Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Komdu í BÍLÓ! VWPASSAT GTE COMFORTLINE Nýskráður 09/2018, ekinn 18 þkm, bensín og rafmagn, sjálfskiptur. Hlaðinn aukabúnaði s.s. Stafrænt mælaborð, sportsæti, leiðsögukerfi, 18“ álfelgur, sólargardínur, dráttarkrókur, stærri skjárinn (Discovery pro) ogmargt fleira! Raðnúmer 251481 AUDI A3 E-tron Panorama Nýskráður 05/2018 ekinn 36þkm. bensín og rafmagn, sjálfskiptur. Hlaðinn aukabúnaði s.s. Stafrænt mælaborð, glerþak, leður og alcantara sportsæti, Bang & Olufsen hljómkerfi, Matrix LED, leiðsögukerfi, flatbotna leðurstýri, 17“ álfelgur ogmargt fleira! Raðnúmer 251482 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – ÞÚ FÆRÐ LANGFALLEGUSTU BÍLANA HJÁ OKKUR Plug in hybrid – tengiltvinn Bensín og rafmagn, sjálfskiptir FLEIRI GLÆSILEGIR Í SALNUM KÍKTUVIÐ! VERÐ 4.990.000 kr. VERÐ 4.550.000 kr. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er búin að vera ólýsanleg martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórs- dóttir, íbúi við Skaftahlíð í Reykja- vík. Ingibjörg hefur kvartað yfir ónæði frá battavelli sem settur var upp árið 2018 við Ísaksskóla. Kvart- anir hennar hafa ekki síst lotið að knattspyrnuleikjum eldri iðkenda á vellinum á kvöldin. Völlurinn var tekinn niður í síðustu viku en leyfi var ekki veitt fyrir uppsetningu hans á sínum tíma. Ákvörðun um að völl- urinn skyldi víkja var tekin í borg- arráði Reykjavíkur fyrr í sumar að tillögu skipulagsfulltrúa. Ingibjörg segir í samtali við Morgunblaðið að friður og ró sé nú í hverfinu á kvöldin. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var,“ segir hún. Ingi- björg kveðst þó afar ósátt við hversu langan tíma hafi tekið að fá Reykja- víkurborg til að fjarlægja völlinn. „Samskipti mín við borgina hafa ver- ið ömurleg og það er búið að draga mann á asnaeyrunum. Ég skil vel að fólk gefist upp á slíkum sam- skiptum,“ segir hún og bendir á að starfsmaður borgarinnar hafi reynt að fá hana til fundar um framtíð vall- arins viku áður en hann var tekinn starfsmenn Reykjavíkurborgar séu að ganga frá sárunum eftir batta- völlinn. Verið sé að smíða minni mörk sem komi vonandi í næstu viku. „Svo byrjum við að spila fót- bolta þarna eins og gert hefur verið í 50 ár. Það var grátið á fyrsta skóla- degi í gær yfir því að ekki væri hægt að spila. Þegar upp er staðið snýst þetta samt um að 280 börn fái að njóta sín á skólalóðinni og í sátt og samlyndi við nágranna.“ niður. Þegar hún afþakkaði það boð fékk hún símtal frá borginni. „Það var starfsmaður sem kvaðst vera bjartsýnismaður. Hann ætlaði í nafni embættis síns að fá mig til að samþykkja það sem ég var búin að berjast gegn síðan 2018 eftir að borgarráð var búið að staðfesta synjun þess. Hvað er í gangi hjá Reykjavíkurborg?“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir að Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytingar Til vinstri má sjá skólalóð Ísaksskóla eins og hún er nú. Til hægri má sjá battavöllinn og hátt grindverk sem umlék hann. Gervigras sem var á battavellinum verður áfram á lóðinni. Morgunblaðið/sisi Umdeildur battavöllur loks fjarlægður  Reykjavíkurborg fjarlægði battavöll við Ísaksskóla sem ekki var leyfi fyrir  Nágranni fagnar „Þarna er rosabaugur um sólu á ferðinni, þetta er algengasta gerðin, 22° stefnubreyting á ljósi um ískrist- alla í kringum sólina,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um myndina hér til hliðar sem tekin var við Eystri-Rangá á mánudagskvöldið. Stundum myndast bjartir blettir (svokallaðir úlfar) sitt hvorum meg- in við sólina. Sé greint á milli blett- anna kallast sá hægra megin (á und- an sólinni) gíll en sá vinstra megin úlfur. Á myndinni sést hvorki í gíl né úlf. „Yfirleitt sjást slík fyrirbrigði saman eða sitt í hvoru lagi en sjald- an með rosabaug – helst að slíkt gerist þegar sól er lágt á lofti,“ seg- ir Elín. Þess má geta að sjáist gíll og úlfur samtímis er sólin sögð í úlfakreppu. Munnmæli um veður segja að ekki sé gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni (og í fullu vestri sé). gudmundur@mbl.is Rosabaug- ur birtist á himni Ljósmynd/Guðjón Þórir Sigfússon Engin gögn eru í skjalasafni dóms- málaráðuneytisins um samskipti ráðuneytisins við Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, ÖSE, vegna kosningaeftirlits hér á landi í að- draganda stjórnlagaþingskosning- anna í nóvember 2010. Dómsmála- ráðuneytinu er ekki kunnugt um slík samskipti við önnur ráðuneyti eða Alþingi. Þetta segir Hafliði Helgason, upp- lýsingafulltrúi ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Andrés Magnússon læknir, sem kjörinn var á stjórnlagaþingið í kosningunum, sem síðan voru ógilt- ar af Hæstarétti, sagði í grein í Fréttablaðinu 18. ágúst að hann hefði haft samband við skrifstofu ÖSE í kjölfar dómsins til að „athuga hvort þeir gætu lagt mat á það hvort kosningarnar hefðu verið það gall- aðar að það hefði þurft að ógilda þær algerlega,“ eins og hann kemst að orði. „Í símanum var vonsvikinn starfsmaður ÖSE sem sagði að því miður hefðu Íslendingar afþakkað að ÖSE kæmi til þess að fylgjast með kosningunum og því myndi ÖSE ekki geta lagt neitt mat á kosning- arnar,“ sagði Andrés. gudmundur@mbl.is Engin gögn um sam- skipti við ÖSE 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.