Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 35 cm verð 109.000,- 50 cm verð 159.000,- 70 cm verð 249.000,- Atollo Borðlampi – Opal gler Vico Magistretti 1977 CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Sigurður Már Jónsson blaða-maður ritar pistil um sjávar- útveginn og auðlindaarðinn á mbl.is og segir meðal annars: „Enn og aftur erum við minnt á hve útbreidd van- þekking er hér á landi um málefni sjávarútvegsins. Hugsanlega er það gjaldið sem við þurfum að greiða fyrir að hafa byggt upp borgarhagkerfi þar sem stór hluti íbúanna hefur ekki lengur innsýn í hvað felst í verðmætasköpun grunnatvinnuvega.    Við stærum okkur af því aðhafa byggt upp öflugt vel- ferðarkerfi og sinna menningu og listum af alúð en höfum um leið gleymt því hvaðan verðmætin til að standa undir því koma. Því finnst stórum hluta landsmanna allt í lagi að niðurgreiða vinnu of- urríkra kvikmyndamógúla sem fljúga til landsins á einkaþotum en telur um leið nauðsynlegt að auka álögur á grunnatvinnuvegi þjóð- arinnar.“    Sigurður Már nefnir einnig aðþeir sem hafi „minnstan fram- kvæmdahug eru mest uppteknir af verðmæti auðlinda,“ en peninga- leg verðmæti þeirra séu ofmetin „um leið og peningaleg verðmæti athafnamennsku og framkvæmda- hugar eru vanmetin“.    Skýr dæmi um þetta má sjá víðaum heim, þar sem ríki með miklar auðlindir glíma við fátækt en önnur með engar hefðbundnar auðlindir blómstra.    Aðalatriðið er að nýta auðlind-irnar rétt og eyðileggja þær ekki með einhvers konar þjóðnýt- ingu eða ofurskattlagningu. Sigurður Már Jónsson Vanþekking um undirstöðugrein STAKSTEINAR Það stefnir í að ekki verði af þátt- töku alþingismanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þetta staðfestir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, við Morg- unblaðið. Þingmenn hafa sótt allsherjar- þing SÞ um áratuga skeið sem hluti af sendinefnd Íslands. Það hefur komið fyrir í gegnum árin að ein- staka þingmaður hefur forfallast vegna ófyrirséðra kringumstæðna en aldrei hefur þátttaka fallið niður í heild sinni. „Enda eru nú fordæma- lausir tímar og hefur til að mynda aldrei þurft að fella niður þing Norðurlandaráðs, líkt og nú er raunin,“ segir Ragna. Forsætisnefnd þingsins ákvað í mars að fella niður vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsfólks Al- þingis frá og með 17. mars út vor- þingið. Sú ákvörðun hefur ekki verið framlengd, enda hefðbundinni þátt- töku í alþjóðastarfi sjálfhætt þegar þingmannafundir og -ráðstefnur hafa færst í rafrænt form að frum- kvæði skipuleggjenda. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og varir fram í desember. Fulltrúar allra aðildar- ríkja eiga þar sæti . sisi@mbl.is Sækja ekki allsherjarþing SÞ í ár  Engar utanlandsferðir á vegum Alþingis síðan faraldurinn kom upp New York Guðlaugur Þór Þórð- arson flytur ávarp haustið 2019. Það kostaði Reykjavíkurborg tæpar fjórar milljónir króna að útbúa lím- miða þar sem íbúum var gefinn kost- ur á að afþakka fjöldapóst. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram fyrirspurn um málið á fundi ráðsins 20. ágúst sl. Svar umhverfis- og skipulagssviðs var lagt fram á borgarráðsfundi á fimmtudaginn. Í svarinu kemur fram að hönnun á límmiðum hafi kostað 76 þúsund krónur og prentun 3.870.000 krónur. „Nemendur Vinnuskóla Reykjavík- ur sáu um dreifingu á miðunum þar sem dreifingaraðili hafnaði að dreifa þeim þegar efni þeirra var ljóst. Til samanburðar er kostnaður við hirðu og endurvinnslu á efni sem safnað er með bláu tunnunni í Reykjavík áætl- aður 157 milljónir króna árið 2020,“ segir í svarinu. Jafnframt kemur fram að tillaga um dreifingu miðanna hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og heil- brigðisráðs 16. október 2019. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram svohljóðandi bókun: „Það vekur furðu að Reykja- víkurborg sé að eyða um 4 millj- ónum króna í fjöldapóst þar sem fólki er gefinn kostur á því að af- þakka fjöldapóst. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks vilja benda á að með einföldum hætti er hægt að afþakka fjöldapóst með rafrænum hætti hjá dreifingaraðilum fjöldapósts.“ Fram kemur á heimasíðu Sorpu að fyrirtækið sendi árlega þúsundir tonna af pappírsefni til endurvinnslu í útlöndum. Endurunninn pappír skili sér aftur til neytenda hér á landi sem dagblaðapappír, bréf- þurrkur, salernispappír og umbúðir úr pappa. sisi@mbl.is Límmiðar kostuðu fjórar milljónir  Nemendur Vinnu- skólans látnir dreifa miðunum til íbúa Morgunblaðið/Þorkell Pappírsgámur Árlega fara þús- undir tonna utan í endurvinnslu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.