Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Háskólastarf blómstrar íkreppu. Við sjáum að núkemur hingað í tals-verðum mæli fólk sem
stendur andspænis breyttum að-
stæðum í atvinnu og vill því skapa
sér ný tækifæri með menntun,“ seg-
ir Margrét Jónsdóttir Njarðvík,
rektor Háskólans á Bifröst. Nú á
haustönn stunda um 900 manns nám
við skólann og hafa aldrei verið
fleiri. Um 400 manns nema nú við
viðskiptadeildina sem er kjarninn í
starfsemi skólans. Á félagsvís-
indasviði kemur lögfræði sterk inn
sem og nám í skapandi greinum, al-
mannatengslum og opinberri stjórn-
sýslu. Þá er mikil aðsókn í meist-
aranám, t.d. í verkefnastjórn,
menningarstjórn og mannauðsfræði.
Óbreytt starf á veirutíma
Sérstaða Bifrastar er skýr – það
er kennsla í viðskiptagreinum, lög-
fræði og ýmsum sértækum greinum,
þá með áherslu á forystuhlutverk og
stjórnun. Flestir sem nema við skól-
ann eru í blönduðu námi sem svo er
kallað; þeir fylgjast með fyrirlestrum
kennara og vinna verkefni yfir netið,
en koma í skólann tvisvar til þrisvar á
önn í námslotur. Nærri lætur að um
90% nemenda stundi nám sitt með því
móti.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík er
fædd árið 1966. Er með doktorspróf í
spænsku og MBA frá HR. Var lektor
í spænsku við HÍ og síðan dósent við
viðskiptadeild HR 1995-2007. Árið
2007 tók hún við starfi forstöðumanns
alþjóðasviðs HR og gegndi því í fjög-
ur ár. Hún hefur sinnt mörgu fleiru,
er öllu kunnug í háskólamálum og
kveðst taka við góðu búi á Bifröst.
„Áherslumál Jónasar frá Hriflu
við stofnun Samvinnuskólans í
Reykjavík 1918 var að veita fólki
menntun til starfa í viðskiptum og
við forystustörf úti í þjóðfélaginu.
Þetta hefur haldist óbreytt í meira
en öld. Nemendur hafa jafnan komið
af öllu landinu og möguleikar tækn-
innar í dag hafa gert okkur æ betur
kleift að ná til fólks úti í hinum
dreifðu byggðum, sem er afar mik-
ilvægt,“ segir Margrét. „Á tímum
samkomutakmarkana gátum við
haldið nánast óbreyttri starfsemi
hér enda er blandað nám, fjar-
kennsla með staðlotum, hér ráðandi.
Því hafa háskólar í útlöndum á síð-
ustu mánuðum horft til starfshátta
Bifrastar og leitað ráða og fyr-
irmynda.“
Áföll krefjast þekkingar
Skipulag Háskólans á Bifröst
er, að sögn Margrétar, þannig að
næsta fljótt má svara síbreytilegu
þjóðfélagi, aðstæðum sem kalla á
nýja þekkingu og fólk með tiltekna
menntun. Vísar hún þar til þess að
næsta haust hefst á Bifröst meist-
aranám í áfallastjórnun með aðkomu
almannavarna, Rauða kross Ísland,
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins.
Að vinna úr áföllum krefst þekk-
ingar.
„Óveðrin sem gengu yfir landið
síðasta vetur, jarðskjálfahrinur, eld-
gosavá, rafmagnsleysi og nú síðast
kórónuveiran eru dæmi um að-
stæður sem kalla á fumlausa og
skipulagða vinnu. Á Íslandi eru
margir sem hafa miklu að miðla í
þessu sambandi, fólk sem hefur
staðið í eldlínu bankahruns og ham-
fara í nátúrunni. Við fáum líka er-
lenda sérfræðinga til liðs við okkur,
en víða í útlöndum er horft til þeirra
vinnubragða sem hér hefur verið
fylgt á veirutímum – það er að láta
sérfræðingum sviðið og ráðin eftir,“
segir Margrét.
Til starfa í stafrænum heimi
Nám í áfallastjórnun verður
skv. ýtrustu gæðakröfum og reglu-
verki sem um háskólanám gilda.
Sama máli gegnir um nám fyrir út-
lendinga í ensku og íslensku í há-
skólagátt, sem hefst um nk. áramót.
Mikilvægt er, segir Margrét, að
koma til móts við þennan hóp, sbr.
að 15% landsmanna eru fædd í öðr-
um löndum. Þessi hópur sé afskiptur
um menntun og þarna þurfi sam-
félagið að gera betur, eins og nú
standi til. Raunar þurfi háskólarnir
jafnan að geta brugðist við að-
stæðum og búa fólk undir framtíð og
aðstæður sem breytast hratt.
„Enn eina ferðina stöndum við
á krossgötum í menntamálum því
fjórða iðnbyltingin mun umbylta því
hvernig við vinnum, lifum og eigum í
samskiptum. Nýting vatns og gufu-
véla olli straumhvörfum á vinnu-
markaði í fyrstu iðnbyltingunni og
rafmagnið lék aðalhlutverk í þeirri
næstu. Í þriðju byltingu sem rennur
saman við þá fjórðu eru upplýsinga-
og raftækni og svo sjálfvirkni lyk-
ilatriði. Hvað þessi fjórða bylting
leiðir af sér vitum við ekki enn nema
að mörkin milli hins stafræna, raun-
verulega og lífræna verða enn óljós-
ari. Hlutverk háskóla eins og Bif-
rastar er einmitt að gera nemendur
samkeppnishæfa á vinnumarkaði,
svo þeir þurfi ekki að hræðast tækni
og krefjandi, óskiljanleg verkefni.
Því þurfa nemendur þjálfun til að
geta farið til starfa í stafrænum
heimi,“ segir Margrét.
Læri mikið af nemendum
„Bifröst leggur áherslu á allt
það sem gervigreind getur ekki
leyst, svo sem snerpu og gagnrýna
hugsun, flokkun upplýsinga, hæfni í
mannlegum samskiptum og að njóta
menningar og lista. Í þeim efnum
hafa nemendur okkar, sem gjarnan
eru fólk komið með reynslu og þekk-
ingu utan úr samfélaginu, miklu að
miðla. Því bregð ég mér – menntuð í
menningarlæsi – stundum í hlut-
verki fyrirlesara hér við skólann,
meðal annars til þess að heyra sjón-
armið nemenda sem ég læri miklu
meira af en kenni sjálf.“
Hræðist ekki
hið óskiljanlega
Lærdómur! Um 900 nema nú við Háskólann á Bif-
röst sem er fyrirmynd í fjarkennslu. Tímar breytast
og menntun með. Undirbúningur fyrir fjórðu iðnbylt-
inguna er mikilvægur, segir nýr rektor skólans.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rektorinn Enn eina ferðina stöndum við á krossgötum í menntamálum, segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bifröst Nemendur við háskólann
hafa aldrei verið fleiri en nú.
Bifröst leggur áherslu
á allt það sem gervi-
greind getur ekki leyst,
svo sem snerpu og
gagnrýna hugsun.
Auglýsingaher-
ferð Kringlunnar
vann alþjóðleg
hönnunarverð-
laun, Brand Imp-
act Awards, í
flokki smásölu, en
tilkynnt var um
niðurstöðuna í
London í vikunni.
Tímaritið
Computer Arts og
vefsíðan Creative Bloq standa fyrir
verðlaununum Brand Impact Award
sem veitt eru fyrir verk sem skarað
hafa fram úr í heimi skapandi hönn-
unar og mörkunar. Meðal sigurvegara
Brand Impact Awards síðustu ár má
nefna BBC, McDonalds og Carlsberg.
Og nú bætist Kringlan við í þennan
flokk; verslunarmiðstöðin sem í
mörgu tilliti er félagsheimili íslensku
þjóðarinnar.
Auglýsingaherferð Kringlunnar er
unnin í samstarfi við auglýsingastof-
una Kontor Reykjavík og hefur vakið
mikla athygli fyrir listræna og nýstár-
lega útfærslu, segir í tilkynningu.
Í fremstu röð
„Við erum að sjálfsögðu afar
ánægð og stolt að vinna til þessara
virtu verðlauna. Það er mikil sam-
keppni um þessi verðlaun frá stórum
alþjóðlegum fyrirtækjum. Þetta er
mikill heiður og segir okkur að mark-
aðsstarf Kringlunnar sé í fremstu röð
á alþjóðlegum vettvangi,“ er haft eft-
ir Baldvinu Snælaugsdóttur, mark-
aðsstjóra Kringlunnar.
Listræn og nýstárleg útfærsla auglýsinga
Kringlan Vettvangur mannamóta og innkaupa íslensku þjóðarinnar.
Baldvina
Snælaugsdóttir
Verðlaun til Kringlunnar fyrir
herferð sem var framúrskarandi