stað sem og öðrum,“ segir Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var íslenskum stjórnvöldum boðið að senda inn athugasemdir við umhverfismatsferli vegna áforma um rekstur á 3.340 MW kjarnorkuveri á austurströnd Englands. Skipulags- stofnun svaraði og taldi framkvæmd- ina ekki valda miklum umhverfis- áhrifum hér við land. „Skipulagsstofnun ber lögum sam- kvæmt að taka þessa ákvörðun og niðurstaða stofnunarinnar var að ekki væri þörf á þátttöku Íslands. Stofnunin bendir hins vegar líka á að ef yrði meiriháttar slys gæti það haft áhrif á lífríki hafsins umhverfis Ís- land og að umhverfismatið þyrfti að taka á slíku. Ég tek undir þessa ábendingu stofnunarinnar,“ segir Guðmundur Ingi enn fremur. Óttast alltaf neikvæðu áhrifin Guðmundur Ingi Guðbrandsson  Sammála mati Skipulagsstofnunar Alvarleg líkamsárás var framin í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags. Ráðist var á mann á fertugsaldri með einhverju áhaldi og hlaut hann alvarlega áverka. Sá kannaðist ekki við árás- armanninn, sem var með andlitið hulið. Skv. lögreglu er árásarmað- urinn um 190 sm að hæð, grannvax- inn og líklega dökkklæddur. Alvarleg líkamsárás Ein af úrslitamyndum í veðurljósmyndakeppni bresku veðurfræðistofnunarinnar Royal Me- teorological Society er tekin í Dyrhólaey af rúss- neska ljósmyndaranum Mikhail Shcheglov. Myndin er tekin að kvöldi til, andartaki áður en stormur brast á. Hún er einnig gjaldgeng í flokki sem almenningur velur sigurvegarann í og er hægt að kjósa mynd á vefsíðunni www.photocrowd.com/wpotyvote. Lognið á undan storminum Ljósmynd/Mikhail Shcheglov Ljósmynd frá Dyrhólaey í úrslitum alþjóðlegrar samkeppni Tekjur Símans á öðrum ársfjórð- ungi námu 7.276 m.kr samanborið við 7.115 m.kr. á sama tímabili í fyrra, skv. uppgjöri Símans. Hagn- aður fyrirtækisins var 83 m.kr. á þessum ársfjórðungi en 789 m.kr. á sama fjórðungi 2019. 500 m.kr. stjórnvaldssekt var gjaldfærð vegna ákvörðunar Sam- keppniseftirlitsins, sem hefur nei- kvæð áhrif á afkomu fjórðungsins. Ákvörðunin hefur verið kærð. 7.276 milljóna tekjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.