Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Kórónuveiran virðist nú vera í
hraðri sókn í Evrópu. Þar eru ríki
víða að fara yfir og herða á
sóttvarnaaðgerðum sínum, meðal
annars á Bretlandseyjum þar sem í
gær greindust 4.322 ný tilfelli. Eru
það nærri eitt þúsund fleiri en
greindust síðastliðinn fimmtudag.
Ekki hafa greinst yfir 4.000 ný smit
þar frá 8. maí síðastliðnum.
Bresk stjórnvöld hafa nú tilkynnt
hertar aðgerðir sem taka eiga gildi
næstkomandi þriðjudag, 22. sept-
ember. Munu þau gilda í
Lancashire, Merseyside og í hluta
Midlands og Vestur-Yorkshire.
Nýju reglurnar munu hafa áhrif á
nærri fimm milljónir manna, sam-
kvæmt breska ríkisútvarpinu
(BBC). Verður fólki sem ekki deilir
heimili þá bannað að hittast fé-
lagslega; veitingastöðum og börum
gert að loka klukkan 22 á kvöldin og
fólk beðið að ferðast ekki með al-
menningssamgöngum nema erindið
sé brýnt og mæta ekki á íþróttavið-
burði.
Smitum hefur einnig fjölgað hratt
í Danmörku. Þar greindust síðast-
liðinn miðvikudag 453 með veiruna,
mesti fjöldi frá upphafi faraldurs á
einum degi. Um allt land verður nú
veitinga- og skemmtistöðum gert að
loka klukkan 22; fleirum en 50 bann-
að að koma saman og grímuskylda á
börum, veitinga- og skemmtistöðum
og í almenningssamgöngum. Þá
hafa þeir einstaklingar sem geta
unnið heima fyrir verið hvattir til
þess af stjórnvöldum.
Spá minni samdrætti en áður
Svíar gera nú ráð fyrir 4,4% sam-
drætti í vergri landsframleiðslu
miðað við árið í fyrra. Fyrri spár
gerðu ráð fyrir meiri samdrætti, eða
6,1%. Þar í landi hefur tilfellum
nýrra kórónuveirusmita fækkað
nokkuð að undanförnu, að sögn
sænska ríkissjónvarpsins (SVT).
Í Hollandi mega ekki fleiri en sex
einstaklingar sækja fólk heim og
nauðsynlegt er að tryggja minnst
1,5 metra á milli manna. Þá er
grímuskylda að ryðja sér til rúms
mjög víða innan ríkja Evrópu. Á það
í flestum tilfellum við þegar ferðast
er með almenningssamgöngum eða
þegar sótt er þjónusta á veitinga-
staði eða í verslunum. Grímuskylda
er einnig að verða áberandi innan
skólanna og jafnvel í skrifstofu-
byggingum þegar ekki er hægt að
tryggja gott rými á milli fólks.
Herða á veiruvörnum
Kórónuveiran heldur áfram að setja svip á líf fólks í Evrópu Mikil og hröð
útbreiðsla neyðir ríki til að grípa til hertra aðgerða Gríman víða áberandi
AFP
Nýr veruleiki Skólakrökkum og skólastjórnendum í Evrópu er víða gert að bera grímu fyrir vitum á meðan skóla-
starf stendur yfir. Þessir krakkar eru nemendur í grunnskóla í Frakklandi en þar eru sóttvarnir nú miklar.
Loftvarnir Taívans voru virkjaðar í
gær eftir að 18 kínverskum orrustu-
þotum var flogið yfir miðlínu Taívan-
sundsins. Fréttaveita Reuters grein-
ir frá því að heimsókn bandarískrar
viðskiptasendinefndar til landsins sé
að líkindum ástæða þess að Kínverj-
ar minntu á sig með þessum hætti.
Varnarmálaráðuneyti Taívans
segir kínversku þoturnar hafa verið
af fjórum gerðum, þ.e. J-16; J-10,
J-11 og H-6, en síðastnefnda flugvél-
artegundin er sprengjuflugvél. Auk
þess að senda orrustuþotur til móts
við kínversku vélarnar var loft-
varnakerfi virkjað og fylgdust rad-
arturnar, sem stýra loftvarna-
skeytum, grannt með þróuninni.
Stjórnvöld í Beijing segja flug
þotna sinna vera hluta af æfingu
hersins. Slíkt sé nauðsynlegur liður í
vörnum landsins og fullveldi.
Þá greinir Reuters frá því að herj-
ir Kína og Taívans forðist vanalega
að fara yfir umrædda miðlínu þar
sem slíkt er talið vera ógnandi.
AFP
Taívan Þotur og loftvarnaskeyti
voru virkjuð vegna komunnar.
Kínverjar
fóru yfir
miðlínuna
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs.