Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðlaug Ólafs-dóttir fæddist á Eskifirði 31. jan- úar 1924. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 24. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Björg Ingvarsdótt- ir frá Ekru í Nes- kaupstað, húsmóð- ir, og Ólafur Hjalti Sveinsson frá Firði í Mjóa- firði, útgerðarmaður og sölu- stjóri. Faðir Guðrúnar var Ingvar Pálmason á Ekru í Norðfirði, alþingismaður, móðir hennar var Margrét Finnsdóttir frá Tungu í Fá- skrúðsfirði. Faðir Ólafs var Sveinn Ólafsson, bóndi í Firði í Mjóafirði og alþingismaður, og móðir hans var Kristbjörg Sigurðardóttir frá Brúnagerði í S-Þingeyjarsýslu. Fósturfor- eldrar Guðlaugar voru Borg- hildur Hinriksdóttir húsmóðir og Níels Ingvarsson, yfirfisk- matsmaður í Neskaupstað. Guðlaug var ein þrettán systkina og átti tvo fóstur- bræður. Eftirlifandi eru Mar- grét systir Guðlaugar og Jó- hann fósturbróðir hennar. Guðlaug giftist 1948 Guð- mundi Björnssyni, vélaverk- Ólafur jarðeðlisfræðingur, f. 11.4. 1958, maki Bryndís Birn- ir. Börn þeirra eru: a) Einar Birnir og b) Guðlaug Björg. Fyrstu ár bernskunnar var Guðlaug á Mjóeyri við Eski- fjörð. Frá 6 ára aldri fram á unglingsár var hún í fóstri í Neskaupstað hjá móðurbróður sínum og konu hans, sem voru henni sem aðrir foreldrar. For- eldrar Guðlaugar fluttu til Reykjavíkur árið 1935. Hún fór suður til foreldra sinna yfir vetrartímann þegar hún hóf nám við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Hún lauk gagn- fræðaprófi þaðan. Að því loknu stundaði hún skrifstofustörf í Reykjavík og sótti húsmæðra- skóla í Noregi. Áhugi hennar beindist að ljósmyndun og hún hélt til Stokkhólms til að nema þá iðn. Hún lauk ekki náminu, en kynntist þar Guðmundi sem var við nám í vélaverkfræði við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi. Þau giftust og húsmóðurstörfin tóku við hjá Guðlaugu. Guðmundur lést fyr- ir 32 árum. Fjölskyldan bjó lengi í Álf- heimum og síðar á Grenimel. Þar bjó Guðlaug þar til hún var komin hátt á níræðisaldur þegar hún flutti í Mörkina. Síð- ustu árin var hún til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Útför Guðlaugar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. fræðingi og pró- fessor, f. 2.11. 1925, d. 13.12. 1988. Þau bjuggu fyrstu hjúskap- arárin í Svíþjóð og á Akureyri, en frá 1954 í Reykjavík. Börn Guðlaugar og Guðmundar eru: 1) Borghildur arkitekt, f. 20.6. 1949. Dætur henn- ar eru: a) Sigrún Stanton, maki Adam David Law og b) Ásta Stanton, maki Martin El- liott Pugh, þau eiga einn son, Sölva Jess. 2) Rannveig bókari, f. 1.10. 1950, maki Bjarni Ólafsson (d. 2020). Sonur þeirra er Guðmundur, maki Bryndís Pétursdóttir, þau eiga þrjú börn, Birki Þór, Bjarna og Rannveigu. 3) Björn mat- vælafræðingur, f. 24.1. 1952, maki Rebekka Sigrún Guðjóns- dóttir. Börn þeirra eru: a) Auður, maki Eiríkur Krist- insson, þau eiga þrjú börn, Sigríði Höllu, Björn Orra og Rebekku Ylfu. b) Unnur, maki Burkni Helgason, þau eiga þrjú börn, Helgu Lilju, Dag Einar og Öldu Maríu. c) Guð- mundur. 4) Guðrún arkitekt, f. 2.4. 1956. Dóttir hennar er Vera Björg Rögnvaldsdóttir. 5) Amma leggur sig. Sólin skín inn um gluggann og lýsir upp agnirnar í loftinu. Kyrrðin lætur tímann standa í stað. En þó heldur stofuklukk- an áfram að tifa og útvarpið murrar lágt frammi í eldhúsi. Í hverju horni er eitthvað for- vitnilegt að skoða. Hér býr hver munur yfir sinni sögu, ein- hverjum sannleika. Það er ekk- ert annað að gera en bíða. Kannski eftir því að lítil skotta sé send út í ísbúð, þótt hún sé höfðinu lægri en af- greiðsluborðið. Kaupir gamla og nýja ísinn fyrir gamla og nýja konu. Þær gengu niður brekkuna og tíndu blómin, hvít, rauð gul og blá. Hver í sínum drauma- heimi. Eða kannski þeim sama, án þess að vita af því. Þær duttu í lækinn. Það var heitasti dagur sumarsins en þær skelltu upp úr af sjokkinu við að lenda ofan í köldu fjalla- vatninu. Kaldur sjávargusturinn blés framan í þær svo að rann úr nösum. Í ljósri dúnúlpu með alpahúfu stóð amma í fjörunni og horfði út á hafið og upp úr því reis hvítur vitinn á bak við hana svo þau virtust jafn stór. Stofuklukkan tifar. Amma situr á eldhúsbekknum og leggur kapal. Hún tekur saman snjáðan spilastokkinn og legg- ur hann á borðið. Nuddar gagnaugun. Hún stendur upp og hellir mjólk í glas. Sækir svo ullarleistana. Þótt klæi smá undan þeim halda þeir hlýju á köldum litlum fótum yfir nótt- ina. Amma býður góða nótt. Amma mín, sem alltaf var mér svo kær. Hún leggst nú í grasið undir söng síðustu sum- arfuglanna að hvíla lúin bein í síðasta skipti. Þar er beðið eft- ir henni. Áfram lifir hún í minningunum. Hún skilur eftir sig arfleifð með allri þeirri hlýju, visku og fegurð sem hún gaf. Takk fyrir allt, amma. Vera Björg Rögnvaldsdóttir. Guðlaug Ólafsdóttir Síðbúin kveðja. Fyrst man ég eftir Ævari þegar hann að eigin frumkvæði kom upp í flugturninn á Miðnesheiði í skoðunarferð. Strax eftir- minnilegur frá fyrstu stundu. Ófeiminn að spyrja og það sem einkenndi hans fas þá og síðar; bjart bros og innilegur hlátur ef eitthvað spaugilegt bar á góma. Nokkrum misserum síðar hóf hann starfsnám á A-vakt- inni og féll strax inn í þann góða hóp. Var heppinn með kennara í turnnáminu og bætti síðan við sig ratsjárréttindum í aðflugi. Einn eftirminnilegasti nem- andi sem ég hef verið með, en við vorum saman í aðfluginu. Lífsgleði, lífsþorsti, húmor- isti og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega. Það var gott að vinna við hliðina á og á móti Ævari, bæði þegar sem mest gekk á og þeg- ar um hægðist. Mörg gullkorn- Ævar Örn Jónsson ✝ Ævar ÖrnJónsson fædd- ist 1. júní 1972. Hann lést 30. ágúst 2020. Ævar Örn var jarðsunginn 11. september 2020. in flugu og oft skelltum við upp úr. Ævar vann m.a. fyrir íslensku frið- argæsluna í Kó- sóvó. Náðum nokkrum vikum saman þar. Veit að hann naut sín virkilega vel í því verkefni. Úrræða- góður og duglegur. Í desember 2010 förum við saman í starfsviðtal til Lúx- emborgar. Fyrirvarinn stuttur. Það vantaði í aðflugið og fé- lagar okkar hjá Bláfugli voru meir en tilbúnir að leyfa okkur að fljóta með til Kölnar. Lagt af stað síðla dags til Kölnar. Tókum bíl og keyrðum fram á nótt og gistum á hóteli yfir blá- nóttina. Vöknuðum árla morguns og vorum mættir fyrir hádegi á boðuðum degi. Eftir starfs- viðtal og eftir að við höfðum kynnt okkur starfsaðstöðuna, skipst á upplýsingum við koll- ega okkar vorum við fljótir að átta okkur á því að við vorum staddir í miðri valdabaráttu á vinnustaðnum. Skunduðum svo til Kölnar, kíktum á jólamarkaðinn og bið- um svo eftir Cargo-vél Bláfugls í bílnum. Sváfum á beru gólfinu á heimleið. Gerðum gott úr ferðinni. Það var Ævari eðlislægt að gera gott úr hlutunum, en á þessum tæpu tveimur sólar- hringum sá ég hann í fyrsta sinn skipta skapi, jafnvel reið- ast. Tilefnið var sk. útrásarvík- ingar, bankamenn og dugleysi stjórnsýslunnar. Ævar var ósáttur og hafði ærið tilefni. Einnig voru erfið veikindi í fjölskyldunni og álag- ið allt að því ómennskt. Mitt hlutverk var fyrst og fremst að hlusta þessa tæpu tvo sólarhringa. Það lýsir Æv- ari samt best að ætíð gat hann séð björtu hliðarnar og ekkert verkefni var það stórt að ekki væri hægt að yfirstíga það. Ævar hafði þann kjark, þor og dug til að hugsa út fyrir rammann. Tæpum þremur árum seinna heyrðumst við í Írak, en þá var hann að vinna fyrir breskt fyrirtæki í Erbil í N-Írak en sá sem þessar línur hripar vann hjá sama fyrirtæki í Bagdad, Írak. Það var gott að heyra í Æv- ari hinum megin á línunni og alltaf fylgdi hressandi og mannbætandi hlátur með í kaupbæti. Einu sinni lenti okkur sam- an. Hann var ósáttur við mig og ég við hann. Við tókum 15 mín- útna samtal, hreinsuðum and- rúmið og málið leyst, enda ekki hægt að vera ósáttur við Ævar lengi. Hann var bara þannig gerð- ur. Einn af mörgum mannkost- um Ævars var að hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Heill, heiðarlegur, með greið- viknari mönnum (margir nutu þess), duglegur (stundum ein- um of). Ekki til fals. Stór maður með stórt hjarta. Það er erfitt að skilja til- ganginn, fráfallið skyndilegt, ótímabært og sárt. Missir Sigrúnar og barnanna mikill sem og móður og systk- ina. Votta þeim samúð mína á þessum erfiðu tímum. Minning um stóran dreng með stórt hjarta yljar og lifir. Hittumst síðar. Davíð Heiðar Hansson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær dóttir okkar og systir, EIRÍKA STEINUNN PETERSEN AGNARSDÓTTIR, lést í faðmi ástvina sinna á gjörgæsludeild Landspítalans við Fossvog miðvikudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. september klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Agnar Már Jónsson Soffía Dóra Sigurðardóttir Sigurður Andri Agnarsson Anna Kristín Petersen Agnarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ERLEN JÓNSDÓTTIR, Hlíðarbyggð 32, Garðabæ, lést á Landspítalanum 14. september. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 25. september klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður athöfninni jafnframt streymt á https://youtu.be/hZGSspPpg5E. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Erlenar er bent á Rjóðrið, hvíldar- og endurhæfingar- heimili fyrir langveik börn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Matthías Gíslason Elsku afi okkar, tengdafaðir og langafi, HÁKON GUÐMUNDUR TORFASON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sunnudaginn 13. september. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 21. september klukkan 13. Hákon Hallgrímsson Hrefna Guðmundsdóttir Unnur Hallgrímsdóttir Þór Hallgrímsson Sandra Heimisdóttir Hallgrímur Þór Ingólfsson og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, dóttir, systir og amma, AUÐUR FINNBOGADÓTTIR, varð bráðkvödd á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 15. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Finnbogi Auðarson Bergvin Oddsson Fanný Rósa Bjarnadóttir Hafsteinn Oddsson Kristjana Þorfinnsdóttir systkin og barnabörn Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, RAGNA GAMALÍELSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 7. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigrún Heiða Ragnarsdóttir Rögnvaldur Bergþórsson Hannes Ragnarsson Ragnar Már Hannesson Yrsa Kolka Júlíusdóttir Ragnar Magnússon Marta Jónsdóttir Sigurður Helgi Maríuson Emma Vilhjálmsdóttir og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DR. GUNNAR MÝRDAL EINARSSON yfirlæknir og sérfræðingur í brjóstholsskurðlækningum, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 10. september. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 23. september klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni: https://vimeo.com/event/305327. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Gunnars Mýrdal hjá Kviku fjárfestingar- banka: 0701-26-110464, kt. 030579-3649. Ingibjörg Kristjánsdóttir Hulda Haraldsdóttir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir Þórunn María Kærnested Dagmar Mýrdal Gunnarsd. Bryndís María Theódórsdóttir Erna Mýrdal Gunnarsdóttir Anton Ingi Sigurðarson Valdís Jóna Mýrdal Gunnarsdóttir Gunnar Breki Mýrdal Gunnarsson Rafn Alexander Mýrdal Gunnarsson Geirlaug María Mýrdal Gunnarsdóttir Kara Lív Mýrdal Dagmarardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.