Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Steypt Þó að lítið sé um ferðamenn á landinu halda framkvæmdir áfram við hótel í Lækjargötu. Tíðarfarið síðustu daga hefur ekki verið hagstætt fyrir steypuvinnu en þó stytt upp inn á milli. Kristinn Magnússon „Að vera í sambandi við annað fólk er mér lífs- nauðsyn“ ortu Stuðmenn og hlýtur það að vera heilagur sannleikur eins og annað sem hefur komið frá þeim mætu mönnum. Samskipti eru okkur öllum mikilvæg og eftir því sem tíminn líður verður það æ mikilvægara fyrir okkur sem á þessari fallegu eyju búum að hafa öruggt og öfl- ugt samband við útlönd. Eins og stendur er fjar- skiptasamband okkar við útlönd tryggt með þremur fjarskiptastrengjum, tveim- ur sem liggja til Evrópu, Farice og Danice, og einum sem tengir okkur við Norð- ur-Ameríku, Greenland Connect. Í fjarskiptaáætlun sem ég lagði fyrir Alþingi árið 2019 og var samþykkt, legg ég áherslu á að lagður verði nýr fjarskiptasæstrengur til að tryggja enn frekar samband okkar við um- heiminn. Ástæðurnar fyrir lagningu nýs strengs varða allt í senn öryggis-, efna- hags-, varnar- og almanna- hagsmuni. Fjölmargir hafa tekið undir mikilvægi slíkr- andi tímum. Þá eru mikil tækifæri fólgin í uppbygg- ingu gagnavera en ný og öflug tenging eykur mjög möguleikana þegar kemur að gagnaverum fyrir stóra aðila eins og Google og Facebook, svo einhver fyrirtæki séu nefnd. „Að vera í takt við tím- ann getur tekið á. Að vera up to date er okkar innsta þrá“ ortu Stuðmenn einnig og má segja að þessi miklu og jákvæðu tíðindi af upp- byggingu fullkomins sam- bands við útlönd séu í takt við nýja tíma þar sem áhersla stjórnvalda er á fjölbreyttari atvinnuvegi. Og af því ég var byrjaður að garfa í textum Stuð- manna get ég ekki annað en endað á þessari línu sem er eins og töluð út úr hjarta framsóknarmannsins: „Hvers kyns fanatík er okk- ur framandi. Hún er hand- bremsa á hugann, lamandi.“ ar aðgerðar, þar á meðal Samtök iðn- aðarins og Samtök gagna- vera. Það var því ánægjulegt þegar ríkis- stjórnin sam- þykkti á fundi sínum fyrir skemmstu til- lögu mína og fjármála- og efnahagsráðherra um að tryggja fjármögnun nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands sem nefndur hefur verið Íris. Mikilvægt er að endur- nýja kerfið tímanlega þar sem Farice-strengurinn er kominn til ára sinna. Þeir tímar sem við höfum gengið í gegnum undanfarið undir- strika enn fremur nauðsyn öruggs og öflugs útlanda- sambands þegar sam- göngur í heiminum eru tak- markaðar um ófyrirséðan tíma. Þótt öryggisþátturinn ráði miklu er efnahagsþátt- urinn ekki síður mikil- vægur. Hér á landi hefur byggst upp öflug starfsemi sem reiðir sig mjög á öruggt og gott samband. Má þar nefna ört vaxandi geira eins og tölvuleikja- geirann sem nýtir sér styrk skapandi greina á Íslandi, geira sem ég tel mikilvægt að hlúa að og efla á kom- Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »Mikilvægt er að endurnýja kerfið tímanlega þar sem Farice- strengurinn er kominn til ára sinna. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar. Að vera í sambandi við önnur lönd Á allsherjarþinginu í ár verða 75 ár liðin síð- an Sameinuðu þjóð- irnar voru stofnaðar. Þörfin fyrir alþjóðlega samvinnu til að tryggja sjálfbæra og sann- gjarna framtíð allra hefur aldrei verið brýnni. Aukinn klofningur í andstæðar fylk- ingar innan og milli ríkja er grafalvar- legur og veldur þungum áhyggjum. Það verður sífellt augljósara að fram- sækin ríki þurfa að stíga fram og axla meiri ábyrgð til að vernda hið marg- hliða alþjóðakerfi. Norrænu ríkin hyggjast starfa enn nánar saman inn- an SÞ og við höfum skuldbundið okk- ur til að axla ábyrgð okkar ásamt ESB og öðrum svipað þenkjandi aðilum um allan heim. Fyrir 75 árum, á rústum tveggja hræðilegra heimsstyrjalda, sam- þykktu ríki heims að vinna saman og leysa ágreiningsmál sín innan heims- skipunar sem byggðist á lögum og reglum. Verkefni Sameinuðu þjóð- anna hafa smám saman þróast í átt til þess að takast á við margvísleg al- þjóðleg vandamál, þar með talið að draga úr fátækt, á sjálfbærri þróun, mannréttindum, jafnrétti, viðskiptum ásamt umhverfis- og loftslagsmálum – byggt á þeirri sameiginlegu fullvissu okkar að helstu áskoranir okkar tíma verði aðeins leystar með alþjóðlegri samvinnu. Margt hefur áunnist þegar litið er um öxl til síðustu 75 ára – en við vilj- um nota þetta tækifæri til að líta til framtíðar. Norrænu ríkin vilja sjá Sameinuðu þjóðirnar öflugri og við stöndum með alþjóðlegri samvinnu. Þegar leiðtogafundur SÞ hefst á morgun, munu öll 193 aðildarríkin samþykkja sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að Samein- uðu þjóðirnar verði sveigjanlegri, ábyrgari og skilvirkari. Við í norrænu ríkjunum styðjum yfirlýsinguna heils hugar og munum efla enn frekar að- komu okkar að því að tryggja fram- kvæmd hennar á eftirfarandi sviðum: Öflugri og endurbættar Sameinuðu þjóðirnar. Sameinuðu þjóðirnar þurfa að vera betur í stakk búnar til að draga þau ríki til ábyrgðar sem brjóta alþjóðalög. Sameinuðu þjóðirnar hafa leitt alþjóðleg viðbrögð við COVID-- 19-faraldrinum, en þessi vá hefur varpað kastljósinu á þörfina á öflugra marghliða kerfi sem er fært um að takast á við þarfir framtíðarinnar með enn betri hætti. Við styðjum viðleitni Guterres, aðalframkvæmdastjóra SÞ, til að gera samtökin skilvirkari. Sam- eiginlegt öryggi okkar byggist á því að allar þjóðir standi að heimsskipan sem byggist á lögum og reglum og taki með virkum hætti þátt í marghliða samvinnu. Stuðningur við SÞ í baráttunni við núverandi heimsfaraldur. COVID-19- faraldurinn hefur gert það augljóst að við getum aðeins tekist á við hann með því að gæta hvert annars. Við berum sameiginlega ábyrgð á að efla heil- brigðiskerfi um allan heim, að styðja við öryggi í heilbrigðismálum og stuðla að heilbrigðari samfélögum. Við styðjum Sameinuðu þjóðirnar, Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina og Al- þjóðlega ónæmisaðgerðasjóðinn (Gavi) heilshugar í viðleitni þeirra til að tryggja sanngjarnt aðgengi að COVID-19-bóluefni um allan heim. Al- þjóðleg gildi í mannréttindamálum, lýðræði, réttarreglum og kynjajafn- rétti eru kjarni Norrænu leiðarinnar og þau ætti að hafa að leiðarljósi í bar- áttunni við COVID-19 og fullnustu áætlunarinnar um sjálfbæra þróun fyrir 2030. Sjálfbær endurreisn. Endurreisn- ina sem fara mun fram í kjölfar COVID-19-faraldursins um allan heim, verður að nýta til að byggja betri, öflugri og grænni samfélög. Við styðjum eindregið betri framkvæmd áætlunarinnar um sjálfbæra þróun fyrir 2030 og Parísarsamningsins. Við erum staðráðin í að vinna að grænum, sjálfbærum umskiptum á Norður- löndunum og um allan heim, ekki síst í fátækustu og viðkvæmustu ríkjunum. Við þurfum að tryggja að íbúar okkar búi yfir réttu færninni til að mæta kröfum hins nýja vinnumarkaðar. Sanngjörn endurreisn fyrir alla: Einnig þarf að styðja við verkefni sem miða að auknu kynjajafnrétti og meiri jöfnuði í heiminum. Sameinuðu þjóð- irnar þurfa að grípa til fleiri ráðstaf- ana gegn kerfisbundnu ranglæti sem veldur sundrung í samfélögum okkar. Nálgunin að sjálfbærari félags- og efnahagslegri endurreisn þarf að taka mið af sanngirni og þátttöku allra, þannig að enginn verði skilinn eftir. Við stöndum að eflingu ráðstafana til að tryggja mannréttindi og að konur njóti þeirra til jafns við karla, ekki síst með tilliti til réttinda á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Stuðningur við efnahagslega valdeflingu kvenna þarf að vera forgangsmál í stefnunni um endurreisn efnahagslegs vaxtar og við sköpun nýrra starfa. Efling almenns öryggis. Sameinuðu þjóðirnar hafa leikið lykilhlutverk við eflingu sameiginlegs öryggis okkar, þar með talið með fyrirbyggjandi ríkjasamskiptum og friðargæsluverk- efnum á síðastliðnum 75 árum. Nor- egur mun sitja í Öryggisráðinu árin 2021-2022 og því munu norrænu ríkin enn á ný geta stuðlað að skilvirkara og gagnsærra starfi innan Öryggis- ráðsins. Í sameiningu höfum við á Norðurlöndunum langa hefð fyrir að finna lausnir í ágreiningsmálum og við að koma í veg fyrir átök. Við munum áfram þrýsta á um framkvæmd að- gerðaáætlunar fyrir konur, frið og ör- yggi, sem var samþykkt fyrir 20 árum. Í ljósi sterkra hefða okkar fyrir bar- áttu í mannúðarmálum hyggjumst við halda áfram viðleitni okkar til að tryggja að fólk í neyð fái þá bráða- aðstoð sem það þarfnast. Sjötíu og fimm árum eftir Hiro- shima og Nagasaki, og 50 árum eftir gildistöku samningsins um að dreifa ekki kjarnavopnum (NPT), er kjarn- orkuafvopnun enn jafn mikilvæg fyrir sameiginlegt öryggi okkar og áður. Skipulag vígbúnaðareftirlits um allan heim býr við mikið álag, en sum ríki brjóta gegn ákvæðum fyrri samninga og stækka nú kjarnorkuvopnabúr sín. Fjölþjóðlega samvinnu þarf til ef finna á lausnir og samningurinn um að dreifa ekki kjarnavopnum er hryggj- arstykkið í viðleitninni við að fram- fylgja kjarnorkuafvopnun. Yfirstandandi heimsfaraldur hefur gert það deginum ljósara að heim- urinn þarfnast meiri samvinnu. Við þurfum að efla þær stoðir sem sam- vinnan byggir á. Við höfum tækifæri til að velja þá vegferð sem fram undan er, þannig að við nýtum núverandi tækifæri til að endurbyggja samfélög okkar í þágu komandi kynslóða með kynjajafnrétti, jöfnuð, frið, umhverf- isvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Við í norrænu ríkjunum höfum gert upp hug okkar hvað varðar framtíð- arvegferð okkar. Efling Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegrar samvinnu er lykilatriði fyrir sameiginlegt öryggi, hagsæld og hagsmuni okkar. Núver- andi og komandi kynslóðir vænta einskis minna. Við skulum því árétta skuldbind- ingar okkar við grundvallargildi þau sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- settar á og aðstoða við að byggja öruggari og betri framtíð fyrir kom- andi kynslóðir, með hagsæld fyrir alla. Við erum sterkari saman. Eftir Katrínu Jakobsdóttur, Mette Frederiksen, Sönnu Marin, Ernu Sol- berg og Stefan Löfven » Yfirstandandi heims- faraldur hefur gert það deginum ljósara að heimurinn þarfnast meiri samvinnu. Katrín Jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir er forsætisráð- herra Íslands, Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur, Sanna Marin er forsætisráðherra Finnlands, Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs og Stefan Löfven er forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Öflugri norræn samvinna innan öflugri Sameinuðu þjóðanna Mette Frederiksen Sanna Marin Erna Solberg Stefan Löfven

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.