Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 18
18
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað hratt í Dan-
mörku og sóttvarnaaðgerðir hafa í kjölfarið
verið hertar. Tilkynnt var í gær að 454 hefðu
greinst með veiruna og hafa aldrei verið fleiri á
einum degi. Þá voru 58 á sjúkrahúsi.
Arnaldur Skorri Jónsson er búsettur í
Kaupmannahöfn og stundar nám í Asíufræð-
um við Viðskiptaháskólann, CBS, og Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann segir að kórónu-
veirufaraldurinn hafi talsverð áhrif á bæði
námið og félagslífið. Bæði sé mikið um fjar-
kennslustundir og minna um persónuleg
tengsl en annars væri. „Svo mega ekki vera
neinar samkomur á vegum skólans eða honum
tengdar. Það er opið á börum og fyrir mánuði
var maður duglegur að kíkja út en ekki lengur.
Ég hef ekki djammað síðan í mars,“ segir
hann.
Fer í skimun í dag
„Danir eru frekar slakir yfir ástandinu yfir-
höfuð en fólk er farið að passa sig meira. Það
virða allir tveggja metra regluna. Ég er sjálfur
mjög mikið bara í einum hópi og ef maður hitt-
ir aðra reynir maður að halda fjarlægð,“ segir
Arnaldur sem á einmitt bókaðan tíma í skimun
í dag. Hann segir það mjög hvetjandi að þurfa
ekki að greiða fyrir skimun.
Aðspurður segir Arnaldur að fjölgun smita
og hertar reglur hafi hreyft verulega við fólki
að undanförnu. „Þetta er í fullum gangi og við
vitum ekki hvað gerist. Sumir í kringum mann
eru hræddir um framhaldið og óttast það að
vera sendir heim úr skólanum. Ég er alla vega
viss um að Danir vilja gera allt annað en að
þurfa að loka búðunum. Það gengur ekki fyrir
hagkerfið.“
Lítið að gera í ferðamannabúðinni
Arnaldur er 23 ára og er á öðru ári í námi
sínu. Hann býr með kærustu sinni, hinni tví-
tugu Katrínu Ólafsdóttur sem starfar í ferða-
mannabúð. Af skiljanlegum ástæðum hefur
verið lítið að gera hjá henni að undanförnu.
„Þannig að við erum svolítið að þrauka núna,“
segir Arnaldur. Fyrirhugað er að hann flytji til
Kína í janúar vegna námsins og segir hann
ómögulegt að sjá fyrir hvort þau áform muni
halda.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dan-
merkur, kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir
í landinu. Þær reglur sem hafa undanfarið gilt
í Kaupmannahöfn og nágrenni gilda nú um allt
land, til að mynda 50 manna samkomubann og
krafa um að allir beri grímu á börum, veitinga-
stöðum og skemmtistöðum þar til fólk hefur
fengið sæti. Forsætisráðherrann hvatti fólk til
að vinna heiman frá ef það á þess kost og forð-
ast almenningssamgöngur á annatímum. Sagði
Frederiksen að kórónuveiran greindist nú hjá
breiðari aldurshópum en áður og um alla Dan-
mörku.
Sektað ef fólk notar ekki grímu
Arnaldur segir að almennt bregðist fólk vel
við tilmælum yfirvalda. Í húsinu sem hann býr
í fari til að mynda ekki fleiri en þrír samtímis
inn í lyftu. Fólk notar ekki grímu á almanna-
færi en það er skylt í almenningssamgöngum
og á veitingastöðum eins og áður sagði. „Flest-
ir fylgja þessu enda geta þeir annars fengið
risasekt. En það er alltaf einhver einn hálfviti
sem gerir það ekki.“
Þungur vetur Arnaldur Jónsson og Katrín
Ólafsdóttir búa í Kaupmannahöfn.
Fólk er farið að
passa sig meira
Breyttar aðstæður hjá námsmanni í Köben
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það sem fólk furðar sig mest á er að mega
ekki hitta fleiri en sex í einu úr fjölskyldunni
eða vini en það getur samt farið á pöbbinn,“
segir Arnar Pétur Stefánsson sem búsettur er
í Liverpool.
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað hratt á
Englandi að undanförnu og ástandið versnað.
Nú mega ekki fleiri en sex koma saman,
grímuskylda er í verslunum og afgreiðslutími
verslana og kráa hefur verið skertur.
Arnar segir að flestir búist við því að farið
verði í hertar aðgerðir á ný á næstunni. Hann
kveðst þó telja að yfirvöld muni forðast það að
loka skólunum aftur. Sem kunnugt er var
bresku samfélagi að mestu lokað frá miðjum
mars og fram á sumar.
Misvísandi skilaboð stjórnvalda
„Það eru eiginlega tvær týpur af fólki hérna;
þeir sem fylgja öllum reglum og gagnrýna þá
sem gera það ekki. Og svo þeir sem gera þver-
öfugt,“ segir Arnar um það hvernig fólk taki í
sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Hann segir að
misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni hafi
ruglað fólk og margir viti ekki hvaða reglum
þeir eigi að fylgja lengur. „Sem dæmi ákvað
ríkisstjórnin að allir ættu að fara út að borða
og bauð 50% afslátt. Svo fjölgaði tilfellum og
þá var það unga fólkinu að kenna fyrir að vera
úti og fylgja ekki reglum,“ segir Arnar. Hann
segir aðspurður að enginn virðist framfylgja
reglum um grímuskyldu í verslunum eða um
sjö manna samkomubann.
Vilja vera áfram í Bretlandi
Arnar og fjölskylda hans hafa verið búsett í
Liverpool í fimm ár. Hann er sjálfstætt starf-
andi tónlistarmaður, vinnur til að mynda mikið
í leikhúsum en hefur ekki fengið eitt einasta
verkefni síðan í mars. Kona hans, Aníka Eyrún
Sigurðardóttir, starfar við heimahjúkrun. Arn-
ar segir að það hafi að sumu leyti komið sér vel
að hann var heima því þá gat hann sinnt
heimakennslu fyrir börn þeirra tvö, tíu og sex
ára, meðan skólar voru lokaðir.
„Planið er að reyna að tóra hérna og vona að
þetta gangi yfir. Mikið af minni vinnu hefur
verið endurskipulagt fyrir næsta ár. Okkur líð-
ur yfirhöfuð vel í Englandi en svo verðum við
að sjá hvað gerist um áramótin þegar brexit-
brandarinn tekur að fullu gildi.“
Fjölskylda Aníka Eyrún og Arnar Pétur með börn sín tvö, Sigurð Pétur og Heklu Maríu.
Búast við að að-
gerðir verði hertar
Ung hjón búa með tvö börn sín í Liverpool
Hagræðing
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
á haustdögum
án þess að það bitni á gæðum
Hafðu samband og við
gerum fyrir þig þarfagreiningu
og tilboð í þjónustu
án allra skuldbindinga.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sökum anna vegna mikillar fjölg-
unar kórónuveirusmita í vikunni
hefur almannavörnum ekki tekist
að ljúka vinnu við litakóða sem
taka á upp við
Covid-viðvaran-
ir. „Aðgerðir síð-
ustu þrjá sólar-
hringa hafa tafið
þetta og við
stefnum á að
klára í næstu
viku,“ segir Víðir
Reynisson yfir-
lögregluþjónn í
samtali við
Morgunblaðið. Sem kunnugt er
hefur smitum fjölgað hratt eftir
því sem liðið hefur á vikuna.
„Hugmyndafræðin er orðin skýr
og nú erum við bara að velta fyrir
okkur hvaða mælikvarða við get-
um sett inn svo þetta verði ekki
bara huglægt mat,“ segir Víðir en
auk þess er verið að leggja loka-
hönd á útlit viðvarananna.
Venjulegt ástand verður litað
grátt en viðvaranir verða í líkingu
við það sem fólk þekkir frá veð-
urviðvörunum; gular, appelsínu-
gular og rauðar viðvaranir, enda
er hugmyndafræðin þaðan komin
að sögn Víðis.
Þannig geta verið mismunandi
litaviðvaranir í gangi í hverjum
landshluta, ef málum er svo háttað
hverju sinni. „Já, ef þetta hefði
verið komið í gagnið nú í vikunni
hefði höfuðborgarsvæðið verið
appelsínugult því öll smit síðustu
daga hafa verið þar. Restin af
landinu hefði verið grá,“ segir
Víðir.
Appelsínugul við-
vörun í borginni
Litakóðar teknir upp í næstu viku
Morgunblaðið/Eggert
Veiruvarnir Í næstu viku verða
teknar upp litakóðaðar viðvaranir.Víðir Reynisson
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020