Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélög og bændur í Skaga- firði eru óánægð með áform Vega- gerðarinnar um að fjarlægja rist- arhlið á hringveginum en það hyggst stofnunin gera í framtíðinni vegna þess að Matvælastofnun, MAST, fær ekki fjármuni til að endurnýja hliðin. Sérstök hætta er talin á að riða berist yfir Héraðs- vötn, af svæðinu í kringum Varma- hlíð, þar sem riða virðist grassera, og yfir í Tröllaskagahólf sem er að mestu riðufrítt, fyrir utan Svarf- aðardal. Vegagerðin hefur frestað því að fjarlægja hliðin. Ristarhlið á hringveginum og víðar eru gjarnan hluti af sauð- fjárvarnarlínum sem marka 25 varnarhólf vegna riðu og annarra sauðfjársjúkdóma. Ríkið á þessar girðingar og kostar viðhald þeirra og ákveður ráðherra hverjum skuli haldið við. Fáheyrt ábyrgðarleysi Landbúnaðarnefnd Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar fékk nýlega upplýsingar um að Vegagerðin áformi að fjarlægja þrjú ristarhlið á hringveginum, við Héraðsvötn í Skagafirði og Gauksmýri og Stór- hól í Vestur-Húnavatnssýslu. Nefndin brást illa við og krafðist þess í ályktun að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um. „Það lýsir fáheyrðu ábyrgðar- leysi að stefna í hættu áratuga baráttu gegn hættulegasta sauð- fjársjúkdómi síðari ára og ætla ekki að endurnýja ristarhlíð á þjóðvegi 1 við Héraðsvötn sem gegnir mikilvægu hlutverki í smit- vörnum á milli virkasta riðusvæðis landsins og svæðis sem hefur verið riðulaust yfir 20 ár. Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í að reyna að uppræta riðuveiki í landinu um árabil með ágætum ár- angri og skæklatog einstakra stofnana ríkisins um kostnað við að viðhalda þeim árangri má einfald- lega ekki stefna því í hættu,“ segir í ályktun landbúnaðarnefndarinn- ar. Jóhannes H. Ríkharðsson, for- maður landbúnaðarnefndarinnar, segir að nefndin hafi frétt af áformum Vegagerðarinnar fyrir tilviljun. Ætlunin hafi verið að rífa ristarhliðin upp í september. Segir hann þetta alvarlegt mál. Trölla- skaginn sé riðulaust svæði nema Svarfaðardalur sem segja megi að sé grátt svæði. Öll sala á fé innan þessa svæðis sé heimil og heimilt að setja hrúta á sæðingarstöð. Menn megi hjálpa á milli bæja. Hinum megin línunnar, í nágrenni Varmahlíðar, sé allt miklu erfiðara vegna þess að það sé með virkustu riðusvæðum landsins þessi árin. Nefnir hann að skera hafi þurft þrisvar sinnum allt fé í Vallanesi sem liggur að sauðfjárvarnalínunni vestan megin. Hætt sé við því að fé fari þarna á milli ef ristarhliðið verði fjarlægt. Jóhannes segir sérstakt að fylgj- ast með ríkisstofnunum togast á um nokkrar krónur þegar jafn miklir hagsmunir séu í húfi. Fá ekki næga fjármuni Umrædd ristarhlið eru í lélegu ástandi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar, og hefur ítrekað verið óskað eftir því við Matvæla- stofnun að þau verði endurnýjuð þar sem af þeim gæti stafað slysa- hætta í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Sólveigar Gísladótt- ur, sérfræðings hjá Vegagerðinni, hefur MAST veitt Vegagerðinni leyfi til að fjarlægja hliðin á eigin kostnað. Vegagerðin muni þó ekki gera það að svo stöddu. Sigurborg Daðadóttir yfirdýra- læknir segir að ekki sé verið að fjarlæga ristarhlið á sauðfjárveiki- varnalínum. MAST hafi fengið full- vissu fyrir því. Að vísu hafi girðing verið opnuð við ristarhlið við Hér- aðsvötn. Það hafi verið gert fyrir mistök og hún hafi verið fullvissuð um að það verði lagað. Varnarlín- urnar muni því halda sér. Spurn- ingin sé að halda þeim fjárheldum. Spurð um leyfi sem Vegagerðin fékk til að fjarlægja ristarhlið á Norðurlandi segir Sigurborg að þar hafi orðið mistök. Starfsmaður í fjármálum hjá MAST hafi sent tölvupóst með þeim skilaboðum án vitneskju þeirra sem bera ábyrgð á vörnum gegn sauðfjársjúkdómum. Funda með Vegagerðinni Sigurborg segir að mikill árang- ur hafi náðst í baráttu við riðuveiki frá árinu 1986 að byrjað var að skera niður sýkta fjárstofna. Það kosti mikla vinnu að viðhalda þess- um árangri. Svæðin séu að vísu misverðmæt. Segir Sigurborg að MAST fái fjármuni til að viðhalda girðingum en þeir dugi þó engan veginn til að halda þeim fjárheld- um. Því hafi orðið að forgangsraða. Líflambasvæðin þar sem riða hafi aldrei greinst séu verðmætust. Áhersla sé lögð á að verja þau. Spurð um Héraðsvatnalínuna segir Sigurborg að mikilvægt sé að halda henni til að verja Trölla- skagahólfið. Segir yfirdýralæknir að skipta verði út þessum ristarhliðum en viðkomandi stofnanir megi ekki láta fjármálin hindra það. Fundað verði á næstunni með Vegagerð- inni um málið og verði ráðuneytið haft með í ráðum. Fresta því að fjarlægja ristarhliðin  Vegagerðin telur að umferðinni geti stafað hætta af lélegum ristarhliðum  MAST tekur undir með bændum og sveitarfélögum um að mikilvægt sé að verja Tröllaskagahólf  Mistök, segir yfirdýralæknir VARNARLÍNA Búfjársjúldómar Smithætta! Sólheimar ■ Dæli ■ ■ Valagerði Grófargil ■ ■ Miklibær ■ Dæli RIMLAHLIÐ Austurós Héraðsvatna Skagafjörður Kortagrunnur: OpenStreetMap Riðutilfelli í Skagafi rði og á Tröllaskaga 2000-2020 Húna- og Skagahólf Tröllaskagahólf 2004 Árgerði og Ytri-Húsabakki 2006 Sólheimar 2007 Vallanes 2008 Álftagerði 2009 Dæli, Skagaf. 2015 Valagerði og Víðiholt 2016 Brautarholt og Stóra-Gröf ytri 2018 Vallanes 2019 Álftagerði 2020 Grófargil 2000 Miklibær 2003 Urðir 2009 Dæli, Skíðadal 2017 Urðir ■ Urðir Svarfað ardalur Hólar S kíð a d a lu r Stóra-Gröf ■ Brautarholt ■ ■ Árgerði ■ Ytri- Húsabakki SAUÐÁRKRÓKUR VARMAHLÍÐ ■ Víðiholt ■ Álftagerði ■ Vallanes 1 1 Héraðs- vatnalína RIMLAHLIÐ Héraðsvatnabrú Húna- og Skagahólf Tröllaskagahólf Heimild: MAST Morgunblaðið/Golli Sauðfé Bændur lýstu mikilli óánægju með áform Vegagerðarinnar um að fjarlægja tvö ristarhlið í Skagafirði. Jóhannes H. Ríkharðsson Sigurborg Daðadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.